ICEsavebandalagið hefur sameinast gegn Sigmundi Davíð.

 

Ekki vegna þeirrar dauðsyndar að hafa staðið með þjóðinni gegn hinni bresku fjárkúgun heldur vegna þess að hann ógnar sjálfu undirstöðu þrælakerfisins, skuldaánauð þjóðarinnar.

Verðtryggingunni og sjálfvirkri áskrift hennar á eignum þjóðarinnar.

Að efast um tilvist hennar og tilveru er sjálft guðlastið í eyrum fjármagns og fjármagnseyganda og því beita þeir flokkum sínum grimmt í gegn Sigmundi Davíð.

Allt er týnt til nema málefnið sjálft, það þolir ekki umræðu, rökin fyrir arðráni verðtryggingarinnar eru engin, önnur en þau að hafa fé af öðrum.  Ræningjar rökstyðja aldrei mál sitt, þeir ræna þangað til lög og réttur stöðvar athæfi þeirra.

 

Sigmundur Davíð ætlar að láta lög og rétt ná yfir ræningjana, hann ætlar að láta skila ránsfengnum.

Þjóðarinnar er valið, núna.

Næst verður ekki spurt, heldur barist.

 

Því verðtryggingin er eins og lúpínan, kemur fyrir sig, býr  um sig, dreifir sér út hægt og rólega, tekur yfir næstu svæði, sést víðar.

Svo einn daginn, búmm, og allt er orðið blátt.

Auðtrúa fólkið, sem tekur mark á þjónendum erlendra fjárkúgara og innlendra arðræningja, og kýs ICEsavebandalagið og óbreytt þjófaástand, það rekur sig aðeins á að krumla verðtryggingarinnar er komin í þess vasa innan ekki svo skamms tíma, eða hún ógnar rekstri fyrirtækisins sem greiðir því lán.  Eða eftirstöðvar lána þess eru komnar í svo stjarnfræðilega upphæð að þær verða aldrei greiddar.  Og svo framvegis.

 

Verðtryggingin er vítisvél.

Eðli vítisvéla er að þær eyða öllu nema þær séu aftengdar.

Og það skiptir ekki máli hvort það sé skóburstari eða doktor, sjómaður eða prófessor, sem aftengir vítisvélina.

Það sem skiptir máli er að hún sé aftengd.

 

Og það eitt skiptir máli.

Kveðja að austan.


mbl.is Ögmundur: Ekki sæmandi kosningabarátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Hárrétt athugað hjá þér Ómar.

Framsóknarflokkurinn er sterkasta aflið til að koma til móts við heimilin og aðra skuldara varðandi leiðréttingu á stökkbreyttum verðtryggðum lánum og stöðva vítisvél verðtryggingarkerfisins og sporna með því og öðrum leiðum á stefnuskrá flokksins gegn verðbólgu. Þess vegna er rökrétt að styðja Framsóknarflokkinn núna vegna þessara aðkallandi málefna.

Heimili og einstaklingar sem eru að sligast undan oki verðtryggðra lána ætti að íhuga það alvarlega með þeirri skynsemi og rökhyggju sem þeim er gefin hvor valkosturinn sé líklegri til að verða þeim til hagsbóta fyrir þau:

1)      Framsóknarflokkurinn sem hefur skuldamál heimilanna efst á stefnuskrá sinni, leiðréttingu stökkbreyttra lána eins og tök eru á og að stöðva tortímandi vítis- og kvalræðisvél verðtryggingarkerfisins, eða

2)      Aðrir stórir flokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem hafa það ekki á stefnuskrá sinni, en tala þvert á móti fyrir óbreyttu kerfi verðtryggingar.

 

 

 

Kristinn Snævar Jónsson, 21.4.2013 kl. 11:31

2 identicon

Aðrir flokkar en Framsóknarflokkurinn hafa áður talið leiðir Framsóknarflokksins ófærar. Það gagnstæða hefur síðan komið í ljós sbr. Ice save málið og fleiri mál. Það hefur líka komið berlega í ljós að hagsmunagæsla auðvaldsins á víða ítök og áhrif sem aðrir flokkar vilja ekki, eða þora ekki, að berjast ímóti.  Mér finnst ekkert að því að gefa Framsókn tækifæri og bolmagn til þess að framkvæma hugmyndir sínar. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Þeir meiga líka vita það að reynist þeirra leið ófær, eða skrum eitt, þá verður flokkur þeirra og hugsjónir að engu gert í þar næstu kosningum.

reynir-ragnarsson (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 12:06

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Hárrétt athugað hjá þér líka, reynir-ragnarsson.

Kristinn Snævar Jónsson, 21.4.2013 kl. 12:23

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigmundur Davíð í eigin persónu er engin ógn, eftir því sem ég hef komist næst. Hann virðist halda stefnunni og rökhugsuninni, þrátt fyrir mikil boðaföll glæpafjölmiðilsins RÚV, sem ætti lögum samkvæmt að sinna almenningi, án áróðurs á nokkurn hátt.

Það er mikilvægt að kjósendur, með sínum rétti og samtakamætti, hreki þá úr flokkunum, sem ekki standa við stóru orðin eftir kosningar. Það er enn lýðveldisstjórnarskrá á Íslandi, og þetta fólk er að sækja um vinnu hjá almenningi í kosningunum.

Eigendur flokkanna eru því miður ekki sýnilegir, og þess vegna er mikilvægt að meta staðfestu, hæfileika og heiðarleika frambjóðendanna í öllum flokkunum, frekar en að einblína á stefnurnar sem skrifaðar eru á blað.

Það er mikil ábyrgð fólgin í að kjósa og verja rétt samfélagsins. Við eru öll hluti af samfélagskeðjunni, og enginn hlekkur er eða verður sterkari en veikasti hlekkurinn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.4.2013 kl. 12:38

5 identicon

Plís Hriflungur kær, ekki líkja verðtryggingunni við þá yndislegu belgjurt, lúpínuna.

Mér líkar betur við að þú líkir verðtryggingunni frekar við vítisvél mannlegra djöfla.

Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 15:45

6 identicon

Alvarlega greindarskertir, en ekki eingöngu illa innrættir og óumburðarlyndir stuðningsmenn einsleitrar menningar og einsleitrar hugsunnar setjist niður og hugleiði eftirfarandi:

Hvers vegna krefur teboðshreyfing Bandaríkjanna Obama um fæðingarvottorð?

Hvers vegna vill Obama ekki láta yfirganginn og umburðarleysið eftir þeim?

Þeir hinir sömu ættu, nema þeir séu með greindarvísitölu talsvert langt undir 75, að geta skilið afhverju Sigmundur Davíð vill ekki heldur láta eftir andlegum bræðrum teboðshreyfingarinnar á Íslandi, og stuðningsmönnum hennar í boðum þverpólítísks umburðarleysis og barbarisma og almennrar vanhelgunnar virðingar einstaklingsins. Þykist þeir ekki gera það, og hafi þó greindarvísitölu einhvers staðar yfir 75, skal öllum mönnum ljóst að um illt innræti er að ræða, drottnungargirni, yfirgang og valdasýki af því tagi sem ógnar vestrænu lýðræði og menningu sem byggir á umburðarlyndi og virðingu fyrir fjölbreyttum skoðunum. Skulu þeir hinir sömu dæmdir eftir því og álitnir hættulegir almannaheill og framtíð samfélagsins.

Kjósandi Vinstri Grænna. (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 22:03

7 identicon

Þeir sem finnst ekki menntun að hafa verið í Oxford í mörg ár þó menn hafi ekki lokið lokaprófinu, koma upp um innihaldsleysi sinnar eigin menntunar, ef hún er þá einhver. Að stunda nám í Oxford og ljúka ekki gráðu er mun merkilegri reynsla en að gerast páfagaukur í "léttum" háskóla eins og HÍ (þó einstaka deild HÍ státi af alþjóðlega boðlegu námi). Þeir sem hafa næga sjálfsmenntun og eru nægilega vel lesnir til að skilja þetta hafa vit á að þegja. Hinir sem hafa bara háskólamenntun, en koma úr menningarsnauðu umhverfi og hafa lítið lesið nema skólabækurnar, þeir koma upp um eigin menntunarskort með þessu nýði um manninn. Manneskja sem ekki sýnir þeim sem hafa aðrar skoðanir í stjórnmálum, trúmálum og öðru en hann sjálfur umburðarlyndi og virðingu, hann skilur ekki vestræna menningu yfirhöfuð og ætti bara að taka næstu flugvél til Íran, Norður Kóreu eða Saudi Arabíu, eða hvar annars staðar þar sem honum myndi líða betur, en þar læra hvaða greindarskertu menn sem er "réttar skoðanir" og fá gráðum úthlutuðum fyrir að hrósa ríkjandi valdhöfum. Stjórnmál sem eru samboðin vestrænni menningu, hvort sem er á vinstri eða hægri væng, snúast um að boða umburðarlyndi og víkka það út. Þeir sem beita leiðum óumburðarlyndis sýna með því að þeir berjast ekki fyrir kjarna vestrænnar menningar, heldur eru fasistar sem þarf að ryðja úr vegi.

KVG (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 22:05

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristinn.

Þannig séð þá fjalla ég um málefni, og ef ég boða eitthvað, þá er það ákveðnar lífsskoðanir sem ég kenni við mannúð og mennsku.

En flokkapólitík er ekki rekin hér, það finnur hver það innra með sér hvað hann ætlar að kjósa, og vegna hvers.  

Þeir sem til dæmis vilja geta lifað mannsæmandi lífi í landi feðra sinna eftir kosningar, sem frjálsir og sjálfstæðir menn, þeir eiga ekki annan valkost en Framsóknarflokkinn, ef þeir ætla að kjósa hefðbundinn fjórflokk.  En það eru framboð fyrir utan fjórflokkinn, með svipaða sýn á skuldamál heimilanna og því  hefur fólk val.

Hins vegar er það alveg rétt að Framsóknarflokkurinn í dag er sterkasta umbótaaflið, og því um margt rökrétt að kjósa hann.

En hefur Sigmundur styrkinn þegar á reynir að hindra stefnumálum sínum í framkvæmd, þegar hann fær allt lýðskrumið sem hagsmunir peninga geta magnað upp, svona í ljósi þess að flokkseigendur flokksins eru andvígir stefnu hans???

Getur fjórflokkur unnið gegn hendinni sem fæðir hann???

Ég spyr en ég á ekki svar við þessu.

En um heilindi Sigmunds Davíðs efa ég ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2013 kl. 09:17

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Reynir.

Ég held að þú sért með kjarna málsins, sá flokkur sem fær atkvæði út vonina, og hann svíkur hana svo í einhverri nauðsyn miðjumoðsins, eða vegna alveg "óvæntra" efnahagslegra aðstæðna, hann verður þurrkaður út í næstu kosningum.

Saga Steingríms Joð er nægileg sönnun þess.

En ég held hins vegar að það verði ekki næstu kosningar sem refsi fyrir þau svik.

Ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar á ekkert annað en eftir að versna, og ef verðtryggingin fær áfram að sjúga upp eigur fólks, þá verður uppreisn.

Í alvöru talað, þá held ég að algjört upplausnarástand verði hér innan ekki svo langs tíma ef misréttið og arðránið verður ofaná eftir kosningar.

Þjóðin hefur fengið nóg, og í raun er sigur Framsóknarflokksins eina von fjórflokksins um áframhaldandi tilveru.

Ef lýðskrumið og bullið sigrar þá mun þjóðin aflífa fjórflokkinn eftir ekki svo langan tíma.  Þó vonandi ekki bókstaflega, en þar sem forspá Hávamála virðist vera komin á skrið, þá er ekki hægt að útiloka þann möguleika.

Bræður berjast í dag, á morgun munu þeir að bönum verðast.

Við upplifum bræðravígin í dag, og morgundagurinn er ekki runnin upp.

En það er stutt í hann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2013 kl. 09:27

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessað ljóðskáld gott.

Þó einhver borði eins og úlfur, þá er hann ekki úlfur, það er aðeins verið að líkja saman borðvenjum hans við úlf.

Það er ekki við lúpínuna þá ágætu jurt, að sakast þó verðtryggingin skuli breiða sig út á mjög svipaðan hátt og hún gerir.

Lúpínan græðir upp, verðtryggingin eyðir.  

En útbreiðslan lýtur sömu lögmálum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2013 kl. 09:31

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður þú sem kynnir þig ekki alveg rétt.

Orð þín benda sterklega til kynn að þú ert fyrrverandi kjósandi VinstriGrænna.

En mikill vísdómur í orðum þínum og hann skal standa sem lokaorð þessara andsvara minna við athugasemdirnar hér að ofan.

"Stjórnmál sem eru samboðin vestrænni menningu, hvort sem er á vinstri eða hægri væng, snúast um að boða umburðarlyndi og víkka það út. Þeir sem beita leiðum óumburðarlyndis sýna með því að þeir berjast ekki fyrir kjarna vestrænnar menningar, heldur eru fasistar sem þarf að ryðja úr vegi."

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2013 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 961
  • Sl. sólarhring: 973
  • Sl. viku: 2022
  • Frá upphafi: 1322785

Annað

  • Innlit í dag: 828
  • Innlit sl. viku: 1707
  • Gestir í dag: 730
  • IP-tölur í dag: 722

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband