Verkalýðshreyfing í tómarúmi.

 

Það hefur ekki farið framhjá neinum að ný kynslóð hefur hafist til valda í verkalýðshreyfingunni, fólk sem sameinar það að hafa eitthvað segja annað enn innantóma frasa, og dug til að berjast fyrir bættum kjörum launafólks.

Það má merkja þennan nýja herskáa tón í ræðu Sólveigar Önnu Jónsdóttur í 1. mai ávarpi hennar;

"„Við ætl­um ekki leng­ur að fórna tíma okk­ar og lífi, okk­ur sjálf­um fyr­ir þjóðfé­lag þar sem fá­menn yf­ir­stétt greiðir sjálf­um sér millj­arða í fjár­magn­s­tekj­ur á meðan að fjöldi fólks fær aldrei um frjálst höfuð strokið.“ „Vel­sæld okk­ar, raun­veru­leg vel­sæld sam­fé­lags þar sem þarf­ir fólks eru ávallt í fyr­ir­rúmi bygg­ir á jöfnuði, á efna­hags­legu rétt­læti. Jöfnuður býr til sam­fé­lag þar sem mann­fólk hef­ur tíma og frelsi, raun­veru­legt frelsi, til að ann­ast sjálft sig og börn­in sín, frelsi til að njóta þeirr­ar einu til­veru sem okk­ur er út­hlutuð, frelsi til að vaxa og dafna á eig­in for­send­um. Fyr­ir þessu ætl­um við að berj­ast, sam­einuð.“".

 

Meinið í þessu er að verkalýðshreyfingin á ekki lengur fulltrúa á Alþingi sem berst fyrir jöfnuði og réttlæti, eða berst fyrir að leikreglum sé breytt á þann hátt að meira sé til skiptanna fyrir launafólk.

Þvert á móti er Alþingi orðin að einhverri sjálfsafgreiðslu stofnun fyrir Evrópusambandið sem dag og  nótt framleiðir nýjar og íþyngjandi reglur fyrir fyrirtæki og atvinnulífið en á sama tíma er barist fyrir frjálsum innflutning frá þrælaverksmiðjum glóbalvæðingarinnar þar sem engar reglur eru virtar, hvorki varðandi kaup, kjör eða annan aðbúnað, hvað þá að reynt sé að draga úr mengun og öðrum umhverfissóðaskap.

Afleiðingin er skert samkeppnisstaða og útvistun starfa í stórum stíl, illkynjað æxli sem því sem næst hefur gengið að hefðbundnum iðnaði dauðum í Evrópu.

 

Það er nefnilega til lítils að hækka lægstu laun svo þau verði lífvænleg þegar sú kauphækkun er það síðasta sem viðkomandi launamaður sér áður en honum er sagt upp vinnunni.

Einnig hefur frjálst flæði vinnuafls á lágmarkskjörum frá fátækari hluta álfunnar haldið niðri kjörum verkafólks ásamt því að vera gróðrarstía félagslegra undirboða í stórum stíl.

 

Síðasta atlagan að þessum toga er tilskipun Evrópusambandsins um orkumál sem er ætluð til að markaðsvæða orkuna á einum sameiginlegum orkumarkaði Evrópu, undir yfirstjórn Brussel valdsins.

Það er langt síðan að svona atlaga hefur verið gerð að lífskjörum almennings enda brást Alþýðusamband Íslands harkalega við og talaði tæpitungulaust í áliti sínu sem sent var utanríkismálanefnd;

"Raforka á að vera á forræði almennings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði. Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrgð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðurinn fái að véla með hana enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks.“".

 

Einhvern tímann hefðu svokallaðir jafnaðar og félagshyggjuflokkar tekið undir þessar réttmætu ábendingar Alþýðusambandsins, allavega á degi eins og þessum.

Í grein Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar í Morgunblaðinu í dag er ekki minnst einu orði á þessar ályktun ASÍ, hvorki til að taka undir rök sambandsins, eða á einhvern hátt reynt að útskýra fyrir launafólki af hverju Samfylkingin telji það launafólki til heilla að markaðsvæða orkuna.

Aðeins þögnin ein innan um merkingarlausa frasa sem ekkert segja um raunverulegan vilja eða aðgerðir. 

Og ekki orð um hvernig regluverk Evrópusambandsins stuðlar að félagslegum undirboðum og mannsali.  Eða hvernig það íþyngir fyrirtækjum og dregur úr þrótti þeirra til að greiða mannsæmandi laun til allra.

Formaður VinstriGrænna, hún brosir og telur þar með umræðunni lokið.

 

Þetta er í raun hin stóri vandi verkalýðshreyfingarinnar, hún á ekkert pólitískt bakland á Alþingi.

Eftir að Ögmundur hætti á þingi þá virðist enginn þingmaður hafa nokkurt vit eða þekkingu á málefnum vinnumarkaðarins, hvað þá að einhver berjist gegn regluverkinu og leikreglunum sem ýta undir misskiptingu og arðrán í samfélaginu.

Samtryggingarflokkurinn ögrar engu, breytir engu.

 

Framhjá því verður ekki horft.

Og þessu verður að breyta.

 

Það vantar verkalýðsflokk á þing.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Við skulum fagna firringunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hárrétt athugað Ómar.

Mikið vildi ég t.d. að Skaga-Villi og Ragnar Þór væru á þingi og allra helst ráðherrar, báðir.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 18:55

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, en þarf þá ekki að klóna þá??

Ekki geta þeir verið á tveimur stöðum í einu.

En taktu eftir að Drífa er að sækja í sig veðrið.

Það boðar gott.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.5.2019 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 42
  • Sl. sólarhring: 666
  • Sl. viku: 5326
  • Frá upphafi: 1326872

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 4726
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband