Við viljum ekki halda verðtryggð jól.

 

Það er það eina sem við viljum að Alþingi fjalli um.

Að það bindi endi á skuldaþrælkun heimilanna. 

Í eitt skipti fyrir allt.

 

Allt annað skiptir ekki máli á meðan óréttlætið viðgengst, að lán fólks hækki sjálfkrafa við minnstu verðbreytingar, við minnstu skattahækkanir.  

Hvert er samhengið milli uppskerubrests í Brasilíu og íbúðalána á Íslandi???  Af hverju hækka lán á Íslandi þegar kaffi hækkar í Brasilíu???  

Eða aukin eftirspurn í Kína eftir hráefnum, af hverju hækkar slík eftirspurn lánin mín???

Af hverju hækkar allt lán fólks????

Þetta er ekki vitrænt, þetta er heimskt.

 

Og Alþingi getur ekki afgreitt fjárlög án þess að takast á þessa heimsku sem er langt komin með að eyða byggð í landinu.

Við eigum að mótmæla, við eigum að mótmæla öll.

 

Verkalýðsfélag Akranes mótmælir á mjög eftirminnilegan hátt.

Það vill ekki að landsmenn haldi verðtryggð jól.  

Jólalagið í ár.

 

Syngjum það öll, alþingismenn okkar hljóta að heyra að lokum.

Þeir eru mennskir eins og við hin.

Aðeins ráfandi um á villigötum.

 

Gefum þeim tækifæri, syngjum fyrir þá " Við viljum ekki halda verðtryggð jól".

Svo þeir fái líka að kynnast jólagleðinni í hjarta sínu.

 

Um það snýst jú andi jólanna.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Fjárlög samþykkt eftir aðra umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Hér er linkur á lagið.  Steinar Berg er virkilega flottur, sem þau öll hin.

 
Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2012 kl. 15:30

2 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Maður verður reglulega svo dapur við það að upplifa hversu geturlaust það er, - fólkið sem við kusum síðast á Alþing.

Það er eins og ekkert þeirra eigi verðtryggðar íbúðalánaskuldir eða kunni ekki að lesa á greiðsluseðlana.

Og að setja sig í annarra manna spor - virðist ekki vera þess hæfileiki.

Kjartan Eggertsson, 6.12.2012 kl. 18:30

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Sorglega rétt Kjartan, að "að setja sig í annarra manna spor - virðist ekki vera þess hæfileiki.".

En það er þögn okkar sem gerir þvi kleyft að halda sínu striki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2012 kl. 18:44

4 Smámynd: Umrenningur

Sæll Austfirðingur góður.

Þessi samkunda við Austurvöll í veikuvík virðist steinsofandi á meðan þjóðarskútan er undir fullum seglum á leið inn í skerjagarðinn.

Steinar Berg eldri er alltaf góður, en við skulum vona að þetta annars ágæta lag verði ekki jólalag næstu ára og áratuga.

Kveðja úr austurheimi án vísitölutryggingar. 

Umrenningur, 6.12.2012 kl. 19:05

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur góður.

Mér varð einmitt mikið hugsað til þín um daginn, hvernig þú hefðir það á flakki þínu um framandi óbyggðir.  Vona að allt gangi vel og að þú hittir margt skrýtið og skemmtilegt fólk á vegi þínum, jafnvel einhverja sem hægt er að mæla við á Vaðlvísku.

Já, við skulum vona að þetta verði fyrstu og um leið síðustu jólin þar sem beðið verður um þetta lag, allavega ekki þá vegna tilefnisins.

Megi svo verða.

Kveðja í austurheim að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2012 kl. 22:13

6 Smámynd: Umrenningur

Sæll aftur.

Ég hef það bara asskoti gott þakka þér fyrir. Í vetur hef ég aðallega verið á ferðinni í innri Sognfirði þó ég hafi aðeins farið út úr fylkinu til Björvinjar og Niðaróss. (Bergen, Trondheim). Hellingur af skrýtnu fólki sem ég hitti enda ekki við öðru að búast í Noregi og eitthvað af skemmtilegu líka, hef þó engan hitt sem er mælandi á Vaðlvísku ennþá. Ég er að ná tökum á hinum ýmsu mállýskum sem eru við líði hér á vesturlandinu eins og Nynorsk, Bokmål, Fortunmål og Sogningen, sjálfur reyni ég að sannfæra Austmenn um að affarasælast sé fyrir þá að sameinast um gammel-Norsk sem er kölluð Íslenska í dag en án árangurs hingað til.

Smá fróðleikur fyrir þig þar sem jarðgöng hafa töluvert verið efni pistla þinna. Í sumar var ég að mestu í akstri í og umhverfis Bergen og keyrði yfirleitt heim um helgar. Frá mínum bæjardyrum til Bergen eru u.þ.b 250km og 4,5 tímar, á þessari leið eru 1 ferja og 52 jarðgöng sem eru öll upplýst og flest með útvarpsendurvarpa. Að auki eru nokkur smágöng (innan við 100mtr) sem ekki ná þeim staðli að fá sérstakt nafn.

Kær kveðja úr austurheimi.

Es. Svona er útsýnið úr stofuglugganum hjá mér http://www.flickr.com/photos/ystenes/3634779373/  Ekki amalegt að hafa þennan sem nágranna, Feigum fossinn er 218m hár og gaddfreðinn eins og er enda búið að vera 8 til 17° frost hér í 2-3 vikur.

Umrenningur, 7.12.2012 kl. 17:10

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, þeir hafa alltaf verið tregir norðmenn, að viðurkenna afturför sína frá uppruna sínum. 

Hugsaðu þér, ef þeir myndu taka upp gamla málið, þá gætu þeir loksins skilið hvorn annan, allstaðar, og hættu að spá í hvaðan hinn eða þessi sé uppruninn.

En það má ekki gefa upp alla von með þá, þeir gætu vitkast.

Verra þykir mér að enginn skuli kunna Vaðlvísku, þá gætir þú haldið henni við.  

En hvað um það, góðar kveðjur í austurheim, við heyrumst vonandi aftur.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 7.12.2012 kl. 17:25

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, og ég sé að fossinn í Víkinni minni á sér bræður, ekki síðri.

Fallegt útsýni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2012 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband