Hola við holu.

 

Var lýsingin á vegakerfinu í Rússlandi á árunum eftir hrun Sovétríkjanna.

Var kannski táknmynd þess hvers vegna risaveldið féll undan sjálfu sér.

Því ef þú getur ekki viðhaldið vegakerfinu, þá er allt annað í ólestri.

 

Við Íslendingar höfum upplifað fordæmalaust góðæri undanfarin ár.

Ár eftir ár hefur viðskiptaafgangurinn verið á annað hundrað milljarða.

Samt segja stjórnmálamennirnir okkar að við höfum ekki efni á neinu.

Í hvað hafa peningarnir okkar farið??

 

Er það gróði vogunarsjóðanna sem hefur verið fluttur ár eftir ár í beinhörðum gjaldmiðli úr landi?

Eða eru það hinir innlendu hrægammar okkar sem hafa staðið í þeim fjárflutningum??

 

Af hverju hafa frelsi fjárflutninga verið höfuðbaráttumál Sjálfstæðisflokksins en ekki viðhald og endurnýjun samgöngukerfisins.

Hvernig halda menn að það sé hægt að reka nútímaþjóðfélag án þess?

Hve heimskur var sá bóndi talinn sem lifði gósenlífi um haustið því hann át útsæði sitt og slátraði lífgripum??  Hvernig farnaðist honum árið eftir??

 

Hið ömurlegasta í öllu þessu er montið yfir stöðugleikanum, ábyrgri stjórn ríkisfjármála og hágengi neyslunnar.

Svona svipað eins og hjá bóndanum sem notaði lífsbjörgina í veisluhöld.

Át upp framtíðina.

 

Ömurleikinn felst ekki í heimsku þeirra barna sem við höfum falið að stjórna landinu.

Heldur að þeim skyldi vera það falið.

Hvenær yfirgaf brjóstvitið okkur, hvenær breyttumst við í þessi neyslufífl??

 

Við höfum aldrei haft það betra.

Samt höfum við aldrei verið jafn fátæk.

 

Hola við holu.

Leki við leka.

Mygla við myglu.

 

Og flæðandi fé úr landi.

Kveðja að austan.


mbl.is Fjárveitingarnar duga ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til Samgönguráðherra:+

Ef núverandi fjárveiting dugar ekki til, Hysjiði þá upp um ykkur buxurnar og veitið því fé sem þarf til að klára málið !

Það er til nóg af fjármagni !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 28.2.2018 kl. 12:23

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ekki hægt að orða þetta betur Birgir.

Og því má aldrei gleyma, að ef það er ekki gert, þá fjarar undan tekjuflæðinu.

Fjarfesting til fortíðar.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 28.2.2018 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 344
  • Sl. sólarhring: 398
  • Sl. viku: 4792
  • Frá upphafi: 1329354

Annað

  • Innlit í dag: 286
  • Innlit sl. viku: 4213
  • Gestir í dag: 255
  • IP-tölur í dag: 252

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband