8.3.2025 | 15:02
Hvernig getur Ekki frétt verið frétt??
Það er ekki frétt að Dagur B. Eggertsson fari með rangt mál.
Hins vegar gæti það alveg verið frétt ef hann færi með rétt mál, sérstaklega ef hann væri að fjalla um landsins gagn og nauðsynjar en ekki ef rétta málið væri einhver tilvísun í þekkta staðreynd, til dæmis að Vigdís hefði verið forseti þarna á síðustu öld eða Íslendingar hefðu einhvern tímann átt sterkasta mann heims sem hét Árni Páll.
Og ef Degi yrði það á að fara einhvern tímann rétt með þegar hann segði frá borgarastjóratíð sinni, þá er það náttúrulega stórfrétt, ein helsta fyrirsögnin þann dag.
Ég er alls ekki að segja að Dagur sé daginn út og daginn inn að fara rangt með, hann einfaldlega fer aldrei með neitt, hans sérgáfa er að geta talað klukkutímum saman án þess að segja neitt, það er með innihaldi sem aðrir geta skilið.
Enda ekki að ástæðulausu að langt mál án innihalds sé kallað Dagíska.
Meinið er að núna þegar vikurnar eru liðnar frá lokun Reykjavíkurflugvallar vegna verndarstefnu Samfylkingarinnar á trjám í Öskjuhlíðinni, að þá skuli það vera frétt að Dagur B. Eggertsson fari rangt með og þá í þeim tilgangi til að afvegleiða umræðuna.
Af hverju er það ekki dagleg frétt að sagt sé frá mótmælum þingmanna landsbyggðarinnar vegna lokunar flugvallarins, jafnvel að þeir hafi staðið með mótmælaspjöld fyrir utan Alþingishúsið og síðan farið þaðan með hrópum og köllum uppí samgönguráðuneytið og lagt það undir sig og neitað að fara út fyrr en ráðherra gerði eitthvað, í stað þess að þykjast gera eitthvað.
Líf og limir fólks er undir, fólk hefur ítrekað lent í krítískum aðstæðum í bæði flugtaki og lendingu vegna hliðarvinds, og aðeins lánið kom í veg fyrir að hviðan sem olli hinu krítíska ástandi, var ekki stórahviðan sem kemur reglulega og ómögulegt er að spá fyrir um.
Samt heyrist ekki bofs í þessu fólki, það getur ekki einu sinni froðað eins og Dagur, svo aumt er það.
Landsbyggðin kaus aumt fólk á þing.
Smánin af þögninni verður aldrei þvegin af því.
Dagur er þó bara eins og hann er.
Kveðja að austan.
![]() |
Segja Dag ekki fara með rétt mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2025 | 15:09
Ennþá halda brandararnir áfram.
Og ennþá á Trump alla athygli fjölmiðla.
Verst að hann skuli ekki geta auglýst eitthvað vörumerki sitt í leiðinni, til dæmis með stóru barmerki, þá þjónaði þessi skrípaleikur einhverjum tilgangi.
En Trump á miklar þakkir.
Honum hefur tekist það sem engum öðrum hefur tekist frá stríðslokum, að sameina Evrópu, enn slíkt gerðist síðast í nokkrar mínútur eftir fall Berlínar, áður en hjól hins svarta fjármagns þurfti nýjan óvin, nýtt stríð og úr varð Kalda stríðið.
Evrópa veit núna að hún þarf að standa á eigin fótum, eða falla ella.
Ókei, kannski á Pútín smá þakkir skyldir fyrir sinn hlut.
Úti er um froðuna, kjaftæðið og vitleysuna sem náði lágpunkti þegar það varð saknæmt að hafa orð á hvernig börnin yrðu til, að til þess þyrfti konu og karl.
Gegn óvini sem ert öflugri en þú sjálfur, hefur þú ekki efni á einhverju kjaftæði, það þarf að hervæðast og neyða þjóðirnar til að horfast í augun á raunveruleikanum.
Það er reyndar ekki alveg komið að því að leiðtogar Evrópu sé búnir að átta sig á því að núna séu þeir orðnir fullorðnir, þurfi að standa á eigin fótum.
Ennþá minna þeir á grámávinn unga sem vældi utan í móður sinn fyrir utan Hornið, hún átti að gefa honum lifrarskammt sinn, í stað þess að hann taki slaginn við hina fuglana við bátshliðina.
Eða hvernig á að túlka það að eftir neyðarfundinn mikla sem blásið var til daginn eftir að uppákomuna í Hvíta húsinu, þá var datt einhverjum það í hug að núna þyrfti að hafa tvo dvega næst þegar Zelinsky færi á fund Trump, það myndi duga til að Trump myndi hætta við að hætta við eitthvað sem hann sagðist ætla hætta við þann daginn.
Samt held ég að þetta séu aðeins vaxtaverkir unglingsins sem er að komast á fullorðinsár.
Unglingsins sem veit að núna er karlmennskan ein í boði, hann þarf að læra að verja sjálfan sig og sína.
Verða það öflugur að aðrir leggi ekki í hann, en ef þeir gera það, þá hafi hann burði til að taka á móti.
Hvað Trump segir í dag, eða Trump segir á morgun, kemur því dæmi ekkert við.
Nató í dag er ekki starfandi, hvort það verði það í framtíðinni má guð einn vita.
En Bandaríkjamenn eiga ekki neina bandamenn lengur, því þeir vilja ekki eiga þá.
Því fyrr sem menn feisa þá staðreynd, því fyrr fullorðnast þeir.
Okkar fullorðnun hér á Íslandi gæti til dæmis verið sú að stöðva réttarhöldin yfir lögreglunni fyrir að verja fullveldi þjóðarinnar þegar Hamasskríll veittist að ríkisstjórn landsins.
Næsta skref væri síðan að vísa þessum skríl úr landi, jafnvel líka þeim sem hafa nýtt sér handónýtt kerfi froðunnar og kjaftæðisins til að fá hér landvistarleyfi.
Það er stríðástand í heiminum og það er ekki í boði að líða árás á fullveldið.
Annars getum bara gefist upp strax.
Kveðja að austan.
![]() |
Íhugar að verja ekki NATO-ríki undir viðmiðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2025 | 17:54
Rekinn fyrir að segja sannleikann.
Um líkindi við staðreyndir sögunnar sem blasa við öllum.
Svo mikill er óttinn við stjórnina í Washington að menn eru reknir svona fyrirfram ef ske kynni að sannleikurinn myndi berast til hinna fáfróðu, og þeir krefjast afsökunar.
Svona just in case dæmi.
En þetta er bara svoleiðis og uppgjöfin sem Trump ætlar að knýja í gegn, er ekki friðarsamningur, ekki frekar en samningurinn í Munchen um uppgjöf Tékka og niðurbrot ríkis þeirra.
Og það er ekki Pútín sem gegnir hlutverki Hitlers, það eitt er víst.
En ég var að klára að horfa á skemmtilega þáttarröð núna rétt áðan þar sem vitur kona benti valdasjúkum manni á að það blasti við að hann vildi stjórna heiminum, en hann væri búinn að reka sig á að heimurinn vildi ekki láta stjórna sér.
Ég held að þessi viska sé ennþá í fullu gildi í dag.
Kveðja að austan.
![]() |
Rekinn fyrir líkingu við nasistasamning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2025 | 15:31
Bikblæðingar hafa myndast á vegum
Má lesa í þessari frétt Moggans um niðurbrot vega á Vesturlandi,
Bikblæðingar þegar ekkert er að veðri annað en íslensk veðrátta.
Og konurnar hjá Vegagerðinni komast upp með að ljúga að þetta hafi alltaf verið svona, líklegast vegna þess að þær eru konur.
Líklegast komast þær upp með þessa lygi sína vegna þess að konur kenna fjölmiðlafræðina við Háskóla Íslands, vissulega slæðist eitthvað typpi með en það hefur ekkert með karlkyn að gera.
Gelding sjálfstæðra hugsunar, fjöldaframleiða á óhæfu fjölmiðlafólki sagði einu sinni þrautreyndur blaðarefur, ekki að ég tryði honum þá, en verð að játa, hann greindi vandann rétt.
Klæðning var lögð í áratugi á Íslandi, og hún entist, vissulega blæddi bikið líkt og olíumölin sem var lögð á götur í minni heimabyggð um miðjan áttunda áratuginn, þegar hiti var mikill eða vorsólin sterk.
Thats it, það var ekkert annað, og vegir entust, og þegar var gert við slit, þá entust þær vegabætur líka.
Væri vottur af hæfileikum hjá "lærða" fólkinu sem fjölmiðladeild Háskóla Íslands útungar þá þekktu þau til þessa staðreynda.
Í stað þess að éta upp hrátt réttlætingar kvenna hjá Vegagerðinni sem ákváðu að blanda matarolíu við bikið.
Það þarf aðeins einfalt gúgl, en það er líklegast ekki kennt í fjölmiðladeildinni, við erum sko jú fræðifólk, til að tímasetja nýlagða klæðningu á veginn upp Borgarfjörðinn sem sat í bíldekkjum, og hvarf á innan við einu ári.
Ég keyrði þennan veg árið eftir, það var aðeins klæðning á stangli, mátti sjá eitt og eitt malbiksgrjót, stundum 3-4 saman, en hin nýlagða klæðning horfin.
Ríkisútvarpið á fjölda myndbanda af flutningabílum sem voru næstum því ókeyrsluhæfir vegna matarolíubikdrullunnar sem sat á dekkjum þeirra og við tók þegar á Akureyri var komið, margra klukkutíma þrif til að hreinsa dekk sem og bílfletina næst dekkjunum.
Svo héldu þessar fréttir bara áfram, til dæmis þoldi nýlagður vegur í gegnum Teigsskó ekki umferð gangandi vegfaranda.
Árið þar á eftir birti Rúv viðtal við þýskan ferðamann sem gat ekki lengur hjólað vegna bikdrullu sem festist á dekkin þegar hann fór yfir Öxnadalsheiði.
Mér er þetta minnisstætt því árið áður keyrði ég yfir heiðina, þegar klæðningin var nýlögð, það var eina skiptið sem ég var langt undir hámarkshraða, olíusullið á yfirborðinu var þess eðlis, að það var hættulegt.
Svona má halda lengi áfram að telja.
Sorgin er sú að blaðamaður Morgunblaðsins skuli kóa með vitleysunni, ekki spyrja spurninga, ekki kynna sér staðreyndir mála.
Það er eins og í dag sé aðeins einn blaðamaður á Morgunblaðinu, og hann er siðfræðingur eða eitthvað.
Fjölmiðill sem þorir ekki gegn fávisku, vegna fáviskan er í boði rétthugsandi umverfisvænna kvenna, eins og það sé eitthvað umhverfisvænt að leggja ónýta vegi, er ekki fjölmiðill.
Hann er gjallandi, málpípa, þjónar engu hlutverki.
Þarna er Snorrabúð Stekkur.
Kveðja að austan.
![]() |
Vegir Vesturlands komnir á borð ríkisstjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2025 | 16:12
Konur eða fyllibyttur??
Það er það eina sem mér dettur í hug þegar ég les þessa veruleikafirringu, þessa árás á raunveruleikann.
Þó það sé farið að halla á efri ár hjá Kveðjunni að austan, þá man hún samt eftir því að Samfylkingin í bandalagi við hinar ýmsu hækjur, hefur stjórnað borginni á annan áratug.
Ber beina ábyrgð á óreiðunni, hvort hún sé fjármálaóreiða, skipulagsóreiða, eða umferðaróreiða, almenn sóun fjármuna þar sem miklir fjármunir fara inní borgarkerfið en sorglega lítið kemur til baka.
Auðvita er það fyrsta sem maður dettur í hug eru fyllibyttur, hver kann ekki sagnabálkinn um Sumarliða sem er fullur, og getur allt, og kann allt.
En á Íslandi í dag dugar að viðkomandi árás á raunveruleikann sé framin af konum.
Ruglið og bullið í boði kvenna, sé eitthvað sem er hafið yfir dómgreind og almenna skynsemi.
Við sjáum þetta á nýliðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem holdgervingur barnaskapar og dómgreindarleysis, beinn talsmaður alls fávitaháttarins sem kenndur er við Vók eða pólitískan rétttrúnaðar, tapaði naumlega kosningum um formann flokksins.
Vegna þess að hún var kona, ung kona, þá skiptu staðreyndir engu máli.
Hjá flokki sem þurfti lífsnauðsynlega að gera upp við forheimsku Rétttrúnaðarins og marka sér tæra hægri stefnu gegn rugli og bulli.
Þá reyndi hann samt að kjósa sína feigð, því feigðin bauð fram unga konu.
Við sjáum Valkyrjustjórnina sem lofar öllu fögru, en ætlar sér ekki að gera neitt.
Nema þá að koma Íslandi á klafa skrifræðis ESB.
En vegna þess að það eru konur sem ljúga, þá er lygin tekin góð og gild.
Svo gera menn grín að fyllibyttum.
Kveðja að austan.
![]() |
Svipta hulunni af 25 aðgerðum í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2025 | 19:13
Við erum ekki lengur félagasamtök
Núna erum við orðin stjórnmálaflokkur sagði Inga Sæland landsfundi flokksins, og uppskar mikið lófatak.
Bætti samt efnislega við þó það væri ekki sagt í berum orðum, að hún ætti samt ennþá flokkinn, þar með réði hún öllu.
Það fylgdi svo ekki sögunni hvort þá hefði verið klappað.
Það efast enginn um baráttustyrk og baráttuvilja Ingu Sæland, og að hún mæli þessi orð af heilindum; "Málflutningur okkar og þrautseigja allt frá upphafi hefur í vaxandi mæli haft áhrif á umræðuna um börn sem búa við fátækt, um öryrkja og eldri borgara sem hafa verið hunsaðir áratugum saman og ekki fengið sömu kjarabætur og aðrir".
Þess vegna er óskiljanlegt að hún hafi farið í ríkisstjórn undir forystu Viðreisnar, flokks Evrópu- og frjálshyggjudeildar Samtaka Atvinnulífsins.
Allt tal um réttlæti og umbætur á kjörum þeirra sem óhreinust eru af börnum Evu, steyta á skeri frjálshyggjunnar, vaxtastefnu Seðlabankans og kröfunnar um hallalaus fjárlög.
Því vaxtastefnan og hin hallalausu fjárlög er jafnvægi ójafnaðarins, jafnvægi sem er hannað til að auðlegðin vaxi og dafni í vösum hinna ríku, og þá sérstaklega hinna ofurríku sem eru hluti af, sem og samtengdir glóbalauðnum sem stefnir á eitt ríki, eina stétt, hina ofurríku, og svo við hin sem eru aðeins kostnaður sem miskunnarlaust á að skera niður.
Skera niður velmegun, innviði samfélaga, atvinnulífið í nærumhverfi, helsti óvinurinn, það er glóbalauðsins, er einstaklingurinn og fyrirtæki hans.
Fyrir þessa þjónkun, að mega setja á flot fley baráttumála Flokks fólksins, til þess eins að sjá það steyta á skeri Viðreisnar og frjálshyggju hennar, fórnar Inga varðstöðu sinni fyrir sjálfstæði þjóðarinnar.
Valdið í ríkisstjórninni ætlar með þjóðina í ESB, hefnt skal þess þegar ekki tókst að koma skuldum útrásarvíkinga á almenning með því að breyta froðukrónum í evru, auðn regluverksins sem skáldið orti um og kallaði Waste Land, skal vera hlutskipti þjóðarinnar á meðan henni, tungu hennar og menningu er skipt út fyrir flakkaralýð glóbalsins.
Og ef einhver sem hefur ekki ennþá kveikt á valdinu innan ríkisstjórnarinnar þá skal bent á að Stalín var aðeins ritari.
Inga er þó formaður, eigandi, og ræður öllu sem hún vill ráða innan Flokks fólksins.
Hvílíkur skrípaflokkur er sá flokkur orðinn að landsfundur hans skuli hlusta á orð Ingu um trén í Öskjuhlíðinni án þess að ganga út.
Flokkurinn kennir sig jú við fólk, og það er fólk, við hin venjulegu sem gjörspillingin í Reykjavík ógnar í firringu sinni og siðblindu.
Og Inga hefur líf okkar og limi í flimtingum til að réttlæt samstarf sitt við þá gjörspillingu.
Ég kaus Ingu og félagasamtök hennar þar síðast, ég hef líka tvisvar, jafnvel þrisvar kosið Vinstrigræna þegar ég trúði að þeir félagar Steingrímur og Ögmundur væri brimbrjóturinn gegn alþjóðahyggju frjálshyggjunnar sem virtist hafa einbeittan vilja til að láta auðmenn eignast allt, verðmæti, auðlindir, og sjálft stjórnkerfið.
Íhaldið gat ekki einu sinni varið Sparisjóð Reykjavíkur fyrir þeirri ásælni, auðmennirnir voru búnir að innlima Samfylkinguna, og þá var fátt um fína drætti í vörnum okkar hinna venjulega.
Okkur sem kallast almenningur og viljum aðeins fá að lifa í friði til að koma börnum okkar á legg í mannsæmandi samfélagi.
Í vissu skjóli fyrir ráni og rupli hinna sígráðugu sem fá aldrei nóg.
Jæja, ég viðurkenni þó, að ég kaus Steingrím Joð, og ég skammast mín ekkert fyrir stuðning minn við Ögmund.
En frekar skal ég hundrað sinnum játa að ég hafi kosið Steingrím en einu sinni Ingu, og þar eru ekki svik Ingu sem vega svo þungt að hlutfallið er einn á móti hundrað, svik hennar eru aðeins mini mini við hin algjöru svik Vinstrigrænna við hugsjónina um betri og réttlátari heim.
Nei, það er ræða Ingu um flugvöllinn, þá fyrirlitningu á lífi okkar limum sem gegnsýrir orð hennar.
Sjálfsagt ætlaði hún að vera fyndin, en það er ekkert fyndið við orð hennar.
En tökum upp léttara hjal.
United gerði jafntefli við Everton í dag, það sama gerði KFA á Fellarrvelli.
Auk þess að horfa á annað afkvæmi mitt, þá horfði ég á marga unga heimastráka í báðum liðum, suma það jafnvel unga, að þeir eru yngri en strákarnir í Hetti og Fjarðabyggð sem ég horfði á spila leik ánægjunnar frá því þeir voru litlu hærri í loftinu en boltinn, alveg þar til þeir eru núna um og yfir tvítugt.
Alltaf sama leikgleðin, alltaf sama leitnin að spila góðan fótbolta líkt og þjálfarar þeirra í yngri flokkum lögðu svo mikla áherslu á.
Spilandi núna í tveimur austfirskum félögum sem leggja áherslu á að halda í heimastráka sína.
Því lífið heldur áfram þó firringin og gjörspillingin hafi eitrað næstum því allt í borginni við Sundið.
Þannig að það er ekki lengur logið uppá þetta fólk sem stjórnar þar því jafnvel mannlegt ímyndunarafl á sín mörk.
Viðspyrnan byggist á því góða, á hinu fagra, mennskunni og mannúðinni.
Sem og að kunna lúta höfði í bæn þegar beðist er fyrirgefningar, eða horfa til himins og láta fögnuð og kærleik almættisins hríslast um hverja taug og hverja frumu, og trúa að þrátt fyrir allt sé baráttan þess virði.
Einn daginn mun United sigra og einn daginn eru börnin komin til manns, floginn af heiman og búa að arfleiðinni og þeim heimamundi að trúa á hið góða og fagra í manneskjunni sem og lífinu.
Því það er móteitrið gegn eitrinu, eitrinu sem ógnar tilvist okkar sem og framtíð barna okkar, þjóðar og þess að vera Íslendingur.
Stoltur af uppruna sínum, af arfleið áanna, og því góða samfélagi sem fóstraði okkur og kom okkur til manns og mennta.
Samfélagi sem við ætlum að verja en ekki glata.
Sú vörn er okkar en ekki þeirra sem sviku.
Kveðja að austan.
![]() |
Nú erum við orðin stjórnmálaflokkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.2.2025 | 09:52
Svik fyrir völd.
Það er óhætt að segja að þegar eindrægni hins nýja kvennameirihluta í Reykjavík kom í ljós að það þyrfti tvær kosningar til að Sanna Magdalena yrði kosin forseti borgarstjórnar, að þar hefðu svik mætt svikum.
Sanna sveik kjósendur sína með því að framlengja líf gjörspilltustu flokka íslensku stjórnmálasögunnar, borgarstjórnarflokka Samfylkingarinnar og Pírata.
Vanhæfni, spilling, óráðssía, getuleysi eru orðin sem gegnlýsa stjórn flokkanna á höfuðborg okkar síðasta áratug eða svo.
Sem og siðblinda, aðeins alvarlega brenglað fólk ógnar lífi náungans á þann hátt að nota trjágróður til að ná markmiðum sínum að Reykjavíkurflugvöllur fari úr Vatnsmýrinni.
Kjósendur Sönnu eru hluti af þeim breiðu bökum sem bara þungann af stefnunni um vanhæfni og spillingu, það eru þeir sem fá illa veitta þjónustu þar sem obbinn af fjármununum fer í yfirbyggingu og fjöldastörf hinnar menntuðu millistéttar við að gera lítið sem ekki neitt. Undir kjörorðinu; mikið inn, lítið út er of mikið.
Það eru þeir sem sitja uppi með okurleiguna eða uppsprengt húsnæðisverð, hvorutveggja sem vinnandi fólk hefur lítt eða ekki efni á.
Hvernig getur sósíalisti stutt þá græðgivæðingu að útboðinn byggingarréttur vegna þéttingar byggðar í kringum gæluverkefnið Borgarlínu sé skattur uppá rúmar 20 milljónir á óbyggðar blokkaríbúðir, og þá á eftir að leggja á raunverulega skatta, gatnagerðargjöld og annað sem leggst á úthlutaðar lóðir??
Það lýsir best falsinu á bak við þennan nýja meirihluta þegar oddviti Pírata sagði að lokum fyrsta fundi kvennanna 5 að núna ætluðu stelpurnar að taka til eftir strákana.
Sjálf búin að sitja í borgarstjórn í 7 ár, allan tíma í meirihluta, flokkur hennar í 11 ár.
Berandi beina ábyrgð á Græna skrímslinu í Álfabakka.
Þegar innleggið er fals, þá getur útkoman aðeins verið fals.
Fyrir völd með þessu fólki sveik Sanna Magdalena kjósendur sína.
Þegar á reyndi var hún alveg eins og hin.
Til sölu gegn réttu gjaldi.
Eftir sitja kjósendur hennar í sárum.
Eftir situr vinnandi fólk í sárum.
Atkvæði þeirra féllu dauð niður.
Sorglegt, mjög sorglegt, því Sanna lofaði góðu.
Var efnileg, virtist ærleg.
En svona eru stjórnmál á Íslandi í dag.
Engu uppá þau logið.
Kveðja að austan.
![]() |
Sanna náði ekki kjöri í fyrstu tilraun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2025 | 09:27
Trjágróður í forgang fram yfir líf
Nöturlegri lýsing á Íslandi í dag er vart fundin en þessi orð 9 bæjarstjóra landsbyggðarinnar, að "trjágróður í Öskjuhlíð njóti forgangs þegar um líf og heilsu fólks utan af landi er að ræða."
Segir allt um þá firringu sem hefur náð að grafa um sig í stjórn Reykjavíkur, firringu sem tveir meintir rebel flokkar ætla að framlengja fram að næstu kosningum.
En þau segja líka allt um vangetu þess fólks sem landsbyggðin hefur kostið á þing til að gæta hagsmuna sinna.
Ég er einn af þeim sem fagnaði þegar tveir fyrrum bæjarfulltrúar Fjarðabyggðar hlutu örugg þingsæti hjá flokkum sínum hér í Norð-austur kjördæmi. En eftir að ljóst var að það þyrfti að loka Reykjavíkurflugvelli vegna þess að trjágróður ógnaði lágmarksflugöryggi, þá hvarflar að mér að við hefðum alveg eins getað sent myndir héðan að austan til að fylla uppí þingsalina.
Fólk sem rís ekki upp og mótmælir þegar svona er komið, er einskis nýtt.
Flugöryggi, skert sjúkraflug, líf heilsa, dregið saman í eitt orð; mannslíf.
Skilja menn ekki alvarleik þessa orða??
Það virðist ekki vera, allavega ekki hjá okkar ágætu þingmönnum, eða hjá fjölmiðlum sem eru uppteknir af gallabuxum Jóns Gnarr eða styrkjamálum Ingu og félagasamtaka hennar.
Um hvað ræddu þingmenn í um 5 klukkutíma fyrir tveimur dögum eða svo??
Man það einhver, hvaða ómerkilega smámál var það sem tók allan þennan tíma??
Ekki hafa þeir rætt flugöryggi eða mannslíf í 5 klukkutíma, ekki hafa þeir barið hnefanum í borðið og krafist ábyrgðar þeirra sem hafa dregið lappirnar að fella tré svo hægt sé að tryggja lágmarksflugöryggi á þessum stærsta innanlandsflugvelli þjóðarinnar.
Og hvar er samgöngustofa??, forsenda rekstrarleyfis Isavia á Reykjavíkurflugvelli eru tvær flugbrautir, annars er flugvöllurinn ekki öruggur, flugvélar sem taka á loft, geta ekki treyst því að geta lent aftur ef vindátt breytist.
Þess vegna ef önnur flugbrautin uppfyllir ekki kröfur um lágmarksöryggi, þá á samgöngustofa að loka flugvellinum en ekki bara viðkomandi flugbraut.
Það gilda jú lög í landinu, og eftir þeim lögum á samgöngustofa að fara en ekki eftir einhverjum stjórnmálum út í bæ.
Það er ótrúlegt að málum skuli núna vera svona komið.
Að það gildi einu hvort landsbyggðin kjósi myndir á þing eða lifandi fólk, niðurstaða sú sama.
Og að flugvellinum skuli loka því tré eru ekki felld.
Það hefur verið lán í óláni að illviðrunum hefur slotað og vindar tiltölulega rólegir þessa daga sem austur/vestur flugbrautin hefur verið lokuð.
En það vindar alltaf aftur, og fólk á landsbyggðinni, sem þarf nauðsynleg að komast í bæinn, því þar er öll stjórnsýsla þjóðarinnar sem og megnið af heilbrigðisþjónustu hennar, það getur ekki lengur treyst á Reykjavíkurflugvöll.
Eins og þriðjaflokks fólk í eigin landi.
Það er mál að linni.
Í alvöru, það er mál að linni.
Kveðja að austan.
![]() |
Mótmæla lokun flugbrautar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2025 | 13:25
Morgunblaðið er byrjað að sauma að Samfylkingunni.
Fyrst með hógværri spurningu til Loga Einarssonar menningarmálaráðherra hvort hann ætli að rannsaka þátt Rúv í að skipuleggja glæp til að falsa fréttir.
Svar Loga ber þess öll merki að hann óttast jafn mikið viðkomandi mafíu og Lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra, hann vísar í rök eiturbyrlaranna, málið var látið niður falla.
Svona svipað eins og þekkt vinnubrögð mafíunnar út í hinum stóra heimi, að hóta eða ógna vitnum í alvarlegum glæpamálum, jafnvel drepa þau ef þau láta sér ekki segjast, segir síðan kokhraust; það var ekkert morð, málið var látið niður falla.
Eftir liggja fórnarlömbin óbætt hjá garði vegna réttarkerfis sem er ófært um að takast á við glæpi mafíunnar.
Blaðamaður Morgunblaðsins spurði þá Loga hvort hann teldi það í lagi að ríkisstofnun skipulegði banatilræði við borgara landsins; "Á brotaþolinn í málinu, sem lá um hríð milli heims og helju, ekki að fá nokkra úrlausn sinna mála?".
Í svari sínu sýndi Logi þó vott af manndóm og mennsku, þrátt fyrir hræðslu sína; "Ég ætla ekki að gera lítið úr alvarleika þess og ekki heldur alvarleika málsins í sjálfu sér.".
Nær getur óttasleginn maður ekki komist að játa að það sé ekkert eðlilegt við glæpi eiturbyrlara, að þeir ógni lífi og limum fólks.
Lengra komst blaðamaður Morgunblaðsins ekki með Loga, hann hefði nú samt getað sungið fyrir hann piparkökusönginn úr Dýrunum í Hálsaskógi.
Róað hann þannig og nýtt sér þá ró til að benda Loga á að það væri ekki flókið fyrir hann að afla sér upplýsinga um þessa byrlun, sem hann telur mjög alvarlega, vitna þar í hans eigin orð, og spurt framkvæmdarstjóra þingflokks Samfylkingarinnar um málavexti á næsta þingflokksfundi Samfylkingarinnar.
Hvað er betra en upplýsingar frá fyrstu hendi??
Það er svo margt sem Logi getur gert, annað en að gera ekki neitt, eins og hann gaf í skyn í viðtalinu við Morgunblaðið.
En jú, jú, dauðhræddir menn gera aldrei neitt.
Nema í mesta lagi að væta buxurnar.
Og hver vill menningarráðherra með síblautar buxur??
Svo líklegast hætti blaðamaður Morgunblaðsins á réttum tíma.
Piparkökusöngurinn fyrir Héra þessa lands getur beðið betri tíma.
Til dæmis fram í næstu viku.
Morgunblaðið er ekki stekkur eins og Snorrabúð forðum.
Njótum fjölmiðlunar og blaðamennsku á meðan hún býðst.
Kveðja að austan.
![]() |
Mun fara yfir byrlunarmálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2025 | 08:25
Mogginn skorar Rúv á hólm.
Það er fróðlegt að lesa þennan greinarflokk Morgunblaðsins um skipulagðan glæp blaðamannaelítu okkar, eiturbyrlun sem varð að beinu banatilræði, stuld á síma til að afrita úr honum gögn, samræmdan skáldskap undir nafni fréttaflutnings úr hinum þjófstolnu gögnum, misnotkun á andlegri veikri manneskju og svo framvegis.
Í þessari grein er fjallað um yfirhylminguna á Efstaleiti, hvernig slóð er hulin, með í besta falli þegjandi samþykki fyrrverandi lögreglustjórans í Reykjavík, núverandi útvarpsstjóra, og síðan hvernig þögn er látin vinna gegn rannsókn málsins.
Við getum spurt okkur hvað væri mikið í fréttum ef allir kæmust upp með að þegja þegar misferli og lögbrot eru annars vegar.
Meir að segja rollurnar jarma þegar blaðamaðurinn eini og sanni þarna á Selfossi fer út með hljóðnemann.
Það er hins vegar ljóst að hólmganga Morgunblaðsins er aðeins yfirvarp, græna ljósið kom á fréttaflutninginn af glæpnum þegar ljóst var að Samfylkingin yrði griðastaður eiturbyrlara og glæpablaðamanna.
Allur þessi fréttaflutningur miðast við að ná höggi á Kristrúnu Frostadóttur og þar með ríkisstjórn hennar.
Taktík sem Morgunblaðið kann vel eftir áratugasamstarf sitt við ráðandi öfl innan Sjálfstæðisflokksins.
Sem frétt er þetta gömul frétt.
Og glæpurinn gegn þjóðinni, gegn almenningi var þegar lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra felldi niður rannsókn glæpsins án þess að gefa út ákæru á hendur glæpablaðamönnunum.
Með mjög svo sérkennilegri rökfærslu; Jú það er rétt að almennum borgara var sýnt banatilræði, það alvarlegu að hann lá milli heims og helju í nokkra sólarhringa. Jú það er rétt að síma hans var stolið og hann afritaður uppí útvarpshúsinu á Efstaleiti, jú það er ljóst að um skipulagðan glæp var að ræða, og jú, gögnin úr hinum þjófstolna síma voru nýtt í fréttafalsanir til að ná höggi á eitt af stærstu fyrirtækjum landsins.
En kæra fólk, kæru landsmenn; Þetta var mafían og við þorum ekki gegn mafíunni, fellum því málið niður.
Líkt og við værum stödd á Ítalíu á sjöunda áratug síðustu aldar þegar veldi mafíunnar stóð þar sem hæst, og réði öllu því sem hún vildi ráða í stjórnmálum sem og réttarkerfinu.
En við erum ekkert stödd á Ítalíu á sjöunda áratugnum, þetta er Ísland í dag.
Land þar sem mafían getur eitrað fyrir almennum borgum landsins, og komist upp með það.
Nákvæmlega þannig er Ísland í dag.
Og að það skuli þurfa pólitískar refjar til að annar af tveimur stóru fjölmiðlum landsins skori hinn á hólm vegna þátttöku þess síðarnefnda í mafíustarfsemi og glæpum, segir allt sem segja þarf um réttarstöðu almennings í dag gagnvart kerfinu og mafíunni sem þykist eiga það.
Á meðan bíða menn eftir flugslysi á Reykjavíkurflugvelli eða banaslysi á manngerðum ónýtum þjóðvegum landsins.
Segi bara eins og þjóðskáldið; Þá riðu hetjur um héruð.
Þær ríða allavega ekki um héruð í dag.
Þvílíkur lydduhópur sem hefur safnast saman á Alþingi.
Þar er enginn undanskilinn því allir þegja.
Aðeins röflað um storminn í vatnsglasinu.
Morgunblaðið hins vegar, hver sem skýring þess annars er, á allan heiður fyrir þennan fréttaflutning.
Hann kemur í kjölfar Spursmála, beittasta þjóðmálaþátt landsins, sem og hefur blaðið sýnt lífsmark í öðrum málum sem brenna á almenningi.
Nú síðast umfjöllun blaðsins um Þöggun Góða fólksins, hins pólitíska Rétttrúnaðar á hinu innfluttu ofbeldi sem börnin okkar búa við, og enginn með völd gerir neitt í.
Einnig má nefna fréttaflutning blaðsins að Græna skrímslinu, og alla þá vanhæfni sem það mál afhjúpar á gjörspilltu stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, blaðið hefur síðan staðið vaktina, þó reyndar misvel, í flugvallarmálinu, hinum ónýtu vegum sem vegagerðin hefur lagt undanfarin ár sem og spillinguna kringum styrkjamál til stjórnmálaflokka of félagasamtaka sem bjóða fram til Alþingis.
Stundum haldið öðru fram, en í dag ætla ég að halda því fram að Snorrabúð er ekki stekkur.
Það sést glitta í gamla Moggann.
Það mætti jafnvel halda að Agnes væri ennþá meðal vor.
Megi sá betri vinna þessa hólmgöngu.
Megi Stuðmenn verða sannspáir.
Réttlætið sigraði að lokum.
Kveðja að austan.
![]() |
Starfsfólk RÚV huldi slóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 469
- Sl. sólarhring: 563
- Sl. viku: 4113
- Frá upphafi: 1480462
Annað
- Innlit í dag: 423
- Innlit sl. viku: 3611
- Gestir í dag: 390
- IP-tölur í dag: 379
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar