Þegar hægrið gerðist heimskt.

 

Íhaldsmenn eru sómi hverrar þjóðar. Staðfastir, ráðsettir, ígrundaðir gjörða sinna.  Og þegar þeir hallast til hægri í stjórnmálum þá eru þeir stuðningsmenn borgalegs þjóðfélags og þeirra gilda sem vestræn siðmenning hefur ofið úr reynslu sögunnar.

Þeir eru náttúrulegir óvinir alræðis og öfga, hvort sem það er alræði öreiga kennt við komma, alræði einræðisherra kennt við fasisma eða alræði auðsins kennt við frjálshyggju.

Þeir börðust við fasista og kommúnista, þeir útrýmdu hagfræði andskotans með bandalagi sínu við sósíaldemókrata og lögðu þannig drög að velferð og velmegun nútímans. 

Í dag sjáum við Trump lemja á alþjóðavæðingunni, enda öllum íhaldsmönnum ljóst að velmegun og styrkur þjóða getur ekki byggst á samþjöppun auðs sem flytur arðinn í skattskjól og grunnframleiðsluna í þrælabúðir alþjóðavæðingarinnar.

 

Og það er í dýpstu rótum persónuleika íhaldsmanna að taka slaginn við skoðanakúgun og skoðanafasisma hvort sem við rekjum slíkt til menningarbyltinga alræðisstefna, púrítana einhvers trúarsannleiks, eða hina nýju menningarbylgju ofsókna og bókabrenna sem kennd er við rétttrúnað góða fólksins.

Íhaldsmenn eru salt jarðar, skýring þess að samfélög eru hnýtt böndum sem halda og skapa þar með öruggt umhverfi fyrir fjölskylduna að uppfylla þá einu kröfu sem lífið gerir til okkar, að að geta líf og koma því á legg.

 

En þegar íhaldsmönnum skortir styrka leiðsögn, þá eru þeir stundum svag fyrir vitleysu.

Við sjáum hvernig keyptir agentir spila með þá í lofslagsumræðunni, sem er kannski sök sér því þá eru þeir hluti af andófinu gegn ofurskattlagningunni (hugmyndafræði úr ranni frjálshyggjunnar að stýra notkun með skattlagningu eða notendagjöldum), en verra þegar einhver skemill náði að telja þeim í trú um að það væri frelsi að láta drepsótt ganga lausa.

Skemillinn var örugglega í vinnu hjá hagsmunaöflum sem í örvæntingu sinni reyna að halda starfsemi sinni á tímum kóvid veirunnar, en honum hefur aldrei órað fyrir að það yrðu pólitísk trúarbrögð að leyfa veiru sem engin lækning er við, sýkja samfélög og drepa fólk.

 

Hagsmunaöflin eiga fyrr eða síðar eftir að fatta að lífið og þau eru samherjar, að forsenda heilbrigðs efnahagslífs er og verður alltaf heilbrigt samfélag þar sem fólk getur áhyggjulaust lifað lífi sínu, sinnt fjölskyldu, störfum sínum og nýtt sér þjónustu annarra, jafnt í starfi sem leik.

Heimska er aldrei bandamaður hagsmuna, og nú er hinn napri raunveruleiki að kenna þeim að það var mistök að vanvirða fórnir almennings og fyrirtækja með því að opna þjóðfélögin of snemma, þetta snérist bara um tvær þrjár vikur í viðbót.  Og ennþá stærri mistök, eftir að veirunni var eða væri útrýmt, að hleypa henni inn með því að leyfa ferðir fólks frá sýktum svæðum án undangenginnar sóttkvíar.

Vegna þess að það þarf bara einn ef hann smitar innan fólksfjölda sem dreifir sér, það er þekkt og vitað eftir að sýktur einstaklingur sem kom frá Whuan mætti á trúarsamkomum og afleiðingin var faraldur sem stjórnvöld í Suður Kóreu glíma ennþá við.

 

En verra er með þá sannfæringu að drepsótt sé ekki drepsótt, að veirur smiti ekki, eða séu jafnvel ekki til, það sé bara vondir menn sem hafi magnað upp tilbúið fár til að ná alræðistökum á samfélögum, setja alla undir eftirlit, brjóta á bak aftur sjálfstæði einstaklings.

Sá sem því trúir, notar orðið kínaveiran, hann telur að sóttvarnir séu uppfinning kínverska kommúnistaflokksins, hundsar þar með árþúsunda reynslu mannkyns á sóttvörnum sem byggjast á því að einangra smitað fólk og skera á smitleiðir sjúkdóma.

Hann neitar að fara af fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda, er til dæmis ekki með grímu þar sem þess er krafist, hundsar fjöldatakmarkanir, og styður apakettina sem berja á brjóst sér og segja; "ég er sterkari en veiran", eða vitleysingana sem í raun afneita tilvist veirufaraldursins.

Og það var birtingarmynd hans sem sagði við blaðamann BBC; "Ég trúði þessu ekki, ég var sannfærður um að þetta væri feiknews.".  En þegar sannleikurinn braust inn fyrir múra heimskunnar, þá var makinn dáinn en hann sjálfur skrimti eftir að vera illa veikur vegna kóvid.

 

Trump er einn af þeim stjórnmálamönnum sem sækir fylgi á þessar lendur forheimskunnar og hefur því verið beggja blands í baráttunni gegn kóvid.

En þó að hann hafi daðrað við hina og þessa vitleysuna, þá er það samt staðreynd að Bandaríkin voru ekki seinni að grípa til aðgerða en Evrópusambandið, og voru til dæmis fyrr að loka á smitleiðina frá Kína en við Íslendingar.

Þau voru vissulega ekki undirbúin, ekki frekar en Evrópusambandið, en það var kraftur í aðgerðum eftir að var gripið til þeirra. 

Og hvergi verður séð annað en Donald Trump hafi verið hlynntur öllum aðgerðum, og síðan var hann ekki einn um það að vilja opna of snemma, spurningin er frekar, hverjir gerðu það ekki.

 

Í dag felst eina von þeirra sem eru að sýkjast af seinni bylgjunni, í að lærdómur þeirri fyrri gagnist heilbrigðisyfirvöldum og læknum í að takast á við faraldurinn, og lágmarka mannfall drepsóttarinnar.

Hver dagur sem líður, er dagurinn sem dregst frá þeim fjölda sem tilraunabóluefnið skilar árangri.

Og ekki hvað síst að heimska hægrinu verði sagt að halda kjafti, að það verði þaggað niður í því eins og hverjum öðrum viðrinum.

 

Þar er Donald Trump að sýna gott fordæmi.

Megi þau verða fleiri.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Trump loks með grímu og nýtt smitmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Íhaldsmenn allra landa sameinist, aftur.

Guðjón E. Hreinberg, 12.7.2020 kl. 12:56

2 Smámynd: Hörður Þormar

Já, heimskan leynist víða. Stundum hreykir heimskan sér jafnvel af "visku" sinni.

Hörður Þormar, 12.7.2020 kl. 13:02

3 identicon

Frábær pistill, greinargóður og afar þarfur.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.7.2020 kl. 13:12

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Símon, er ekki kominn tími á rólegheitin og njóta sumarsins?, og þá reynir maður að henda inn einum svona fyrir fastalesendur.

Ég held að óvitarnir hafi ekki náð að skemma fyrir mér fótboltasumarið, núna er rúm vika í HM yngri flokkanna, og þó það spái súldinni þarna fyrir sunnan, þá er það bara gott fyrir grasið og gróandann.

Verra er að þegar annar fór af hækjum, þá fór hinn á þær.  En boltinn heldur áfram að rúlla, og á einhverjum tímapunkti er allt slíkt liðið.

Sumarkveðjur suður, að austan.

Ómar Geirsson, 12.7.2020 kl. 17:32

5 identicon

Jú Ómar

nú er það sumarið.

Með bestu sumarkveðjum austur, að sunnan.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.7.2020 kl. 18:12

6 Smámynd: Þórhallur Pálsson

"En þegar íhaldsmönnum skortir styrka leiðsögn, þá eru þeir stundum svag fyrir vitleysu."
Eftir að hafa lesið þessa setningu þína missti ég þráðinn og las ekki lengra.
Ég er nefnilega íhaldsmaður og þoli ekki þágufallssýki.  Og hef að auki óþol gagnvart útlenskuslettum.

Með vinsemd,  ÞP

Þórhallur Pálsson, 12.7.2020 kl. 23:00

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Andskoti djúp pæling  hjá þér gamli kommi.

Nema að þú ert búinn að búa til djöful úr frjálshyggju sem sé sama og auðvald og kúgun eins og þið kommarnir æptuð froðufellandi um á 17.júní í dentid. Ég skil frjálshyggju hinsvegar sem baráttu fyrir frelsi til orðs og æðis. Ekki frelsi til glæpa heldur að þú megir lifa frjáls og laus við hugmyndaáþján Maós og Rauðra Khmera með plastpokakæfingu til að útrýma þekkingu og menninngu.

Erum við að tala um sama hlutinn og það sem hann  John Stuart Mill talaði um?

Eruð þið kommarnir ekki orðnir fastir í þessu hugtaki  sem þið kallið "nýfrjálshyggju" sem er purkunnarlaus auðskúgun og mennskufjandskapur alls nema miskunnarleysis krónunnar og auranna?

Mér finnst þæt hugmyndir ekki samræmast mínu íhaldsuppeldi eins og það var í gamla Sjálfstæðisflokknum hjá Óla Thors og gamla Bjarna Ben. Þær speglast ekki í þessum  Birgi Ármannssyni og ýmsum af þessum nýju kódérunum sem nú þykjast allt vita hvað sé best fyrir þann flokk.

Halldór Jónsson, 13.7.2020 kl. 02:41

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Þú ert alveg sérstaklega laginn að lesa aukasetningar mínar eftir þriðju eða fjórðu kommu, sem ég hélt að ekki nokkur maður hefði úthaldi í.

Ég er að tala um hagtrúna frjálshyggju, þá nýju kom Hannes með til Íslands, illu heilli og hún hefur étið flokk þinn lifandi.  Ef þú efast skoðaðu þá afgreiðsluna á Orkupakka 3.

Þegar þú afsakar að þú hafir á einhverjum tímapunkti verið svag fyrir þessum andskota sem ættaður er frá andskotanum, og yfirgefið því um stund þitt íhaldseðli, að þá er tilvitnun þín í John Stuart Mill eða frelsi til orðs og æðis, svipuð og síafsakandi muldur gamalla komma sem segja að það hafi verið fegurð í kenningunni um frelsi, jafnrétti og bræðralag, og svo mætti ekki kenna Marx greyinu um óhæfuverk Pot, Maós og Stalíns, enda löngu dauður.

Frjálshyggjan fann ekki upp frelsið, hún myrti það í alræði auðsins.

Ef þú vilt lesa eina bók um uppgjör íhalds við frjálshyggjuna hina fyrri, lestu þá ævisögu Ólafs Thors sem sá merki penni Matthías Jóhannessen færði í letur.

Síðan er ég kommatittur Halldór af ætt Hriflunga, ef ég er gamall kommi, þá ert þú ekki íhaldsmaður, heldur íhaldsskarfur.

Loks var ég að fjalla um vörn mannsins gegn drepsótt, talaði aldrei þessu vant vel um Trump vin þinn, og inngangur minn um íhaldsmenn var aðeins til að fá fólk til að skilja niðurstöðu pistilsins, að váin verði ekki bundin böndum nema þetta eigi sér stað; "Og ekki hvað síst að heimska hægrinu verði sagt að halda kjafti, að það verði þaggað niður í því eins og hverjum öðrum viðrinum."

Og þakkaði Trump fyrir fordæmið.

Það er fordæmið sem snýr að heimska hægrinu í Bandaríkjunum.

Hérna er þetta hins vegar meira óvitaskapur, spurning um Nanny McPhee.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.7.2020 kl. 08:54

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er þitt vandamál en ekki mitt vandamál Þórhallur að þú skulir ekki vera hrifinn af plein íslensku, en hins vegar held ég að Snorri skilji ekki orð af því sem þú sagðir hér að ofan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.7.2020 kl. 08:59

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Pesthræðsla er ekki stjórnmálaskoðun. 

Guðmundur Jónsson, 14.7.2020 kl. 10:03

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Og grjót er ekki gras og fugl ekki fíll.

Einhverjir fleiri staðreyndamolar sem þú vilt upplýsa mig um Guðmundur??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.7.2020 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1318295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband