Fullnaðarsigur í ICEsave málinu.

 

Segir formaður Framsóknarflokksins sem hefur tekið þátt í því ferli frá upphafi.

Nema leikritið sagði að hann ætti að þykjast vera á móti.

 

Leikritið afhjúpaði hann í þessum orðum.

 

"Ábyrgðina verða þau stjórnvöld að bera sem veittu rangar upplýsingar, beittu hræðsluáróðri til að verja pólitísk mistök og tóku eigin stöðu fram yfir hagsmuni heildarinnar.  Við höfum ekki velt ríkisstjórninni mikið upp úr málinu eftir að niðurstaða lá fyrir.  Ég hef þó nefnt hvort ekki væri rétt að ríkisstjórnin bæðist afsökunar á framgöngu sinni, þó ekki væri nema í ljósi þeirrar kröfu sem hún hefur gert til annarra um að axla ábyrgð".

 

Ef formanni Framsóknarflokksins, flokks Halldórs Ásgrímssonar, í eigu Finns Ingólfssonar, Ólafs Ólafssonar og Kaupfélags Skagfirðinga, væri einhver alvara með andstöðu sinni í ICEsave, eða baráttu sinni fyrir skuldum heimilanna.

Þá mælti hann ekki þessi orð.

Þessi orð eru mæld af munni manns sem alla tímann lék sitt hlutverk.

Hlutverk sem sá til þess að óánægjan leitaði í réttan farveg, farveg þeirra sem keyptu Ísland.

 

Þegar Þýskaland var látið eitt bera ábyrgð á tilurð fyrra stríðs, og látið greiða gífurlegar skaðabætur, þá var það ekki vegna þess að þýskir stjórnmálmenn vildu gera landa sína að skuldaþrælum.  Þeir voru sigraðir, byssukjafturinn sá til þess að þeir skrifuðu nauðugir undir afarkostina.

Versalasamningurinn náði samt ekki að slaga uppí ICEsave samninginn þann fyrsta, þó sé miðað við forsendur samningsins, sem gerðu ráð fyrir að skuldaklafar myndu auka hagvöxt, ekki draga úr honum eins og reyndin er með þjóðir Suður Evrópu.  Og reyndar öll þekkt dæmi fram að þessu í skráðri sögu mannsins, fyrir utan Karþagó eftir sína Versalasamninga.

ICEsave samningurinn var fjárkúgun frá fyrsta degi, fjárkúgun með samþykki íslensku stjórnmálastéttarinnar.  Við værum ICEsave þrælar í dag, ef ekki hefði gleymst að taka með í reikninginn hégóma í æðsta veldi sem bjó á Bessastöðum, og átti í vök að verjast.  Hann bjargaði æru sinni og útskúfun, með því að vísa fjárkúguninni, sem var langtum stærri en Versalasamningarnir, til þjóðarinnar, sem sagði Nei.

 

Í stað þess að ganga út af þingi, og koma ekki aftur inn, þá hélt formaður Framsóknarflokksins, flokks Halldórs Ásgrímssonar, í eigu Finns Ingólfssonar, Ólafs Ólafssonar og Kaupfélags Skagfirðinga, áfram að láta eins og ICEsave væri ekki grímulaus fjárkúgun sem lög næðu yfir.

Það ætti að semja.

Svo leið tíminn, næsta fjárkúgun krafðist þess að annar þykjustu leikari á móti, Bjarni Ben, gaf upp rétt spil á hendi, en formaður Framsóknarflokksins, .... og svo framvegis, fékk ennþá að vera á móti.  Hann uppskar hvort sem er ekki fylgi og var ennþá nauðsynlegur til að ná í hugsanleg atkvæði þeirra sem vildu ekki láta verðtrygginguna ræna sig inn fyrir bein og skinn.

Svo gerðist það sem handritahöfundar leikritsins sáu ekki fyrir, EFTA dómurinn dæmdi eftir lögum en ekki handriti fjármagns og valds.

 

Og ríkisstjórnin stóð uppi sem fjárkúgari.

Og formaðurinn, sem alltaf hafði mátt vera á móti, og hafði aldrei aflað fylgis þó þjóðin væri rænd og rupluð, hann bað ríkisstjórnina að biðjast afsökunar, ef hún mætti vera að.

Hvílíkur skrípaleikur, hvílík smán gagnvart lýðveldinu, stjórnarskránni, gagnvart þjóðinni sem átti að ICESave þrælast.

Þó samanlagðir þjófnaðir Íslandssögunnar væru lagðir saman, þá næði andvirði þeirra ekki uppí fyrstu vaxtaafborgun ICEsave fjárkúgunarinnar, samt liggja að baki þeim þjófnaði refsingar sem kváðu á um hengingar, þrælkun, þúsundir ára í fangelsi. 

Jafnvel einn snærisspotti gat kosta húð og frelsi. 

Nokkrir endurteknir súpuþjófar sjúks manns kostuðu hann á þriðja ár í fangelsi, ekki á nítjándu öld, ekki á tuttugustu öld, heldur fyrir ári síðan, eða varla svo.

 

En fólkið sem setti lögin um refsingarnar, sem sendi sjúkan mann á Hraunið í stað þess að veita honum hjálp, það er hafið yfir lögin.

Það á aðeins að biðjast afsökunar ef það má vera að.  '

Siðblindan og sleikjusmeðjan gagnvart fjármálamafíunni getur ekki náð hærra stigi.  

Sjúkur maður á Hraunið, þjóðin í skuldahlekki, fjárkúgarar sem unnu með erlendu valdi við að söðla undir sig tekjur ríkisins, settu þjóð sína í pant, þeir mega biðjast afsökunar ef þeir muna eftir því.

 

Skáldið spurði, "Höfum við gengið götuna til góðs??", svarið er Já, alveg þar til vogunarsjóðirnir keyptu upp lýðræðið, því þeir vildu sinn arð með rentum.

Þá gerðist eitthvað.  

Eitthvað sem gerist ekki hjá siðuðu fólki.  

Stjórnmálastéttin hóf sig upp fyrir lögin.

 

Og virðist ætla að komast upp með það. 

Þjóðinni er sama, útsölur eru á fullu.

En sá sem kærir, honum er ekki sama.

 

Og lögin gilda, ennþá.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Skjaldborgin sneri öfugt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 912
  • Sl. viku: 4099
  • Frá upphafi: 1325550

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 3612
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband