Er kjarkur nýtt orð yfir heimsku????

 

Svo virðist vera ef marka má Björn Val Gíslason.

Lilja Mósesdóttir hefur komið með rökstudda gagnrýni á óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.,

Gagnrýni sem færustu hagfræðingar heims enduróma, og hefur meðal annars haft þær afleiðingar að óráðum sjóðsins er ekki framfylgt í nokkrum þróuðu landi, fyrir utan Ísland þar sem Leppar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tóku þá ákvörðun að bjarga auðmönnum og siðspillta kerfi þeirra á kostnað almennings.

Of bráður niðurskurður og skattahækkanir draga úr tekjum ríkissjóðs og mynda aftur þörf á meiri niðurskurði og hærri skatttekjum.

Við skulum athuga að það er aðeins ein ástæða fyrir þessum mikla niðurskurði, og það er hávaxtastefna Seðlabankans að boði AGS.

Ríkið er núna að greiða tugmilljarða í óþarfa vaxtakostnað miðað við þá vexti sem stjórnvöld þróaðra ríkja Vesturlanda ákváðu að hafa á meðan versta kreppan gengi yfir.  Jafnvel hörðustu hægri stjórnir ákveða að vernda velferð sína á kostnað fjármagnseiganda, en hin "Norræna velferðarstjórn" okkar tók ávöxtun auðmanna fram yfir hag barna okkar og aldraða foreldra.

Siðleysi sem kennt er við Nýfrjálshyggju.

Og ef þjóðin hefði ekki gripið inn í, þá hefði vaxtakostnaður farið úr 80 milljörðum í 160 milljarða, vegna ICEsave og óþarfa lánsins frá AGS.

Við skulum gera okkur grein fyrir því að það er öflugur útflutningur okkar og höft á fjármagnsflutningum úr landi sem halda gengi krónunnar stöðugu.  

Hávaxtastefnan og lán AGS koma þar hvergi nærri.  Nema til að veikja krónuna því erlendir krónueigendur mega flytja vexti sína úr landi, og háir vextir draga úr vexti útflutningsgreina.  Og lán AGS gera það sama, hinir óþarfa vextir draga fjármuni úr hagkerfinu, og draga fjármuni úr heilbrigðiskerfi okkar og almannatryggingum.

Með öðrum orðum þá eru óráðin heimska mannshugans í hnotskurn.

En að kalla hana kjark, hef ég aldrei heyrt nokkurn mann gera áður.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Þarf kjark til að stoppa í gatið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nú er bara að ryðjast í boxið með Carduran Retard

Finnur Bárðarson, 24.5.2010 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 741
  • Sl. sólarhring: 1781
  • Sl. viku: 4217
  • Frá upphafi: 1325303

Annað

  • Innlit í dag: 668
  • Innlit sl. viku: 3713
  • Gestir í dag: 635
  • IP-tölur í dag: 618

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband