25.6.2024 | 15:50
Til hvers þarf frjálshyggjan vini??
Þegar hún á óvini eins og Bjarkey Olsen.
Sú fullyrðing byggist á því að VinstriGrænir segjast róttækir, andstæðingar frjálshyggjunnar, auðsöfnun hinna örfáu, heimill á Sjálfstæðisflokkinn.
Svo hlutgera VinstriGrænir draum Þorsteins Pálssonar, eina valdamann Sjálfstæðisflokksins sem hrökklaðist frá völdum vegna þess að þjóðin var ekki tilbúin að kaupa frjálshyggju hans, ægivald ríkra og ofurríka yfir auðlindum þjóðarinnar, kvótasetningu sem átti að færa allan sjávarafla i hendur örfárra útgerðarfyrirtækja.
Og ráðherra þeirra segir; "Áhrif grásleppufrumvarpsins komi í ljós".
Eins og hún sé geimvera, eða allavega brottnuminn Íslendingar sem hefur alið allan sinn aldur á fjarlægum plánetum, og hefur engar fréttir af hvernig braskið yfirtók kvótann.
Ónýtt strandmið, lagði byggðir í auðn.
Jafnvel hippar fortíðarinnar eftir áralangan strangan LSD kúr, voru svona veraleikafirrtir.
Eða réttara sagt þóttust vera svona veruleikafirrtir.
Samt slær Bjarkey Olsen þeim við, það er meintum geimverum og LSD firrtum hippum.
Hvað veldur??
Svarið er kannski að leita í gjafafrumvarpi hennar á fjörðum landsins til norskra auðfyrirtækja.
Lægstu mörk óforskömmunarinnar eru ekki virt, lægra er lagst en hægt er að leggjast.
Þar er sagan virt, fótspor Steingríms Sigfússonar fetuð.
Í þágu auðs og auðmanna.
Svo er bent á Sjálfstæðisflokkinn.
Ha, ha.
Kveðja að austan.
Áhrif grásleppufrumvarpsins komi í ljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2024 | 16:50
Menntun, mettun og jöfnuður.
Mér er minnistætt spjall sem ég átti við fyrrverandi þingmann okkar Norðfirðinga, sem eftir atlögu siðspillingarinnar innan Samfylkingarinnar hafði hrökklast af þingi, og ráðið sig sem skólastjóra á Svalbarðseyri, í hjarta austanverðar Eyjafjarðar.
Þetta var rétt eftir hrun, og þingmaðurinn sagði mér frá þverpólitískri sátt innan sveitastjórnar Svalbarðshrepps, að bregðast við hruninu með því að bjóða uppá ókeypis skólamáltíðir.
Afleggja þar með að efnahagsleg staða foreldra hefði áhrif á mettun barna í skóla sveitarfélagsins.
Lærandi af reynslu Finna sem töldu að ómagahjálp myndi sjá til þess að þarlend börn eftir efnahagshrunið mikla í kjölfar falls Sovétríkjanna myndu fá að borða, og vanmátu stoltið, þar sem svangur magur barna var á milli.
Seinna komst þingmaðurinn okkar í sveitastjórn Fjarðabyggðar eftir mikinn sigur Fjarðalistans, og þá í meirihluta, hans fyrsta verk var að taka upp gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sterkasta tæki sveitarfélagsins til að tryggja jöfnuð óháð fjárhagsstöðu foreldra, viti þeirra og skynsemi (sbr. forheimskan sem taldi jógúrt fullnægjandi hádegismat barna, hjá foreldrum sem sjálf voru vel alin í hádeginu) ásamt því að tryggja vellíðan barna og námsárangur, það er þekkt staðreynd að þó svöng skáld yrki betur uppá hanalofti þá læra börn ekki vel á gaulandi maga, eða maga mettan með ruslfæði græðgimatvælaiðnaðarins.
Svona geta vegirnir verið órannsakanlegir, upphefð Kristjáns Möller í skjóli ægisvalds Akureyringa í Norð-Austur kjördæmi til að koma í gegn þeirri gjörspillingu sem meint einkaframkvæmd Vaðlaheiðarganganna var, rataði seinna meir ofaní pyngju barnafjölskyldna og maga barna í Fjarðabyggð.
Og skrýtið, eina svar Sjálfstæðisflokksins var að vísa í ómagaframfærsluna, að efnalitlir gætu sótt um hana til að greiða skólamáltíðir barna sinna.
Núna er framsýni sveitastjórnar Svalbarðshrepps, og hinir órannsakanlegir vegir þess í efra, orðin að frumvarpi og síðan að lögum, skólamáltíðir í grunnskólum landsins eru loksins orðnar gjaldfrjálsar.
Hollur og góður matur er á diskum æsku þjóðarinnar, ruslið út, allir við sama borð.
Já, mér er minnistætt spjallið við þingmanninn okkar.
Sem og ég man þegar ég hrósaði honum fyrir góð verk.
Góðverk.
Því það er þetta smáa, sem enginn tekur eftir, en er samt drifkraftur þess sem fær bolta til að rúlla, litlar þúfur til að velta þungu hlassi, sem er birtingarmynd ljóssins sem umlykur okkur, þess ljós sem hamlar gegn myrkri tregðunnar og hugmyndafræði þess í neðra sem við kennum við nýfrjálshyggju eða frjálshyggju því sú illska skaut fyrst rótum í upphafi 19. aldara, sem gerir einstaklingana svo stóra.
Einstaklinga sem gera rétt, sem reyna að breyta rétt, sem dreifa manngæsku og kærleik út í samfélag sitt, sem eru skýring þess að þrátt fyrir allt lifum við í góðu samfélagi.
Sumt heppnast, annað ekki, en viljinn til góðra verka smitar út, hamlar gegn niðurbroti og hrörnun, er í hnotskurn hið góða fólk sem er allt í kringum okkur.
Í því liggur fegurð samfélags okkar.
Kveðja að austan.
Ps. Það þarf ekki að taka fram að "hið góða fólk" er ekki sama fólkið og Góða fólkið með stóru Gje-i, þar á milli er gjá sem stærðfræði lengdarinnar sem kennd er við óendaleikann fær ekki mælt. Sem betur fer er til gott fólk, mikið af því.
Skólamáltíðir í grunnskólum gjaldfrjálsar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2024 | 16:42
Er ekki tími til kominn að þessu linni??
Og það fyrir mjög mörgum mánuðum síðan.
Atvinnugóðmenni, mörg hver í vinnu hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna, hafa viðhaldið þessum tilgangslausum manndrápum, með því að síbenda fingur á hernað Ísraela eins og engin sé ábyrgðin hjá Hamas, sem hóf þetta stríð með voðaverkum sínum, og viðheldur stríðinu með því að verjast innan um óbreytta borgara Gasastrandarinnar.
Samt ættu atvinnugóðmennin að vita að það var einmitt tilgangur voðaverkanna, varnarinnar innan um óbreytta borgara, að nota blóð sem fóður í áróðursstríði.
Hamas treysti einnig á leyndarþræðina frá Persaflóa sem lágu til múslima í alþjóðlegum stofnunum, voðaverkin spruttu ekki uppúr engu, þau voru vandlega skipulögð, línur lagðar, aðeins heimskt fólk bendir putta á Íran, vissulega miðaldaríki við Persaflóa, en fjárstreymi leyndarþráðanna kemur frá miðaldaríkjum Arabaskagans.
Þessir leyndarþræðir hafa tryggt Hamas yfirburði í áróðursstríðinu.
Eini feillinn var að þjóð sem á að útrýma, bókstaflega, hún skeytir ekki um ímynd eða skor í hliðarveröld sýndarheimsins sem Hamas og miðaldafólk Persaflóans treysti á að myndi knésetja gyðingana í Ísrael.
Gyðingarnir höfðu vopn og getu til að svara fyrir sig og miðaldafólk hefur líka mikil ítök í stjórn landsins.
Þess vegna er fólk bara drepið og drepið.
Fólk sem er alveg eins og ég og þú.
Var ekki spurt, aðeins fórnað á altari Hamas og þeirrar drápsmiðaldahugmyndafræði sem Persaflóinn fjármagnar.
Breytir því ekki að þennan vítahring drápa og eyðileggingar þarf að rjúfa.
Og þann hring geta Bandaríkjamenn rofið.
Það var ekki nóg að láta Öryggisráðið samþykkja ályktun um vopnahlé, það þarf að framfylgja þeirri ályktun.
Annað er bara Kínalegt eða Rússalegt, innantómt orðagjálfur á skjön við raunveruleikann.
Ísrael mun aldrei sigra Hamas, líkt og ísraelski herinn gerir sér grein fyrir.
Tilraun miðaldamanna í ríkisstjórn landsins til þess, er aðeins hjakk í sama hjólfarinu, hjakk sem smán saman fær fólk til að leggja þá að jöfnu við voðamenni Hamas.
Sem er réttmætt, miðaldagyðingar og miðaldamúslímar, boðandi hatur og heift, í grunninn er ekki nokkur munur þar á.
Bandaríkjamenn eiga og áttu að taka af skarið.
Öll dráp í dag, og í gær, og lengra síðan, eru á ábyrgð stjórnvalda í Washington.
Sem og dráp morgundagsins.
Allt þar til drápin er stöðvuð.
Þessu þarf að linna.
Þessu á að linna.
Annað er sigur fyrir hatur, öfga og heift.
Sigur fyrir Hamas.
Og hver vill það??
Kveðja að austan.
Á þriðja tug drepnir nálægt byggingu Rauða krossins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2024 | 22:37
Það eru breytingar í hafinu.
Hverjar sem þær eru, þá getur sjókvíaeldi í fjörðum Austfjarða ekki skýrt þær breytingar.
Það er lógískt, umhverfisbreyturnar áttu sér stað áður en Kaldavík, forverar hennar settu út kvíar, og hófu eldi á laxi í sjókvíum.
Ef eitthvað vit væri að baki þessari frétt, og grillun sveitunga míns; Jens Garðars, þá myndi hinn ofurgáfaði femínisti Morgunblaðsins spyrja sig, hvar er laxinn??, uppí hvaða ár gengur hann??
En Morgunblaðið býr að femínistanum, visku hans og viti, ritstjórinn fattar ekki gáfnafar hans, spyr ekki einfaldar spurningar, hvaða laxastofna ógnar Kaldavík Jens Garðars, og þegar svarið er augljós; Engum, af hverju geta frasar og forheimska stýrt fréttum og fréttamennsku blaðsins???
Eins gott að sveitungur minn er kurteis maður.
En hví þessi aðför að byggð og atvinnu fólks???
Hvaða öfugmæli drífa áfram þessa aðför???
Er vitið í 101 Reykjavík ekki meir en það, að hyggur að Norður Noregur sé byggð á Austfjörðum??
Og því megi svína út, skíta út, atvinnu sem og forsendu hinna smæstu byggða??
Jens Garðar stóð sig vel í þessu viðtali.
Mogginn hins vegar ekki, hver er sú rétthugsun sem skýrir að femínistinn skuli ekki fyrir löngu hafa fengið sér vinnu i uppklapparteymi Kristrúnar Frostadóttir??
Það er byggð undir.
Þó 101 þekki hana ekki.
Gott væri samt að þekkja hafið.
Kveðja að austan.
Segir hnignunina ekki tengjast sjókvíaeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.6.2024 | 17:40
Framsókn ver:
Stjórnleysi, ofríki, siðleysi.
Stjórnleysi þegar framkvæmdarvaldið vanvirðir lög og reglur landsins.
Ofríki þegar ofsatrúarhópur telur sig í krafti ráðherravalds hafa rétt til að valda fyrirtækjum og einstaklingum skaða.
Siðleysi, að ríkisstjórnin skuli láta slíkt viðgangast.
Fáráð og vanvit stjórnarandstöðunnar, fávitastjórnmál Pírata, Samfylkingar og skúffunnar á skrifstofu Viðskiptaráðs, réttlætti núverandi ríkisstjórn.
Og hefur réttlætt hana lengi.
En eftir Kristrúnu, ei meir.
Ríkisstjórnin er stjórnlaust rekald.
Siðlaust rekald.
Hingað til hefur Framsókn samt ekki verið þátttakandi í þeim gjörningum.
Ekki í þessari ríkisstjórn þó flokkurinn eigi þekkta sögu þar um.
Æran, ef þó hún einhver var, hvarf með þessari yfirlýsingu.
Að verja hið óverjanlega, er upphaf af endi flokksins.
Sérstaða hans horfin, gímald spillingarinnar gleypir, ekki einu sinni reykur af því sem einu sinni var, leitar upp frá tóftum þessa einu sinni landsbyggðarflokks.
Grafskriftin sjálfsagt atlaga Isavia af flugsamgöngum landsbyggðarinnar.
Undir handleiðslu Sigurðar Inga, innviðaráðherra þess eina afrek að hafa lagt til einkavinavæðingu vegakerfisins.
Á meðan blæða vegirnir, með slysum, fjáraustri, hruni.
Já Framsókn.
Já Framsókn.
Af sem áður var.
En svo sem ekki skrýtið í ljósi þess að bræðravíg var leið dýralæknisins til æðstu valda.
Valda sem lær nýja merkingu að hanga eins og framsókn á hundsroði.
Blessuð sé minning Framsóknar.
En þjóðin spyr; hvar ertu skjól mitt og skjöldur.
Í tóminu er ekkert svar.
Kveðja að austan.
Framsóknarmenn munu verja matvælaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2024 | 15:24
Sigurður Ingi fjármálaráðherra
Sem er æðsta stjórnvald yfir ÁTVR sendi lögreglunni bréf, og benti henni á að það gilti lög í landinu.
Að lög landsins væru æðri en stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, og þó yfirmenn lögreglunnar væru pólitískt skipaðir, það er valdir í embætti sín á flokkspólitískum forsendum, þá þyrftu þeir engu að síður að fara eftir gildandi lögum í landinu.
Skjól dómsmálaráðherra, skjól fyrrverandi fjármálaráðherra, væri engin afsökun fyrir vanvirðingu gildandi laga.
En þegar græðgin og sniðgöngun laga í skjóli velviljaðs stjórnvalds á í hlut, þá þarf enginn að vera hissa á að undirdeild Viðskiptaráðs, kennd við Viðreisn, skuli koma þessari sniðgöngun til varnar.
Viðreisn er bara það sem það er, og þó eitthvað trúgjarnt fólk kjósi flokkinn sem stjórnarmálaflokk, þá er hann engu að síður undirdeild, hýst í skúffu í einhverju bakherberginu hjá Viðskiptaráði.
Það þarf heldur enginn að verða hissa þó fjölmiðlar eins og Rúv og Mogginn gangi erinda þessarar sniðgöngunar í þágu netglæpamanna, það er þeirra glæpamanna sem selja áfengi ólöglega á netinu, höndin sem fóðrar, fóðrar ekki ókeypis.
En það að við, þjóðin, skulum láta bjóða okkur þessa pólitísku spillingu Sjálfstæðisflokksins, greinilega með stuðningi undirdeildar Viðskiptaráðs, er hins vegar grafalvarlegt mál.
Til hvers erum við að kenna börnum okkar að virða lög og reglur, og horfum svo þegjandi á svona sniðgöngun með blessun lögreglunnar??
Sigurður Ingi, já ég get hrósað honum, á hrós skilið fyrir þetta kurteislega orðað bréf sitt.
Hrós skilið fyrir að afhjúpa berangur Sjálfstæðisflokksins og pótintáta flokksins í æðstu embættum lögreglunnar.
Eins þegar hefur verið bent á þá afsakar fátt orðið tilveru núverandi ríkisstjórnar, nema þá vera skyldi afhjúpun spillingar sem nær djúpt inní embættismannakerfi þjóðarinnar.
Að reglur réttarríkis víki ef borgað er í flokkssjóð.
Bjarni verður aumari með hverju deginum.
Svona eins og vegakerfi okkar sem hann hefur skipulega fjársvelt núna í hátt í 8 ár.
Aðeins hrun blasir við vegakerfinu, alveg eins og hrunið á fylgi Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum.
Flokks sem er óhæfur til að standa með borgarlegum gildum og borgaralegu samfélagi.
Það er uppgjör í nánd.
Þjóðin, það er restin af henni hefur fengið nóg.
Og kallar út í tómið; hvar ertu skjól mitt og skjöldur.
Kristrún er ekki það svar.
En hún er þó skárri en þetta.
Kveðja að austan.
Ráðherrann er rangstæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.6.2024 | 07:45
Kemur góður þegar getið er.
Ekki að ég sé ekki sammála dómsmálaráðherra um stjórnarandstöðuna, en fyrir utan hávaðamengun þá er hún ekki gerandi í neinu.
Það er ríkisstjórnin hins vegar og hún er andlit stjórnleysisins í dag.
Hún ber ábyrgðina á upplausninni á landamærunum, hún ber ábyrgðina á þjóðarskiptunum þar sem 1100 ára saga þjóðarinnar er þurrkuð út á altari græðgi glóbalvæðingarinnar, og hún ber ábyrgð á lögleysu ráðherra sem telja sig hafna yfir lög landsins.
Nærtækt dæmi er aðför ráðherra VinstriGrænna að hvalveiðum, fyrst Svanhvít og núna Bjarkey. Eins og hvert annað glæpahyski vega þau að atvinnu og atvinnufrelsi undir yfirskini þess að þau séu ekki sammála núgildandi lögum um hvalveiðar.
En að breyta þeim; Nei-ii, að brjóta þau; Já-áá; Mitt er valdið eins og um einvalda sé að ræða sem telja sig ekki þurfa að fara eftir lögum. Nema einvaldar fóru eftir lögum, þeir breyttu þeim bara þegar þeim mislíkaði þau.
Nærtækast samt er sjálfur dómsmálaráðherra sem var tekinn í bólinu af fjármálaráðherra, og í bræðikasti sakaði hún fjármálaráðherra um það sem hún og fyrirrennar hennar eru sek um.
Afskipti og stjórnun lögreglu.
Því netglæpamennirnir sem selja áfengi gera það í skjóli Sjálfstæðisflokksins sem er fylgjandi netsölu áfengis, en sleppir því bara að breyta lögunum.
Þess í stað sér hann til þess að ríkisstofnun sem er fórnarlamb netglæpanna, kærir ekki, og sér til þess að lögreglan hefji ekki sjálfstæða rannsókn á glæpum þeirra.
Það var ekki að ástæðulausu að flokkstryggð, já og kannski útlit, en ekki hæfileikar, réðu þegar raðað var í æðstu embætti löggæslunnar, líkt og þegar væri búið að einkavinavæða hana.
Fórnarlambið er svo lýðheilsa almennings.
Og í stærra samhengi réttarríkið.
Ríkisstjórn sem svona hagar sér, er gengin götuna á enda, á að fara, ekkert réttlætir setu hennar.
Sama hversu stjórnarandstæðan gæti verið slæm, þá er slíkt alltaf óvissu tímans háð, en það sem við höfum í dag er svo slæmt, að það getur ekki verið verra.
Jafnvont en ekki verra.
Flokkurinn hefur brugðist þjóðinni.
Flokkurinn hefur selt sálu sína.
Flokkinn þarf að skipa út.
Því sem þjóð, eða það sem eftir er af okkur, eigum við betra skilið.
Betra skilið en þetta hávaðalið, sama í hvaða flokksdeild það er.
Eigum betra skilið, hvort sem við sjálf skynjum það eður ei.
Það er ákall þarna úti.
Vonandi berst svar í tíma.
Kveðja að austan.
Stjórnarandstaðan tali fyrir stjórnleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2024 | 14:37
Kaldrifjaður morðingi.
Veðjar á sigur í átökum sem hann hóf með voðaverkum Hamas í Ísrael þann 9. október síðastliðinn.
Gjaldið er lítilfjörlegt, aðeins líf tugþúsunda samlanda hans sem og rústir Gasastrandar.
Gjald sem hann er tilbúinn að greiða enda býr hann fjarri hörmungum Gasastrandarinnar.
Þennan viðbjóð styður Góða fólkið á Vesturlöndum.
Styður blóðfórnirnar.
Svo spurningin er; Hver er mesti viðbjóðurinn??
Kveðja að austan.
Frekari blóðsúthellingar geti aðeins hjálpað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.6.2024 | 16:41
Lýð á ekki að líða.
Og mælirinn var löngu fullur hjá almenningi áður en Hamas liðar á Íslandi, í samstarfi með félagi íslenskra mótmælenda, réðust á stjórnvald þjóðarinnar.
Dag eftir dag upplifir þjóðin fréttaflutning Rúv þar sem gestir þjóðarinnar, Palestínuarabar með liðsinni fólks sem öllu heilbrigðu fólki er ljóst, að er á jaðrinum, mörg hver gætu sleppt því að mótmæla og reynt að keppa til sigurs í ýmsum alþjóðlegum keppnum sem hlutgera frík, en samt að þau eins og þau eru, séu hluti af margbreytilegri flóru hins mannlega samfélags.
Sem vissulega er rétt, en frík engu að síður, jaðarhópur í samfélagi sem fyrir löngu er búið að fá uppí kok á rétttrúnaði Góða fólksins, mætir ekki á mótmæli, kýs gegn heilaþvotti Ríkisútvarpsins.
Leitar skjóls í borgaralegum fjölmiðlum, upplifir svo síðan sama áróður Góða fólksins á síðum Morgunblaðsins.
Fréttin í þessari frétt, og munum að þó femínisti Morgunblaðsins þurfi ekki háan skófatnað til að vaða í viti sínu, þá lýtur hann ritstjórn sem er í raun engu fábrugðin þjónkun Rúv með glóbalinu, arðráni þess á auðlindum þjóðarinnar í gegnu hið frjálsa flæði, orkupakka, reglugerðir eða hvað sem tæki og tól hinir íslensku glóbal auðmenn nota til að féfletta okkur. Já eða til að kjósa fulltrúa þeirra sem forseta þjóðarinnar.
Og fréttin er dómsmálaráðherra er í vörn gegn ofstopa leppa innlendra glóbal auðmenna, og þar með er sjálf lög og regla í samfélaginu undir.
Þegar skríll og lýður, innfluttir Hamas liðar, eiga ítök inní, ekki bara Pírata eða Góða fólksins hjá Samfylkingunni, heldur í sjálfri ríkisstjórn þjóðarinnar.
Ættartengsl augljós, en grynnra á hagsmunum VinstriGrænna, halda þeir virkilega að þjóðin sé fífl??
En þjóðin er ekki fífl, þó femínistinn á Morgunblaðinu haldi að hún sé á pari við hann sjálfan, að það sé sjaldgæft að hún, það er þjóðin vaði í vitinu.
Undirliggjandi eru hagsmunir sem er innvinkaðir við tilbúinn orkuskort og þar með gnægtaborð auðs og fjármagns á raforkumarkaði þjóðarinnar.
Fyrst var Rúv samlagað, núna er Mogginn undir, og enginn æmtir eða skræmtir.
Í takt skal þjóðin ganga inní hyldýpi græðgi og arðráns hinna örfáu, sem virðast stjórna öllu í landinu í dag.
Fallin er Sjálfstæðisflokkurinn en Sigurður Ingi á sér sögu um sölu til hæstbjóðanda, skottið á Framsókn eltir auðinn, völdin, enda Sigurður dýralæknir en ekki hugsjónamaður.
Hvert sem maður fer þá ofbýður fólki þessa ofgnótt af fréttum að fríkum, viðrinum, kvárum, hánum eða hvað sem orðsnillingar Góða fólksins geta kokkað upp til að fylla fréttirnar af upplausn, óöld, væl, grát eða að einhver er svo vondur við mig.
Löngu liðinn sá tími að ríkisfjölmiðill okkar fjallaði um raunveruleg vandamál, svo dæmi séu nefnd, hrun skólakerfisins á altari heimsku Góða fólksins, ofurlanga biðlista barna í vanda, ónýtt vegakerfi, uppgangur glæpalýðs, ofbeldi, fjárkúgun, sprengingar í baráttu þessa sama glæpalýðs.
Gengjamyndun ólæsra innflytjenda, skipbrot aðlögunarinnar.
Og eina fréttin er, fyrir utan hvað kvár og hán eiga bágt, eða að hinsegin fólk fái ekki nægan tíma til að tjá sig þó þessi örminnihluti eigi ávísun á rúmlega helmings frétta Ríkisútvarpsins, er ofstopi viðrina sem telja það sinn lýðræðislega rétt að vega að stjórnvaldi þjóðarinnar.
Og Mogginn kóar með.
Eitt sinn borgarlegt íhaldsblað, núna tæki glóbal auðmanna til að hnykkja á upplausn og óöld í samfélaginu.
Breytir samt ekki hinu að lýð á ekki að líða.
Ekki þegar lýðurinn ræðst á sjálft stjórnkerfi þjóðarinnar.
Þá er sjálf tilvera okkar sem þjóð undir.
Þá tilveru á stjórnkerfi okkar að verja.
Sem og við hin.
Í því felst að við feisum fjölmiðla sem ganga erinda auðs og auðmanna, þó þeir kenni sig við þjóðina.
Við feisum líka kompásbreytingu Morgunblaðsins, trúum að um sé að kenna óvæntar segulbreytingar eigandahóps blaðsins, að í kjarna sé blaðið ennþá málsvari borgaralegra gilda, en ekki bráð í kjafti auðs og auðmanna.
Treystum að Mogginn geri betur en þetta.
Kveðja að austan.
Lögreglan var í krefjandi aðstæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2024 | 09:05
Loksins, loksins.
Það hefur tekið langan tíma fyrir alþjóðasamfélagið að koma sér saman um að stöðva átökin og manndrápin á Gasa.
Tókst þó því ennþá eru óbrjálaðir menn sem stjórna Bandaríkjunum.
Vopnahléstillögurnar eru skynsamlegar, þær tryggja frið, dreifingu lífsnauðsynja, frelsun gísla og fanga.
Þær eru ósigur öfganna, bæði innan Ísraels sem og Palestínu.
Staðfesta að hvorugur aðilinn hefur afl til að útrýma hinum.
Þær eru líka ósigur miðaldafólksins við Persaflóa, jafnt í Íran sem og á Arabíuskaganum.
Þessir miðaldaöfgar hafa fjármagnað áratuga óöld fyrir botni Miðjarðahafs sem og hryðjuverk Íslamista um allan hinn siðmenntaða heim.
Fjármagn þeirra átti að tryggja einangrun Ísraels og útskúfun úr samfélagi þjóðanna.
Stofnunum Sameinuðu þjóðanna var beitt sem og Alþjóðaglæpadómsstólnum. En án stuðnings Bandaríkjanna var sú atlaga andvana fædd en eftir standa berstrípaðar stofnanir sem misstu allan trúverðugleika sinn, svívirtu alþjóðalög, gengu erinda öfga og hryðjuverka.
En fyrst og síðast er þetta ósigur Góða fólksins sem fékk þá dillu í hausinn að það væri alltí lagi að miðaldamenn útrýmdu 9 milljóna manna þjóð og studdi þá með ráðum og dáðum.
Í góðsemi sinni skipti það Góða fólkinu engu máli að stuðningur þess og meðvirkni með hina myrka miðaldaheim Íslams jók aðeins þjáningar íbúa Gasa, ataði þar með hendur sínar með blóði saklausra barna, kvenna, karla.
Því það mátti öllum vera ljóst að Ísraelsmenn létu ekki útrýma sér þegjandi.
En ósigur eins er sigur annars.
Í þessu tilviki sigur lífs yfir dauða.
Það er langt í land með varanlegan frið.
En ef fólk lærir ekki af þessum átökum, þá lærir það ekki neitt.
Helið verður alltaf þess bústaður.
En það er von.
Vonandi nýta menn sér hana.
Tíminn einn veit en það er þó allavega komið vopnahlé.
Kveðja að austan.
Samþykktu ályktunartillögu um vopnahlé á Gasa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar