Forsenda friðar 38 í Munchen

 

Var ekki Ástþór Magnússon, hann var ekki fæddur þá, heldur einlæg ósk um frið í Evrópu ásamt ótta við vaxandi veldi Þjóðverja.

Evrópa hafði slátrað æsku sinni á vígvöllum fyrri heimsstyrjaldar, þau sár voru ennþá ógróin þegar Hitler hóf útþenslu sína, vestrænir stjórnmála menn leituðu eftir friði, vildu frið, næstum því hvað sem hann kostaði, á móti voru einræðisherrarnir Hitler og Stalín, í þeirra augum voru stríð og ófriður tæki til að efla völd sín og áhrif.

Friður átti því aldrei möguleika á þessum árum fyrir seinna stríð, en þráin eftir honum veikti vesturveldin, þau voru illa undirbúin fyrir komandi styrjöld.

Með þekktum afleiðingum, gjörsigruð, Bretar héngu aðeins á Ermasundinu.

 

Þessa dagana er ríkisstjórn Donalds Trump að undirbúa friðarviðræður við Rússa vegna stríðsins í Úkraínu.

Hluti af því ferli hefur verið að tukta til stjórnvöld í Kiev, afsökunarbeiðni Selenskí er hluti af því tuktunarferli.

Áður var hann mýktur upp með því að Bandaríkjamenn hættu að veita úkraínska hernum upplýsingar um yfirvofandi sprengjuárásir Rússa, og fyrir einhverja skrýtna tilviljun þá stórjuku Rússar sprengjuárásir sínar í kjölfarið.

Ef þetta er ekki velheppnuð samvinna, hvað er hún þá???

 

Enginn veit hvernig Bandaríkjamenn sjá fyrir sér hinn svokallaða frið, ef þeir ætla að knýja Kiev til uppgjafar þá er það smánarblettur sem mun fylgja Donald Trump yfir gröf og dauða, slíkt er því mjög ólíklegt.

Líklegast er einhvers konar realismi sem viðurkennir þá staðreynd að Kiev er á þrotum með mannafla, hefur ekki burði til að hrekja Rússana af herteknum svæðum.

Spurningin er þá hvað Rússar gefa eftir, þar reynir á Donald Trump og þá valkosti sem hann býður Rússum uppá.

 

Evrópa á allt sitt undir að það náist sátt við Rússa, þeir eru bandamenn okkar, ekki óvinir.

Eðlileg samskipti hljóta því að vera markmið þessara friðarviðræðna.

Sem og friður.

 

Megi það verða.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Sagður hafa beðið Trump afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Uppganga Hitlers byggðist mikið á hræðslu við kommúnista - það munaði sáralitlu að kommúnistar ynnu kosningarnar í Frakklandi

Hitler bauð upp á einfalda hagfræði - byssur og brauð

Meiri hluti þýzka fólksins svalt heilu hungri - sem ekki þekkist í evrópu í dag

Grímur Kjartansson, 11.3.2025 kl. 09:16

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Já, það var margt garúgt í gangi á þessum tíma.

Ég held að fólk í dag geti ekki sett sig inní þessar aðstæður, ólguna, átakalínurnar, þess vegna er samningurinn 38 ennþá skrýtnari, hvernig datt mönnum í hug að þeir kumpánar, Stalín og Hitler héldu friðinn??

Núna verður fróðlegt að sjá um hvað verður samið, kannski ætti maður frekar að spyrja sig hvort það verði samið.

Pútín þarf í sjálfu sér ekki að gefa eftir, flestir þræðir eru í hans höndum, aðeins hótun um alvöru inngrip Bandaríkjamanna gætu fengið hann til að semja.  Síðan hljóta eðlileg samskipti að vera einhvers virði.

Ég myndi samt ekki afskrifa Trump, hann gæti náð ásættanlegum friði, maðurinn væri ekki búinn að ná svona langt ef hann vissi ekki sínu viti.  Hann veit að hann þarf að standa við stóru orðin og það kæmi mér ekkert á óvart að hann myndi gera það.

En þetta skýrist náttúrulega, það má allavega vona.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.3.2025 kl. 13:38

3 identicon

Ómar

Ég hef varið u.þ.b. 10-15 árum í Austur-Evrópu. Útþenslustefnu þessa mongólaríkis lýkur bara með því að knésetja Rússa. Trúðu mér og trúðu Pútín. Líkt og þýski líðþjálfinn segir hann bara satt um fyrirætlanir sínar. Rússland er skilgetið afkvæmi mongólanna (hvert var þjóðerni Leníns?), stjórnarfarið er arfleifð þeirra. Það er rangt að Rússland hafi ekki stundað útþenslustefnu, þvert á móti var og er hún takamarkalaus. Útþensla þeirra skötuhjúa, Pótemkíns til suðurs (Kákasus og Úkraínu) og Katrínar miklu vesturs til Póllands og að lokum til austurs frá Svartahafi (t.d. Krím) og áður Péturs mikla til Eystrasaltsins.
En, það sem meira er um vert, Pútín segir upplausn Sovétríkjanna hafa verið ólöglega. Slík yfirlýsing á sér tilgang. Að vísu tók Xi Jinping opinberlega af öll tvímæli um að mikilvæg lönd í Vestur-Asíu nytu ábyrgðar Kína á landamærum sínum – og önduðu léttar. En Pútín var eins og barinn hundur.
Í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum trúir fólk orðum litla Stalíns. Það ættum við allir að gera. – Hvað annað?

EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 11.3.2025 kl. 22:23

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Ætli þú hafir ekki minnst á skýringuna Einar þegar þú spyrð Hvað annað?.

Kína.

En ef Bandaríkjamenn setja hnefann í borðið, alvöru hnefa, þá er útþenslu Rússa lokið.

Svo ég ítreka þá skoðun mína að þetta veltur allt á Trump.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.3.2025 kl. 22:41

5 identicon

Pussies cant fuck assholes,only dicks can fuck assholes.

Málið er að órangútinn er pussy að rembast við að vera dick. Þetta er aumkunarvert fyrirlitlegt viðrini.

Putin er asshole og það er hlutverk Evrópu að vera dick í sambandinu.

Það er eins og Einar bendir á, rússland á sér sögu um útþenslu og kúgun frá upphafi. Þau ca. 600 ár sem liðu frá því moskva var bara lítið borgríki hefur þetta þorp orðið víðfemnasta ríki heims með endalausum árásum á nágranna sina.

Öll átök í Evrópu síðustu 80 ár hafa verið að frumkvæði rússa,innrás í Finnland, hertaka Baltic-landanna, hertaka Bessarabíu, innrásin í Ungverjaland, innrásin í Tékkóslóvakíu, kæfandi krumla kommúnismans um háls A-Evrópu, innrás í Téténíju, innrás í Georgía, átökin í Balkan-löndunum, innrásin í Ukraínu. Ekki heldur gleyma því að rússland lagði undir sig landsvæði sem sögulega tilheyra Japan og Kína á síðustu öld. Heldur þú að þessi ríki séu búin að gleyma því?

Svo ertu svo barnalegur að halda að órangútinn geti hamið þetta óargardýr með blómum og konfekti.

Bjarni (IP-tala skráð) 11.3.2025 kl. 23:18

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei ég held ekki Bjarni að hann muni nota blóm og konfekt og eins og ég bendi á í örorðum mínum hér að ofan þá er orðstír undir, aldrei skaltu vanmeta hégómann.

Vissulega kann ég söguna og veit allt um útþenslu Moskvu, en hún byggði á arfleið ríkis hinna fornu Rússa sem Mongólar eyddu.  Fyrir 600 árum voru fleiri borgir, sem eru stórborgir í dag og höfuðborgir ríkja sinna, óttaleg kot, það er einna helst í Kína þar sem hægt er að tala um yfir þúsundára útþenslu.  Berlín, París, Washington ekki einu sinni til, svo hófst útþenslan.

Það hefur aldrei verið spurning í mínum huga Bjarni að það þarf að mæta Pútín, og það af alvöru en ekki með mjálminu sem einkenndi aðstoðina við Úkraínu fyrstu misserin.

Einmitt þess vegna skýrði ég þennan pistil minn frið 38, ekki til heiðurs Ásþóri heldur til að minna á uppgjafarsamning sem kenndur var við frið.

Bíðum og sjáum til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.3.2025 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tuttugu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 12
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 1652
  • Frá upphafi: 1430920

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1471
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband