Hve lengi er hægt að afneita raunveruleikanum??

 

Því meir sem Trump og fylgihjörð hans hæðast að leiðtogum Evrópu, gera lítið úr þeim, hundsa þá algjörlega varðandi málefni Úkraínu, því nánari verður Bandaríkin í hvert skipti.

Það er marka á orð þeirra leiðtoga sem hæðst er að og gert grín að.

 

Það er eins og gleymst hafi að segja þessu blessuðu fólki að sá sem ber ekki virðingu fyrir sjálfum sér, nýtur ekki virðingar annarra.

Sérstaklega ekki búllans.

 

Bandamenn haga sér ekki svona, bandamenn sína hvor öðrum virðingu.

Bandamenn fara ekki í einhliða viðskiptastríð, þeir taka upp viðræður um viðskipti sín ef þeim finnst eitthvað á sig hallað.

 

Evrópa er vissulega veik fyrir vegna uppsafnaðs kjaftæðis síðustu 30 ára eða svo, en hún þarf þá bara að feisa það kjaftæði

Takast á við sín innri mál, auka styrk sinn á ný.

Það verður erfitt en lausnin felst ekki í því að skríða, hvorki fyrir Trump eða Pútín.

 

"Segðu takk fyr­ir" segir bandaríski utanríkisráðherrann við starfsbróður sinn í Póllandi um afnotin af bandarísku varnar og eftirlitskerfi.

"Hafðu hljótt, litli maður" sagði gæludýr Trump við þann sama utanríkisráðherra.

Orð sem segja allt sem segja þarf um stöðu Evrópu í dag sem og samskiptin við Bandaríkin.

 

Það er komið að skuldadögum.

Evrópa þarf að standa á eigin fótum.

 

Að skríða er ekki val.

Kveðja að austan.


mbl.is Líta enn á Bandaríkin sem náinn bandamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem nýtt leppríki Rússlands og með skrítinn einræðisherra ætti að endurnefna Bandaríkin Trumpistan. Það er víst í tísku að endurnefna staði.

Vagn (IP-tala skráð) 10.3.2025 kl. 11:38

2 identicon

Algjörlega sammála. En það tekur tíma að byggja upp sjálfstæði. 

jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 10.3.2025 kl. 12:57

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jósef.

Það tekur vissulega tíma, en það er það eins og annað, þá er að byrja, og það af krafti.

Beri leiðtogunum síðan gæfa til að standa í lappirnar, hætta að skríða eins og ég er að hnýta í, og mæta síðan dónaskap og strákslátum með kuldalegri þögninni, þá held ég að samskiptin vestur batni smán saman.  Eins og Úrsúla segir í þessari frétt, þá eru sameiginlegir hagsmunir undir.

Síðan þarf að ná frið við Pútín, frið en ekki uppgjöf og í kjölfarið endurskoða öll samskipti við Rússland.  Opna þau og styrkja út frá sameiginlegum hagsmunum.

Hættan og ógnin er aðeins austar en þar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.3.2025 kl. 13:18

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagi Vagn.

Ekki vitlausara en hvað annað ef maður vill vera á slóðum gárungana.

En kallinn er snillingur, það verður ekki af honum skafið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.3.2025 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 1651
  • Frá upphafi: 1430919

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1470
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband