Bullandi, ruglandi og frjálshyggjan.

 

Það er aur í frjálshyggjunni, hún er hagtrú, sem játar Mammon æðsta guða, og hún er hugmyndafræði þeirra sem vilja gefa auðnum veiðileyfi á almenning.

Afmennska hann, breyta honum úr manneskju í kostnað.

Bein afleiðing er óhófleg auðsöfnun Örfárra þar til því markmiði er náð að örfá þúsund eiga megnið að auðævum heimsins, nokkrar tugir milljóna lifa síðan góðu lífi að þjóna hinum Örfáum, restin lepur mismikinn dauða úr skel.

 

Það er langt síðan, á þriðja áratug að auðurinn samlagaði stjórnmál vestrænna ríkja, gjörspillingin hélt innreið sína á þann hátt að í reynd ganga jafnt hefðbundnir borgaraflokkar sem og hefðbundnir jafnaðarmannaflokkar erinda frjálshyggjunnar þó í orði sé öðru haldið fram.

Lokahnykkurinn varð síðan ljós eftir fjármálahrunið 2008 þegar flokkarnir vinstra megin við jafnaðarmenn gengu harðast fram jafnt í níðingshætti gagnvart almenningi sem og hagsmunagæslu fyrir auðmagnið.

 

Allt þetta var ljóst þegar Andrés hinn ungi bauð sig fram í prófkjöri VinstriGrænna, og jafnvel næmustu njósnatæki Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna hafa ekki numið annað en hann væri sáttur við þessi umskipti, að hann vissi og gerði sér grein fyrir hverjum í raun VG þjónar líkt og systurflokkarnir á Norðurlöndum gera.

Allt hið meinta andóf með tilvísun í róttækni, hugsjónir eða stefnu flokksins er því ekkert annað en sá egóismi sem heitir frami og völd Andrésar Inga Jónssonar.

Eitthvað sem Mammon guð kann vel að meta.

 

Auðsöfnun Örfárra er samfélagsleg meinsemd sem ógnar velferð og velmegun fjöldans.

Slítur í sundur þá sátt sem borgarstéttin náði við verkalýðinn á fyrri hluta 20. aldar, sátt sem batt enda á samfélagsátök liðinna alda.

Og eðlilega snýst fjöldinn til varnar.

Sem kallar á kostnað og útgjöld til að tryggja óbreytt kerfi.

 

Ruglandi og bullandi dagsins í dag er ekki sjálfsprottið fyrirbrigði.

Það er enginn svona gefinn frá náttúrunnar hendi líkt og ætla mætti út frá hinni botnlausu heimsku sem tröllríður umræðu múgæsingarinnar.

Ruglið og bullandi er fjármagnaður, markmiðið er að hindra að fólk nái að sameinast um kröfuna um réttlátt og sanngjarnt samfélag.

 

Um mannúðina og mennskuna.

Nái að sameinast í afli sem brýtur skurðgoðið Mammon af stalli.

 

Auðnum er nákvæmlega sama hver stjórnar á meðan Mammon er þjónað.

Á meðan kerfinu er ekki ógnað, á meðan hið frjálsa flæði er æðra lögum guðs og manna.

 

Þegar fjöldinn er reiður þá skiptir miklu að bjóða uppá valkost sem breytir fólki í múg.

Sem hægt er að stjórna með ruglanda og bullanda.

Eitthvað sem við upplifum svo sterkt á Íslandi í dag.

Og slíkan valkost þarf að manna.

 

Píratarnir eru góðir til síns brúks.

Framboð rebellanna í verkalýðshreyfingunni um breytingar á forsendum frjálshyggjunnar er annað dæmi þar um.

 

Eftir stendur fólkið sem þykist hafa hugsjónir.

Fólkið, sem sveik ekki þegar mestu manngerðar hörmungar í nútíma vestrænni sögu gengu yfir almenning.

Fólkið sem þolir eiginlega allt nema samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.

 

Það er rekald í dag.

Svona óplægður akur sem má sá í.

Þess virði að fjárfesta í.

 

Eitthvað fyrir unga menn á uppleið.

Sem eiga sjálfan sig sem sína einu hugsjón.

Vantar bakhjarl svo akurinn sé þeirra.

 

Útgjöld, kostnaður.

Hégómi, metnaður.

Fjárfesting sem klikkar ekki.

 

Auðurinn veit sínu viti.

Það ógnar honum ekkert í dag.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Andrés segir sig úr þingflokki VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fyrir löngu spurði ég fróðan mann hvað væri frjálshyggja;hann sagði það heiti nokkuð sem kommúnistar fundu upp á,(gæti hafa sagt vinstrimenn),en mig langar að þú segir það.Svo lengi lærir sem lifir.

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2019 kl. 02:44

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Helga.

Stutta svarið yfir kaffibollanum áður en ég fer að malla grautinn handa strákunum.

Frjálshyggjan er sú hugmyndafræði sem segir að þú eigir ekki að gæta náungans þíns, aðeins græða.  Hún er sú hugmyndafræði sem tekur sið út úr öllu mannlegu atferli sem snýr að hegðun okkar á markaði viðskiptanna. 

Hún er andstæða þess siðar sem sagði að þú eigir að elska náungann þinn eins og guð þinn.

Hún er antikristnin sem gerir mannlegt samfélag að eyðimörk.

Þess vegna er hennar höfuðandstæðingur borgarlegur kapítalismi hins kristna íhaldsmanns, sem viðurkennir markaðinn og eignarréttinn, en leggur áherslu á sið, og ábyrgð, gagnvart samfélagi og fólki.

En þetta var ekki svarið sem þú varst að leita eftir.

Frjálshyggjan er hagtrú sem segir að markaðurinn sé óskeikull og hann eigi að fá að starfa með sem minnstu truflunum.

Sem er rangt, hann er heimskur, enda ekki hugsandi vera.

Kannski svara ég ítarlegra seinna í dag, það skýrist.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2019 kl. 07:07

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fólk ruglar gjarnan saman frjálshyggu og frelsishyggju (ef það er rétta orðið yfir löngun fólks til þess að vera frjálst).  Sennilega siglir frjálshyggjan undir fölsku flaggi. Ætti sennilega að heita eitthvað annað.  Td gróðahyggja?

Kolbrún Hilmars, 28.11.2019 kl. 11:45

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þessa athugasemd þína Kolbrún, nærð vel kjarnanum.

Hið meinta frelsi frjálshyggjunnar er frelsi hinna Örfáu að fá að haga sér að vild, við hin sem upplifum leitnina að lepja dauðann úr skel, spáum ekki í það frelsi, okkar eina frelsi er að lifa af.

Eða gera uppreisn eins og verkalýðurinn gerði á 19. öldinni.

Frelsi auðsins er alltaf áþján fjöldans, og varnagli hans, að lög hamli siðleysi hans og gróðafíkn, er í besta falli blekking, vissulega halda lög á meðan auðurinn tekur yfir, en keyptir stjórnmálamenn, gjörspillingin eins og ég kalla það og við upplifðum svo sterkt í umræðunni um orkapakka 3, þeir breyta lögum auðnum í hag.

Við fáum til dæmis fréttir um búrakrata Brussel sem reyna koma böndum á skattleysi auðhringa, þar takast þeir á við reglur og lög sem stjórnmálamenn höfðu sett áratugina þar á undan, og þrátt fyrir fögur fyrirheit, eða harða gagnrýni á hið frjálsa flæði fjármagns og skattleysi þess innan skattaskjóla, þá gerðu hinir gjörspilltu aldrei neitt.

En Brussel lifir ekki án tekna, ekki frekar en alríkistofnanir USA, þar er Trump þeirra maður að koma böndum á auðinn, með tilheyrandi atlögu hinna gjörspilltu, láttu ekki hvarfla að þér að málsóknin fulltrúardeildarinnar til embættismissis Trumps sé vegna uppgefinnar ástæðu, eða vegna þess að demókratar sáu eftir forsetaembættinu.  Í gjörspillingunni skiptir ekki máli hvaða flokkur stjórnar, en það skiptir máli að viðkomandi sé hluti af spillingunni, að hann játist undir hugmyndafræði og hagsmuni auðsins.

Borgaralegir íhaldsmenn felldu frjálshyggjuna hina fyrri, þeir munu fella þá síðari.

Vinstrið hefur verið samlagað, og Andófið forheimskað.

Eftir stendur íhaldið.

Það er leifarnar að því sem hefur myndað bandalag í ríkisstjórn núverandi stjórnarflokka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2019 kl. 13:37

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð aftur Helga.

Innlegg Kolbrúnar fyllti vel uppí rammann, í sjálfu sér gæti ég bætt við að frjálshyggjan hefur reynst mesta helstefna sem mannkynið þekkir, langt fyrir ofan nasismann og slær kommúnismanum við, þó kannski samkeppnin þar á milli sé hörð.

En kommúnisminn er eins og sunnudagsskóli miðað við hana, vissulega er hann hagtrú eins og hún, hefur ekkert með hagfræði að gera, en hann er hugmyndafræðileg heimska þó ræturnar sé vísan í jafnrétti, frelsi og bræðralag.

Hann sem slíkur er ekki illur í eðli sínu, en þar sem hann er útópía, tengist ekki á neinn hátt raunveruleikanum, þá hafa fylgismenn hans gert bandalag við mannvonsku og illsku til að ná fram markmiðum sínum.

Antikristnin er hins vegar í eðli sínu ill, hún ekki bara tekst á við sið og rétta hegðun, hún hafnar slíku, hafnar kjarna mennskunnar, segir okkur villidýr þar sem hinir sterku og siðlausu eigi að ráða öllu.

Hún er hin raunverulega ógn barna okkar og barnabarna, en það eru svo fáir sem skilja það.

Þess vegna veður hún uppi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2019 kl. 13:46

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikið var gott að lesa þetta og ekki spillir  Bl-vinkona mín hún Kolbrún,satt að segja sýnast þessi hugtök hægri/vinstri öfgar af hættulegri gerð.- ætlaði að byrja með því að heilsa en þá kom hvert barnið af fætur öðru með eitt og annað til matar af því þau vita að ég kemst ekki út að svo stöddu og ég vildi drífa þetta af og þakka mikið fyrir,bestu kveðjur. 

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2019 kl. 20:37

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Kolbrún nær oft að orða vissan kjarna í fáum orðum sem varpar ljósi á umræðuna, en eigum við ekki að segja að nálgun mín sé svona út frá hugmyndafræðinni sem að baki býr, matreitt eftir mínu nefi.

Hjó eftir því þegar ég las orð mín yfir áðan að ég minnist á meint mannfall að völdum hins svarta siðar, án þess að rökstyðja nánar.  Meinið er að ég gæti skrifað langan langan pistil, og þá meina ég langan langan pistil á minn mælikvarða um þetta óféti, og þar á meðal rökin sem búa að baki þessari fullyrðingu.

En í sjálfu sér er þessi þráður ekki tímapunkturinn til þess, eða blogg mitt sá vettvangur þar sem slík umræða á sér stað.

En erindið var að taka fram, að þó ég  sé hvass gagnvart frjálshyggjunni, bæði hér og þar og eiginlega alls staðar þar sem hún kemur til tals og eyru mín eru nálægt, að þá hef ég ekkert annað en gott að segja um málflutning þeirra einstaklinga sem ég þekki til og eru í einhvers konar Frjálshyggjufélagi Íslands.  Og hef aldrei staðið þá að öðru en að taka afstöðu með þjóð þegar hagsmunir hennar takast á við hagsmuni auðsins. 

Hér á Moggablogginu er virkilega góður fulltrúi þeirra, Geir Ágústsson, skemmtilegur penni og rökfastur.  Og einstaklingshyggja hans á mjög oft samleið með einstaklingshyggju frænda míns Bjarts í Sumarhúsum, báðir ekki mikið hrifnir af kerfisafskiptum eða regluáþján skriffinnskunnar.

Vildi bara hafa þetta skýrt Helga, svona ef einhver tæki uppá að misskilja mig seinna meir.

Ég virði skoðanir þeirra og hef ekki orðið var við neitt annað en þeir virði mínar, okkur greinir bara á og ekkert nema gott um það að segja.

En við erum líka oft sammála.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2019 kl. 23:37

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Ómar! Gott að lesa þetta yfir í annað sinn í ró og næði og líkar það afar vel.Mb.Kv. 

Helga Kristjánsdóttir, 29.11.2019 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 304
  • Sl. viku: 1088
  • Frá upphafi: 1321851

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 904
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband