Hvaða hlutverk lék Vigdís??

 

Í skrípaleiknum sem EFTA dómurinn batt enda á??

Hún kennir þetta við vinstri flokka.

Gott og vel, þeir unnu út frá samkomulaginu við AGS.  Þar sem lofað var að bæta innstæður ICEsave af fullu, ekki með forgang innstæðna, heldur með skuldabréfi frá ríkinu.

Það samkomulag undirritaði þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður flokksins.

 

Vigdís  Hauksdóttir kallar þá Geir Harde og Davíð Oddsson vinstrimenn. 

Sem aftur vekur spurningar um heilindi Vigdísar.  Að ICEsave sé hluti af pólitískum skrípaleik sem átti að enda á annan veg.  Að þetta hafi allt verið leikrit sem óvart endaði illa.

Að lög giltu í Evrópu, ekki pólitískur vilji.

Að það sé enn einu sinni verið að spila með þjóðina.

 

Af hverju þetta mont??

ICEsave er ekki búið, fjárkúgararnir eru ennþá að.

Og núna er þagað.

 

Eins og lög gildi ekki í landinu.

Bara í Evrópu.

 

Af hverju hefur ekki komið fram kæra á hendur Jóhönnu og Steingrími??

Þau eru sek.

 

En sitja á friðarstól.

Og sá friðarstóll er ekki vinstri flokkunum að kenna.

 

Það eitt er víst.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Vill út úr veröld vinstri flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Heilindi Vigdísar eru engin... jafnvel lægri en greindarvísitalan hennar

Sleggjan og Hvellurinn, 8.2.2013 kl. 21:00

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég les flesta þína pistla Ómar og oftast er ég sammála þér. Hef dáðst að staðfestu þinni og baráttu gegn icesave. En stundum ferðu örlítið yfir strikið, eins og skynsemin víkji örlítið fyrir ákafanum.

Aldrei mun ég mæra Davíð Oddson og varla heldur Geir Haarde. En það verður þó að segjast eins og er að staða þeirra fyrstu dagana eftir hrun var vægast sagt óöfundsverð. Þeir voru með þjóðina á sínum herðum og hver ákvörðun sem tekin var gat skilið mill feigs og ófeigs hennar. Þar að auki voru þeir fastir upp að vegg, með stórþjóðir og alþjóðleg peningaöfl fyrir framan sig, haldandi sveðju við háls sér. Það má vissulega segja það hefði sýnt mikinn kjark af þeim að neita öllu og leifa þeim að höggva hausinn af sér, en þá hefði þjóðin einnig verið hoggin. Það þarf stundum að brjót örlítinn odd af oflætinu, til að lifa af. Þá má ekki heldur gleyma þeirri staðreynd að fleiri komu að ákvörðunum þeirra, það var jú ríkisstjórn tveggja flokka í landinu.

Vissulega má deila á þá ákvörðun að skrifa undir samstarf við AGS, með öllu sem því tilheyrði, en annað var einfaldlega ekki í boði á þeirri stundu. Tækifærin komu síðar. Þetta er oft svona þegar menn, nú eða þjóðir, lenda í klípur. Þá er spurningin um að komast út úr henni til að hægt sé að halda áfram.  

Eins og ég sagði, kom tækifærið síðar. Þegar bráðabyrgðastjórnin var mynduð var tækifæri til að taka upp þær ákvarðanir sem teknar höfðu verið undir miklum þrýsting erlendra afla, á ögur stundu. Það var ekki gert. Þegar Alþingi efaðist um réttmæti Svavarssamninginn, var tækifæri til taka upp fyrri ákvarðanir. Þegar Bretar og Hollendingar höfnuðu viðbótunum sem Alþingi setti við þann samning, átti að sjálfsögðu að taka upp þessar fyrri ákvarðanir. Loks þegar svo þjóðin hafnaði icesave II kom síðasta tækifærið til að snúa málinu við. Þá lá endanlega ljóst fyrir að þjóðin ætlaði sér eki að taka á sig þennan klafa, hvað sem öllum hótunum liði. Þjóðin vildi ekki greiða skuld nema fyrir lægi lagaleg skylda til þess. Allar gerðir stjórnmálamanna og menntaelítunnar í icesavemálinu eftir það jafnast á við landráð. Allir þeir þingmenn sem samþykktu icesave III eru því marki brendir, sama hvar í flokki þeir standa og allir þeir menntamenn sem mærðu þann samning hafa kastað frá sér sínum fræðum og eiga skilyrðislaust að yfirgefa menntastofnanir landsins. Það er ekki boðlegt þjóðinni að þeir fái að vinna við að uppfræða unga fólkið, sem grunlaust leitar sér menntunar. Um þátt fjölmiðla þarf ekki að fjölyrða, þeir hafa flestir misst trúnað landsmanna.

Það verður að segjast eins og er að þær ákvarðanir sem teknar voru fyrstu dagana eftir hrun, voru teknar til að halda lífi í þjóðinni. Eftirá má gagnrýna þær og jafnvel einhverjir sem töldu sig geta gert það á þeim tíma. Enginn gat þó bent á hvað annað skildi gera svo þjóðinni yrði bjargað. Það er aftur það sem síðan kom sem er gagnrýnivert og má segja að allar þær ákvarðanir hafi snúið að því sama, umsókn að ESB. Þar var fyrst spurt hvort ákvörðun gæti hugsanlega haft áhrif á hana og tekin út frá því. Aldrei var spurt hvað þjóðinni væri fyrir bestu, né um vilja hennar. Þær ákvarðanir voru ekki teknar undir þeim sama þrýsting og hér var fyrstu dagana eftir hrun, einuingis ímynduðum þrýsting á aðildarumsóknina.

Svo vil ég þakka góða pistla frá þér. Þeir eru hressandi og oft sem þér tekst að stinga á kýli hins stjórnmálalega óþverra sem landið hefur allt of lengi búið við.

Gunnar Heiðarsson, 9.2.2013 kl. 09:17

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar og takk fyrir að að lesa skynsemi mína og nenna að ræða óskynsemi mína.

Í sjálfu sér átta ég mig ekki á hvað þú ert að fara nákvæmlega þegar þú setur fram mál þitt hér að ofan, ágætis samantekt á því sem gerðist en ég marka ekki núningsflötinn sem slíkan.  Þó er ákveðinn áherslumunur og best ég taki efnislega á sömu tímaröðinni og þú.

1. Ég er ekki sammála þér að Hrunstjórninni hafi verið nauðbeygður kostur að semja við AGS.  Hún hefði betur haldið áfram að hlusta á Davíð Oddsson en það var hann sem leiddi neyðarlögin, ekki stjórnmálamennirnir, Geir Harde hafði kjark til að fylgja Davíð, en hafði ekki forystu um að móta viðbrögðin.  Og hann gaf sig undan þrýsting, og hin nýi valkostur var leið ESB sem átti að enda með inngöngu í sambandið, ásamt því að borga ICEsave.  

En ég skil alveg vandann sem þeir voru í, en sjálfstæð þjóð verst, og kúgunin sem hún mætti var andstæð alþjóðalögum, og það var aldrei látið reyna á það, hvorki innan Nató eða Sameinuðu þjóðanna.  Við sjáum eftir EFTA dóminn að það gilda lög í alþjóðasamfélaginu, og Brussel kemst ekki fram hjá þeim lögum.

Þess vegna tók ég þátt í að hrekja hrunstjórnina frá völdum, því uppgjöf hennar var bein leið í skuldaþrældóm.  Og hefði orðið ef Davíð Oddsson hefði ekki mætt á landsfundinn og fylkt liði gegn ESB sinnum.  Það var þá sem ríkisstjórnin sprakk, ekki vegna potta og panna, ESB valdið ákvað að skipta Sjálfstæðisflokknum út og fá VG inn eftir að forysta VG samþykkti að selja hugsjónir sínar fyrir völd.

Láttu ekki yfirborðið villa þér sýn Gunnar, þýski kommúnistaflokkurinn kveikti ekki í þinghúsinu, samherjar Leníns unnu ekki með Þjóðverjum og Zíonistum, og Hörður Torfa felldi ekki ríkisstjórnina.  Sagan afhjúpar alltaf leiktjöld þeirra sem stýra atburðarrás hverju sinni, en við sem upplifum atburðina, höfum ekki efni á að bíða eftir afhjúpun sögunnar, við þurfum sjálf að hafa dómgreind til að láta ekki afvegleiða okkur.

Hinsvegar eru það fullgild rök að benda á að ríkisstjórnin mætti þvingun og við henni þurfti að bregðast.  Geir gerði það sem hann gat, en það sem hann gat var takmarkað því varaformaður flokksins og ESB armur hans studdi aðför breta og Evrópusambandsins.  Sem og hinn stjórnarflokkurinn.  

Í raun var ótrúlegt að það skyldi hafa tekist að hindra landsölu á þessum tímapunkti.

Og það sem gert var, þó ég sé ósammála því, varðar ekki við lög um landráð, augljóst hverjum manni sem les þau lög.  Ég hef aldrei notað það orð yfir gjörðir ríkisstjórnar Geirs Harde.

2. Ég hef fært rök fyrir að Svavarssamningurinn sé landráð, bæði samningurinn sem slíkur, sem og vinnubrögðin þar að baki.  Hef bent á þessa staðreynd í pistlum hér, fært fyrir því rök, en dýpri umfjöllun á hliðarsjálfi sem ég kalla Hreyfingu lífsins.

Það liggur í eðli röksemda að þeim er svarað með rökum, ekki orðalaginu, "mér finnst" "eða ég held", hvort sem menn bæta við orðinu "ekki".  

Ég hef tekið eftir því að góðvinir þessa bloggs hafa ekki átt svar við þessum rökum, ef svo er hefðu þeir komið, þeir koma alltaf ef þeir telja sig hafa högg sem hittir.

Segir margt.

En kjarni þessa máls er sá að lög um landráð eru ekki sett af ástæðulausu, og það er ástæða fyrir að sjálfstæð þjóð framfylgir þeim.  Þegar þjóðir af einhverjum ástæðum framfylgja ekki þeim lögum, þá er það upphaf þess að þær missa sjálfstæðis sitt.  Það er það sem gerðist í Austurríki og það er það sem gerðist í Tékkóslóvakíu á sínum tíma.  

Á þetta hef ég bent, því þetta eru staðreyndir sögunnar.

Hvort þjóðinni beri gæfu til að nýta sér þessi lög sín er svo falið í leynd tímans, en ef hún geri það ekki, þá endar hún alveg eins og aðrar þjóðir sem hafa ekki treyst sér til þess.  

Og sú staðreynd er ekki leynd í tímanum.  

Þess vegna Gunnar afhjúpa menn sig þegar þeir taka afstöðu til þessa máls, menn afhjúpa hvað býr að baki orðum þeirra. 

Þess vegna lifum við í dag Stund sannleikans.

3. Ég persónulega tel að ICEsave 3 sé ekki brot á ákvæðum hegningarlaga um landráð.  En um það mun Landsdómur fjalla.  

Alþingi samþykkti fjárkúgun erlends valds á forsendum sem EFTA dómurinn er búinn að staðfesta hafi verið rangar.

Alþingi ber því að kalla saman Landsdóm og láta rannsaka það mál.  Þá mun hlutlaus dómur sakfella þá sem eru sekir, sýkna þá sem eru saklausir.

Flóknara er það ekki.

En ef Alþingi bregst skyldu sinni, hundsar lög landsins, þá er það samsekt hinu seku.  

Ef forseti Íslands bregst skyldu sinni og setur ekki hið samseka Alþingi af, þá er hann líka samsekur.

Þetta eru ekki orð, þetta er staðreynd.  Æðsta vald þjóðarinnar, hvort sem það er ríkisstjórn, Alþingi eða forsetaembættið, er ekki hafið yfir lög.  Upphefji það sig yfir lögin og stjórnarskrá landsins, þá er það sekt um hið alvarlegasta.

Að virða ekki leikreglur réttarríkisins og leikreglur lýðræðisins.

Til hvers halda menn að lög og reglur séu, til að fara eftir hentugleika, eftir því hvort það kemur sér vel eða illa, og þá sérstaklega illa fyrir andstæðinginn eins og ákæra Alþingis á hendur Geir Harde var???

Nei Gunnar, það er stund sannleikans, og gjörðir manna núna ákveða þann sannleika.  

Sannleikurinn skerðist ekkert við það að fáir þori að fylgja honum.

Hans bjarg byggist á staðreyndum þess sem er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2013 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 36
  • Sl. sólarhring: 198
  • Sl. viku: 2925
  • Frá upphafi: 1339099

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 2595
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband