Það á að nýta tiltæka peninga í að hlúa að og sinna fólki.

 

Ekki til að hlúa að og sinna verktökum.

Vissulega þarf einhvern tímann að byggja nýjan spítala, en aðeins geðsjúklingar boða tugmilljarða króna framkvæmd, á sama tíma og heilbrigðiskerfið riðar til falls vegna niðurskurðar.

Rökin um að hagræðing borgi upp kostnað eru reiknuð út af sömu mönnum og þeim sem reiknuðu það út að tekjur Hörpu myndi standa undir rekstri og kostnaði við byggingu tónlistarhússins.

Ef þú ert nógu vitlaus, þá getur þú reiknað hvað sem er út.

Til dæmis að þjóð í gífurlegum fjárhagserfiðleikum, geti skrifað undir skuldabréf upp á 2/3 þjóðarframleiðslu, og við það muni bæði gengi gjaldmiðils hennar og matshæfni styrkjast.  Hvað þá að hún geti greitt þetta skuldabréf án gífurlega hörmunga fyrir landsmenn.

Þú getur líka reiknað það út að eina leið til að endurreisa bankakerfi sé blóðfórnir ungs fólks í skuldakreppu gengis og verðtryggingar.  Að það sé leiðin til að halda byggð í landinu.

Það er svo margt sem hægt er að reikna út ef menn eru nógu vitlausir.

Kostnaður við heilbrigðisþjónustu mun ætíð fara eftir þeim þörfum sem við skilgreinum að við ætlum að sinna.  Ekki eftir því hvaða byggingum við ætlum að sinna þeim í.  

Það er ekki flóknara en það.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Efasemdir um spítalann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Vonandi er skynsemisglóra að kvikna.

Hörður Halldórsson, 25.5.2010 kl. 07:33

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar.

Mér hefur ætið þótt þessi byggingaráform geggjuð á sama tíma og verið er að henda öryrkjum og eldri borgurum út á Guð og gaddinn. En hvað skilur maður svo sem.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.5.2010 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband