Sagan endurtekur sig.

 

En sumar endurtekningar eru samt algjörlega óþarfar.

 

Það hefur gerst áður að hrokafullir leppar erlends valds hafa montað sig í valdastólum sem þeir eiga annað hvort hinu erlenda valdi að þakka, eða þeir hafa selt þjóð sína, og treyst því að hún hafi engin tök að snúast til varnar.

Sagan segir líka  að slíkt hafi alltaf endað á einn veg.  Þó mislangan tíma taki.

Að þjóðir snúist til varnar og grípi fyrsta tækifæri til að refsa þeim sem sviku.

 

Samt hefur sagan aldrei áður upplifað barnavæðingu stjórnmála, eins og við Íslendingar erum að upplifa í dag.

Útlit án innihalds, frasar án innistæðu.

Að baki liggur köngulóarvefur almannatengilsins, þess sem hannar, þess sem leggur orð í munn, þess sem hefur svipt stjórnmál öllu innihaldi.

 

"Spennt fyrir þingvetri" sagði annar stjórnmálamaður, og alltí einu heyrðist klikk, tannhjól féllu í gróp, púsl fengu á sig mynd.

Áslaug Arna var ekki sú fyrsta.

Maður tók bara ekki eftir því.

 

Sagan endurtekur sig.

Sumt hefur þó aldrei gerst áður.

Til dæmis hafði það aldrei gerst áður, og ekki heldur síðar, að heimsbókmenntir væru samdar og skráðar á útnára líkt og reyndin var á Íslandi á sögutímanum.

Og aftur erum við einstök, þó guð og gæfa hefðu mátt forða okkur frá því dæmi.

 

Vonandi endurtekur sagan sig samt.

Að umbúðir án innihalds séu settar í endurvinnslu.

Að þjóðir rísi upp.

 

Hvort sem það er gegn leppum erlends valds, eða leppum auðs og fjármagns.

Leppum hinna Örfáu.

 

Því án upprisu er ekkert líf.

Kveðja að austan.

 

 

 
 

mbl.is Ánægð með Áslaugu Örnu og spennt fyrir þingvetrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, þetta er áhugaverð hugleiðing. Það er svolítið síðan að hugsjónafólk hvarf úr stjórnmálum og það virðist ekki eiga þangað afturkvæmt nú á tímum.

Innan stjórnmálaflokkana er meira sóst eftir fólki með góða leikræna tilburði heldur en að það standi vörð um þær hugsjónir sem flokkurinn heldur að almenningi þegar hann aflar atkvæða.

Þannig hefur hver flokkurinn af öðrum verið "dúkkulísu væddur" og svo er látið líta svo út að "besti leikarinn" klæði þær í skrúðann, þegar raunin er sú að stjórnkerfið ræður.

Grínleikarinn Gnarr fór í raun mjög vel yfir þetta mál í sinni svokölluðu kosningaráttu til borgarstjóra. Hann sagðist bara vera leikari sem aldrei hefði látið sig dreyma um svo mikið sem 500 þúsund kall á mánuði. Hví ekki að nota hæfileikana til að komast yfir meira en milljón á mánuði. Það væru hvort eð er aðrir í kerfinu til að vinna fyrir hann.

Stjórnmálamenn sem komast í áhrifastöður, s.s. ráðherra eða borgarstjóra, eru í reynd B leikarar stjórnkerfisins, sem sumir kalla djúpríkið. Landamæralausir auðmenn og erlent vald er að verða sífellt stærri hluti íslenska stjórnkerfisins. Við lifum þá tíma að lýðveldið sem slíkt, er liðið undir lok rétt eins og Þjóðveldið gerði á sínum tíma, við sjáum bara ekki blóðið, svitann og tárin, því birtinga myndirnar eru aðrar.

Þegar maður les Sturlungu þá efast maður um að höfundar hennar hafi þótt hún vera blóðug því tíðarandinn var einfaldlega annar, en niðurstaðan er sú sama.

Með kveðju að ofan.

Magnús Sigurðsson, 8.9.2019 kl. 07:18

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Kannski upplifum við þróun sem verður ekki stöðvuð, og líklegast vantar litbrigði í þessa lýsingu.  Í sjálfu sér getur verið töggur í þeim sem útlitsverksmiðjan hannar, og þó markaðsskrifstofan leggi til frasa og efnistök, þá getur ímyndin líka lagt eitthvað til mála frá eigin brjósti.

Ennþá.

Breytir því samt ekki að ný víglina hefur myndast, þvert á fyrri átakalínur, og þessi pistill minn var fljótheit til að grafa eina skotgröfina.

Það verður ekkert kósí hjá þessu fólki fyrr en það verður hrakið frá völdum.

Það skal vita að það er engin framtíð í Vichystjórnum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.9.2019 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 294
  • Sl. viku: 1078
  • Frá upphafi: 1321841

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 896
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband