Ríkisstjórn sem getur ekki varið hagsmuni almennings.

 

Er hvernig sem á það er litið, slæm ríkisstjórn.

Og það eru alvarlegar fullyrðingar að það sé hægt að rýja allt að 80 milljarða úr Arion banka, og flytja úr landi í boði hinna frjálsu fjárflutninga.

 

Af hverju bregst enginn við þessu??

Af hverju snýst öll umræðan um áformaðar gyðingaofsóknir og hlutdeild Atlanta í vopnaflutningum heimsins??

Ekki að það sé ekki hefð fyrir gyðingaofsóknum á Íslandi, og ekki að það sé óþarfi að Keflavíkurflugvöllur sé notaður til millilendingar í vopnaflugi.

 

En samt, þetta eru smámál miðað við alvarleika hinna 80 milljarða.

Að blóðpeningar þjóðarinnar séu fluttir andmælalaut úr landi í vasa innlendra og erlendra hrægamma.

 

Hver stjórnar þessari umræðu??

Er það forheimska hinna málglöðu??

Eða er það eign hrægammanna á stjórnmálum og fjölmiðlum þjóðarinnar??

 

Það er langt síðan að þeir færðu Samfylkinguna og Vinstrigræna til bókar, en hvað um allt hið sjálfstæða fólk þessarar þjóðar sem snéri niður vinnumenn breta í fjárkúgun þeirra kennda við ICEsave??

Af hverju rumskar það ekki??

Hverra hagsmuna er verið að gæta??

 

Átta menn sig ekki á að hin æpandi þögn við þessum orðum Sigmundar er sama og samþykki?

Viðurkenning á samsekt.

 

Margt grínið er gert að Trump, en hann hefði ekki þagað.

Hann hefði tíst, og tíst þar til hin erlendu ógnaröfl, sem og innlendir samverkamenn þeirra, hefðu í gras lotið.

 

Á þessu stigi er ekkert sem segir að mat Sigmundar, bæði á hinum meinta gróða vogunarsjóðanna, sem og á getu ríkisstjórnarinnar, sé rétt.

En hann færir rök fyrir sínu máli, og rökum þarf að svara.

Með öðru en þögninni.

Því þögnin játar samsektina.

 

Og mikil er reisn hinna sjálfstæðu manna, mæld neðan frá, ef það eina sem þeir geta rætt um eru holurnar í malbikinu í Reykjavík, og það eina sem þeir hafa um þær að segja, er að þær séu bölvaður sósíalismi.

Það skal upplýst hér, að holur eru ekki sósíalismi, þær eru kerfislægar.

Hér fyrir austan hefur Sjálfstæðisflokkurinn stjórnað í samsteypustjórn í áraraðir, næstum því frá því sem elstu menn muna, og hér eru holur í malbiki.  Óviðgerðar, látnar stækka og stækka, á meðan hið óskilvirka stjórnkerfi blæs út.

Og allir flokkar hafa komið að ríkisstjórn síðustu 10 ár eða svo, og samt er vegakerfið okkar að holuhruni komið.

Svo holur í malbiki eru ekki sósíalismi, og þær eru ekki heldur mál málanna.  Þó vonandi beri okkur gæfu til að kjósa þær burt í næstu kosningum.

 

Hundruð milljarðarnir sem vogunarsjóðirnir, sem ytri dulbúningur fyrir innlenda og erlenda hrægamma, hafa haft út úr þjóðarbúinu frá hruni, eru hins vegar mál málanna.

Því þeir eru vegakerfið okkar, þeir eru þjóðarspítali okkar, þeir eru allt það sem við höfum látið grotna niður frá Hruni.

Og allan þann tíma sem keyptir stjórnmálamenn hafa þjónað þeim, þá var alltaf hægt að leggja á útgönguskatt á ofsagróða, svona miðað við 100% á ávöxtun umfram 100%, og þjóðin væri ekki öreigi í dag.

Með unga fólkið á vergangi leigubraskaranna, með spítala okkar blæðandi, með vegakerfið okkar að hruni komið.  Að ekki sé minnst á alla peninganna sem voru teknir úr velferðinni.  Hve margt fólk í blóma lífsins hefur látist vegna þess að ekki voru til fjármunir í að sinna því, hve mörg ungmenni hafa þjást vegna þess að biðlistinni á BUGL er óendanlegur, eða því sem næst??

 

Öreigarnir þekktust hér á árum áður á klæðnaði og skjóli barnanna, á vosbúð þeirra og sulti.

Og þeir höfðu ekki efni á neinu.

Ekki frekar en við í dag.

 

Hví ræðum við þetta ekki??

Hví ræðum við ekki hvað varð um alla peninganna okkar??

 

Og lærum af þeirri umræðu.

Svo sagan endurtaki sig ekki.

 

Af hverju eru þeir tímar liðnir að heilu leiðararnir, að heilu Reykjavíkurbréfin voru skrifuð um undirlægjuhátt ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir gagnvart vogunarsjóðunum??

Var það sem sagt ekki rangt??

Það er verknaðurinn sem slíkur, voru það aðeins rangir flokkar sem sviku??

Var kaleiknum stolið frá Sjálfstæðisflokknum??

 

Nei, aumt er hið þegjandi fólk.

Aumir eru þeir sem heltu svívirðingunum yfir þau Jóhönnu og Steingrím, en þegja þunna hljóðinu í dag.

Hvar eru allir vandlætararnir hér á Moggablogginu??

Eru þeir orðnir elliærir??, muna þeir Styrmir og Björn ekki lengur það sem þeir skrifuðu fyrir ekki svo mjög mörgum árum síðan??

Eða allir hinir minni spámennirnir??

 

Hvar eru gífuryrði athugasemdarkerfisins??

Hæðnin og aðkastið??

Og sú vissa að það voru þeir, að okkar fólk hefði ekki gert svona.

 

Eru ekkert eftir annað en holur??

Holur í malbiki, holhljómur samsektarinnar??

 

Já, mikil er reisnin.

Neðanfrá.

Kveðja að austan.


mbl.is „Fléttan er öll að ganga eftir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Gott hjá þér Ómar Geirsson.

Það er talað um bílagreiðslur og smámuni, sem þingið getur leist hjá sér, með því að setja sér þær reglur, lög, sem þingið vill.

En það að gefa bankanna, gefa peningaprentunina, gefa alla uppbyggingu landsins, einkaaðilum, þá er ekki sagt orð.

Vonandi fer ungafólkið að lesa sér til, svo að það skilji að við erum eins og kýr í fjósi mjólkaðir þrælar.

Bankakerfið er þannig uppbyggt að banka eigandinn, skrifar töluna, fyrir efni og vinnu, og segist lána húsbyggjandanum,

og þegar búið er að byggja húsið, þá þykist bankaeigandinn eiga húsið.

Þeir sem komu með vinnu og efni í húsið, voru þeir einu sem settu verðmæti í húsið. 

Bankinn skrifaði aðeins töluna, það er bankinn hélt bókhaldið.

Ef sjóður fólksins á tölurnar, þá er ekkert fyrir vogunarsjóði til að flytja til útlanda.

Ef sjóður fólksins á tölurnar, þá getur sjóður fólksins, endurnýjað einbreiðu brýrnar, tvöfaldað veginn,

sett vegrið á milli akreina, og sett vegrið meðfram veginum.

Þá getur sjóður fólksins, útbúið íbúðalánasjóð, sem lánar til 40 ára, á 0,1 til 0,5 % umsýslu vöxtum, og

endur greiðsla til dæmis, 10% af launum.

Það væri allt í lagi að sjóðurinn ætti 50% í íbúðunum, það væru svona hlunnildi, á móti að aðili hjálpaði

að byggja upp þjóðfélagið.

Ef veikindi væru, til dæmis óregla eða annað, þá væru aðilar settir í afvötnun, eða hjálpað á viðeigandi máta.

Auðvitað á Kári að koma að málinu, þá er átt við vísindin,

Allir vitum við að Guð skapaði manninn.

Nú eru vísindin, mennirnir að skapa herra Róbott og frú Róbott, og ef þeir bila, þá lagar skapari þeirra, það er vísindamaðurinn,  

herra Róbott og frú Róbott strax.

Við vitum einnig að allt bendir til að innan skamms tíma, verði hægt að laga manninn og konuna, að því sem telst æskilegast.

Þá setur Kári í mig þann eiginleika að ég drekki hæfilega mikið kaffi, þýska stúlkan segir að heima, sé sagt að gamalt fólk fái vandræði í liðina,

ef það drekkur of mikið kaffi.

Umræðan segir að eftir 10 til 20 ár, verði hægt að kaupa uppfærslu á sál og líkama, þeir nota reyndar orðin, uppfærslu, á manninn,

það er karlinn og konuna.

Nú þá verðum við sem ekki getum keypt uppfærslu, áfram, sömu asnarnir.

Auðvitað gerum við grín, en þetta er í alvöru, bláköld alvara.

Egilsstaðir, 28.02.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 28.2.2018 kl. 23:30

2 identicon

Það hefur oft verið stutt á milli leppa og landshöfðingja.  Við sáum það í Icesaave málunum öllum þremur, landshöfðingjarnir gerðust leppar AGS og vogunarsjóða, hrægammanna, og enn er slíkt í gangi.  Ég skil ekki lengur hvernig gamlir sjálfstæðismenn geta varið það fyrir sjálfum sér að þegja, að gerast samsekir því, með því að andmæla ekki, heldur þegja sem skynlausar skepnur, eða baula smá um von um tuggu.  Vesalingar á snöpum.  Steingrím J kölluðu þeir þá landráðaman , hvað kalla þeir hann núna?  Heilagan frelsara?  Hvað kalla þeir formann sinn Bjarna Ben sem gerir nú allt í anda Steingríms J sem þeir kölluðu áður landráðamann?  Aum er sú hjörð nú orðin.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 28.2.2018 kl. 23:46

3 identicon

Frábær pistill Ómar og svo sannarlega allt rétt sem sagt er.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.2.2018 kl. 23:51

4 identicon

M.a.s.kjarninn.is sér hvað er í gangi

og skrifar greinargott yfirlit um honar földu eignir sem Bjarni gaf vogunarsjóðunum.

Kristín Flygenring, fulltrúi Bankasýslunnar reyndi að sporna við fótum, en nú er engim fyriratað, þökk, eða þannig, lyddunum sem kalla sig í dag Sjálfstæðismenn, gungurnar og druslurnar sem fylgja í fótspor Steingríms J í Icesave málinu. 

Fyrst skenktu Engeyingar sér Borgun út úr Landsbankanum, þeir þora bara að ræna ríkisbanka.  

Í staðinn fá hrægammarnir Valitor á silfurfati.

Það er bara Simmi einn sem varar við á þingi.

Lyddurnar þegja.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 1.3.2018 kl. 01:20

5 identicon

https://kjarninn.is/skyring/2018-02-27-mikid-falid-virdi-i-arion-banka-og-afslattur-i-bodi/

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 1.3.2018 kl. 01:27

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Jónas.

Það er rétt að heilbrigð skynsemi er einföld í framkvæmd, og hún leggur grunn að lífvænleg samfélagi, fyrir alla, ekki bara þá sem fljóta ofaná.

En í hroka mannsins er fall hans fólgið.

Við höfum ekki alveg vitið til að leika guði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2018 kl. 06:48

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Pétur.

En meira þarf til að koma harmleik þjóðarinnar inní umræðuna.

Ég reyni mitt með því að láta þennan pistil standa í einhvern tíma, það er alltaf eitthvað rennerí inná síðuna.

Svo verðum við bara að treysta á Sigmund eins og félagi Símon frá Koti bendir réttilega á.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2018 kl. 06:51

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Já kæri Símon, þetta er ekki félegt.

En ég er nú samt með það skrýtna kímnigáfu að hafa lúmskt gaman að sjá alla íhaldshjörðina ganga í takt með Steingrími Joð.

Enda hann líka íhaldsmaður, og að er ekkert launungarmál að það var aldrei skipt um ræðuskrifara í fjármálaráðuneytinu frá því fyrir Hrun.

Þannig að samhljómur Bjarna og Steingríms ætti ekki að koma á óvart.

Það er þá bara að framhlaða.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 1.3.2018 kl. 06:54

9 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar og takk fyrir að vekja athygli á þessu máli. Ég setti inn blogg þegar ég sá að Ríkið væri farið út úr hluthafahóp Arionbanka er leyfi mér að pósta það hjá þér, því mér fynnst að það eigi erindi inn í umræðuna

"Nú halda kröfuhafar veizlu og hlæja af af okkur islendingum. 


1000 faldur ágóði eiginfjármagns sem lagt var til, eða meira?


Það er þó bót í máli að íslendingar hafa enn skattlagningarvaldið og geta því náð stórum hluta  þessa ofurgróða til baka í sköttum þ.e.a.s. ef það er til einhver manndómur  hjá þeim er starfa sem Alþingismenn okkar. 
Alþingismenn geta sýnt það í verki að þeir séu ekki gungur og hafi það áræði til að ná í þennan skatt og sjá um leið að þessi ofurgróði fari ekki úr landi.

Stór fjöldi fjölskyldna hefur engar bætur enn fengið vegna athafna þessarra kröfuhafa og misst allt sitt vegna undirgefni Ríkisstjórnar okkar á árunum 2009 og 2010 við þessa kröfuhafa, Vogunarsjóði sem hafa ekki nein nöfn á bak við sig.(Líklega ekki hæfir til að eiga banka)

Enn er til ráð og tími sem HIÐ HÁA ALÞINGI hefur til að bæta úr mistökum sínum á þessum samningum.

Eggert Guðmundsson, 1.3.2018 kl. 11:36

10 identicon

Og nú básúnar markaður moggans, að selja skuli Landsbankann einnig.  Svei mér þá ef Sigurjón digri er ekki byrjaður að æpa í gegnum eina kellingu sem titluð er þar bankastjóri, um hina tæru snilld, stofnun nýrra Icesave reikninga.  Allt í boði Sjálfstæðisflokks Steingríms J og Kötu puntudúkku og Bjarna druslu og kremlverja.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 1.3.2018 kl. 12:56

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Allt í góðu að nýta athugasemdarkerfið til fylla uppí umræðuna.

Kjarni málsins er einmitt þessi að ofsagróði er ekki skattlagður, og þess vegna er þessi hvati til að spilla, til að múta, til að nýta sér fjárvana stjórnmálmenn til að setja hagfeldar reglur og svo framvegis.

Ef hann væri skattlagður, til dæmis umfram 100%, þá væri allt miklu eðlilegra og allar sápukúlur fjármálabraskara miklu auðveldari viðureignar.

En þetta hefur ekki verið gert frá Hruni, smá vilji með stöðugleikaskattinn, en það var líklegast allan tímann blekking til að kaupa sér frið á meðan gengið var frá uppgjafarsamningum.

Á kostnað þjóðarinnar, en spurningin er; hvað fengu þeir í vasann sem stóðu að þeim gjörningum??

Og hinir fyrir að þegja.

Allavega eiga hrægammarnir íslensk stjórnmál eins og þau leggja sig, nema kannski hugsanlega Sigmund Davíð.

Og þetta viðgengst vegna þess að hinir flokkstryggu, þeir kyngja öllu, sama hvaða ógeð þeim er boðið uppá.

Með þeirri heiðarlegu undantekningu að sjálfsögðu sem var staðfesta grasrótar Sjálfstæðisflokksins í ICEsave fjárkúguninni.

Og það verður ekkert skattlagt, þetta verður þagað í heil.

Og á meðan grotnar allt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2018 kl. 18:08

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Sigurjón Digri var verkfæri.

Og verkfærin voru hengd, ekki ábyrgðarmenn Hrunsins,

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2018 kl. 18:09

13 identicon

Vitaskuld var Sigurjón digri verkfæri,

líkt og bankastjóri Landsbankans er núna látin prufukeyra stemninguna fyrir einka(vina)væðingu Landsbankans.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 1.3.2018 kl. 19:11

14 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sammála þér Ómar- þetta verður þagað í hel. Þetta mál var afgreitt á hinu "Háttvirta Alþingi" okkar sem BLAÐUR, af foringja Sjálfstæðisflokksins.

Og hann komst upp með það, því hann laumaði sér í kyrrþey og skrifaði undir samning um einu af stærstu sölu Ríkiseigna frá hruni.

Eggert Guðmundsson, 1.3.2018 kl. 21:16

15 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Gott hjá þér Ómar Geirsson, og núna ennþá betra.

Orðið Guð hefur verið tengt við hugmyndina, sá sem skapar, Skaparinn.

Einnig er sagt, Guð er andi.

Þá virðist sem sagt sé, að allir sem nýta sköpunarmátt huga og handa, andann, sköpunar andann,

séu að nýta Guðsandann í sjálfum sér.

Þá virðist, þessi andi, geta verið í hverjum manni.

Við munum hvað Nikola Tesla sagði, veröldin er andleg.

Svo vitum við að veröldin er sýndarveröld, og að við lifum í þrívíða skjánum, og myndin sést í punktunum,

í þrívíða punktanetinu, og að atómið er það næsta sem við skynjum, í átt að punktinum.

 

Jóhannesarguðspjall 10. Kafli

34 Jesús svaraði þeim: „Er ekki skrifað í lögmáli yðar: Ég hef sagt: Þér eruð guðir?

Sálmarnir 82. kafli

6Ég hefi sagt: Þér eruð guðir og allir saman synir Hins hæsta,

  Nikola Tesla var einn af þeim, sem fluttu þjóðunum blessun og leystu fólkið úr ánauð þekkingarleysisins? Þekkingin skapar allsnæktir. Nústaðreyndatrúin stóð á móti Jesú og Nikola Tesla. Við skulum færa Jesú og Tesla aftur inn í skólanna.  20.12.2017 | 18:24 Viðtal við Nikola Tesla 1899

Egilsstaðir, 02.03.2018  Jónas Gunnlaugsson


 

Jónas Gunnlaugsson, 2.3.2018 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1001
  • Frá upphafi: 1321553

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 840
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband