Mikil vísindi sönnuð á Íslandi.

 

Kjarasamningar útí loftið valda verðbólgu.  

Gleymum ekki þegar aðalhagfræðingur Seðlabankans skammaði aðila vinnumarkaðarins fyrir þessa kjarasamninga, þá gjammaði Vilhjálmur utan úr sal, "okkur var sagt að það yrði 4,6% (sirka, nenni ekki að fletta því upp) hagvöxtur  út samningstímann.

Með öðrum orðum, það voru engar forsendur fyrir kjarasamningnum.

 

Annað, þjóð sem rúllar og skuldar erlendum kröfuhöfum óhemjupening, hún býr við veikt gengi um langa framtíð því stór hluti útflutningstekna hennar fer í vexti og afborgarnir.  Veikt gengi þýðir hækkun á innflutningi, hvort sem það eru beinar neysluvörur eða aðföng.

Samt var þjóðinni sagt að ef hún tæki á sig viðbótargreiðslur uppá 30-60 milljarða árlega í ICEsave, að þá myndi gengið styrkjast.

En jafnvel vísindamenn hefðu ekki þurft að setja fram kenningu um að auknar skuldir minnka kaupmátt, og gengið er aðeins mælivog á kaupmáttinn.

 

Þriðja, nú mun margt gáfumennið rísa upp og segja, þetta sýnir hvað það er gott í Evrópu, förum í Evrópusambandið og fáum evru.

En vandinn sem falskur kaupmáttur loftbólukjarasamninga og vandinn við útstreymi gjaldeyris vegna erlendra skulda, hverfur ekki þó evran sé notuð.

Hann eykst því ef það er ekki hægt að lækka gengið, hvað er þá lækkað????

Svarið er mjög einfalt, laun og öll úgjöld samneyslunnar.  Menntun, spítalar, bætur, samgöngur, löggæsla, allt er skorið niður svo endar nái saman.

 

Nema að sá niðurskurður og launalækkun kemur mjög misjafnt niður á fólki.  Sumir ná að vernda sig og tekjur sínar og það sem verra er, þeir sem eiga geta hindrunarlaust flutt eigur sínar í formi gjaldeyris úr landi og skilað restina af samfélaginu á vonarvol.

Og breyta þar með ágætu samfélagi í helvíti á jörð.

Líkt og er búið að gerast í Grikklandi og er langt komið á Spáni og í Portúgal.  Að ekki sé minnst á erfiðleika almennings á Italíu og Írlandi og víðar.  

Þróunin er aðeins mislangt á veg komin.

 

Á sínum tíma var til fólk hér á landi sem vildi ólmt taka upp sovét skipulagið því þar átti smjör að drjúpa og velmegun öll vera í hæstu hæðum.  

En raunveruleikinn var annar, allt annar.  Hann var helvíti á jörð fyrir hinn venjulega mann.

 

Í dag er líka til fólk sem vill ólmt bregðast við raunverulegum vanda, að stofni til heimatilbúnum, og leysa hann með því að sækja um aðild að sæluríki evrunnar.  

Skiptir engu þó þjóðin muni uppskera hörmungar, trúin flytur fjöll.

 

Þetta er stóri gallinn við söguna, hún endurtekur sig.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Verðbólgan mest hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já satt segirðu Ómar. 

Þetta sjá allir sem vilja sjá.

En nýju fötin keisarans eru svo flott að allt annað skiptir ekki máli.

Sorglegt svo ekki sé meira sagt.

Kveðja.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 21:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, það er sorglegt hvernig rikisfjölmiðill okkar stýrir umræðunni inná braut fáfræðinnar.  Þar er alltaf rangir aðilar spurðir rangra spurninga.

Svo er það fræðasamfélagið, hvernig getur það logið svona, ekki hefur það vitgrennsku sér til afsökunar.  Af hverju er falspámenn evrunar ekki afhjúpaðir í eitt skipti fyrir öll.

Þegar svipuð pólitísk trúarbrögð reyndu að taka yfir umræðuna í þjóðfélaginu, þá var þeim svarað, og umræða trúboðana fór inní skúmaskot.  

Í dag eru staðreyndir í skúmaskotum í íslenskri umræðu.

Og það er sorglegt svo ekki sé meira sagt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.4.2012 kl. 23:02

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Hvað vakti fyrir hönnuðum og eigendum Titanic, þegar þeir ákváðu að hafa aðeins björgunarbáta fyrir helming þeirra sem um borð voru, og varla það ?

Ég veit það ekki og skil það ekki heldur, sparnaður, gróðafíkn ? kannski, en þá með líf að veði ??i, eða þetta að það þyrfti ekki björgunarbáta vegna þess að skipið gat ekki sokkið ? hm... en hvers vegna voru þá yfirhöfuð björgunarbátar á skipinu ?

Nei ég skil ekki hugsanaferlið bak við Titanic, enda var kannski hugsað allt öðruvísi 1912 en í dag, eða kannski ekki, ég skil ekki hvað vakir fyrir þeim sem vilja sigla þjóðarskútunni Íslandi, áður en búið er fullgera vatnsþéttu hólfin, á fullu á "ísjakann" ESB heldur, en kannski er ég bara heimskur, sem skil ekki neitt lengur .

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 20.4.2012 kl. 00:12

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Kristján, við bjánarnir þurfum bara að taka yfir.

Við siglum þó ekki á sama ísjakann tvisvar.

Sjórinn var svo helv. kaldur síðast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2012 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 742
  • Sl. sólarhring: 1780
  • Sl. viku: 4218
  • Frá upphafi: 1325304

Annað

  • Innlit í dag: 669
  • Innlit sl. viku: 3714
  • Gestir í dag: 636
  • IP-tölur í dag: 619

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband