Verkalýðsbarátta er ekki bara kjarabarátta.

 

Vegna þess að lífskjör markast af svo mörgum þáttum sem ekkert hafa með krónur í launaumslaginu að gera.

Síðasta dæmið þar um er andstaða Alþýðusambandsins við lífskjaraskerðinguna sem kennda er við Orkutilskipanir Evrópusambandsins sem hafa það eina markmið að markaðsvæða orkuna og gera þessa grundvallarþörf samfélagsins að leikvang auðmanna og braskara.

 

Í framhaldi af því á ASÍ að skera upp herör gegn EES samningum því í kringum þann óþurftarsamning koma leiðirnar sem mannsal og félagsleg undirboð þrífast á. Sem og að regluverkið leggur allskonar kvaðir á fyrirtæki sem auka kostnað og draga úr samkeppnishæfni þess gagnvart þrælabúðum þriðjaheimsins sem kölluð er globalvæðing í daglegu tali. 

Í þessu samhengi má vitna í góða grein í Morgunblaðinu í dag eftir Óla Björn þar sem hann segir meðal annars þetta;

"Við Íslend­ing­ar höf­um gengið lengra en aðrar þjóðir í að reglu­væða sam­fé­lagið. Reglu­byrðin er þyngri hér á landi en í helstu sam­keppn­islönd­um, kostnaður­inn er hærri og sam­keppn­is­hæfn­in þar með lak­ari. Ætla má að ár­leg­ur kostnaður fyr­ir­tækja við að fram­fylgja sí­fellt flókn­ari og strang­ari regl­um hlaupi á tug­um millj­arða króna. Erfitt er að meta óbein­an kostnað vegna minni fram­leiðni, verri skil­virkni og lak­ari sam­keppn­is­stöðu. Beinn og óbeinn kostnaður við reglu­verkið og eft­ir­lit­s­kerfið er ekki aðeins bor­inn af eig­end­um fyr­ir­tækja held­ur ekki síður af launa­fólki í formi lægri launa og af neyt­end­um öll­um sem þurfa að sætta sig við hærra verð á vöru og þjón­ustu. Dýrt og flókið kerfið hef­ur bein áhrif á verðlag, skuld­ir og tekj­ur launa­fólks.".

 

Eins má minnast á launaskatta eins og tryggingagjaldið, sú tekjuöflun ríkissjóðs er bein ávísun á lægri laun.

 

Síðan hafa sjálfar leikreglurnar í efnahagskerfinu mikið að segja um lífskjör fólks.

Drífa bendir réttilega á höfuðmeinsemdina sem er sjálftaka auðsins;

" ...sagði fram­leiðni í heim­in­um hafa þre­fald­ast síðustu tutt­ugu ár. Auður­inn hefði þó ekki skilað sér til vinn­andi fólks gegn­um laun eða bætta innviði. „Þvert á móti hafa mögu­leik­ar til auðsöfn­un­ar og skattaund­an­skota auk­ist hjá fáum ofur rík­um ein­stak­ling­um og stór­fyr­ir­tækj­um.".

 

Það er sama hvað stjórnmálamenn lofa eða hve margir skildir eru brýndir í í kjarabaráttunni, á meðan leikreglurnar eru svona þá er alltaf hlutfallslega minna til skiptanna.

 

Þessar leikreglur alþjóðavæðingarinnar eru niðurjörfaðar í reglufargan Evrópusambandsins enda sjást hagsmunatengslin best á því að þegar meðlimir framkvæmdarstjórnarinnar láta af embættum sínum, bíða þeirra feitar stöður í velferðarneti stórfyrirtækjanna, stjórnarsetur og annað slíkt þar sem mönnum er launað fyrir vel unnin störf.

Og lífskjör batna ekki nema slagurinn sé tekinn við þessar leikreglur og þessa hugmyndafræði.  Eitthvað sem Donald Trump er að gera vestra við litlar vinsældir alþjóðavæðingarsinna, sem af einhverjum ástæðum eru orðnir fleiri á vinstri væng stjórnmála en hægri.

 

Síðan batnar ekkert nema fólk horfist í augun á sínu eigin hugarfari.

Drífa segir þetta um lág laun;

"„Í aðdrag­anda kjara­samn­inga fáum við að heyra að lægstu laun séu há hér á landi í sam­an­b­urði við önn­ur lönd og jöfnuður hvergi meiri. Gott og vel, en önn­ur lönd eiga ekki endi­lega að vera viðmiðið held­ur það sem okk­ur sjálf­um þykir sann­gjarnt og rétt­látt.".

Mikið rétt en þess vegna er það ótækt að verkalýðshreyfingin sjálf hafi þá hugsun að ætíð eigi að taka lægsta tilboði, sérstaklega þegar það kemur frá löndum þar sem kjör launafólks og allur aðbúnaður er miklu lakari en hér.

Því það er það sem setur viðmiðin um hin lægstu laun, ekki orðin um annað.

 

Verkalýðsbaraátta er því ekki bara kjarabarátta.

Hún er barátta um lífskjör í víðustu merkingu þess orðs, hún er stjórnmálabarátta, hún er hugmyndafræðibarátta, en fyrst og síðast snýst hún um hugarfar.

Því það er hugarfarið sem mótar allt annað í samfélaginu okkar.

 

Sem betur fer er ASÍ á réttri leið hvað það varðar.

En stærri skref þarf að stíga og það þarf að taka slaginn við hinn raunverulega andstæðing.

Globalvæðingu stórfyrirtækja sem engu eira, hið frjálsa flæði frjálshyggjunnar, reglufargan Evrópusambandsins, því allt er þetta af sama meiði.

Því meiði að gera hin ríku ríkari, og okkur hin fátækari.

 

Um þetta munu stjórnmál nýrrar aldar snúast.

Um þetta mun alvöru kjarabarátta snúast.

Að endurheimta samfélögin okkar úr klóm stórfyrirtækja og þeirrar hugmyndafræði sem gerir þeim kleyft að sjúga allt til sín án þess að gefa neitt til baka.

 

Risaskref í þá átt er að hafna með öllu orkutilskipunum Evrópusambandsins.

Taka þar slaginn og segja; hingað og ekki lengra.

 

Því þennan slag þarf að taka.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Risastórar áskoranir fram undan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr Ómar.

Já, það var líf fyrir tíma fjórfrelsis EES samningsins.  

Þá voru blómlegir bæir, kauptún og kaupstaðir, sjávarpláss og útgerðarbæir, allan hringinn í kringum landið.  Sjúkrahús í hverjum bæ, læknar og ljósmæður, skipasmíðar, ullarvinnsla og sagt var t.d. að á Akureyri væri allt sjálfbært nema olíu og bíla þyrfti að kaupa sem aðföng og þó hefði olían vafalaust vikið fyrir repju, hefði allt fengið að dafna sem það gerði allt þar til EES samningurinn var neyddur upp á þjóðina, sem mótmælti með um 40 þúsund undirskriftum en Vigga greyið þorði ekki að virða óskina um þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Já, það var svo sannarlega líf, og það betra og jafnari kjörin, fyrir tíma fjórfrelsis EES samningsins. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 12:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikið rétt Símon, en ég er meira að reyna að benda á hið undirliggjandi sem er frjálshyggjan sem knýr áfram regluverkið og globalvæðinguna.

Þar er meinið, og þann slag þarf að taka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.5.2019 kl. 13:07

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar.

Ég veit svo sem ekki hvort það er alveg við hæfi að syngja "internationallann" eftir þennan pistil. En engu að síður er þetta einn besti 1. maí pistill sem ég hef lesið í áratugi.

Hafðu þökk fyrir, með kveðju að ofan.

Magnús Sigurðsson, 1.5.2019 kl. 15:09

4 identicon

Stefna ASÍ - Alþjóðamál:   ..."EES-samningurinn hefur gagnast Íslandi vel frá því að hann tók gildi í upphafi ársins 1994. Hann var umdeildur í upphafi og margir höfðu áhyggjur af þróun mála, einkum ýmsu sem sneri að vinnumarkaðnum. Fljótlega kom í ljós að þessar áhyggjur voru óþarfar og EES-samningurinn hefur ekki fært með sér nein neikvæð áhrif á íslenskan vinnumarkað. Það virðist vera nokkuð samdóma álit þjóðarinnar að EES-samstarfið hafi verið til hagsbóta og hafi nýst íslensku atvinnulífi vel til sóknar. Innan ASÍ er almennt talið að EES-samningurinn hafi fært íslensku launafólki ýmsar réttarbætur og að aðildin hafi þannig skilað jákvæðum árangri.

Allt frá því að samningaviðræðurnar um EES-samninginn hófust, hefur verið unnið ötullega að Evrópumálum á vettvangi ASÍ. ASÍ hefur tekið mjög virkan þátt í Evrópu­samstarfi verkalýðshreyfingarinnar á þessum tíma. Það gildir jafnt um norræna sam­starfið sem fyrst og fremst beinist að Evrópu og samstarfið innan Evrópusambands verkalýðsfélaga (ETUC).

Á grundvelli EES-samningsins hefur ASÍ öðlast betri stöðu en ella innan ETUC og þannig komist í innsta hring. ASÍ hefur átt aðild að evrópsku vinnumarkaðsviðræðun­um og tekið þátt í öllum samningum um réttarbætur í félags- og vinnumarkaðsmálum sem hafa verið gerðir milli ETUC og Evrópusamtaka atvinnurekenda. ESB hefur síðan breytt þessum samningum í löggjöf sem gildir fyrir allt EES-svæðið. Að þessu leyti hefur ASÍ komist mun lengra inn í löggjafarstarf á vettvangi EES en íslensk stjórnvöld. Nú eru í farvatninu sams konar samningsmöguleikar fyrir evrópsk starfsgreinasamtök. Mörg aðildarsamtaka ASÍ eiga aðild að Evrópusamtökum og því möguleika á aðild að slíkum samningum......
Framtíðarsýn ASÍ er: 
Að staða Íslands í Evrópusamvinnunni verði treyst enn frekar og að tækifæri og ávinningar þeirrar samvinnu skili sér til íslensks launafólks...."

Alþýðusamband Íslands Apríl 2009.....Á ársfundi ASÍ í október 2008 var fjallað um aðgerðir til að endurheimta
fjármálastöðugleika og verja kjör launafólks og stöðu heimilanna í landinu. Í
niðurstöðum ársfundarins sagði m.a.:
„Það er skoðun ASÍ að yfirlýsing um að sótt verði um aðild Íslands að ESB og
upptöku evru sé eina færa leiðin. Þannig verði látið á það reyna í aðildarviðræðum
hvaða samningur Íslandi standi til boða og hann lagður fyrir þjóðina
í atkvæðagreiðslu. ASÍ telur að yfirlýsing um að stefnt verði að aðild að
evrópska myntsamstarfinu (ERM II) á næstu 2 árum myndi leggja mikilvægan
grunn að því að skapa nauðsynlegan trúverðugleika fyrir meiri festu í
skráningu krónunnar á næstu árum þangað til full aðild að Evrópska peningamálasamstarfinu
(EMU) og upptaka evrunnar næðist.“.....

Vagn (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 16:09

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Magnús.

Og ef þessi pistill kveikir á löngun til að syngja Nallann, þá er ég bara stoltur, því þó þessi baráttusöngur verkafólks hafi verið misnotaður af hinum og þessum í gegnum tíðina, þá er það ekki hans sök, ekki frekar en að nauðgun sé fórnarlambinu að kenna.

Þessi pistill var bak við eyrað, ásamt annarri nálgun, og ég var svo heppinn að tvær fréttir sem ég gat tengt við.

Svona umræða er kannski ekki margra, en mér finnst gott að eiga vettvang þar sem maður getur sett hugrenningar sínar á blað, vitandi það að það eru alltaf einhverjir þarna úti sem hafa áhuga að lesa þær.  Breytir vissulega ekki stóra samhenginu en ég tel mig heppinn að hafa getað í gegnum árin lesið skrif sem fara hljótt, en hafa haft áhrif á mig og skoðanir mínar, bæði til að styrkja það sem ég hef verið að hugsa, sem og að vekja mig til umhugsunar.

Ef ég hef getað endurgoldið það með því að setja inn einn og einn pistil í svoleiðis safn, þá er ánægjan mín.

Það er nægur tími til að stríða eftir leikinn í kvöld, þar sem ég segi áfram Liverpool, þó ég sé forfallinn United maður.

Svona eru nefnilega töfrar fótboltans.

Kveðja upp í Hérað, gangi ykkur vel í sumar í öllu nema í fótbolta þegar þið spilið við Fjarðabyggð (strákarnir mínir eru á yngra ári í 3. flokki), megi þar betra liðið vinna.

Að austan.

Ómar Geirsson, 1.5.2019 kl. 18:01

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vagn.

Svo ert þú að reyna að telja mér í trú um að þú sért ekki róbót, eins og  nokkur hvítur maður hafi nennt að lesa þessi skrif Gylfa forseta.

En þar sem þú ert kurteis, og málefnalegur, þá skal ég láta alla stríðni löng og leið.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.5.2019 kl. 18:03

7 identicon

Veruleikafirring og höfnun á staðreyndum er áberandi í öllum þínum málflutningi. Stefnu ASÍ má í dag sjá á síðu ASÍ. Hjá ASÍ er ekki einræði forseta, hvorki núverandi né fyrrverandi. Að segja stefnu ASÍ eins og hún er sett fram á síðu ASÍ bara vera persónulega skoðun einhvers fyrrverandi forseta er eins aumt og viðbúið er frá þér.

Vagn (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 18:38

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Bla, bla, bla bla, núna kannast ég aftur við þig Vagn, en hvað á ég að segja, ekki mér að kenna að þú sért ekki forritaður til að skilja einföldustu stílbrögð, og þar með hnjótir þú um þau.

Ef þú ert með einhverja vitund, þá ráðlegg ég þér að horfa á þá ágætu mynd War games, hún fjallar einmitt um þennan tilvistarvanda reikniforrita, gæti verið fróðleg fyrir þig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.5.2019 kl. 18:53

9 identicon

Nú, eru lygar og rangfærslur bara stílbrögð? Annað var mér kennt.

Vagn (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 18:59

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Svona, svona Vagn minn, mér skilst að þróun gervigreindar sé svo hröð að einn daginn fáir þú undirrforrit sem fær þig til að skilja mælt mál, en þangað til, skaltu bara þrauka.

En ertu búinn að renna yfir skrárnar í War games??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.5.2019 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 965
  • Sl. sólarhring: 1026
  • Sl. viku: 4441
  • Frá upphafi: 1325527

Annað

  • Innlit í dag: 859
  • Innlit sl. viku: 3904
  • Gestir í dag: 786
  • IP-tölur í dag: 762

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband