Íslendingar mega ekki leita réttar síns.

 

Við gætum tapað málinu.  

Segja þingmenn Sjálfstæðisflokksins og taka þar með undir þann málflutning sem VG og Samfylking hefur alltaf haft uppi í ICEsave deilunni.  Það er eins og lög og reglur, bæði íslensk lög og evrópsk lög, skipti engu, dómararnir gætu alltaf tekið þá ákvörðun að dæma ekki eftir lögum.

Þetta ekki vefst nefnilega mjög fyrir íslenskum stjórnmálamönnum.  Þegar það stendur skýrt í reglugerð ESB um innlánstryggingar (enda heitir þetta lög um innlánstryggingar, ekki lög um ríkisábyrgð á innlánum) að það sé ekki ríkisábyrgð hafi aðildarríki innleitt tilskipun ESB með fullnægjandi hætti, og það hafa íslensk stjórnvöld gert (sönnunin er að engar athugasemdar hafa verið gerðar í tíu ár af stofnunum sem hefðu átt að gera það um leið og lögin voru sett), þá telja þeir að það sé ríkisábyrgð.  

Og þegar algild réttarvenja er sú að dómsstólar dæmi eftir lögum, þá þýði það í reynd að þeir dæmi ekki eftir lögum.

Þetta ekki fær sem sagt merkingu eftir þvi hvaða krafa er gerð um niðurstöðuna.

 

Meginmálið er samt skýrt.  Það er ekki ríkisábyrgð á innstæðum, það er ekki á valdi embættismanna Evrópusambandsins að setja slíkar reglur, og dómsstólar í réttarríkjum dæma ekki slíka ríkisábyrgð eftir á.

Í tveimur pistlum hér á eftir ætla ég að taka fyrir helstu rök þeirra Stefáns og Lárusar, Varða Íslands sem afhjúpuðu lygar stjórnvalda um að þjóðinni bæri að greiða ICEsave ábyrgðina vegna ákvæða EES samningsins.  Og ég ætla að skoða þá greinargerð lögfræðinganna fjögurra sem skiluðu því áliti til fjárlaganefndar að dómsmál gæti tapast.

Hver voru rökin sem þeir byggðu niðurstöðuna á????

Það þarf ekki að taka það fram að þau hafa farið hljótt í umræðunni, aðeins vitnað í niðurstöðu þeirra um að við gætum tapað dómsmáli.

 

En mig langar að vitna að lokum í orð Stefáns og Lárusar þar sem þeir tæta í sig þau rök að siðuð þjóð leitar ekki réttar síns.  Stefán og Lárus eru ekki ekki menn.

 

"Yngvi nefnir einnig að líklegt sé, ef íslenska ríkið hafni því að greiða til innistæðueigenda í samræmi við kröfur Bretlands og fleiri þjóða, muni þessi lönd sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Vonandi er það rétt. Það er nefnilega þannig að ef ágreiningur er um réttindi og skyldur þá leysa menn úr honum fyrir dómstólum. Þá kröfu hefur íslenska ríkið sett fram og við það eigum við að halda okkur. Það er alveg fráleitt að halda því fram að málsókn fyrir alþjóðlegum dómstólum geti dregið úr trúverðugleika. Ef ríki eða ríkjasambönd vilja hins vegar beita öðrum aðferðum við lausn ágreiningsmála sinna eins og þvingunaraðgerðum eða nauðung þá er verið að fara á svig við grundvallarreglur réttarríkja.

Það er okkar skoðun að við eigum að byggja afstöðu okkar og kröfur á þeim lögum og reglum sem gilda í landinu og um þau alþjóðlegu samskipti sem við höfum samið um. Ef við teljum á rétti okkar brotið eigum við ekki að sætta okkur við það heldur að ganga óhikað eftir rétti okkar"

Þess má geta að þessi Yngvi er fyrrum yfirmaður í Landsbankanum og núverandi ráðgjafi Árna Páls viðskiptaráðherra.  Hér hefði alveg eins getað staðið Bjarni, en það skiptir engu máli, það er sú skoðun að lúta ekki leikreglum réttarríkis, sem er ótæk.

Sérstaklega þegar á að láta aðra greiða tjónið sem hlýst af þeirri ákvörðun.

 

Slíkt er aldrei stórmannlegt.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Allt að 2 milljónir á heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minni á, svona ef það gleymist, það nefndur Lárus var í síðustu samninganefnd Íslendinga og hvetur eindregið til að samningur verði samþykktur því að of mikil áhætta fylgi "dómstólaleið". Einkennilegt að allir þeir sem hafa komið nálægt samningaferlinu hafa komist að sömu niðurstöðu, hvað svo sem þeir sögðu áður. Hvers vegna? Kannski vegna þess að lagaleg staða Íslands í þessu máli er ekki jafn sterk og margir halda?

Pétur (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 08:46

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú segir það Petur, kannski er lagalega staðan ekki jafn sterk og margir halda.  Ég las líka í frétt áðan að lögregla hefði skoðað líkamsleifar stúlku sem var barin til dauðs og hún vottaði að engir áverkar hefðu sést á líkinu.

Það er hægt að segja margt, og slíkt er siður stjórnmálamanna, þeir hafa hagsmuni af því að segja hitt og þetta, sannleikurinn rekur þá ekki áfram.  Þegar kemur af því að leggja illbærilegar byrðar á þjóð sína, þá ætti það að vera skýlaus krafa að þeir rökstyðji mál sitt.  Ég skal vitna í Lárus Blöndal, hann er lögfræðingur og þekkir vel til faglegra vinnubragða.

"Nú er komið að Alþingi Íslendinga að taka afstöðu til málsins. Ef til eru lögfræðileg rök fyrir þeim niðurstöðum sem samninganefndin hefur samið um, þá verður að kynna þau. Það er nauðsynlegt að um þau sé rætt og að skipst sé á skoðunum um þau. Jafnframt verður að greina frá því hvers vegna dómstólaleiðin var ekki valin. Hins vegar er ljóst að ef ekki er upplýst um röksemdir samninganefndarinnar eru þingmenn í jafnmikilli óvissu um það á hverju hún byggist og aðrir landsmenn. Á hverju eiga þeir þá að byggja sína afstöðu?".  Úr greininni Áskorun til þingmanna.

Hefur þú séð rök Lárusar Blöndal fyrir hinni meintu áhættu af dómsmáli, þá rök sem duga á fyrr rök hans þar sem hann tætir þá í sig sem vara við leikreglum réttarríkisins???? 

Orð eru ekki rök, hann þarf að vitna í áður óþekkta lagatexta, eða dómsfordæmi um að Evrópudómsstólar dæmi ekki eftir lögum og reglum.

Þú getur til dæmis lesið viðtalið við Lárus í Fréttablaðinu, síðasta laugardag.  Komdu svo með efnisleg rök hans???

Ef þú ert maður orða þinna Pétur þá gerir þú það, en ef þú ert einn af þeim sem dylgja í trausti þess að þurfa aldrei að rökstyðja eitt eða neitt, og dylgjur þínar þjóna þeim tilgangi að styðja ólöglega fjárkúgun, þá ert þú aumur kall, mjög aumur kall.

Reyndu nú manndóm þinn og taktu slaginn.

Þeir sem nenna lesa þeir gætu þá verið einhvers vísari um hin meintu rök sem liggja fyrir sinnaskiptum Lárusar Blöndal.

Hlakka til að heyra í þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2011 kl. 09:41

3 identicon

Ég hef dregið í efa heilindi Lárusar Blöndal og stend við það álit. Sem dæmi um rangfærslu sem hann hefur haldið fram, má nefna frásögn hans af hvaða lögsaga gildir samkvæmt Icesave-samningum-III.

 

Lárus hefur fullyrt, að Íslendska samninganefndin hafi alfarið neitað að viðurkenna lögsögu nýlenduveldanna og niðurstaðan hafi verið alþjóðlegur dómstóll, sem hefur aðsetur í Hollandi.  Hvað kemur svo í ljós varðandi jafnstöðu-samningana ? Í fyrirhuguðum samningi TIF við seðlabanka Hollands stendur:

 

»Section 5.6  Governing Law and Jurisdiction. This PARI PASSU agreement and any matter, claim or dispute arising out of or in connection with it, whether contractual or non-contractual, shall be governed by, and construed in accordance with, the laws of England

 

Þetta er ekki eini staðurinn þar sem afsal lögsögu Íslands kemur fram. Í báðum aðal-samningunum er tekið fram, að Ensk lög skuli gilda um túlkun þeirra. Getur verið að aðalsamninga-maður Íslands, Lárus Blöndal hafi verið svo drukknir á samninga-fundunum, að þessi staðreynd hafi farið fram hjá honum ? Í aðalsamningunum (Section 9.9 og Section 10.9) segir:

 

»Governing Law. THIS AGREEMENT AND ANY MATTER, CLAIM OR DISPUTE ARISING OUT OF OR IN CONNECTION WITH IT, WHETHER CONTRACTUAL OR NON-CONTRACTUAL, SHALL BE GOVERNED BY, AND CONSTRUED IN ACCORDANCE WITH, THE LAWS OF ENGLAND.«

Þar með eru sannaðar lygar á aðal-samningamann Íslands !

 

 

Er Lárus Blöndal kominn í Bretavinnuna með Steingrími ? Um það ætla ég ekki að fullyrða, en ekki væri það í fyrsta skipti sem menn hafa selt skrattanum sálu sína. Þarna lýgur aðal-samningamaður um afdrifaríkasta atriði samninganna, það er að segja lögsöguna.

 

Lögsagan snertir Neyðarlögin, þrotabú Landsbankans og lögin um TIF. Evrópuríkið sjálft hefur viðurkennt lögsögu Íslands og þar með að Ísland sé sjálfstætt ríki. Nú ætlar Icesave-stjórnin með aðstoð pilta eins og Lárusar Blöndal að semja lögsöguna af okkur og þar með hluta af sjálfstæði landsins.

 

Ef einhver heldur að Lárus Blöndal sé einhver engill, þá er auðvelt að finna fleirri atriði sem þessi aðal-samningamaður Íslands skrumskælir eða lýgur um. Það er ekki að ástæðulausu sem bent hefur verið á, að Lárus Blöndan er sérstakur trúnaðarmaður forustu Sjálfstæðisflokks. Þessarar sömu forustu sem nú vill fórna hagsmunum Íslands fyrir hagsmuni Evrópuríkisins.

 

http://altice.blogcentral.is/

 

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 09:53

4 identicon

Ég get ekki skilið við þig Ómar, án þess að undirstrika atriði sem fáir virðast skilja. Lögsaga Íslands er afnumin yfir ÖLLUM þáttum sem Icesave-málið snerta. Ekki bara yfir samningunum sjálfum, heldur ÖLLUM atriðum sem málið varða. Þetta stendur skýrum stöfum í málsgreininni sem ég birti hér að framan. Þar segir:

 

»Governing Law. THIS AGREEMENT AND ANY MATTER, CLAIM OR DISPUTE ARISING OUT OF OR IN CONNECTION WITH IT, WHETHER CONTRACTUAL OR NON-CONTRACTUAL, SHALL BE GOVERNED BY, AND CONSTRUED IN ACCORDANCE WITH, THE LAWS OF ENGLAND.«

Algjör uppgjöf og niðurlæging blasir við ef Icesave-samningar-III verða samþykktir. Lösögunni verður afsalað yfir stærsta hagsmunamáli allra tíma. Sjálfstæði landsins verður afsalað í hendur óvina okkar í margar aldir, sem forusta Sjálfstæðisflokks núna nefnir svo smekklega "nágranna og vini" !!!

 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 10:16

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur.

Við megum aldrei gleyma því að það voru Lárus og Stefán sem gáfu okkur vígstöðu í málinu.  Rök þeirra standa þó leiðir hafa skilist, í augnablikinu hið minnsta.

Það er vandlifað í þessum heimi þegar hagsmunir takast á.  Það er ekki öllum gefið að standa á sannfæringu sinni og þekkja muninn á réttu á röngu, hvað þá að vera í flokki sem hefur það sem kjörorð að "gera rétt, þola ei órétt".

Kjarni þeirrar stöðu sem Lárus er í, má útskýra með orðum þínum, "að Lárus Blöndal er sérstakur trúnaðarmaður forustu Sjálfstæðisflokks. Þessarar sömu forustu sem nú vill fórna hagsmunum Íslands fyrir hagsmuni Evrópuríkisins."

Það er erfitt að hafa fellt rangan málstað, og þurfa síðan að verja þann sama málstað vegna ískalds hagsmunamats þeirra sem þú ert bundinn trúnaði.  Þá verða menn tvísaga, í það minnsta.

En þjóðin stendur samt í ómældri þakkarskuld við Lárus Blöndal, ég vil minnast hans sem einn af Vörðum Íslands, það sem seinna gerðist er sorglegt, mjög sorglegt.  En við verðum að lifa með því Loftur, órök höldum við áfram að skjóta í kaf eins og hingað til, en það er ekki okkar hagur að draga úr trúverðugleik Lárusar.

Vörn okkar byggist á hans rökum.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 8.2.2011 kl. 10:21

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Loftur, ég var ekki búinn að sjá seinna innslag þitt.

Ég treysti að þú skrifir um það góðan pistil á vef Þjóðarheiðurs, hafðu samt hófið í huga.  Ég held að þessi orrusta sé núna háð innan Sjálfstæðisflokksins, þar fáum við bandamenn sem munu skipta sköpum í þessari deilu.  En þú veist það Loftur, ég ætti nú að þekkja það á eigin skinni, að þið sjálfstæðismenn notið stór orð um andstæðinga ykkar en þið eruð viðkvæmir gagnvart ykkar eigin fólki.

Og þar sem skrattinn heitir Jógríma, þá skulum við ekki skemmta honum að óþörfu.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 8.2.2011 kl. 10:26

7 identicon

Ómar, þótt lygari segi einhverntíma sannleikann, verður hann ekki heilagur maður fyrir það.

Kveðja að sunnan.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 10:45

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Loftur, það var aðeins Móðir Theresa sem var heilög.  En hún sagði ekki alltaf satt, það voru verk hennar sem voru metin þegar hún fékk sinn heilagleika.

Kjarni málsins er sá að þú segir satt Loftur, og ert maður til að leiðrétta þig ef rök sýna annað.  Það eru þessi rök sem þú telur vanta hjá flokksforystu Sjálfstæðisflokksins þegar hún tók afstöðu með bretum.

Okkar hlutverk er að fá annað fólk til að skilja það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2011 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 333
  • Sl. sólarhring: 418
  • Sl. viku: 4781
  • Frá upphafi: 1329343

Annað

  • Innlit í dag: 276
  • Innlit sl. viku: 4203
  • Gestir í dag: 247
  • IP-tölur í dag: 244

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband