Miskipting knýr áfram mótmælin í Íran.

 

Ekkert flóknara en það, og ekkert skrýtið að þeir hópar sem einokuðu byltinguna á sínum tíma, og eru kallaðir Byltingarverðir, vilji beita glórulausu ofbeldi við að berja niður mótmælin,.

Eða eins og segir í þessari ágætu fréttaskýringu Morgunblaðsins,

"Rou­hani hef­ur til dæm­is átt í erfiðleik­um með að hafa stjórn á her­sveit­un­um sem ætlað er að vernda hið íslamska stjórn­kerfi lands­ins. Þar hef­ur auður safn­ast á fárra hend­ur og hef­ur for­set­inn talað fyr­ir dauf­um eyr­um um að viðskipta­gjörn­ing­ar þeirra verði gerðir op­in­ber­ir og að af eign­un­um verði greidd­ir skatt­ar."

Menn gefa ekki glatt eftir auð sinn og völd.

 

Og skýringar valdastéttarinnar eru alltaf efnislega eins, það er allt eitthvað öðru að kenna, og í sæluríki þeirra, er fátt að sem réttlætir mótmæli.

Forseti Írans talar um erlend öfl, fyrrverandi forsætisráðherra íslensku fjármálaelítunnar taldi einna helst að óánægjuna hérlendis mætti rekja til einhverrar geðsýki. 

Annað einkenni er að menn eru rosalega duglegir að benda á aðra, Trump notaði til dæmis tækifærið til að benda á harðstjórn og spillingu íranskra stjórnvalda, leiðir land sem hýsir stærstu fangabúðir heims, búinn að berjast með kjafti og klóm fyrir lagabreytingum sem hrekja milljónir samlanda hans út úr heilbrigðistryggingakerfinu.  Enda í húfi sá vafasami heiður að lífslíkur fjórðungs þjóðarinnar er svipaður og hjá þriðjaheims ríkjum með innviði sína í algjörum ólestri.

Þegar hans eigin samlandar, reyndar Ekki hvítir, rísa upp og mótmæla, þá talar hann um skríl og nauðsyn hörku til að berja niður skrílinn.

 

Yfirstéttin er nefnilega allstaðar eins á þessum guðlausum tímum, gírug, spillt, illa innrætt.

Allur krafturinn fer í að sjúga til sín fjármagn frá almenningi, frá samfélaginu og innviðum þess.

Engar hugsjónir um betri heim, um betra mannlíf, eða skynjun á þann sið að valdhöfum beri að vinna í þágu þjóðar, með hagsmuni allra að leiðarljósi.

 

Við sjáum þetta á Íslandi, þegar rimpað var í stærstu glufur velferðarinnar og málamyndafé var sett í að hamla sívaxandi hrörnun innviða.

Engin ný hugsun, engin ný nálgun, enginn sá siður að segja, við getum ekki allt, en við getum þó eitthvað, og hinn brýni vandi ungmenna með geðraskanir hefði verið leystur með stórauknum fjármunum í þann málaflokk.

Hinar raunverulegu þarfir alltaf afgangsstærð, en sjálftaka fjármálamanna og neyslufyllerí alltaf í forgang.

 

Íranir hafa manndóm í að  mótmæla sjálftökunni og sígræðginni, og þeirra mótmæli verða örugglega skotin niður.

Bara vegna þess að þarlend sjálftökustétt hefur ekki náð tökum á þeirri vestrænni hugsun að útvega lýðnum brauð og leika.  Til dæmis datt henni ekki í hug að opna nýja Costco verslun í Teheran.  Eða opna fyrri pakkasendingar frá Kína.

Að fylla allt af ódýrum varningi úr þrælakistum sem reynst hefur svo vel á Vesturlöndum.

 

En samt er mótmælt á Vesturlöndum, fólk mótmælir með atkvæði sínu.

Hér á Íslandi sjáum við fylgi við ótalflokka, í Evrópu vex fylgi hægrisinnaðra þjóðernisflokka, og Bandaríkjamenn kusu Trump.

Mótmæli sem vissulega færa öskuna yfir í eldinn, en mótmæli enga að síður.

 

Í Íran vantar leiðtoga, þess vegna munu mótmælin engu skila.

Á Vesturlöndum vantar líka leiðtoga, með skýra sýn, og sens fyrir sið.

Sem er auðvitað ekki í sjónmáli, miklu líklegra að þau skili til valda sterkum einstaklingi eins og í Róm forðum daga, þegar Júlíus Sesar nýtti sér gjaldþrot hinnar gömlu stjórnskipunar og náði öllum völdum. 

Eða eins og Napóleon.

Menn átakanna sem ganga að lýðræðinu dauðu.

 

Það eru ekki friðartímar framundan.

Það er eitt sem öruggt er.

Kveðja að austan.


mbl.is Spurt og svarað um mótmælin í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ef menn eru ađ hafa skođun á þessum màlum ,eins og okkur vesturlandabùum er afar tamt væri ekki ùr vegi ađ viđ gerđum okkur grein fyrir hverjir þađ eru sem standa fyrir uppþotunum.

Þarna er ekki nein lýđræđisbylting ì gangi hedur eru harđlìnumenn ađ reyna ađ brjòtast til valda af þvì þeir komadt ekki ađ ì kosningum.

Viđ ættum kannski ad huga betur ad hverja vid styđjum.

Sìđast komum vid Nasistum til àhrifa ì Ùkrainu.

Èg held ađ þađ sè tìmabært ađ almenningur geri sèr grein fyrir ađ fjölmiđlarnir okkar styđja alltaf skilyrđislaust stefnu Bandarìsku haukanna,og þeim er alveg sama hver þeir styđja. Þeir vilja bara strìd ,hvad sem þađ kostar.borgarastyrjöld er  ennþà betri.

Og almenningur klappar.

Borgþór Jónsson, 2.1.2018 kl. 18:00

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Borgþór.

Er nokkuð vírus hlaupinn í þig?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.1.2018 kl. 18:59

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Nei Ómar,þetta er bölvaður farsíminn.

Borgþór Jónsson, 2.1.2018 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 628
  • Sl. sólarhring: 900
  • Sl. viku: 1689
  • Frá upphafi: 1322452

Annað

  • Innlit í dag: 524
  • Innlit sl. viku: 1403
  • Gestir í dag: 464
  • IP-tölur í dag: 463

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband