Nútímaþrælahald er nátengt alþjóðavæðingunni.

 

Það er leið auðsins að komast framhjá kjarasamningum og velferð Vesturlanda.

Hefur brotið niður samfélög, hefur skert kjör vinnandi fólks.

 

Gjaldþrot norrænu velferðarinnar var þegar það var upplýst að þrælar unnu að stórum hluta alla verkamannavinnu við byggingu þjóðmenningarhússins í Osló.

Byggingu sem átti að vera djásn Óslóar næstu áratugina.

Til upplýsingar til þeirra sem halda að svona hafi þetta alltaf verið, þá byggði frjálst verkafólk pýramídana miklu, og frjálst verkafólk, iðnaðar og handverksfólk byggði dómkirkjur miðalda sem ennþá eru stærstu kennileiti evrópskra borga.

 

Hvað skyldu hið frjálsa flæði Evrópusambandsins hafa útrýmt mörgum störfum sem borgað var eftir kauptöxtum og kaupmætti í Norður Evrópu, og fyllt upp með vinnuþrælum í staðinn?

Er hlutfallið orðið 60%,70% eða 80% í byggingariðnaði.

Sögðu ekki lögregluyfirvöld á Ítalíu að þau gætu ekki skipt sér af mannsali og vinnuþrælkun í þarlendri ávaxta og grænmetisrækt, því annars væri hún ekki samkeppnishæf.  Viðurkenndu reyndar að nauðgun og kynferðisleg misnotkun væri ekki innifalin í hinu frjálsa flæði misnotkunar og vinnuþrældóms.

Af hverju halda menn að það séu svona margir verkamenn sem kjósa gegn Evrópusambandinu í dag??

Eigum við að rifja upp ómennskuna í kringum Wow flugfélagið, þegar grískum flugfreyjum var haldið á tánum í Svíþjóð, tilbúnar að fara á meintum þjónustusamningi á Kastrup, en þá mátti borga þeim brota brot af umsömdum launum kjarasamninga.  Og ef ég man það rétt, þá grétu menn þegar þrælahaldarinn fór á hausinn.

 

Það er nefnilega meinið.

Menn gráta þegar þrælahaldarinn lifir ekki af sín eigin undirboð.

Menn gráta þegar ekki er lengur hægt að þrælka börn til dauðs í Kongó, því þá er ekki lengur hægt að bjóða rafmagnsbíla á viðráðanlegu verði.

Menn gráta þegar stjórnmálamenn eins og Trump segja að það sé ekkert eðlilegt við alþjóðavæðingu þar sem vinnuafl þræla er notað til að brjóta niður innlenda framleiðslu og iðnað.

 

Góða fólkið hágrætur í dag.

Meintir hægri populistar tala um velferð og atvinnuöryggi vinnandi stétta.

Vilja stöðva óheft flæði framleiðsluvara úr þrælabúðum globalistanna, og setja skorður við frjálsum innflutningi af vinnuþrælum.

Ógna gróðanum, ógna hinu frjálsa flæði auðs frá vinnandi fólki í vasa ofurríkra.

 

Og núna á að lögsækja þrælahaldara, fyrir að nýta sér þrælavinnuafl barna.

Sjálf tilvera alþjóðavæðingarinnar er undir.

Gróðinn sem og brauðið sem notað er til að þagga niður í fjöldanum.

 

Það er nefnilega örstutt bil frá námunum í Kongó í þrælaverksmiður HM eða annarra stórfyrirtækja sem fylla heiminn af ódýru rusli.

Rusli sem hefur drepið niður okkar eigin framleiðslu.

Það er eins og hægri populistarnir séu eins og vírus sem dreifir sér um heimsbyggðina.

Leggur til atlögu við skattaskjól, það er hið frjálsa flæði fjármagns, og leggur til atlögu við hið frjálsa flæði vöru og þjónustu frá þrælabúum til vestrænna landa.

Jafnvel rafmagnsbíllinn er undir.

 

Það eru erfiðir tímar framundan fyrir auðmenn.

Og grátur og ekkasog gætu farið illa með taugar og æðar góða fólksins, sem sælt og glatt lofsöng alþjóðavæðinguna og fúlsaði ekki við afurðum hennar.

Það er eins og heimurinn sé aftur að snúast til mennsku og mannúðar.

Trump í Bandaríkjunum og Boris í Bretlandi, báðir að efla það sem heima er.

Í Evrópu banka flokkar að dyrum valda sem  auk margs annars, leggja áherslu á að velmegun er heimafengin, en ekki innflutt úr verksmiðjum globalista.

 

Mannúð og mennska þrífst nefnilega ekki í þrælaþjóðfélögum.

Þrífst ekki í samfélögum sem hafa þurft að sjá eftir iðnaði sínum og framleiðslu útvistaða í þrælaverksmiðjur.

Þrífst ekki í samfélögum þar sem lögmálið um lægsta tilboð í skjóli hins frjálsa flæðis á vinnuafli, útrýmir heilbrigðum vinnumarkaði, og gerir vinnandi fólki ókleyft að lifa af afrakstri vinnu sinnar.

Þrífst ekki þar sem gæði eru seld á uppboðsmarkaði, samfélagsþjónusta markaðsvædd.

Hún er alltaf það fyrsta sem lætur undan, og hatrið og heiftin tekur yfir.

 

Sum ómenni eru ákærð í dag.

Vonandi önnur á morgun.

 

Bretar ætla að segja sig úr hinu frjálsa flæði.

Vonandi gerum við það líka innan ekki svo skamms tíma.

 

Það er full ástæða til að fagna svona fréttum.

Og það er full ástæða til að við sjálf sköpum okkur svona fréttir.

Við gætum til dæmis byrjað að ákæra heildsalana sem flytja inn vörur úr þrælaverksmiðjum.

Lokað búðum þeirra, skapað heilbrigðari markað.

 

En stærsta skrefið er að segja upp EES samningnum.

Þar er rótin, þar er meinið.

Þar er uppsprettan sem ógnar tilveru okkar sem þjóðar.

 

Bara það eitt gerir heiminn betri.

Og það gæti hjálpað öðrum að stíga það sama skref.

 

Segjum Nei við þrælahaldi.

Segjum Nei við alþjóðavæðingunni.

Segjum Nei við hinu frjálsa flæði.

 

Og gefum góða fólkinu frí á meðan það sygir hið liðna.

Syrgir alþjóðavæðinguna, syrgir þrælahaldið.

Hvernig sem á það er litið, er slíkt alltaf kærleiksverk.

 

Og hver vill ekki slíkt á jólunum.

Kveðja að austan.


mbl.is Segja tæknifyrirtæki meðvituð um barnaþrælkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr Ómar!

Dúndurpistill, beint úr framhlaðningnum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.12.2019 kl. 19:59

2 identicon

Ómar hverjir eiga 70 - 80% af allri kóbaltvinnslu í heiminum eru það kapitalistar eða einhverjir sem kenna sig við sósalisma?

Ég vildi gjarnan vita hvert kolefnisspor framleidds rafbíl vs jarðefnaeldsneytis bíl og þá tala um álíkastóra svosem Tesla módes S eða Renault Talisman.

Það er kanski svindl að spyrja þessara spurninga.

Kv.

Alfred Dan Thorarinsson (IP-tala skráð) 17.12.2019 kl. 21:32

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Alfred.

Veit ekki um svindlið, ennþá minna um Tesla hvað þá Renault, en hitt veit ég þó að síðustu sósíalistar í heiminumn búa á lokuðu verndarsvæði á Kóreu skaganum.

Ef þetta svarar einhverju.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.12.2019 kl. 22:46

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur Örn.

Ha hugsaði ég nú bara og leit yfir helstu ambögur, er ég kominn með hlé-pistil, sem stendur þegar einhver slysast inn.

Vona það bara, hann þoldi allavega eina yfirferð hjá mér.

Nú skulum við vona að skrumið sé líka farið í jólafrí, og allir mæti kátir til starfa á nýju ári.

En í millitíðinni, hvað svo sem þetta milli er langt á mælistiku tímans, þá stöndum við fastir á þessari kröfu um jólagjöf mennskunni til heilla;

"En stærsta skrefið er að segja upp EES samningnum.

Þar er rótin, þar er meinið.

Þar er uppsprettan sem ógnar tilveru okkar sem þjóðar.

 

Bara það eitt gerir heiminn betri.

Og það gæti hjálpað öðrum að stíga það sama skref.

 

Segjum Nei við þrælahaldi.

Segjum Nei við alþjóðavæðingunni.

Segjum Nei við hinu frjálsa flæði.

 

Og gefum góða fólkinu frí á meðan það sygir hið liðna.

Syrgir alþjóðavæðinguna, syrgir þrælahaldið.

Hvernig sem á það er litið, er slíkt alltaf kærleiksverk."

Já hver hefur á móti kærleiksverki??, ég bara  spyr.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.12.2019 kl. 22:55

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þakka þér Ómar Geirsson

Við verðum að byggja upp vonina.

000

Er þetta bakstjórnin?

“Make the lie big, make it simple, keep saying it, and eventually they will believe it.”

“Great liars are also great magicians.”

Endursagt.

Ljúgðu nógu miklu, hafðu það einfalt, endurtaktu það stanslaust, og að endingu munu allir trúa þér.

Miklir lygarar eru einnig galdramenn.

000

“If you tell a big enough lie and tell it frequently enough, it will be believed.”
― adolf hitler

Egilsstaðir, 18.12.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 18.12.2019 kl. 18:06

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hvað svo sem þrælahaldið heitir viljum við það ekki. 

Benedikt Halldórsson, 18.12.2019 kl. 21:31

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Sammála Benedikt.

Takk fyrir innlit og athugasemd Jónas.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.12.2019 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1206
  • Sl. sólarhring: 1478
  • Sl. viku: 3219
  • Frá upphafi: 1324019

Annað

  • Innlit í dag: 1107
  • Innlit sl. viku: 2810
  • Gestir í dag: 1010
  • IP-tölur í dag: 975

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband