Fátækt í landi alsnægtanna.

 

Við Íslendingar lifum í landi þar sem nóg er af mat, við eigum nóg af húsnæði, hita í jörðu og orku í fallvötnum til að hita og lýsa heimili okkar, við eigum raunverulega allt sem máli skiptir.

Og við eigum nóg af öllu.

Fátækt á Íslandi í dag er því stjórnvaldsákvörðun, hún er ekki tilkomin vegna ytri eða innri aðstæðna.

 

Skýring hennar er ákaflega einföld, meirihluti þjóðarinnar líkar fátækt, hann vill mikla misskiptingu.  

Hann kýs flokka sem stuðla að henni,  og hann vill að ríkisstjórnin hafi í forgang velferð auðmanna og fjármagns, ekki velferð heimila eða fjölskyldna þessa lands.

Um þetta þarf ekki að deila, skoðanakannanir sína yfirburðastuðning við flokka fjármagnsvelferðarinnar.

 

Þetta vita alþingismenn og þeir tala ekki um fátækt, þeir tala ekki um þá smán sem hvílir á landi alsnægta sem líður örbirgð og skuldaþrælkun.

Þeir tala um eitthvað allt annað, mjöög löngu máli.

Með undantekningum þó.  Það er til fólk með æru og sóma á þingi sem spyr hvað er að gerast, erum við orðin svona firrt og tilfinningalaus gagnvart kjörum náungans??

"Ört stækkandi hópur fólks býr við fátækt eftir hrun. Í hópi öryrkja, meðal eldri borgara og þeirra sem hafa verið lengi atvinnulausir eru margir svo illa staddir að þeir eiga hvorki í sig né á. Þessum hópum var lofað árið 2009 að skerðingin á bótum og lífeyri yrði bætt um leið og færi að birta. Nú fullyrða stjórnarliðar að það sjái til sólar en engar tillögur hafa komið fram um að bæta kjör þessara hópa ... Frú forseti. Það á að vera forgangsmál að útrýma fátækt. Það er óásættanlegt að í jafnríku landi og Íslandi búi stöðugt fleiri við fátækt."

En hjáróma er rödd  Lilju á Alþingi í dag.

Og samkvæmt skoðanakönnunum mun rödd hennar þagna.

 

Eða alveg þar til við verðum öll jafn fátæk í alsnægtaþjóðfélagi fjármagnsins.

Sem styttra í en okkur grunar.

Kveðja að austan.


mbl.is Lágtekjufólk á ekki fyrir útgjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Það er fátækt í öllum ríkjum veraldar - ég er nokkuð viss um að ef sambærileg könnun væri gerði í Noregi þá yrðu niðurstöðurnar á svipaðan veg.  Hrunið varð af völdum óheftrar frjálshyggju og kapítalisma í 18 ár á undan þar sem glæpalýður sjálfstæðisflokksins lék lausum hala og bjó til hinar fullkomnu aðstæður fyrir kerfishrun.  Það að staðan sé þó þetta góð aðeins 4 árum síðar er kraftaverk sem er EKKI stjórnarandstöðuflokkunum að kenna.    Árin 2005-7 ríkti hér falskt góðæri en þrátt fyrir það voru öryrkjar á horreiminni sem og gamlingjar.  Ekkert nýtt þar á ferð núna Ómar.

Óskar, 6.12.2012 kl. 12:33

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Og Óskar?????

"Skýring hennar er ákaflega einföld, meirihluti þjóðarinnar líkar fátækt, hann vill mikla misskiptingu.  

Hann kýs flokka sem stuðla að henni,  og hann vill að ríkisstjórnin hafi í forgang velferð auðmanna og fjármagns, ekki velferð heimila eða fjölskyldna þessa lands.

Um þetta þarf ekki að deila, skoðanakannanir sína yfirburðastuðning við flokka fjármagnsvelferðarinnar."

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2012 kl. 13:03

3 identicon

Íslendingar hafa mjög lágt IQ ef litið er til síðustu skoðanakannanna. Þ.e.a.s. ef eitthvað er að marka þær.

Við lesum um Wernersbræður, Lárus Velding, Bjarna Ben vafning. Allir þeir og margir fleiri eru "minnislausir".

(alsheimer? kókain?)

Íslendingar blessa þetta (samkvæmt sk.könnunum) eins og enginn sé morgundagurinn.(Mjög gott orðatiltæki.)

Spurningin stóra er: Ætlar íslenska þjóðin "ekki" að vakna???

jóhanna (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 13:13

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég hef látið mér detta í hug kókaínið jóhanna, bloggaði meir að segja um það. 

En það er búið að segja allt sem segja þarf, Lárus fékk fyrirmæli frá eigendum bankans að bjarga Milestone og hann gerði það.

Fyrir það á að hengja hann en sá sem gaf honum fyrirmælin fær að koma til landsins með evrur á yfirverði.

Það er meinið, það hefur ekkert breyst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2012 kl. 13:25

5 identicon

Ómar, finnst þér þetta ekki dálítið dularfullt að enginn fettir fingur út í það hvað er að gerast í þessu bananalýðveldi ef lýðveldi skal kallast. Ég verð að viðurkenna að úr mínum haus eru allar lýs dottnar bæði dauðar og lifandi. Þær þrífast ekki hjá mér, sennilega vegna heilasellurnar hita þeim undir uggum. Kveðja.

jóhanna (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 13:47

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég veit það ekki jóhanna, í mínum huga var bara skipt um leikbrúður en ekki leikstjórnendur.

Og þetta mun ekki breytast fyrr en fólkið sem ég kalla fallega fólkið, og lesa má um í þessum pistli mínum,

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1255689/

Til þess þarf það aðeins að svara Kalli, 

 
sem það gerir ekki í dag, hvað sem veldur.
 
Og á meðan er það bara að þrauka, og missa ekki vonina.
 
Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2012 kl. 14:16

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar ! og takk fyrir síðast.

  "Landi Allsnægtanna" já segðu....vegna þess að ég er áskrifandi hjá Samstaða flokkur lýðræðis og velferðar þá kom þessi pistill upp hjá mér, hef annars verið lítið að blanda mér í íslensk mál síðustu mánuði.

En fátækt og óréttlæti er ekki neitt séríslenskt fyribrigði eins og einhver benti á hér, en það gerir mann ekki bjartsýnann á það, að nokkurntímann takist að vinna bug á óréttlætinu og fátæktinni sem því fylgir, þegar 350.000 manna "dverg" samfélag, sem situr á auðæfum og hlunnindum (sem þú réttilege bendir á Ómar) sem gætu brauðfætt margfalt stærra samfélag, ekki getur né hefur vilja til að gefa réttlætinu sjens.

Það þarf engar kannanir hvorki í Noregi né annarsstaðar til að sjá og uppgötva fátækt og óréttlæti, enda falla slíkar kannanir í gleymsku daginn eftir að þær eru birtar, hjá flestum vel að merkja.

En á meðann við höfum fólk eins og þig, Ómar Geirsson, neita ég að gefa upp alla von, en er ekki bjartsýnn semsagt .

http://www.agderposten.no/nyheter/de-sover-i-bilen-i-minus-12-grader-1.7675177

MBKV frá frostköldum, en allsnægtafullum Noregi

KH

Kristján Hilmarsson, 6.12.2012 kl. 16:18

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján, gaman að heyra í þér.

Núna er stríðið byrjað og þessi síða verður lifandi þar til yfir lýkur, vonandi með sigri en ekki að mig þrjóti örendið.

Segi eins og Tryggvi Þór, það er vá fyrir dyrum.

En það er von Kristján, vonin liggur í lífinu eins og við höfum rætt áður.  

Lausnin á vanda mannkyns liggur í þeirri speki að við viðurkennum rétt allra til lífs, ekki bara okkar og okkar fólks.

Og þetta er miklu minni bylting en að geta talið fólki í trú fyrir um 2.000 árum að  það eigi að gæta bróðir síns eða menn skuli gæta að framkomu sinni ef menn ætla að fara gegnum nálaraugað.

Þá var þetta algjörlega út úr kú, í dag höfum við haft nokkrar aldir til að undirbúa okkur fyrir lokahnykkinn.

Ég spái því að sjálfsbjargarhvötin eigi eftir að lyfta þessu Grettistaki og það muni gerast þegar fólk uppgötvar að það eigi ekkert val.

En á meðan höfum við Samstöðu Kristján, um að gera að vanþakka ekki hana.  Henni gæti alveg dottið í hug að vaxa og þroskast, úr Samstöðu gegn skuldum í Samstöðu um lífið.  

Koma tímar, koma nýjar aðstæður þar sem leiðir tuðsins og að lemja hausnum í stein duga ekki.

Til dæmis eftir áramót þegar alvara kosninganna og væntanlegur sigur fjármagnsins blasir við.  

Allavega, þeir tíma koma þar sem við eigum ekkert annað en bjartsýnina, allt sem við höfum reynt hefur mistekist, Óvinurinn eini virðist ósigrandi.

Þá mun bjartsýnin vera okkar sterkasta vopn, því sá sem á ekkert annað en hana, hann hefur engu að tapa, en allt að vinna.

Þá næst hin nauðsynlega Samstaða um lífið sem mun að lokum leggja alla þursa valdsins að velli og vega síðan sjálft siðleysi sérhyggjunnar að velli í lokaorrustunni, sjálfri orrustunni um framtíð mannkynsins.

Við tökum þá orrustu Kristján, er eitthvað annað val, er einhver annar valkostur???

Ég held ekki þegar ég horfi á glókollana mína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2012 kl. 18:42

9 identicon

Kr.Hilmarsson!Kl.16;18

Vil segja þér frá að ég hitti norðmenn í sumarfríi. Vorum stödd á Spáni. Töluðum vandræðin í norður_Evrópu. (Skandinavien)

Land Allsnægtanna!!! Halló !!! Þessir norðmenn sem ég talaði við sögðu: "Því miður sjáum við alltof marga landsmenn sem ekki vilja vinna Noregi í dag. Þetta er einmitt að gerast sem Saudi-Arabien, og fleir ríkjum sem hafa olíuauð. Norðmenn taka enga "skítavinnu". Það er ekki skrýtið þótt að þeir vilji fá íslendinga, dani og svía í vinnu. Norðmenn "nenna" ekki að vinna sjálfir. Mínir viðmælendur sögðu að þeir hefðu áhyggjur af landinu. "Það eru ekki liðin 70 ár síðan að norðmenn sultu heilu hungri." Hvar erum við íslendingar? Er nokkur naflaskoðun í gangi??? Fengum við ekki forðum daga Marshall-hjálp? Hverjir fóru þar með stærstan hlut frá borði, svo notað sé sjómannamál? Íslenskir Ráðamenn eiga að skammast sín. Ég vil fá nýja íslenska mynt. Prenta nýja íslenska seðla (engin 0 í burtu, bara nýja seðla sem hver og einn verður að gera skilgreiningu á: Af hverju á ég svona mikla peninga? Hvaðan koma þessir peningar? Nafn og kennitala skal fylgja hverjum bankareikning. (ENGIN BANKALEYND) Geta ekki allir stjórnmálaflokkar komið sér saman um þetta? Var þetta ekki gert árið 1947 og kallaðist eignakönnun???

Sennilega finnst enginn stjórnmálamaður á Fróni sem vill gera svona nokkuð. Þess vegna á íslenska þjóðin engann möguleika að lifa yfir hremmingarna Ég segi bara eins og G.Haarde.. Guð blessi Ísland....Hann verður bara að gera það, því það gera engir aðrir. Þetta er mín skoðun: kveðja.

jóhanna (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 19:19

10 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Við eigum allavega það sameiginlegt Ómar ! nefnilega vonina og alltaf glætu af bjartsýni, baráttuviljan hefur þú, en fjandi hvað hann er nú smitandi, veit ekki hvort það er hollt fyrir gamlann skrjóð eins og mig að smitast of mikið, en samt.....

Jóhanna ! skil eiginlega ekki upp né niður í því hvert þú ert að fara og í hvaða samhengi, en virðist vera að þú viljir upplýsa mig um eitthvað sem þú heldur að ég viti ekki, og það er allavega þakkarvert, en ég hef nefnilega hitt svona norðmenn líka eins og þú á Spáni, svo þeir eri til, eins og allsstaðar, en hef líka hitt og þekki harðduglega norðmenn sem ekki setja fyrir sig að taka ærlega til hendinni og óhreinka sig á lúkunum 

En þar sem þú byggir þetta að því er virðist vera á setningunni minni "Land allsnægtanna" þá var ég bara að "sitera" Ómar og styðja undir þá augljósu staðreynd að Ísland hefur verið, er nú og mun vera í standi til að viðhalda góðum lífskjörum fyrir þann íbúfjölda sem býr á landinu nú og þó fleiri væru, Noregur líka, það er undir íbúunum sjálfum komið hvernig gæðunum er skift, það er það sem Ómar er að reyna segja okkur.

Noreg (og önnur lönd, taktu eftir nú)  nefndi ég vegna þess að "Óskar" tók Noreg sem dæmi um að allstaðar megi finna fátækt, sem er auðvitað rétt og satt, veröldin okkar er full af óréttlæti og óþarfri stéttaskiftinu, þar með finnst fátækt.

Þú klykkir út í síðasta innlegginu þínu, með að það finnist enginn stjórnmálamaður sem "vill gera nokkuð" það er hárrétt, en ef VIÐ gerum ekkert, hvernig getum við reiknað með að "þeir" geri eitthvað...

MBKV frá Noregi (bara búinn að vera hér i 27 ár, svo ég missti af hungursneyðinni fyrir 70 árum)

KH

Kristján Hilmarsson, 6.12.2012 kl. 21:21

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Like

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.12.2012 kl. 22:33

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rannsóknir á viðhorfum Íslendinga sýna að almenningur vill ekki að stór gjá sé á milli efnaðra og fátækra. Undanfarna áratugi hefur allt verið gert til þess að leyna fátækt á Íslandi fyrir almenningi. Orðið fátækt var tabú.

Þegar ég skrifaði um fátækt árin 2008/2009 var ég hundskömmuð fyrir að nota þetta orð og talið val alls óviðeigandi að bendla það við íslenkt samfélag. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og ef ekki annað þá hefur sjálfstæðiflokkurinn mist það gríðarvald sem hann hafði yfir tungumálinu. Það er ágætt fyrsta skref í baráttunni við óréttlætið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.12.2012 kl. 22:43

13 identicon

K.Hilmarss.

Ég Er ekki að segja að "ALLIR" norðmenn séu letiblóð. Hægt er að hártoga alla hluti. Ég vil líka biðja þig afsökunar ef að ég er að reyna troða einhverri visku í þig sem þú þegar veist. En,, ef þú veist ekki í hvaða erfiðleikum Norðmenn áttu í seinni heimstyrjöldunni og á árunum eftir hana, þá skaltu lesa, og spyrjast fyrir hjá eldri norðmönnum. Ég er vissum að þeir geta frætt þig um eitt og annað frá þeim tíma. Ef þú veist ekkert um erfiðleika norðmanna og búin að vera í Noregi í 27 ár???? Vonandi finnur þú einhvern sem fræðir þig. Ég hef aldrei verið í Noregi, en ég þekki þeirra sögu.

Bara þú vitir að ég hafði ekkert illt í huga þó ég stílaði bloggið á þig. Ef það hefur sært þig á einhvern hátt , bið ég þig innilega afsökunnar.

kveðja.

jóhanna (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 00:00

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Mikið sammála þér en málið er að flokkurinn er aðeins verkfæri, og snilld þess sem beitir verkfærinu felst í því að nýta ný verkfæri á meðan andstaðan berst við vindmyllu hins gamla.

Í dag notar fjármagnið ekki síður vinstri flokka í helstefnu sinni gegn almenningi.

Það er sama ferli í gangi í öllum hinum vestræna heimi, en flokkaverkfærin ólík.

Barátta lífsins er barátta við hugmyndina sem stýrir verkfærunum, við hagsmunina sem skópu þessa hugmynd, við öflin sem vegsama Helið og þrælkun manna.  

Aðeins sameinað afl lífsins mun leggja þessa hugmynd, leggja þessi öfl að velli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2012 kl. 10:16

15 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Man eftir pistlum frá þér Jakobína ! góðir, var líka sjálfur að skrifa um fátækt og skömmina sem því miður er oft tengt henni, bæði meðal þeirra sem virkilega eiga skammast en einnig meðal þeirra sem alls ekki eiga að gera það, það að við skrifum og tölum um fátækt, er einmitt fyrsta skrefið í því að eyða "skömminni" og þögguninni tengt henni.

Þessu fylgir nefnilega þöggun, afsporanir, eins og sjá má oft í innleggjum, þegar þetta ber á góma, og afneitun, þar með er viljinn til að gera eitthvað og lausnirnar auðvitað víðsfjarri.

þessi setning hjá Ómari t.d. "Í dag notar fjármagnið ekki síður vinstri flokka í helstefnu sinni gegn almenningi." þetta er partur af afneituninni, partur af þæguninni, því vinstri flokkarnir EIGA að ver fyrir lítilmagnann og þar með hljóta þeir að vera það.

Allt snýst í dag um að ávöxtun eigna fjármagnseigenda sé tryggð, þetta sjáum við dæmi um daglega, ef við viljum þ.a.e.s. allar aðgerðir, framkvæmdir og ákvarðanir sem teknar eru í dag, í hvaða vestrænu landi sem er, einnig í samsteypum eins og Evrópusambandinu og þá fyrir hönd almennings í ríkjum sem aðild eiga, allt er tekið með veg og vanda fjármgnseigenda í fyrirrúmi, líklega er langt síðan þetta byrjaði, en með því aðgengi að upplýsingum sem við höfum í dag, höfum við enga afsökun fyrir því að láta okkur fátt um finnast, en svo gerum við bara akkúrat það, látum sem við sjáum ekki neitt og endum svo alltaf í karpi um gyllta hnappa og glerperlur...

Enda þetta með því að "linka" á World Debt Clock, frá "The Economist" gríðarlegar tölur, sem undirstrikar svo auðvitað, hversvegna kaldrifjaðir og gráðugir braskarar reyna að "fleyta rjómann", dyggilega studdir af valdasjúkum pólítíkusum, þetta virðist vonlaust, kannski er það líka vonlaust, en valið er OKKAR, spurningin er bara hvort við látum okkur nægja gullhnappa og glerperlur og snúum blinda auganu móti fátæktnni...

http://www.economist.com/content/global_debt_clock

MBKV

Frá Noregi ( sem ég hef aldrei haldið fram að ekki hafi átt í erfiðleikum eftir 5 ára hersetu og kúgun nasista)

KH

Kristján Hilmarsson, 7.12.2012 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 493
  • Sl. sólarhring: 766
  • Sl. viku: 1554
  • Frá upphafi: 1322317

Annað

  • Innlit í dag: 404
  • Innlit sl. viku: 1283
  • Gestir í dag: 364
  • IP-tölur í dag: 364

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband