Gylfi kann þetta

 

Og veit eins og er að ef hann er ekki rótækari en hinir róttæku, þá eru hans dagar taldir á stól forseta ASÍ.

Það er greinilegt að innlendir og erlendir hrægammar hafa gleymt að bjóða honum feitan bitling, hafa greinlega haldið að Samfylkingin myndi hafa hann í taumi.

 

Núna er víglínan skýr,Samtryggingarflokkurinn, Samfylkingin, Framsókn. VinstriGrænir og Sjálfstæðisflokkurinn hafa misst öll tök á verkalýðshreyfingunni, samfylkingarforysta BHM mun engu breyta þar um.

Gylfi ræðst á ofurlaun, og mun örugglega fá mikinn hljómgrunn.

Ef hann fer næst gegn vogunarsjóðunum og leppum þeirra í ríkisstjórn Íslands, þá á hann sviðið.

 

Því Gylfi kann þetta.

Hann var bara búinn að gleyma þessu.

 

En vaknaði í tíma.

Kveðja að austan.


mbl.is Gylfi vill 60-65% skatt á „ofurlaun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skák og mátt Gylfi vann skákina

Kveðja,Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 28.2.2018 kl. 16:49

2 identicon

Liðnir eru þeir tímar þegar verkalýðsforingjar störfuðu af hugsjón og börðust fyrir kjörum verkalýðsins. Upp runnin er sá tími þegar verkalýðsleiðtogar eru með nærri tvær milljónir á mánuði, öfund ræður för og baráttan snýst um að draga þá niður sem náð hafa góðum samningum um sín laun.

Gylfi ræðst á ofurlaun, og mun örugglega fá mikinn hljómgrunn. Enda ætíð verið vinsælla að skemma fyrir einhverjum öðrum en að bæta kjör egin fólks. Það er auðveldara að skapa öfund en baráttuanda. Að finna sér andstæðing sem hægt er að ráðast á og ná með því vinsældum þó árásin skili almenningi engu. Það kostar nefnilega alvöru baráttu að hífa upp kjör almennings en ekkert nema lýðskrum og orðagjálfur að draga niður kjör einhverra toppa. 

Og heimskur almúginn fagnar aftökunum með tóma grautarskálina.

Gústi (IP-tala skráð) 28.2.2018 kl. 17:31

3 identicon

Lokaleikurinn í skákinni sem lauk í dag hjá Gylfa var að ráðast á sína hagsmuni. Auðvitað ef settur verður meiri skattur á ofurlaun eins og Gylfi lék leiknum framkallar meiri hækkun á ofurlaununum sem því nemur og almenningur borgar aðeins meira til að dekka hækkunina ekki flókið reikningdæmi enda sér íslenskt fyrirbæri. Óbeinir skattar eins og þessi ef af yrði ,,Gylfaskattur''  bitnar  mest á þeim sem síst skyldi í formi vaxtahækkanna og opinberagjalda sem dæmi

Man einhver eftir Jón Baldvins skattinum sem settur var á lögmenn og almenningur var látinn halda í gegnum fjölmiðla að nú yrði tekið á lögmönnunum Jon var gerður að hetju í smá tíma út af þessu en svo kom í ljós að kúnnanir borguðu allan þennan skatt sem lagðist ofan á þjónustu þeirra:)

Kv.Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 28.2.2018 kl. 18:16

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Smá leiðrétting, Gylfi kann þetta ekki alveg, og persónulega held ég að hann sé heimaskítsmát.  En það kemur svo sem í ljós.

Gústi, ekki vanmeta það afla sem felst í að benda á ofurlaun, þegar griðrof verður milli yfirstéttar og almúgans, þá vilja hausar fjúka, eða byssukúlur lífláta, svo ég vitni í frönsku byltinguna og síðan morðæði bolsévika.

Og hreint út, það á að skattleggja ofurlaun, það á að skattleggja ofsagróða, það á að útrýma öllu óeðli fjármálagjörninga, líkt og pensilín og ormahreinsun vann á sníkjudýrum mannskepnunnar.

En keyptir boða ekki þann boðskap, heldur hinn margradda kór byltingarinnar.

Sem svo sem hefur ekki verið stofnaður ennþá, en hann er í burðaliðnum.

Kórstjórarnir eru þegar mættir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2018 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 966
  • Sl. viku: 3886
  • Frá upphafi: 1332896

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 3262
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband