Hver er þessi ægilega réttarstaða Íslands????

 

Sem hræðir þingmenn Sjálfstæðisflokksins svo mikið að þeir kjósa frekar að kljúfa flokk sinn með því að ganga beint gegn samþykktum landsfundar sem meinar þeim að samþykkja löglausar kröfur breta.

Þeir eru svo hræddir, að þeir snúa málinu á hvolf, í viðtali í Kastljósi sem og í ræðu sinni í Valhöll þá talar formaður flokksins um áhættuna við að íslensk stjórnvöld fari með málið fyrir dóm???

Eins og það séu við sem erum að gera kröfur á hendur öðrum þjóðum.

 

Staðreyndin er náttúrulega sú að krafa breta er löglaus, vegna þess að þeir hafa ekki farið með hana fyrir dóm.  Það er hægt að segja hvað sem er, um hvað sem er, en í réttarríki skera dómsstólar úr um kröfur fólks á hendur öðrum.  Það sama gildir þegar þjóðríki eiga í hlut.  

Eða hvað halda menn til dæmis ef við segðum við Bandaríkjamenn, "heyrðu, við fundum Ameríku, núna viljum við fá leigu, svona þúsund milljarða dollara á ári, bankareikningurinn er hjá Seðlabanka Íslands, nr. 1, þið borgið svo eftir helgi.".

Krafa breta er sama eðlis, hún byggir á skoðunum, og henni er framfylgt án þess að dómsstólar skeri úr um skoðanir þeirra.  

 

Þess vegna er hún lögleysa, og hún verður alltaf lögleysa þar til þeir fara með mál sitt fyrir dóm.

 

Núna er liðin rúm 2 ár frá því að þeir settu kröfu sína fram, og ennþá hafa þeir ekki löghelgað kröfu sína.  Og það sem meira er, stofnanir Evrópubandalagsins hafa ekki gert það heldur.  En ef við höfum brotið lög og reglur EES, hvort sem var við lagasetningu, eða framkvæmd laga, þá bar þeim tafarlaus skylda að grípa strax inn í sbr "a) tryggja að EFTA-ríkin standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum og samningi þessum;".

Það eru greinilega bretar og Evrópusambandið sem hafa metið stöðuna þannig að dómsmál sé ekki áhættunnar virði og beita þess vegna fyrir sig íslensku samverkafólki til að hóta og kúga þjóð sína til eftirgjafar og samninga.

 

Og af hverju skyldi það vera??

Í nokkrum greinum í Morgunblaðinu þá útskýrðu þeir Lárus Blöndal og Stefán Már Stefánsson lagalega stöðu Íslands og af hverju kúgun væri beitt en leiðum réttarríkisins.  Bæði vitnuðu þeir í reglur Evrópusambandsins, sem og þeir settu málið í stærra samhengi.  Það er ekki þannig að það sé hægt að ákveða ótakmarkaða ríkisábyrgð með óljósri reglugerð.  

Enginn íslenskur lögmaður hefur lagt í þá félaga með rökum, aðeins er sagt; "mér finnst, ég tel".  En hvorki finnst eða tel eru rök í skilning laga.  

Við skulum athuga það að það eru ekki bara ríkisstjórnarflokkarnir sem lögðu allt undir í þessari deilu, heldur líka samtök atvinnulífsins og launþega.  Með öðrum orðum aðilar sem hafa aðgang að öllum færustu lögfræðingum landsins og ótakmarkaða fjármuni til að fá þá til að vinna greinargerð sem hnekki lagaröku Stefáns og Lárusar.

Þó það væri ekki nema til að sýna örlítinn vafa.

Ekki orð, ekkert bofs, aðeins þögnin eða dylgjur um að þeir séu einir á móti alheiminum.

 

En er það svo að þeir séu einir með sín rök.  Af hverju taka menn ekki rök breta og þýða þau á íslensku, fyrst að innlendir lögfræðingar treysta sér ekki í þá félaga, þó háar greiðslur séu í boði.

Þá skulum við rifja upp fleyg orð sem ritstjóri Financial Times, virtasta viðskiptablaðs veraldar, mælti í leiðara blaðsins, hann sagði um ICEsave kröfu breskra stjórnvalda, að hún væri "not legal", hún væri "bulling".  

Bresk stjórnvöld svöruðu með þögninni einni, það var kannski skiljanlegt svar við greinum Stefáns og Lárusar, en að svara ekki FT er aðeins skýr vísbending um eitt, þau höfðu ekkert svar sem stóðst skoðun sérfræðinga.

Financial Times fullyrðir ekki svona út í loftið, blaðið á alla sína sölu undir trúverðugleika, trúverðugleika sem fæst með faglegum vinnubrögðum, ekki fullyrðingum og gaspri. 

Financial Times er ekki ríkisútvarpið eða Fréttablaðið, það hefur engra hagsmuna að gæta aðra en þá að segja satt og rétt frá eftir sínu besta viti.

Og því viti hefur ekki verið mótmælt í Bretlandi, aðeins hjá íslenskum samstarfsmönnum breskra stjórnvalda.

 

Lagrök Stefán og Lárusar liggja fyrir í greinum þeirra, óþarft að endurtaka þau.  Það er öruggt að fólk sem styður bresku fjárkúgunina mun láta eins og þau séu ekki til, dylgja um hitt og dylgja um þetta.  Jafnvel vitna í álit fjögurra lögfræðinga sem mátu áhættuna af hugsanlegri lögsókn breta.  

Um þetta álit ætla ég að blogga í lokahrinu þessara pistla sem hófust vegna þeirra fullyrðinga fyrrum samherja að hið ískalda mat Bjarna Benediktssonar væri málefnalegt og vel rökstutt.  

Mín skoðun er að svo sé ekki, sá sem gerir lítið úr áhættunni sem felst í núverandi ICEsave samningi, en ýkir áhættuna við hugsanlega málssókn breta, hann getur ekki talist stunda málefnalega rökræðu.  En gæti vissulega fengið prik fyrir góða áróðurstækni.

Staðreyndin er nefnilega sú að kjarni málsins getur aldrei verið annar en kemur fram í máli þeirra Stefáns og Lárusar, og ég ætla að vitna í og feitletra.

 

 "Getur það staðist að fyrirtæki séu starfrækt víða um heim á ábyrgð íslenska ríkisins án þess að ríkið sjálft hafi nokkuð um það að segja? Auðvitað er það ekki svo. Ábyrgð ríkisins á skuldbindingum annarra getur í meginatriðum orðið til með þrennum hætti; á grundvelli laga, þar sem ábyrgð ríkisins er skýrt sett fram, á grundvelli ábyrgðaryfirlýsinga með heimild í lögum eða með því að ríkið verður bótaskylt vegna aðgerða sinna eða aðgerðaleysis á grundvelli sakar. Síðastnefnda atriðið er það eina sem gæti átt við hér, þ.e. að ríkið hafi látið undir höfuð leggjast að koma á innlánatryggingakerfi í samræmi við tilskipun ESB. Eins og rakið hefur verið hér að framan þá á það ekki við nein rök að styðjast. 

Ef ætlunin hefði verið að aðildarríkin bæru ábyrgð á því að fjármögnun kerfisins dygði a.m.k. fyrir lágmarksgreiðslu samkvæmt tilskipuninni hefði það að sjálfsögðu átt að koma fram í henni. Þá hefði einnig þurft að koma fram hvaða úrræðum aðildarríkin ættu eða mættu beita til að takmarka þá ábyrgð sem þannig gæti fallið á þau. Ekkert kemur fram í tilskipuninni um þetta. Þvert á móti er sagt að innlánsfyrirtækin fjármagni tryggingakerfið og aðildarríkin beri ekki ábyrgð á innstæðum ef tryggingakerfið hefur verið innleitt og framkvæmt í samræmi við tilskipunina."

 

Það er ekki hægt að misskilja þennan kjarna, en það er hægt að rangtúlka hann út frá hagsmunamati, en það kemur staðreyndum málsins ekkert við.

 

En rangtúlkun laga er aldrei tæk fyrir dómsstólum.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ótrúleg sinnaskipti hjá Sjálfstaedisflokknum og getur varla annad verid en ad eitthvad liggji thar undir, sem illa lyktar. Rökin allt í einu ordin thau, ad betra sé ad láta berja sig tíu sinnum í stad hundrad, fyrir eitthvad sem madur hefur ekki gert, en thad er jú kjarni málsins. Vid eigum ekki ad borga thetta allt!  

Halldór Egill Guðnason, 8.2.2011 kl. 15:20

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

 Takk fyrir góða grein Ómar Geirsson. Svo er spurning hvort nokkru sé að tapa, erum við ekki gjaldþrota hvort eð er? en Icesafe yrði auðvitað náðarhöggið!!

Eyjólfur G Svavarsson, 8.2.2011 kl. 15:28

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Hvað getum við gert til að bjarga alla vega heiðrinum,sem stjórninni er held ég sama um. Fá nýja menn í brúnna,sem verjast kúgurum. Ég er búin að liggja yfir þessari grein,hugsandi hvað skal skrifa í ath.semdadálkinn til að það sé ekki alltaf eins,niðurstaðan er eins,frábær grein. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 8.2.2011 kl. 16:42

4 Smámynd: Elle_

Halda alþingismenn í alvöru að við látum kúga okkur?  Við höfum engan manndóm, enga æru??  Við borgum ekki fjárkúgun, sættum okkur ekki við slíka lögleysu, niðurlægingu og yfirgang.  Vilji gömlu nývelduveldin niðurstöðu, fara þeir fyrir dómstól og það vilja þeir ekki, hafa ekki neitt.  Við borgum aldrei ICESAVE, ALLS EKKI.  Vorum búin að sefja NEI. 

Elle_, 8.2.2011 kl. 18:01

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Það er brotnar tvær grundvallarreglur, sú fyrri er að menn ætla að láta almenning greiða tap einkaaðila og þar með brjóta grunnreglu frjálsra markaðsviðskipta, að menn og félög beri ábyrgð á rekstri sínum, taki hagnað þegar hagnaður er, og taki á sig tap sitt þegar því er að skipta.  Kapítalistar eru búnir að vera ef þeir ætla sér eingöngu að hirða gróðann en láta almennings sitja uppi með tap sitt.

Sú seinni er meginregla réttarríkisins, að láta dómsstóla skera úr um kröfur í stað þess að láta handaflið ráða.  Slíkt er afturför um árhundruð í réttarsögunni.

Þetta snýst ekki um að borga þetta allt, þetta snýst um að okkur ber að borga sem lög og reglur mæla fyrir, og þau mæla svo að almenningur er ekki í ábyrgð fyrir einkabanka sína, enda lifum við á 21. öldinni, ekki þeirri tólftu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2011 kl. 18:06

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Eyjólfur, jú þó gamall sért, þá er eitt í viðbót sem þú getur tapað, og það er framtíð barna þinna. 

Er eitthvað sem skiptir meira máli þegar allt er skoðað???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2011 kl. 18:07

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega Helga, nákvæmlega, það þarf nýja menn í brúnna.

Menn en ekki mannleysur.

Ég las mjög gott blogg í dag eftir Eyjólf hér að ofan, þar sem hann spyr hvað er að gerast????

Almenningur, og þá sérstaklega þeir sem höllum fæti standa eðli málsins vegna, aldraðir, sjúkir, skuldsett barnaheimili, er skilinn eftir á köldum klaka á meðan kröftum ríkisins er varið í að endurreisa hið fallna kerfi auðráns og sjálftöku.

Hvar er manndómur þjóðarinnar hugsaði eftir að ég las pistil hans??

Og því miður, þá er ég farinn að efast að hann sé ennþá til staðar, að hann hafi verið eitt það fyrsta sem auðræningjarnir stálu.

En ég er kannski svartsýnn, hugsanlega er þetta lognið á undan aðgerðum.

Vona það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2011 kl. 18:13

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, auðvita borgum við ekki.

Ég er aðeins að skrifa þessar greinar mínar til að útskýra í rólegheitum fyrir foringjahollum sjálfstæðismönnum af hverju ískalt hagsmunamat dugar ekki þegar fyrir dómsstóla kemur.

Svona svo áfallið verði minna þegar Hæstiréttur fellur ábyrgðarlögin úr gildi.

Það ber jú enginn á móti því að krafa breta er löglaus, og lögleysið batnar ekki þó þeir átti sig á því og slái af vöxtunum, og gefi okkur aðeins meira svigrúm til að sprikla á önglinum.  Lögleysa er nefnilega eitthvað sem styðst ekki við lög.

Og Hæstiréttur sannaði það í stjórnlagaþingsmálinu að hann ber virðingu fyrir lögunum, en ekki samþykktum misvitra þingmanna.

Hinsvegar væri það gaman að þjóðin nýtti sér reið sína á jákvæðan hátt, og stað þess að flengja þá þingmenn sem unnu fyrir breta, að nota samtakamáttinn og stofna sjóð sem fjármagnar lögsókn á hendur bresku fjárkúgurunum.  Þá er ég ekki að meina breskum stjórnvöldum, þau voru misnotuð alveg eins og þau íslensku, ég er að meina á hendur þeim mönnum sem báru ábyrgða á þessum stærsta glæp nútíma glæpasögu Vesturlanda, og þar eru fremstir í flokki glæpahundarnir, Brown og Darling.

Það þarf að sanna eittskipti fyrir öll, að glæpir borga sig ekki.

Kveðja að austan.

PS.  Toppaði ég mig ekki hér að ofan?????

Ómar Geirsson, 8.2.2011 kl. 19:47

9 Smámynd: Elle_

Jú, Ómar, pistillinn var fjári góður og lika næsti á undan.  Eins fjölmargir eldri og hvert commentið á fætur öðru.  Geymi þau á vísum stað í eldgömlu hólfi.  Fáránleikinn í gunguskap alþingis gegn Evrópuveldunum og í lögleysunni gegn þjóðinni skýrist e-ð svo vel í síðustu 2 pistlum.  Og ég held ICESAVE 3 ruglið verði kært á endanum af hæfum lögmönnum og muni aldrei halda vatni fyrir neinum dómi og dæmt ólöglegt eins og þú segir. 

Hinsvegar las ég aftur e-ð um að þú værir að fara að hætta, e-hem.  Undir pistlinum: "Með hag íslensku þjóðarinnar í fyrirrúmi" stóð nefnilega:

En mér sýnist að ICEsave blogg mitt sé á enda runnið, núna sjá fjölmennir herir um orrustuna.

Og það er fínt, hvíldinni feginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.2.2011 kl. 19:41

Þó það hafi kannski ekki verið drepfyndið og mér ekki beint skemmt, gat ég samt ekki alveg trúað að þú værir kominn gjörsamlega úr stríðsgallanum.  

Elle_, 8.2.2011 kl. 21:09

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Jú Elle, stríðið er að vera búið, ef ég hefði ekki mokað yfir mig í dag (sem tók ekki langan tíma) þá hefði ég tekið fyrir lögfræðiálit vitringanna.

Hef hugsað þetta sem svona hugsanabanka sem fólk getur gengið í, er líka að nýta mér að  200-300 kíkja alltaf við og lesa, þó ég skrifi langa og leiðinlega pistla.  Held að þetta sé fólk sem hugsar um rökin á bak við hið ískalda mat.

Ég las loksins vitringannadóm á mánudaginn, og ég varð hlessa.  Hvílík rökfærsla gegn þeim grunnrökum Lárusar og Stefán, eða telur þú að sleggjudómurinn "tel ólíklegt", "tel líklegt" sé sérfræðilegt innlegg í umræðuna.  Eða eins og þeir Stefán og Lárus sögðu í áskorun sinni til Alþingis sumarið 2009, að þá er hægt að fullyrða hitt og þetta, en þegar rökin eru ekki birt, þá er ekki hægt að leggja mat á þau.

Jæja, þeir hafa báðir fallið í þá gryfju.

Lárus lét taka við sig drottningarviðtal í Fréttablaðinu, þar sem hann tíundaði nákvæmlega hvað bretar gætu fengið greitt ef þeir fengju sínar ýtrustu kröfur dæmdar.  Hann skautaði fram hjá þeirri augljósri staðreynd að dómssátt er aldrei gerð nema mál sé höfðað, og það hafa bretar ekki gert.  Sem og hann rökstuddi það ekki á hvað lagatexta þeir ættu að byggja mál sitt fyrir þessum ýtrustu kröfum.

Sem dæmi má nefna að vitringarnir voru þó sammála að mjög ólíklegt væri að hægt væri að dæma meir en 20.000 evrur ef til málaferla kæmi.  Þarna fer Lárus sem sagt með staðleysu í trausti þess að enginn hafi nennt að kynna sér vitringanna álit, heldur telji það málefnalegan rökstuðning að segja, "við getum fengið dæmdar á okkur multimonney ef við semjum ekki núna".

Þessa grein þarf að skrifa þegar andinn blæs, nema ef einhver geri mér greiða og skrifi hana fyrir mig.

Síðan fer þessi orrusta fram í dómssölum, ekki á netinu.

Málið liggur hreint fyrir, lögin eru okkar megin.

Tími svona bloggs er liðinn, af augljósum ástæðum, það nennir enginn að lesa það, umræðan er annars staðar.

Heyrumst Elle, bið að heilsa suður.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 8.2.2011 kl. 21:25

11 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Góð grein hjá þér Ómar. Sannlega finnst mér að þeir aðilar,sem eiga hafa stjórn á landinu,stingi höfuð í sandinn.Þeir eru einnig tilbúnir að taka stoltið af þjóðinni,og lítillækka hana,í augum alþjóð.Ég held að það eru margar þjóðir,sem bíða eftir því,að Íslendingar sýni stolt sitt,og gefist ekki upp fyrir Bretum og Hollendingum.Þessi litla þjóð hefur ekki látið kúga sig,heldur staðið í stórræðum,til að halda rétti sínum.T.D.landhelgisstríðið má nefna í samhengi.

 Auk þess eru margar erlendar þjóðar,sem í vonast eftir að Íslendingar leggi ICESAVE-málið í dóm.Það er talið að úrskurður málsins hafi fordæmisgildi,og geti þar með haft gifurlegar afleiðingar í bankakerfinu.Eigendur einkabanka  á nálum,að sú verði raunin að Íslendingar vinni málið.

Ef við ætlum að semja um ICESAVE,verður að hafa fyrirvara á þeim samningum að málið fari til alþjóðadómstóla.Þar að segja ef Íslendingar tapi málinu,standi samningarnir,og ef Íslendingar vinni málið,detti þeir út og Bretar og Hollendingar greiði málkostnaðinn.

Ingvi Rúnar Einarsson, 8.2.2011 kl. 21:43

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingvi.

Það er ekkert um að semja.  Ekki á þessum forsendum.

Það er ekki þannig að Ísland hafi ekki axlað ábyrgð gagnvart ICESave reikningunum.  Neyðarlögin, um forgang innstæðna, er tímamótaákvörðun, og með þeim fengum við alla kröfuhafa bankanna upp á móti okkur.   Og þræðir þeirra liggja víða þó fínofnir séu.

Neyðarlögin áttu að duga til að fólk fengi sitt, jafnvel öll sín innlán.   Sérstaklega ef bretar hefðu hagað sér eins og siðuð þjóð.  Tjónið vegna gönuskapar þeirra er ómælt.

En það mátti gera meira, ef aðstæður hefðu leyft, já og skynsemi til að sjá það hefði verið til staðar.

ICEsave er klúður, klúður regluverks ESB.  

Íslensk stjórnvöld áttu að standa á rétti sínum en bjóða það sem sáttarleið að allir tryggingarsjóðir ESB hefðu tekist í sameiningu á vandanum og þar hefðum við lagt okkar að mörkum í hlutfalli af stærð.  Þessa leið nefndi ég í bloggi í byrjun árs 2009, og skrýtið nokk, þá er þetta sú leið sem ESB ætlar að fara með síðustu reglugerðarbreytingu sinni.

Það þarf ekki djúphugsuð til að fatta að einn markaður, kallar á einn tryggingarsjóð.  

Og þá loksins hefðu menn fengið þann trúverðugleik sem kerfinu sárvantar.

Þriðja atriðið sem við gátum gert er að biðja um alþjóðlega aðstoð við að endurheimta falið fé útrásarinnar, hef ekki hugmynd um hvað það er mikið, en það er það sem það er, og ætti að vera í vösum fórnarlamba útrásarinnar, ekki hjá þeim sem stungu því undan.

Einhvern vegin svona hefðu siðaðar þjóðir tekið á málunum.

En sú leið ofbeldis og kúgunar sem bretar og ESB völdu, útilokar samninga.  Það er bara grundavallaratriði að það er bara aldrei samið við kúgara.  Hafi menn ekki fattað það eftir ítrekaðar tilraunir Chamberlains, þá áttu menn að fatta þegar Tatcher batt enda á bylgju flugrána sem gekk yfir á áttunda áratugnum.

Sjórán væru ekki vandamál á Indlandshafi og í Rauða hafinu, ef menn færu eftir þessari grundvallarreglu.  Ekki heldur mannrán eða önnur viðurstyggð.

Ingvi, ég veit að tillaga þín er leið til að sætta deilandi fylkingar, en það er ekki bara hægt.  Lögin eru æðri mannanna sátt, ef sáttin er í þágu lögbrota og kúgunar.

Þetta mál verður leyst fyrir dómsstólum ef Alþingi er svo grunnhyggið að samþykkja þennan samning, og sú lausn er fyrirsjáanleg, það verður dæmt eftir lögum.

Í raun gerði Bjarni Benediktsson þjóðinni mikinn greiða, núna verður ekki aftur snúið.  Þetta mál mun ekki hvíla sem mara á þjóðinni eftir að Hæstiréttur fellur ríkisábyrgðina úr gildi, og vítir lögleysu Evrópusambandsins.

Allir alþjóðlegir lögfræðingar, sem fá ekki borgað kaup fyrir að ljúga, munu taka undir dóm hans og forsendur.

Málið er alveg kristaltært á 21. öldinni, það er ekki hægt að dæma þjóðir í skuldaþrældóm, ekki út af neinu.  Lög sem hafa það í för með sér, eru alltaf ólög.

Enda vissu reglusmiðir Evrópusambandsins það, það eina sem var skýrt i lögum þeirra var, að aðildarríki væru ekki í ábyrgð, þó að illa færi.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2011 kl. 22:29

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Helvíti ertu góður Ómar! Góður pistill eins og þér einum er lagið...algjör snilld, skýrt og án alls óþarfa...Ef það hefði ekki verið fyrir bloggiðog aukin hraði samskipta, þá myndi fólk ekki vita af neinum svona flóknum gerningum. Það myndi aldrei fá tíma til að skilja það sem er að ske. Það er raunverulega fullt af fólki sem heldur að það sé verið að "semja" um eitthvað.

Íslenskir samningamenn haga sér margir hverjir eins og þeir séu með persónulega hótanir á sér frá Englendingum...eins og þeir séu með skammbyssu hryðjuverkamanna miðað á sig allan tíman. Eða með eitthvað á samviskunni sem englendingar vita um og pressa þá með...það er gamalt trix í "viðskiptum"...gengur oft ágætlega.

Óskar Arnórsson, 8.2.2011 kl. 23:06

14 Smámynd: Magnús Ágústsson

Gargandi snilld

Magnús Ágústsson, 9.2.2011 kl. 02:19

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_European_countries_by_GDP_(nominal)_per_capita

Hér er staðan hjá AGS um ráðstöfunartekjur [lánamöguleika fyrir ESB sinna] 2009. Við sjáum að þær hafa fallið um 50 % frá um 1983 og fyrr.  Helmingi minna ráðtöfunar tekjur eru 50% minna velferðakerfi ef jafnt verður skorið niður í öllum geirum. Tölur í dálkum til hliðar sína samanburðinn 2007  reiknaðan á núverði í dag. 

Þarna hlýtur að vera búið að reikna með Icesave að mínu mati. Miklum innflutningi vinnuafls næstu árin.

Bankarnir hér samkvæmt veðsöfnum stunduðu ekki langtíma Prime veðlánstarfsemi lán m.t.t. greiðslu getu verða öruggar með aldrinum þroskast eðlilega,heldur voru öll lán subPrime skammtíma áhættu fjárfestinga, Þessir Íslensku Bankar í samræmi  hefðu átt að sömu meðferð og ýmsir Bankar á Spáni um 1994. Losa sig við áhættu láninn áður haldið var út í ábyrga Bankstrafsemi í EU. Hlutfallið 100% alltof stórt.

Júlíus Björnsson, 9.2.2011 kl. 02:55

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Óskar, það skyldi þó ekki vera, hegðun þeirra er eins og örvæntingarfulls fólks sem veit að "hann" sprengir klukkan ellefu, og það veit enginn hvar sprengjan er.

En ég held að þetta sé ekki mjög flókið, og orðin ískalt hagsmunamat sé loksins skilgreining þess vanda sem við er að glíma.

ICEsave er skilyrði ESB aðildar, og skrýtið, þeir sem vilja ICEsave, líka núna þegar öllum er ljóst að engin rök eru í málinu, en nakið bull, eða í besta falli stórlegar ýkjur, eru þeir sem telja framtíð þjóðarinnar vera innan ESB.  Ég tel reyndar ekki með VG liða sem telja ICESave forsendu þess að fá að skúra fyrir Samfylkinguna, það eina sem ég velti fyrir mér í sambandi við þá, hvort þeir færu flikk flakk heljarstökk á hverjum degi klukkann 10.00 á Austurvelli, lýðnum til skemmtunar.

Ef það byggi raunveruleg hótun eða hætta að baki, þá væri hún auðvita rædd, og þjóðin upplýst um hana.  Og tæki ákvörðun út frá því.  En stjórnmálmenn eru ekki guðir, með guðlegt vald til að ráðskast með örlög fólk, Seifur hefur það vald og ekki falið það öðrum, allra síst liðinu við Austurvöll.

Júlíus, heldur ekki að það sé hreinlega ekki víða garúgt í bönkum ESB???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2011 kl. 06:02

17 identicon

ég á ekki orð sammála þetta ætla eg að eiga takk

gisli (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 08:58

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel að Alþjóða fjármálheimurinn hafi verið að bíða eftir stóru kreppunni í fullri alvöru frá um 1980.  Samdráttur hjá vinnuaflinu á vesturlöndum  hefur allan þann tíma varið vaxandi, veltu samdráttur lýsir sér með lánatregðu  fyrst, svo með nýju frelsi, opnun fyrir meir áhættu, í stofnun og stækkun áhættugeira eða áhættuhluta innan sömu stofnunnar: mismunandi mikið eftir þroska efnahagslögsaga. Hæri vöxtum fylgja svo veðfalsanir og misnotkun á gefnu frelsi í veðmálum.

Sum ríki og stofnanir hafa reynslu af þessu og munu rísa upp sterkari en áður og sérstaklega þau sem hafa stærstu varasjóði sem ekki koma fram í bókhaldi. Til gangur í þessu fjármagnsstríði er að brjóta upp hefðbundna bankastarfsemi í EU m.a. og byggja upp í kjölfarið nýja fjármálaskipan í EU og öllum heiminum. 

Ég tel að þau ríki sem hafa stundað passlega mikla vörn í þessu fjármálstríði og sýnt passlega mikillar skuldir alls ekki eignir mun standa upp sem sigurveigar.

Alvörubanka stafsemi sem þeir reyndustu  [í Sviss t.d.] byggir á mörg hundrað ára reynslu. Sú reynsla hefur tryggt þeirra líf í gengum margar stórar kreppur á tímanum og það er reynsla sem skiptir máli þó góð stærðfræði og þekking tvíhliða bókhaldi skaði ekki [hér er gott ef sem flestir slaka á kröfum].

Apa eðli  á markaði er alþekkt og þess vegna spilla allir með sumir þó vel meðvitaðar um að kapp er best með forsjá.

Niðurstöður aldanna eftir öll Ragnarrök eru : Sá heldur sem veldur. Það er allt upplýsist um síðir. 

Ísland  sínir hinsvegar spil á hendi sem er hrein hörmung, sem alls ekki sýna neina fyrirhyggju eða varnarleik.  Stríð er alltaf blanda af sókn og  vörn, að plönum a,b,c, ... eftir greind og þroska.

Ný uppstokkun í Alþjóðfjármálum hefur löngu verið öllum sem  ekki stjórnast af græðginni einni saman staðreynd.

Nýfrjálshyggjan [misnotkunar freistingar gallarnir augljósir] er besta dæmið um það. Upplagt tól til að deila og drottna. Risum fækkar of stækkar og jöfnuður á heimsvísu vex. Margur verður af aurum api. Ekki allir þó.

Júlíus Björnsson, 9.2.2011 kl. 11:32

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

... þetta blessaða samningafólk virðist hvorki vita hvar sprengjan er, hversu stór hún er eða hvað klukkan er...Nixon skipti út gullgaranti á móti pappírsgaranti á sínum tíma af því að USA var að fara á hausinn vegna Víatnamstríðsins. Alveg síðan þá veit raunverulega engin hvað eru peningar og því síður verðmæti í öllum heimunum.

Að búa til skuldir úr engu með alþjóðlegri seðlaprentvél og það skuli vera einkarekið fyrirtæki sem á vélinna er alveg með ólíkindum...enn engu að síður staðreynd í dag.

Ég vil líka eiga svona töfravél...

Óskar Arnórsson, 9.2.2011 kl. 12:23

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sumir segja að peningar sem bakkaðar eru upp af hernaðarstyrk séu gulls ígildi.

Verðmætamat er persónubundið held ég að flestir geti verið sammála um.  Almenningur setur yfirleitt vellíðan og áhyggjuleysi efst á óskalistann og það á ekki að vera spurningu um áhættu heldur almenn mannréttindi.    

Júlíus Björnsson, 9.2.2011 kl. 13:30

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

Við ættum kanski að stofna her til að komast úr blankheitunum?

Óskar Arnórsson, 9.2.2011 kl. 14:29

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mitt innsæi eftir að hafa þýtt það sem Brussel er búið að vinna úr samningum hingað til að setja í verðand stjórnaskrá EU, úr frönsku hver einast orð borið saman við löggilta skýrgreingar í Frakkland hvað var lögfræðilega merkingu og líka borið saman við enska hrognmálið til að læra svolítið af þeirra yfirstéttar dulmáli, segir mér að gert er ráð fyrir borgara uppþotum út alla EU í framtíðinni.  UK mun hafa verið að skerða ýms mannréttindi í sínum lögum síðustu áratugi. 

Her er örugglega ekki svo fjarlægt.  Ef Lífeyrissjóðir vildarvina atvinnurekenda eiga 1800 milljarða í hreina eign: [Aðallega húsnæðisþræla lán til að halda upp húsaleigu]

þá eru við að tala um 6 milljónir á sér Íslending.  Ef þetta er með kvöðum um langtíma 6% raunaávöxtunarkröfu:   108 milljarða kröfu um hækkun á eigin fé á ári með kröfu á vinnuaflið.   

Ég láta leggja þetta þetta glæpaform niður.  Hafa vsk reksturinn hér í fjölda lítilla fyrirtækja, segja við vildarvinna fákeppni atvinnurekendur.  

Það gengur ekki að semja um að skerða ráðstöfunar tekjur hér niður í þær í Skotlandi. eða um 40% til 50%. Íbúar Meðlima Ríkja EU vita allir að Mamma Brussel er ekki til að leika sér að.  Hún skeinir ekki börnin sín. AGS kennir þeim það fyrir hana.

Íslendingar síðust 100 ár hafa 45 ár starfsævi á mót 30 ára í EU, miklu meiri atvinnuþátttöku kvenna nánast sömu í dag  [nema hjá auðlegðarþjónustum]  og 40 stunda vinnuviku beggja á móti 35 í EU.  Þess vegna voru með hærri tekju en Danir og mikið hærri en Írar og Þjóðverjar. Meðan unnið var við raunvermæta sköpun sem er á hreyfingu, fúnar ekki í bókhaldi. Móður systir mín vann í Svíþjóð 1954.  Ég er 33% danskur þannig ekki þarf að leið mig í neinn sannleika um ástandið þar.  

raunvaxta uppgangur er í ASíu sem hækkar verð og eftirspurn á fiskmörkuðum þar sem minnkar á hverjum degi í EU.

Hér má vel losa sig við skattheimtu frá Brussel og skera niður stjórnsýslu og fangelsiskostnaðinn, færa útflutning fyrir í fullvinnslu að hætti EU og selja meiri fjölbreytni á fjölbreyttari markaði af fleiri sölu aðilum á hátekjumarkaði framtíðarinnar.

Ég hef ekkert á móti Asíubúum eða íbúum Afríku eð N- og S- Ameríku.

Íslendingar eiga miklu meiri samleið með fyrrverandi Nýlendum EU en herrum sjálfum : þeir geta bara þjóna að sér sjálfir og borgað uppsett verð. Meiri kostnaður við sölu eykur Íslenskar þjóðartekur og skapar fullt af smá fjárfestingar tækifærum hér sem við ráðum við að verja til langframa.

EU er spáð fallandi raunþjóðartekjum og fyrrverandi nýlendur mun ekki hindra þá þróun undir forustu USA og Kína. GDI [GDP] er það sem þjóðarleiðtogar horfa einvörðungu í sem eru í Alþjóðsamhengi.  Það er áberandi hvað þjóðverjar hafa misst mikið af mörkuðum í USA.

Júlíus Björnsson, 9.2.2011 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 4175
  • Frá upphafi: 1338874

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3742
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband