Frétt um hvað??

 

Það er út af fyrir sig tíðindi að ríkisstjórnin sé búin að fatta á ný Keynismann sem dreif áfram lengsta hagsældarskeið vestrænar sögu, en innihaldið í þessari frétt er froða.

 

Sigurður Ingi, sem laug flokk sinn inn á þing með yfirlýstri andstöðu við markaðsvæðingu orkuauðlina okkar kennda við Orkupakka 3, andstöðu við þau áform skynlausra skepna að flytja inn sýkla og veirur sem eru ónæm fyrir sýklalyfjum og kennt er við innflutning á ófrosnu kjöti og ekki hvað síst, andstöðu við þá arðránsstefnu peningamanna að gera samgöngumannvirki þjóðarinnar að féþúfu kennt við veggjöld.

Hann ætlar að rífa upp atvinnustigið með því að ráðast í bráðnauðsynlegar framkvæmdir í vegakerfinu og öðru sem kennt er við samgöngur.

Sem út af fyrir sig er gott mál, reyndar alveg mjög gott mál, jafnvel bara frábært.

Ef það væri ekki Hængur á.

 

Öll stórverkefni eru útboðskyld á Evrópska efnahagssvæðinu, og samkvæmt frjálshyggjulögmálum þess svæðis, þá er skylt að taka lægsta tilboði.

Sem í raunveruleikanum þýðir að sá verktaki sem fær verkið, lætur undirverktaka sem gera út á láglaunavinnuafl hins frjálsa flæðis, vinna flesta verkþættina.

Og íslenskt verkafólk vinnur ekki vinnuna sína á skítakaupi með sígarettu í kjaftinum talandi rúmensku eða búlgörsku

Stórframkvæmdir í dag eru ekki atvinnuskapandi fyrir innlent vinnuafl, þökk sé frjálshyggjunni sem við kennum við hið frjálsa flæði.  Og reyndar fækkar óðum störfum sem íslensku vinnuafli stendur til boða, atvinnurekendur leita í erlent vinnuafl sem þeir geta farið illa með. 

Allt í anda Friedmans og Hayek.

 

Hinn hængurinn er sá að Sigurður Ingi, þessi þarna sem laug sig inná þing, ætlar að nýta heimskreppuna sem fylgir farsóttinni, til þess að koma að blautlegum draumi frjálshyggjunnar um ofurskattlagningu á almenna borgara þessa lands.

Veggjöld ofaná hæstu eldsneytisskatta í heimi, leggjast þyngst á almennt launafólk, þar sem einna helst barnafjölskyldur (minnst aflögu fyrir aukna skattbyrði) og tekjulægri hópar geta ekki nýtt sér hin nýju samgöngumannvirki sökum ofurskattlagningar.

Veggjöld eins og öll tollhlið aðalsmanna í gamla daga, draga úr samskiptum fólks, ferðalögum og viðskiptum, þau kreppa að hagkerfinu, draga úr umsvifum, halda fólki í átthagafjötrum.

Það er eins og að menn hafi gleymt því að það var ekki bara gufuvélin og verslunin við fjarlæg lönd sem lagði drög að velmegun nútímans, viðskipti innan nærsamfélagsins sem og við aðra landshluta (í Evrópu, hér voru ekki tollhlið því hér voru ekki vegir eða viðskipti innanlands) margfölduðust við það eitt að hið miðstýra ríkisvald braut niður tollhlið svo vörur og þjónusta gátu flætt óhindrað innan landamæra hvers ríkis. 

Ofurskattlagning er alltaf til ills, en hún er sérstaklega slæm þegar hún heftir flæði fólks og framleiðslu, slíkt dregur alltaf úr þrótti efnahagslífsins, minnkar hagvöxt frá því sem hann hefði annars getað orðið.

 

Ef ætlunin er að draga úr atvinnuleysi, með því að framkvæma eftir reglum evrópska efnahagssvæðisins, eða undir formerkjum skattpíningar, þá er það eitthvað sem gengur ekki upp í raunveruleikanum.

Þetta er sýnd eða froða fólks sem annaðhvort veit ekki betur, eða það veit betur og er alveg sama.

Alveg sama um skattpíninguna og því er alveg sama um frjálshyggjuna sem knýr áfram hið frjálsa flæði hins evrópska efnahagssvæðis.

Því er alveg sama því hagsmunir almennings er bara ekki forgangsatriði hjá því.

 

Það þjónar elítu alþjóðavæðingarinnar.

Það er verkfæri þeirra sem líta á almenning sem bráð og féþúfu.

 

Gott og vel.

En þá eiga menn að segja hlutina hreint út.

Ekki nota atvinnustig eða hag almennings sem yfirskin.

 

Innflutningur á ódýru vinnuafli skaðar samfélagið, rýrir kjör og á krepputímum, keppir við störf þeirra sem fyrir eru.

Skattpíning, hversu nafni hún nefnist, lækkar atvinnustig.

Fyrir utan að vera áþján.

 

Einföld sannindi sem maður hefði haldið að borgarlegt blað eins og Mogginn fattaði, og léti koma fram í fréttum þar um.

Meir að segja Tvitter sá sóma sinn að leiðrétta Trump.

 

En óvitarnir fá að segja allt.

Hvað veldur??

Kveðja að austan.

 


mbl.is „Spýta veru­lega í“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður Ingi mun ganga af Framsóknarflokknum dauðum.  Hann lafir nú í 7-8 prósentum. Með því að skattleggja sitt eina fylgi, landsbyggðarfylgið, með veggjöldum mun Framsókn fara undir 5%.  Aumingja Siggi er með þeim allra tregustu til höfuðsins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.7.2020 kl. 17:42

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar undirritaður var í Menntaskólanum á Akureyri var vegasamband við Austfirði svo slæmt að Austfirðingar voru auðþekkjanlegir, enda hver undan öðrum. cool

Erlendir ferðamenn greiða kostnaðinn við uppbyggingu vegakerfisins hér á Klakanum og greiða hér veggjöld eins og aðrir.

Flutningar á þungum farmi, til að mynda fiski, þvers og kruss um landið fara hins vegar verst með vegina.

Vald íslenska ríkisins var framselt til Brussel með aðild ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) fyrir meira en aldarfjórðungi.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki einu sinni Miðflokkurinn eða Flokkur fólksins.

Hvers vegna í ósköpunum ætti Mogginn að vera á móti því að verk hér á Klakanum séu boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu?! cool

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

En ef einhverjir Mörlendingar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu geta þeir að sjálfsögðu gengið í Íslensku þjóð"fylkinguna", sem fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum í október 2016. cool

Undirskriftir gegn Orkupakkanum, sem safnað var í fimm vikur í fyrra, frá 8. apríl til 14. maí, voru 13.480, eða 5,4% af þeim sem voru á kjörskrá, 248.502, í alþingiskosningunum í október 2017.

Og örfáir mótmæltu Orkupakkanum á Austurvelli.

Það er nú allt og sumt. cool

Bosníumenn leggja nú Kröflulínu 3 og Bosnía er ekki á Evrópska efnahagssvæðinu.

6.7.2020 (síðastliðinn mánudag):

"Kunnáttumenn frá Bosníu reisa nú 4 til 6 háspennumöstur á dag í nýrri byggðalínu á milli Norður- og Austurlands.

Í Kröflulínu 3 verða 330 stálmöstur og þau halda uppi meira en þúsund tonnum af háspennuvír á milli Kröflu og Fljótsdalsstöðvar.

Þrjátíu manna lið frá Bosníu reisir stálmöstrin og von er á ellefu til viðbótar í svokallaða strengingu."

Þorsteinn Briem, 11.7.2020 kl. 09:25

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þakka þér fyrir Ómar Geirsson, að vekja athygli á að skattlagning á vegin megi líkja við tollhlið aðalsmanna á fyrri tíð. 

Egilsstaðir, 11.07.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 11.7.2020 kl. 16:46

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steini Briem, tölfræðin þín er fín, en þarftu ekki eða yngja hana aðeins upp?

Kolbrún Hilmars, 11.7.2020 kl. 18:52

5 identicon

Aðeins ein athugasemd

Þeir ríku hafa efni á að kaupa rafbíl sem bíl númer 2

og af þeim bíl greiða þeir ekki krónu til vegaframkvæmda einsog er

En að einhver geti komið hingað og unnið í 90 daga og fengið borgað samkvæmt launatöflu í Rúmeníu mun ætið valda stórfeldu atvinnuleysi meðal innfæddra

Grímur (IP-tala skráð) 11.7.2020 kl. 19:18

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Símon, held að Sigurður sé ágætlega gefin, en ég held að hann hafi sett nýtt met í lygum til að koma sér inná þing.  En kjarninn er samt sá að eins og Steini bendir réttilega á, störfin verða ekki innlendra samkvæmt núverandi löggjöf.

Og þjóðin þarf að fara að feisa það.

Steini minn, vona að þú hafir fengið gott kaffi fyrir norðan.

Mína var ánægjan Jónas.

Kolbrún, Steini átti alveg ágæta athugasemd, hitt er bara svona ávani eða árátta.

Grímur.

Nákvæmlega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.7.2020 kl. 19:35

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Keyenesisminn er það sem gerði að verkum að kreppan mikla í Bandaríkjunum varði allt fram að síðari heimstyrjöld.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.7.2020 kl. 22:48

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei blessaður Þorsteinn.

Alltaf í spjallinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.7.2020 kl. 10:02

9 Smámynd: Jónatan Karlsson

Flottur pistill og allt satt og rétt.

Hvern djöfullinn annað en miskunarlausa byltingu er eiginlega hægt að gera til að umbylta þessu óþolandi ásigkomulagi?

Jónatan Karlsson, 12.7.2020 kl. 11:21

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónatan.

Gallinn við byltingu er að hún er óseðjandi og uppáhaldsmatur hennar eru börnin sem hana fremja, og svo er alltaf búinn til nýr og nýr matseðill.

Ég sagði á sínum tíma, og segi enn, þetta snýst allt um að fá fólk með gott hjartalag til að stýra og þá er restin aðeins handavinna.

Eina skilyrðið er að það sé ekki vitleysingar og ekki óvitar.

En það forðast enginn umbyltingu sögunnar og mér sýnist að kóvid faraldurinn sé að leysa úr læðingi eina slíka umbyltingu. 

Ef Evrópusambandið ætlar enn einu sinni að skuldfæra peningaprentun sína á almenning einstakra þjóða, eða vera svo innilega heimskt að grípa ekki inní gjaldþrotaspíralinn þá liðast það sundur fljótlega eftir að þessi faraldur er genginn yfir. 

Í spjalli mínu við the grand old man hér á Moggablogginu benti ég honum á að íhaldsmenn hlytu að vera búnir að átta sig á óförum alþjóðavæðingarinnar því það kom berlega í ljós þegar Kína lokaði, að það er varla framleiddur hlutur hér á Vesturlöndum sem ekki er með einhvern íhlut þaðan, fyrir utan allt hitt sem er ekki lengur framleitt.  Þetta er það sem var kallað að vera nýlenda í gamla daga, og endar aðeins á einn veg.  Nema alþjóðavæðingunni verði umbylt og við fáum framleiðsluna og störfin aftur heim.

Og síðast en ekki síst þá er peningayfirstéttin svo firrt að hún ætlar ekki að dreifa grunnnauðsynjum til fátækari hluta samfélaganna, fólksins sem er háð daglegum tekjum til að komast af í bókstaflegri merkingu.

Það mun kalla á uppgjör, og það veit enginn hvað það uppgjör mun hafa í för með sér.

Annað en blóð.

Það þarf enginn að biðja um byltinguna í dag.

Hún kemur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.7.2020 kl. 11:41

11 identicon

Sagt hefur verið að Akureyri hafi verið orðin sjálfbær með nánast allt í kringum 1960.  Þar ríkti andi sjálfstæðra hriflunga með samvinnuvitund.  Það er hún ekki lengur.  KEA orðin skúffa í Samherja og Vaðlaheiðargöngin með veggjöldum. Veit eiginlega af hverju ég set þetta hér niður á blað.  Allt er nú horfið sem áður var.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.7.2020 kl. 12:34

12 identicon

Leiðrétt:

Veit eiginlega ekki af hverju ég set þetta hér niður á blað.  Allt er nú horfið sem áður var.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.7.2020 kl. 14:28

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Gróska snýst kannski ekki alveg um að allir séu sjálfbærir um allt, heldur um skilyrði gróandans þar sem nærsamfélag byggja á því sem þau hafa og stunda svo viðskipti sín á milli.

Viðskipti byggjast á því að menn hafi eitthvað að selja, og það er það sem gróandinn kennir mönnum.

Þegar menn gengu andskotanum á hönd og tóku upp hagtrú hans kennda við frjálshyggju, þá með einu pennastriki fjármagnsins getur öll framleiðsla verið lögð niður, hvort sem henni er hagrætt til andskotans í verksmiðjubú Stalíns eða í þrælabú fjarlægra landa.

Og jafnvel þó menn sleppi við það, þá beita vinnumenn andskotans sér fyrir því að galopna landið fyrir vörum úr þessum sömu þrælabúum, þar sem kaup og kjör, aðbúnaður, mengunarvarnir eða annað, er ekki á nokkurn hátt sambærilegt við innlendar kröfur og reglur.

Að ekki sé minnst á hin félagslegu undirboð sem felst í hinu frjálsa flæði.

Frjálst fólk, hvort sem það voru smábændur eða handverksmenn, lutu í gras í samkeppninni við þrælabúin í gömlu Róm, þar sem samnefnari hins lægsta dreif hagkerfið áfram, urðu hluti af öreigalýðnum sem ríkið sá fyrir brauði og leikum.

Það þarf ekki mikla söguþekkingu eða vit til að sjá hinar æpandi samsvaranir í dag, sem og fyrstu merki um uppreisn öreiganna.

Eða eins og ég benti Halldóri á nýlega, hagfræði andskotans heitir hagfræði andskotans því hún fer með allt til andskotans.

Ekkert flókið við það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.7.2020 kl. 16:20

14 identicon

Snilldarlega orðað Ómar, að hagfræði andskotans heiti svo því hún fari með allt til andskotans.

Annars eru það bara bestu sumarkveðjurnar austur, að sunnan.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.7.2020 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 83
  • Sl. sólarhring: 360
  • Sl. viku: 1144
  • Frá upphafi: 1321907

Annað

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 948
  • Gestir í dag: 68
  • IP-tölur í dag: 68

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband