Hefnum í héraði.

 

Sem hallast á Alþingi, var sagt hér á árum áður um ráðríka sýslumenn sem þurftu að lúta lögum á Alþingi, sem var dómþing þjóðarinnar, einhvers konar Landsréttur þess tíma, en heima í héraði voru dómar hundsaðir, og þeir jafnvel ofsóttir sem kært höfðu embættisfærslur.

 

Eitthvað svipað á sér núna stað í Bandaríkjunum, pólitískir andstæðingar Donalds Trumps hafa aldrei sætt sig við að hafa tapað Hvíta húsinu, og núna tefla þeir refskák til að skaða endurkjör hans.

Dýpri tilgangur gæti kannski verið að draga athyglina frá þeirri gjörspillingu að demókrataflokkurinn og Obama forseti létu það óátalið að austurevrópska spillingin væri með bein tengsl við innsta valdakjarna þjóðarinnar.

 

Alvarleiki þessa máls snertir vestrænt lýðræði og lýðræðissinna því ef tapsárir eða valdagráðugir komast upp með að nauðga geirnöglum lýðræðisins eins og Landsdómur er hugsaður á Íslandi og þessi réttur til að ákæra forsetann sem fer með framkvæmdarvaldið í Bandaríkjunum, þá er lýðræðið í raun orðin innatóm skel, leiksoppur afla sem virða ekki leikreglur þess og stefna á Tyranni (einræði harðstjórans) eða fámennisstjórn þar sem valdamestu hagsmunahópar skipta völdunum á milli sín.

Því frá því að Bandaríkjamenn losuðu sig við alræði aristókratanna og afhentu lýðnum völdin, þá hefur landið bæði í senn verið ísbrjótur lýðræðisins sem og brimbrjótur þess þegar einræðisöfl hafa sótt að jafnt frá vinstri sem og hægri.

Bandaríkin eru ekkert fyrirmyndarríki, nema að því leitinu að þar stjórnar fólkið.  Það kýs leiðtoga sinn og það á lokaorðið í öllum ágreiningsmálum.

Falli lýðræðið í Bandaríkjunum, það er ef demókrötum tekst að ákæra Trump, eða stórskaða þannig að þessi ákæra sé skýring valdatöku þeirra í næstu forsetakosningum, þá er það eins og landmæri Rómarveldis hins forna eftir að herliðið varnarvirkjanna var kallað heim, heldur á meðan enginn fer í gegn.

 

Margir yppta öxlum og segja, who f. care, eða eru sammála þessari atlögu að lýðræðinu því þeim er illa við Trump, og það af mörgum ástæðum.

Þeir fyrri skilja ekki að lýðræðið er forsenda frelsis þeirra og sjálfstæðis, þeir seinni rugla saman Trump og lýðræðinu.

Það er ekkert að því að kjósa Trump burt, og jafnvel er það ekki atlaga að lýðræðinu þó einhver lemji hann í hausinn með tómri kókflösku svo hann forfallist, en bolabrögð og misnotkun á leikreglum lýðræðisins, eru aldrei réttlætanleg, sama hver á í hlut.

 

Trump er vægast sagt ekki allra, og hann er það sjálfhverfur að hann stuðar jafnt góðlátlegt borgarlegt íhald eins og götustrákar gera jafnan þegar þeim mæta með heimsætuna í virðuleg fjölskylduboð, sem og frjálslynt fólk vegna forpokaðra skoðana sinna og karlrembu, vinstri sinna vegna þess að þeir halda að hann sé hægri maður, en ekki hvað síst, frjálshyggjuna, globalisana sem aðhyllast alræði auðsins.

Eins og fólk sé ekki búið að fá nóg af þessum litlausa pappírsspjalda stjórnmálamanni sem rétthugsunin hefur ungað út úr sér síðustu 2 áratugina eða svo.

Og af hverju koma svona margir globalistunum til varnar??

 

Fyrir utan að auðurinn keypti upp hefðbundna vinstriflokka í byrjun þessarar aldar, og gerði þá að auðmjúku verkfæri sínu, þá er nokkuð augljós skýring óttinn við lofslagshamfarir, sem má segja um að við ain't see nothing yet, nema í Ástralíu sem er að verða óbyggilega sökum hlýnunar jarðar.

Ótti sem sniðugir áróðursmeistarar alþjóðafjármagnsins hafa náð að virkja gegn Donald Trump.

Líklegast vegna þess að einhver taldi honum í trú um að lofslag væri ekki að breytast af mannavöldum og því liggur hann við höggi, en undirliggjandi er að manninn þarf að fjarlægja því hann ógnar hinu frjálsa flæði úr vasa almennings í vasa hins alþjóðalegs fjármagns sem er samkrull glæpasamtaka, olíufursta og Örfárra auðfjölskyldna sem eiga næstum því allan heiminn.

 

Vegna þess að málið er svo alvarlegt, ekki hamfarahlýnunin þó hún sé ekki neitt grín í sjálfu sér, heldur aðförin að lýðræðinu, þá er nauðsynlegt að varpa aðeins ljósi á hinar meintu ávirðingar á hendur Trump, og spá í hvaða fótur er fyrir þeim.

Ókey, hann er allavega afneitunarsinni í orði en hvað er hann í raun, það er hvaða áhrif hefur hann haft á umræðuna, og hverjar eru afleiðingar stefnu hans??

 

Í það fyrsta, þá dregur það úr brennslu á jarðeldsneyti að stöðva tannhjól alþjóðavæðingarinnar sem byggist á að öll hráefni í heiminum eru flutt til Kína, þar sullað sama í þrælabúum þar sem orkan kemur frá mest mengandi orkuverum í heiminum, og flytja þau svo aftur til landa kaupgetunnar þar sem allt innlent er rjúkandi rúst því vinnandi maður lýtur alltaf í gras í samkeppni við þrælahald.

Innanlands er ekki bara gerð krafa um lágmarks kaup og kjör, sem og annan aðbúnað, heldur líka um mengunarvarnir sem og aðra umhverfisvernd.  Globalistarnir eru ekki bara að reyna koma launakostnaðinn við framleiðslu niður í núllið eða þar um bil (sbr framleiðslukostnaður á Nike skóm er innan við 5% af söluverði), þeir vilja líka losna við útgjöld sem snýr að mengun og umhverfi.

Trump ógnar þessu tannhjóli, og í raun hafa fáir ef engir lagt eins þungt lóð á vogarafl baráttunnar gegn mengun og útblæstri jarðeldsneyta og hann með stefnu sinni að gera Bandaríkin great again.  Og hann slær tón sem er nauðsynlegur ef mannkynið á að eiga sér minnstu von í stríðinu mikla um tilvist siðmenningarinnar, því hún er það fyrsta sem fellur ef stór hluti heims verður óbyggilegur sökum loftslagsbreytinga.

 

Þá bendir fólk á Parísarsamkomulagið, að Trump vilji ekki dansa með í þeim frjálshyggjudansi.

Eins og það sé einhver lausn á loftslagsvánni að koma Vesturlöndum á öld hesta og seglskipa, en leyfa þrælakistum globalistanna að menga áfram stjórnlaust. 

Eða að menn skuli ekki sjá í gegnum frjálshyggjuna sem gegnsýrir alla aðgerðir í dag, en hugmyndafræði hennar um að skattleggja meðaljónin svo hann hætti að ferðast um og hafi ekki efni á að kynda húsin sín, hefur ekkert með stærri gildin að gera.

En loftslagsskattar, bæði á fyrirtæki og orku, draga úr þróttinum að innleiða nýja tækni, eða afleggja eldri farartæki sem menga meir en þau sem nýrri eru.

 

Baráttan við vinnst á því að þróa nýja tækni, að innleiða nýja tækni, og gera fólki og fyrirtækjum kleyft að skipta út því sem eldra er.

Hún vinnst ekki á því að afleggja framleiðslu í þróaðri löndum og hún hefst ekki á því íþyngja almenningi og atvinnulífi með nýjum sköttum svo þrótturinn til breytinga verður eins og styrkurinn hjá alnæmissjúklingi til að taka þátt í maraþon.

Hvort sem Trump áttar sig á þessu eða ekki, þá er gagnrýni hans á Parísarsamkomulagið og annað sýndarsjóf hinnar yfirteknu (auðmenn og auðfyrirtæki) loftslagsbaráttu skref í rétt átt, því ekkert stríð vinnst með vopnum sem vinna gegn því.

 

Að lokum má nefna að Trump hefur verið gagnrýndur fyrir stóraukna innlenda jarðeldsneytisframleiðslu, og þá er algjörlega skautað framhjá að þessi orka er hvort sem er notuð, og skömminni skárra hlýtur að vera að framleiða hana innanlands en að flytja hana langar leiðir með tilheyrandi brennslu flutningstækja.

Sem og að það er gustukaverk að minnka ítök miðaldamannanna í Arabíu í heiminum, þá kannski verður einn daginn hægt að setja múr um Arabíuskagann, og stöðva þar með fjármögnun hryðjuverka og annarra óhæfu sem íslamistar ástunda um allan heim þessi misserin.

Hvernig sem á það er litið, þá dregur Trump úr alheimsútblæstri með því að gera Bandaríkin sjálfbær í framleiðslu á jarðeldsneyti.

 

Hvort sem það er óvart, eða viljandi, þá er Trump í dag að gera meira en allt góða fólkið sem er á mála hjá auðnum.

Enda leynir sér ekki hverjir standa að baki atlögunum að honum.

 

Hann ógnar globalinu.

Hann ógnar hinu ósnertanlegu alþjóðlegu fjármagni sem engin lög virðir og telur sig upphafið yfir öll landamæri í sjálftöku sinni og óendanlegri græðgi.

 

Hann er eins og hann er kallinn.

En hann er hluti af því lýðræðislegu kerfi sem kom honum til valda.

 

Að nýta annað en það kerfi til að fella hann, er óhæfa.

Er aðför.

 

Og öllum til minnkunar sem að því standa, eða styðja.

Kveðja að austan.


mbl.is Samþykkt að ákæra Donald Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 1524
  • Frá upphafi: 1321532

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1299
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband