Þarf ekki að setja lög um lýðskrum??

 

Líkt og gert er um óeðlilega samkeppnishætti??

 

Ef búð auglýsir alltaf 20% lækkun á IPad, og útskýrir lækkunina á þann hátt að viðskiptavinurinn greiði vissulega fullt verð, en hann megi greiða alltaf að 20 % með notuðum IPad, eða öðrum verðmætum sem hafa sannarlega verðmæti fyrir 20% af verðinu, að þá brýtur viðkomandi búð lög um heilbrigða samkeppnishætti.

Orðið "lækkun" er notað til að plata fólk til viðskipta, gefið er í skyn að hlutur á fullu verði sé 20% ódýrari þó sá hluti sé greiddur með öðrum verðmætum.

Hugsanlega auðveldar búðin væntanlegum viðskiptavinum að eignast nýjan IPad, en það réttlætir ekki hið villandi orðalag.

 

Þegar varaformaður Sjálfstæðisflokkurinn, Hanna Birna Kristjánsdóttir, segir að tillögur flokksins varðandi verðtryggð húsnæðislán, lækki höfuðstól lána um allt að 20%, þá beitir hún sömu blekkingum.

Hún notar orðið "lækkun" til að telja fólki í trú um að það eigi að lækka lán þess, þegar raunveruleikinn er sá að fólk greiðir þau til baka að fullu.

Tillögur Sjálfstæðisflokksins gera aðeins eigendum verðtryggingarinnar auðveldara með að fá greidda hina sjálfvirku verðtryggingu, fólk má koma með "notaðar" eignir til að greiða alltaf 20 % af hinum verðtryggðu lánum.

Blekkingin er úthugsuð til að glepja kjósendur til að kjósa flokkinn á fölskum forsendum.

 

Tillögurnar geta verið ágætar sem slíkar, en þær auðvelda aðeins fólki að standa í skilum með hinar stökkbreyttu skuldir, en með skelfilegum hliðarverkunum.

Fé er tekið úr heilbrigðiskerfinu og ellisparnaður skuldara er látinn renna upp í hina óseðjandi verðtryggingarhít.

Það er ekkert að því að leggja fram þessar tillögur en það er logið til um eðli þeirra og tilgang.

 

Væri Sjálfstæðisflokkurinn í rekstri, þá væri þegar búið að stöðva þessar auglýsingar, þær varða við lög um eðlilega samkeppnishætti.

En fyrst flokkurinn er í stjórnmálum, þá má hann ljúga að vild, og hafa þannig bæði fylgi og fé af almenningi, en flokkar fá greiðslur úr almannasjóðum í beinu hlutfalli við fylgi sitt.

 

Úthugsuð blekking blasir ekki alltaf við. 

Þess vegna voru sett lög sem banna slíkt á markaði með vörum og þjónustu.

Slík lög þarf líka að setja á kjósendamarkaðinn.

 

Almenningur á kröfu til þess eftir að flokkarnir ákváðu að almenningur fjármagnaði starfsemi þeirra.

Þá verða þeir að undirgangast sömu lög og aðrir lögaðilar sem reyna að afla sér fjár á markaði.

Lög sem banna beina lygi og blekkingar.

 

Lög gegn lýðskrumi.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Sömu kosningaloforðin í áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

veit ekki hvort gott sé að banna lýðskrum - þá væri t.d. þessi vefur bannaður (eða stór hluti hans) að mínu mati.

http://is.wikipedia.org/wiki/L%C3%BD%C3%B0skrum

Rafn Guðmundsson, 21.4.2013 kl. 22:36

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Af hverju setur ekki gott fordæmi og byrjar þitt einkabann Rafn??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2013 kl. 23:26

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hvað - ertu eitthvað pirraður þarna??

Rafn Guðmundsson, 21.4.2013 kl. 23:31

4 identicon

Rafn er bara fúll því við viljum ekki selja landið til esb fyrir hann svo hann fái peninga og einnig yfir að þjóðin vildi ekki gefa bretum og hollendingum nokkur hundruð milljarða eins og hann vildi :(

Ekki hlusta á hann Ómar minn og haltu bara áfram góða starfinu.

Bara ef það væru fleiri Íslendingar eins og hann Ómar, þá væri gert rétta hluti í stjórnun þessa lands.

En hey, maður fær nú ekki allt sem maður vill, ekki satt rafn?

Geir (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 01:56

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Rafn, hafðu það gott í dag.

Blessaður Geir.

Ég fer ekki að gera Rafni þann óleik að hlusta á hann, hann er ekki fastagestur hérna á Moggablogginu vegna þess að hann þráir samneyti við skoðanasystkini sín.

Honum leiðist lognmollan, gæti verið ættaður að austan, og með næðinginn í blóðinu.

Svo er ekki útséð hvort Rafn fái ekki sitt ESB eftir kosningar,  Sjálfstæðisflokkurinn fann beinu leiðina þangað og einhvern veginn held ég að fylgið sé að fara frá skuldaleiðréttingu yfir í lýðskrumið, og mjög svipuð stjórn verði eftir næstu kosningar.

Óvitar sem gera landið endanlega gjaldþrota og þá er stutt í náðarfaðm ESB.

Eiginlega er allt sem bendir til þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2013 kl. 09:03

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, þetta er þörf ábending hjá þér Ómar. Góð viðskipti byggjast á heiðarleika, þar sem allir fara sáttir frá borði.

Traust byggist á vönduðum vinnubrögðum, en ekki á óheiðareika. Þeir ættu að taka þá staðreynd til sín sem stunda svona auglýsinga-blekkingar.

Þetta minnir á auglýsingar frá landsbankanum fyrir hrun/rán, alveg fram á síðasta dag fyrir "guð blessi Ísland"-daginn, sem hljóðaði svona:

Eyddu í sparnað!

Okkur öllum réttlátt þenkjandi er hollast að muna eftir þessum blekkinga-auglýsingum núna rétt fyrir kosningar, og hverjir stóðu fyrir þeim stóru og afdrifaríku lyga-auglýsingum.

Almættið algóða hjálpi íslendingum og heimsbyggðinni allri að vakna, og hætta að trúa blekkingar-auglýsingum, lygafjölmiðlum og glæpastofnunum. Það er ekki í mannlegu valdi einu saman, að hjálpa fólki sem velur að trúa blekkingum/lygum og hundsa staðreyndir/sannleika.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.4.2013 kl. 09:19

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Eiginlega ert þú með kjarna þess að ég tel það mjög litlum tilgangi þjóna að andæfa á svona vettvangi eins og þetta blogg er.  

Feigðarósinn er ofjarl manns.

Maður gerir meira gagn með því að reyna ná sambandi við almættið og biðja þjóðinni griða.

Hún er ekki að hjálpa sér sjálf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2013 kl. 09:39

8 Smámynd: Eggert Guðmundsson

 Ég held að þú gerir ekki mikið gagn í því að biðja þjóðinni griða, því Guð hjálpar einungis þeim sem hjálpa sér sjálfir. Nær væri að biðja Sjálfstæðisflokkinn um hjálp, því þeir koma sjálfviljugir fram og bjóða hana ásamt nokkrum öðrum flokkum.

Að öllum líkingum munu verðtryggð lán til einstaklinga verða dæmd ólögleg og þau leiðrétt til nóv. 2007 eða jafnvel til 2001. Með því að greiða strax niður höfuðstól lána með skattaafslætti Ríkissjóðs, þá er tillaga XD mjög mikilvæg í að hjálpa fólki með niðurgreiðslu sinna lána.  Þessar greiðslur munu koma skuldurum mjög til góða þegar lán verða leiðrétt, því þær verða meðhöndlaðar sem inngreiðslur og skuldareigandi mun ekki njóta þeirra nema takmarkaðan tíma.

Aðrar skattalækkunartillögur XD eru nauðsynlegar ásamt áætlun þeirra um að hækka skattleysismörk og persónuafslátt.

Eggert Guðmundsson, 22.4.2013 kl. 14:27

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Tillögur Sjálfstæðisflokksins er argasta lýðskrum sem nútíma vestræn stjórnmálasaga kann dæmi um.

Vandi þjóðfélagsins felst í ofurskuldsetningu, ekki ofurskattlagningu.

Þegar skattar eru lækkaðir í ofurskuldsettu þjóðfélagi, þá leitar svigrúmið í afborgun á lánum, til að koma í veg fyrir gjaldþrot.  Aðeins óverulegur hluti leitar út í hagkerfið.

Ef á sama tíma er stefnt á jafnvægi í ríkisfjármálum, þá er slíkt bein ávísun á niðurskurð  á móti.  Þegar halli er fyrir, þá er sá niðurskurður ennþá umfangsmeiri.

Slíkur niðurskurður er ávísun á samdrátt, peningaþurrð og í kjölfarið, fjöldagjaldþrot.

Það þarf ekki að rífast um þetta Eggert, þetta hefur allsstaðar gerst þar sem þessari stefnu hefur verið framfylgt.  Jafnvel Samfylkingin er hætt að bera á móti því hvað er að gerast í Evrópu.

Þá komið þið ESB andstæðingarnir, og upphefjið dauðastefnu bandalagsins.

Verðtryggð króna er fyrir hagkerfið ósköp svipuð og erlendur gjaldmiðill, hún aðlagar sig ekki að samdrætti í hagkerfinu.  Sjálfstæðisflokkurinn ætlar vernda þessa verðtryggðu krónu, í stefnuskrá hans er hvergi minnst á að verðtryggð lán verði dæmd ógild, allt tal um slíkt í sambandi við stefnu flokksins, er því í besta falli óskhyggja. En í raun sjálfsblekking þess sem getur ekki varið hið óverjanlega með rökum.

Lýðskrumið er síðan toppað, og um það eru engin þekkt dæmi, að á sama tíma verði grunnþjónusta ríkisins varin.

Jafnvægi í ríkisfjármálum, skattalækkanir, skattaafsláttur vegna lána, = grunnþjónusta tryggð.

Í verstu lágkúru Steingríms og Jóhönnu voru slík ögurmæli aldrei sögð.

Það er engin heil brú í þessu Eggert, því miður.

Og fyrst að skynsemdarfólk er slegið slíkri blindu, þá er full ástæða að biðja almættið um grið.

Fólk er ekki bara að eyða sinni tilveru, heldur líka barna sinna.

Og þá er full ástæða fyrir almættið að grípa inní.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2013 kl. 15:15

10 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar. Háir skattar leiða til samdráttar einkaneyslu, minnkar getu fyrirtækja til fjárfestinga í mannskap og tækjum, skapar atvinnumissi og eykur svarta atvinnustarfssemi. Þetta eru dæmi sem blasa við okkur íslendingum.

Núverandi Ríkisstjórn beitti skattaafslætti til þess að örva atvinnustarfssemi hérna eftir hrunið, endurgreiddi VSK af framkvæmdum fólks sem leiddi af sér meiri tekjur í Ríkiskassann en veitt endurgreiðsla. Dæmin eru viðblasandi og það þarf peninga til að skapa meiri peninga. Við skattalækkun þá veitir Ríkið peningum út til þess að skapa meiri peninga. Þetta er fórnarkostnaður nánast gjaldþrota landi til að koma hjólunum aftur af stað. 

Þú segir að aðeins örlítill hluti skattalækkana leiti út í hagkerfið en stærstur hluti fari í  að forðast gjaldþrot.

Er það ekki gott fyrir fólk að geta forðast gjaldþrot og þurfa ekki að byrja upp á nýtt? Er það ekki gott að fá örlítinn hluta skattalækkunar inn í hagkerfið heldur en ekki neitt? Hvað heldur þú að gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja kosti samfélagið.

Varðandi verðtryggingu lána, þá þarf  það ekki að vera inni í neinni stefnuskrá neins flokks svo að það verði leiðrétt. Ég vona að Dómsstólar okkar fari ekki eftir stefnuskrá neins flokks. Með Krónuna og stjórn hennar er umræða sem er okkur nauðsynleg og margir flokkar hafa á stefnuskrá sinni þ.e. stjórn efnahagsmála, sem betur fer.

Varðandi efnahagstillagur flokka, eða skattalækkanatillögur þeirra,og  vera með samanburð við athafnir landa í ESB, þá er það ekki samanburðahæft og það veistu vel sjálfur. Endurreisn landa ESB hefur enga von nema losna við Evruna sem sameiginlegan gjaldmiðil og taka upp sinn eigin.

Á sama tíma og mönnum og fyrirtækjum er forðað frá gjaldþroti og mismunur sem skapast í heimilisbókhaldi er veitt út í hagkerfið er þá smá von um betri tíma. Á sama tíma vinna ný stjórnvöld í samningagerð við kröfuhafa bankanna um lausn á"snjóhengjunni" breytingu á Landsbankaláninu, lagabreytingum til að styrkja stöðu sína gagnvart þeim, endursemja um gjaldeyrisvaraforðann og skapa sátt um fiskveiðikerfið. 

Það er einungis tími og andrími sem þarf til, og fyrirtæki og venjulegt fólk þarfnast þess.  Því þarf að fara í skattalækkanir og létta álögur á fólk og fyrirtæki. 

Þetta eru aðgerðir til þess að skapa framtíð fyrir börnin okkar. Börnin sem við viljum verja.

Eggert Guðmundsson, 22.4.2013 kl. 21:11

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Eggert.

Þegar hagkerfi lenda í áföllum vegna ytri áfalla, þá er skattahækkanir það þriðja heimskulegasta aðgerðin sem hægt er að grípa til.

En á undan eru vaxtahækkanir, og skarpur niðurskurður ríkisútgjalda.

Skattahækkanir sem draga þrótt úr hagkerfi, er skynsamlegt að draga til baka.  Hækkun á tryggingargjaldi var slík skattahækkun, hækkun neysluskatta önnur.

En þú rangtúlkar það sem ég benti þér á þegar ég sagði að aðeins hluti skattalækkananna leitaði út í hagkerfið, en rest færi í að forðast gjaldþrot.

Það sem slíkt er í besta lagi, ef ekki á sama tíma kemur til skarpur niðurskurður ríkisútgjalda.  

Tillögur Sjálfstæðisflokksins hljóða uppá slíkan niðurskurð, því þeir ætla að ná jafnvægi í ríkisútgjöldum, áður en hagkerfið leitar í jafnvægi.

Slíkt er bein ávísun á samdrátt, þegar hagkerfi má ekki við neinu, þá er slíkt bein ávísun á kerfishrun.  Líkt og er að gerast í Evrópu í dag.

Ef þú hins vegar bíður eftir ávinningi skattalækkana, (Keynismi), þá horfa málin allt öðru vísi við.  Þá kemur jafnvægi í ríkisfjármálum með auknum tekjum.

Þetta er svo einfalt er skýrir af hverju USA lifir ennþá, en Evrópa er að deyja.

Og tillögur ESB á Íslandi hafa sömu áhrif hér, og þar. 

Dauða hagkerfisins.

Síðan má bæta við að flokkur sem ætlar ekki að takast á við yfirskuldsetninguna, er flokkur fífla og fávita, hvort sem hann heitir Samfylkingin, VinstriGrænir eða Sjálfstæðisflokkur.

Þú gerir þér grein fyrir því, en forsenda þín er óskhyggja.  

Eitthvað sem gæti gerst, en þarf ekki að gerast.

En þetta þarf að gerast, annars dagar hagkerfið uppi.

Og að lokum, þá áttar þú þig ekki á grunn lýðskruminu, sem er: Jafnvægi í ríkisfjármálum, skattalækkanir, skattaafsláttur vegna lána, = grunnþjónusta tryggð.

Þetta er þversögn sem getur aldrei gengið upp í raunveruleikanum.

Og ég ítreka, að það vitlausasta sem hefur komið frá Steingrími og Jóhönnu, er ekki svona vitlaust.

Menn eiga ekki að missa vitið Eggert, um leið og flokkur þeirra leggur til vitleysuna.

Hvað þá ef menn eiga börn sem þeir ætla að verja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2013 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1318295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband