Brandari hinna rétttrúuðu.

 

Að gangast undir aðferðafræði frjálshyggjunnar að skattleggja hina fátæku svo þeim sé gert ókleyft að taka þátt í nútímasamfélagi, er gegnum gangandi í hugmyndafræði góða fólksins.

 

Það eru fátæklingarnir sem menga með því að keyra gamla bíla, þeirra er því kolefnaskatturinn, það er utanlandsferð þeirra, þessi eina sem safnað er fyrir á árinu, eða þegar börnin eru mörg og tekjur bara venjulegar launatekjur, þá er þessi eina farin á nokkurra ára fresti,það er hún sem mengar í háaloftunum.

Góða fólkið sem hefur efni á skattleysi rafmangsbílanna, eða telur það sjálfsögð mannréttindi að fara 5-10 í utanlandsferð á ári, og ekki skaðar ef vinnan kallar á nokkrar slíkar í viðbót til að ræða við viðbrögð við manngerðum loftslagsbreytingum, það veit eins og er að fátæklingarnir eru ekki bara fjölmennir, heldur liggja þeir við höggi, að flatur skattur á samgöngur, er skattur sem dregur úr mengun hinna fátæku.

Góða fólkið er ekki heimskt, það veit frjálshyggjan hafði alveg rétt fyrir sér að komugjöld í heilbrigðisþjónustunni drógu úr álagi á kerfið, sá sem hefur ekki efni á að borga, hann leitar ekki eftir þjónustunni.

 

Góða fólkið er heldur ekki á nokkurn hátt það heimskt að það trúi að fátæklingarnir mengi, en en það er svo gott fyrir tölfræðina að slá á fjöldann sem er hluti af nútíma samfélagi.

Þá líður því betur, trúir að það sé að gera eitthvað.

 

Góða fólkið er hins vegar svo heimskt að það trúir að meint kolefnisjöfnun þess, að borga fyrir plöntun trjáa, hafi eitthvað með loftslag að gera.

Það er bara svo, að hærri meðalhiti, ásamt auknu magni koltvísýrings í andrúmslofti, eykur styrkleika gróðurþekjunnar, fyrir hvert tré sem plantað er, sér náttúran um að ótal fjöldi fræja nær að spíra og verða að trjám. 

Nærtækasta dæmið er Skeiðarársandur, þar sem enginn plantaði, en kolefnisjafnaði ótal flugferðir góða fólksins, bara þess vegna getur það margfaldað notkun sína á einkabílum, því góða fólkið fer ekki í strætó, slíkt gera bara aðeins fátæklingarnir, að ekki sé minnst allar ferðarnar á loftslagsráðstefnur ýmiskonar.

 

Góða fólkið er nefnilega mjög hlynnt því að berjast fyrir hönd annarra, en ekki eins hrifið af því að axla ábyrgð sjálft.

Það talar um svifryksmengun, en það dreifir salti og sandi á götur og torg, en salt og sandur er fóðrið í slíkri mengun.

Það talar um útblástur, sem mengar, en vinnur markvisst að því að fjölga umferðarhnútum, hægja á umferð, og annað sem ýtir undir hægagang bílaflotans, en slíkt er bein ávísun á aukinn útblástur og þar með aukna mengun.

 

Góða fólkið gerir nefnilega ekki greinarmun á orðum, og athöfnum.

Það er gott vegna þess að það segist vilja vel.

 

Athafnir þess eru sjaldnast í takt við orðin.

En í huga þess er slíkt ekki einu sinni aukaatriði.

Það er ekkert atriði.

 

Þess vegna er vegið að innlendri framleiðslu sem nýtir endurnýjanlega orku, hún annað hvort hrakin úr landi, eða í náðarfaðm brennsluorkugjafa.

Þess vegna eru skattar á nýja bíla ekki lækkaðir til að flýta fyrir endurnýjun bílaflotans.

Þess vegna eru allar manngerðu umferðartafirnar í Reykjavík.

 

Eitthvað sem í raun skiptir ekki máli, vissulega fyrir mengun, en ekki fyrir staðfestu góða fólksins.

Það nefnilega nýtir skattinn á fátæka fólkið til að stofna sjóð, Loftslagssjóð.

Og eyðir einhverjum milljónum í kynningu og kynningarefni þar um.

 

Þar með er kátt í höllinni.

Það þarf ekki meira til.

Kveðja að austan.


mbl.is Loftslagssjóður úthlutar 500 milljónum á fimm árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, mér finnst "góða fólkið" vera "skíta pakk".

með kveðju úr efra.

Magnús Sigurðsson, 28.11.2019 kl. 15:38

2 identicon

Heyr, heyr Ómar!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.11.2019 kl. 18:50

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Datt svona í hug þegar ég las innslag þitt Magnús, heiti á nýlegum pistli hins hárbeitta snillings, Jóhannesar Ólafsvíkings (ekki Ljósvíkings, hann var ekki í húmornum þó Halldór hefði vissulega verið í þeim gír þegar Heimsljós var skrifuð) .

"Burt með þig skitan þín".

Það er allavega misgott, hvernig sem á það er litið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2019 kl. 22:18

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

 Ha, ha, ha Jóhannes er með puttann á púlsinum að vanda enda búin að stunda aldalanga óumdeilda raksóknarblaðamennsku.

Magnús Sigurðsson, 29.11.2019 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband