19.8.2020 | 18:07
Í hvaða heimi lifir þetta fólk??
Í miðjum heimsfaraldri lætur framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sem að það sé ákvörðun íslenskra stjórnvalda að loka landinu, og þá til langs tíma.
Eins og að hann sé það mikið erkifífl að hann hafi ekki heyrt um, eða vitað hvað það þýðir að heimsbyggðin sé í miðjum veirufaraldri sem engan endir virðist ætla að eiga.
Eru skilboð ferðaþjónustunnar til stjórnvalda þau að erkifífl, eða hreinræktaðir fávitar sjái um að bera skilaboð á milli um nauðsyn mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar??
Eins og betra mannaval sé ekki í boði??
Orð þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem hefur ítrekað talað niður sóttvarnir og mært fjöldamorð og fjöldamorðingja eru hins vegar umhugsunarefni.
Er heimska hennar skilaboð flokksins til þjóðarinnar á þessum erfiðleika tímum??
Vissulega er það rétt að þjóðin sætir kjaraskerðingu, en líkt og við hrun síldarstofnana 1969 eða eftir fjármálahrunið 2008 þá jafnar krónan út kjaraskerðingu þjóðarbúsins, ekki hagfræði hinna heimsku sem skera niður til dauðs þar til ekkert líf er eftir í hagkerfinu.
Við prentum peninga sagði seðlabankastjóri nýlega, og útskýrði viðbrögð stjórnvalda.
Sem í raun þarf ekki að ræða, svo augljóst er það.
Nema þegar ríkisstjórnin þegir, þá ná hægriöfgar að fylla uppí tómarúmið með dyggri aðstoð hinnar nýju ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins.
Og fáviskan og heimskan fær að næra ótta.
Því þögn stjórnvalda nærir búgímann.
Öfganna sem engum vill vel.
Þá þögn þarf að rjúfa.
Kveðja að austan.
![]() |
Landið ekki lokað lengi án umræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2020 | 16:19
Þau sem játa ekki mistök.
Þau þurfa líka að sýna vald sitt.
Að þau, stjórnvöld ráði einhverju, hvort sem það er til góðs eða ills.
Þórólfur er ekki sammála þeim.
Hann var það þegar smiti var hleypt inní landið, en eftir á að hyggja, þá var það líklegast ekki hans vilji.
Heldur vilji stjórnvalda sem höfðu hvorki vit eða þroska til að takast á við breytta heimsmynd veirufaraldursins.
Auðveldara að kenna Þórólfi um en að axla ábyrgð á rangri ákvörðun
Höftin í dag eru afleiðing þeirrar röngu ákvörðunar, óvissan í dag er líka afleiðing fólks sem höndlar ekki ábyrgð sína og skyldur.
Eru ekki tilbúin með aðgerðir gagnvart þeim sem sóttvarnir eyðileggja lífsafkomu eða rekstur.
Eru eins og Steingrímur þegar hann kom ofan af fjöllum og hafði óvart samþykkt stóraukin lífeyrisréttindi.
Þessu þarf að linna.
Sóttvarnir hafa afleiðingar.
Og þær þarf að feisa.
Kveðja að austan.
![]() |
Stjórnvöld keyptu ekki tillögu Þórólfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2020 | 09:51
Á hvaða vegferð er Morgunblaðið??
Er það hætt að vera borgarlegt blað sem stendur vörð um borgarleg gildi, íhaldsamt um leið og það er víðsýnt og frjálslynt, og orðið að??
Hverju??
Þessi frétt um sóttvarnir Finna kemur í kjölfar annarra frétta þar sem Evrópulönd tilkynna hertar reglur á landamærum því þar byrjar sóttvarnirnar því innlendar sóttvarnir eru til einskis ef ekki er skorið á utanaðkomandi smitleiðir.
Þetta er hinn blákaldi raunveruleiki dagsins í dag hjá stjórnvöldum sem vilja ekki að hættulegur vírus drepi eða veikli íbúa viðkomandi landa.
Reynslunni ríkari frá því að landamærum Evrópu var haldið alltof lengi opnum í upphafi kórónufaraldursins.
Vegna hins innihaldslausa frasa um opin landamæri og frjálst flæði fólks yfir þau og kostaði tugþúsunda mannslífa, mestu fjöldamorð Evrópu vegna hugmyndafræði frá því að kommúnisminn var og hét.
Til að skilja alvöru malsins er gott að vísa í grein sem Freyr Rúnarson heimilislæknir skrifaði á Feisbókarsíðu sinni og Hringbraut endurbirti;
"Svarið er einfalt, það geisar drepsótt í heiminum og mig sem persónu er annt um eigin heilsu, heilsu fjölskyldu og vina, annt um fjárhag fjölskyldunnar og efnahagslíf þjóðarinnar og ég skil tilmæli almannavarna. Mig sem lækni er annt um heilsu þjóðarinnar, skjólstæðinga minna og bara jarðarbúa í heild ef út í það er farið. Mig sem manneskju er líka annt um alla þá í framlínunni sem hafa látið lífið við það að reyna að forða okkur öllum frá þessum hörmungum. Myndin hér að neðan er til minnis um þá hjúkrunarfræðinga sem COVID 19 hefur td tekið frá okkur til þessa bara í Bandaríkjunum einum, það eru fleiri svona myndir til en mér finnst þessi dálítið sláandi.
Afhverju er ég að skrifa þetta núna? Jú því ég tel að þjóðin þurfi að vakna upp og hysja upp um sig og votta þeim virðingu sína sem hafa dáið eða örkumlast í þessum fjanda til þessa. Við erum stödd í heimsfaraldri einnar skæðustu drepsóttar sem maðurinn hefur séð í langan tíma, hún er að leggja efnahag ríkja heims í rúst og er að ná svimandi háum dauðatolli. Ný staðfest tilfelli síðasta sólarhringinn í heiminum t.d. 21.813.235 (bara staðfest tilfelli). Látnir til þessa 772.624 (bara það sem er staðfest).".
Gleymum ekki að drepsóttin hefur fellt mun fleiri en talið er því í mörgum löndum er Norður Kórea tekin á upplýsingarnar eða heilbrigðiskerfið svo ófullkomið að það sinnir ekki fátækari hluta samfélagsins.
Og fólkið sem bjargar okkur hinum frá dauða, deyr, ekki vegna þess að það eru karlæg gamalmenni sem höfðu hvort sem er fallið úr inflúensu, heldur vegna þess að það er í svo miklu návígi við drápsveiruna að það er í stöðugri hættu þrátt fyrir öflugan hlíðfarbúnað.
Mér brá þegar ég las Staksteina dagsins, skrifin voru það heimsk að þarna er Davíð ekki að verki þó hann geti stundum verið svag fyrir hægriöfgum.
Þarna er einhver grundvallarbreyting sem hefur átt sér stað í ritstjórn blaðsins.
Einhvers konar Hari Kari hugsun, við nennum þessu ekki lengur, losum okkur við lesendur blaðsins með góðu eða illu.
Þetta var sagt í Staksteinum;
" Veirufréttir eru í senn þrúgandi og teknar að fara fyrir ofan garð og neðan. Þess vegna verður jafnvel þeim sem eru best búnir til fótanna hált á svellinu. Þetta gildir um fleiri lönd en okkar. Í breskum fréttum kom fram að þar í landi voru þá nærri 1.100 nýsmit skráð og var þar um samdrátt að ræða. Þá var sagt frá því að opinberar tölur um andlát sem rekja megi til veirunnar töldust nú vera að meðaltali 12 á dag. Einhverjum kynni að þykja þetta hátt en þá er þess að geta að Bretar eru ríflega 200 sinnum fjölmennari en Íslendingar. Og sá fréttapunktur sem gjarnan var skotið inn í allar þessar fréttir var kannski athyglisverðastur. Hann var sá að nú létust nærri áttatíu manns daglega af völdum flensu og lungnabólgu eða sex sinnum fleiri en þau andlát sem skrá má af öryggi á reikning kórónuveirunnar. Það er óneitanlega fróðlegt að setja hlutina í samhengi við þætti úr lífsbaráttunni sem flestir þekkja til. Ekki er vitað til þess að nein skelfingarbylgja sé í gangi þar syðra vegna hittasótta og flensu. ".
Hvar á maður að byrja??
Samlíkinguna við hitasótt og flensu, nei vísa í grein Freys þar um.
Móðursýkina á landamærunum, sóttkví og skimanir??
Ástandið á Bretlandi er þó ekki verri en það er ennþá, er vegna þess að þeir hafa skellt fyrirvaralaust á sóttkví gagnvart ferðalöngum sem koma frá löndum þar sem smit eru í vexti, flýtirinn var svo mikill að það lá við að sumir hefðu hlaupið yfir Ermasund þegar lokað var á Frakkland.
Nei þetta er skurðgröftur hægri öfga gegn nauðsynlegum aðgerðum íslenskra stjórnvalda, hugsað til að draga úr tiltrú fólks, skapa sundrungu, í veikburða tilraun til að landamærin verði aftur opnuð fyrir frjálsu flæði smita.
Verra er hin algjöra heimska að bera saman dánartölur af veirufaraldri í upphafi hans, við dánartölur annarra sjúkdóma.
Það er rétt, það voru ekki svo margir sem dóu fyrstu vikurnar, og það nokkuð margar fyrstu vikurnar á Ítalíu, svo sprakk faraldurinn út og drap tugþúsunda á beina og óbeinan hátt.
Og er einhver svo heimskur að halda að Ítalir, svona eftir á, hefðu ekki viljað að veiran hefði strax verið gerð útlæg á fyrstu vikum, á meðan ennþá var ráðið við hana??
Ætli þeir hafi ekki viljað vera í sporum Nýsjálendinga eða Taivana, sem brugðust strax við, og misstu ekki fólk, og sóttvarnir urðu aldrei til lengri tíma eins strangar og á Ítalíu.
Hvað þá efnahagslegur skaði.
Það vill enginn að sjúkdómur sem getur drepið náungann, gangi laus í samfélaginu.
Það er ekki hægt til lengdar að lifa með slíkum sjúkdómi.
Það vill enginn lifa í stanslausum ótta við að sýkja sína nánustu.
Og þessi enginn er lesandi Morgunblaðsins, sá sem borgar ritstjórninni laun.
Það er skrýtinn eigandi og stórfurðulegir hagsmunir að baki, ef hann lætur svona skrif viðgangast.
Það er ekki alltí lagi þarna.
Kveðja að austan.
![]() |
Í lagi með Ítalíu en ekki Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2020 | 07:09
Alvarleg staða.
En samt allt í lagi að halda sig við raunveruleikann.
Sem er að lönd í miðjum faraldri lenda á rauðum lista annarra landa svo ferðaþjónusta sem treystir á erlenda ferðamenn er þá hvort sem er í lamasessi.
Sem og að faraldurinn virðist vera að springa út í Evrópu, og þá er líklegt að þau lönd sem ennþá leyfa óþarfa ferðalög, fari að loka á þau.
Staðreyndir eru nefnilega til alls fyrst ef menn ætla sér að fá aðstoð samfélagsins til að lifa af.
Afneitunin eða það sem á mannamáli má kalla lygar, er hins vegar ekki líkleg til að fá samúð þjóðarinnar, sem vill ekki lifa í sífelldum ótta við innflutt veirusmit.
Svo má ekki gleyma að tækifærin liggja í ósýktu landi, þangað vill fólk koma og slaka á, og þá er 5 daga sóttkví á fögrum stað aðeins upphaf af góðu fríi.
Þess vegna eiga menn að kalla eftir aðstoð en um leið hysja upp um sig brækurnar og skoða hvaða möguleikar búa í miðjum heimsfaraldri.
Heimsfaraldri sem ríkisstjórn Íslands bjó ekki til og ber enga ábyrgð á.
En ber hins vegar skylda til að aðstoða þá sem sóttvarnarráðstafanir bitna á.
Því sóttvörnum fylgir ábyrgð.
Þá ábyrgð þarf að axla.
Ekki seinna.
Núna.
Kveðja að austan.
![]() |
Ferðir afbókaðar verslunum lokað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2020 | 13:24
Orð í tíma töluð.
Núna þegar Stóra vinkvennamálið vindur uppá sig og gefið er í skyn að um kostun sé að ræða, líkt og íslenskir ráðherrar séu svo á hornösinni að þeir komist ekki í brunsferð án þess að fá til þess styrki, þá er tími til kominn að staldra við og slútta þessari umræðu.
Við höfum sem samfélag margt þarfara að ræða.
Klaufaskapur, ókey, það þarf ráðherra ferðamála að gera upp við sig og kjósendur sína, svona miðað við sóttvarnir, ókey alltí lagi að ræða þetta mál og leyfa ráðherra að skýra frá sinni hlið, og ókey, kannski gat hún orðað skýringar sínar betur, þá er það bara svo, en allt umfram það er Sunblaðamennska sem á ekki að þrífast hér á þessum dauðans alvöru tímum þar sem brimskaflar erfiðleikanna blasa allsstaðar við.
Þetta er eiginlega bara sorgleg veruleikafirring, eins og fjölmiðlafólk geri sér ekki grein fyrir hvaða vanda við sem samfélag glímum við, eða hvaða dauðaangist hefur grafið um sig á mörgum heimilum vegna skyndilegs forsendubrests sem gengur af ferðaþjónustunni dauðri ef ekki er gripið inní með samfélagslegum aðgerðum.
Hvað er eiginlega að fólki??
Við þurfum að deila byrðunum líkt og þjóðin gerði í kjölfar snjóflóðanna fyrir vestan og austan, eða á stærri skala eftir eldgosið í Vestamannaeyjum.
Það er enginn fjárhagslegur ávinningur, hvað þá samfélagslegur að leyfa innheimtulögfræðingunum að koma tugþúsundum á vonarvöl.
Fólk fjárfesti í góðri trú, fólk kaus sér starfsvettvang í góðri trú.
Og við nögum það, liggur við að maður heyri hnussið, "Huh, þú gast sjálfum þér um kennt".
Svona hagar siðað fólk sér ekki, svona hagar siðað samfélag sér ekki.
Og hver dagur sem líður án þess að aðgerðar séu kynntar, og slegið sé á lífsháskann, er dagur sem er okkur sem þjóð til skammar.
Ég spyr eins og Jóhannes, sér fólk ekki hina "logandi elda hér um allt land.".
Sér það ekki örvæntinguna og óttann sem grefur um sig??
Samt er þetta aðeins verkefni sem þarf að takast á við og leysa.
Maður hefur allavega hrist hausinn af minna tilefni.
Kveðja að austan.
![]() |
Jóhannes ósáttur við eltingaleik fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2020 | 10:06
" Hann trúði því að faraldurinn væri ekki alvarlegur".
Og Donaldi Trump kennt um því það hentar svo í áróðrinum.
En er það svo, er hann sökudólgurinn á þessum harmleik sem á sér svo marga bræður í Bandaríkjunum og víðar? "My dad was a healthy 65-year-old. His only preexisting condition was trusting Donald Trump, and for that, he paid with his life.".
Er Trump sem sagt meistari hinna mörgu andlita og verið á mörgum stöðum samtímis, hét hann til dæmis Sigríður Andersen í gær, og var í ítarlegu viðtali á Mbl.is við að grafa undir sóttvörnum og gera lítið úr alvarleik veirunnar.
Eða er hann frjálshyggjumaðurinn sem skrifaði grein í Telegraph og mærði sænsku fjöldamorðingjana og kvartaði yfir ströngum sóttvörnum í Bretlandi??
Að sjálfsögðu ekki og þeir sem skella skuldina á Trump eru í raun jafn sekir og þeir sem grafa undan sóttvörnum, því þeir beina umræðunni frá þeim sem ábyrgðina bera.
Og á meðan er ekki snúist til varnar þá er áfram grafið.
Skurðgröfturinn hefur þegar kostað tugþúsunda lífið, og hefur þann einbeittan vilja að tugþúsundir bætist í þann hóp sem deyr að óþörfum vegna þess að fólki er talið í trú um að veiran sé hættulítil, að aðgerðir sóttvarnayfirvalda séu samsæri, vantar aðeins að kenna gyðingum um þá væri allur pakki forheimskunnar kominn, og að það sé hægt að lifa eðlilegu lífi í samfélagi þar sem drápsveira gengur laus.
Alvarleikinn er ekki bara persónulegur harmleikur fólks sem trúði og dó, heldur líka vegna allra þeirra smita sem hinir trúgjörnu bera ábyrgð á og sýkja síðan aðra, saklausa.
Það eru bara ekki fíflin sem deyja, því miður liggur við að maður segi, en að sjálfsögðu á enginn skilið að deyja.
Alvarlegast samt af öllu er áhrifin sem þessi myrkraröfl hafa á ákvarðanir stjórnvalda í mörgum löndum, að gripið sé of seint til nauðsynlegra aðgerða með banvænum afleiðingum.
"Neil Ferguson, faraldsfræðingur, sagði þingnefnd í dag að stjórnvöld hefðu gripið til réttra aðgerða en of seint. Fólki var ekki sagt að halda sig heima fyrr en 23. mars. Faraldurinn tvöfaldaðist á þriggja til fjögurra daga fresti áður en takmörkunum var komið á. Hefðum við gefið út tilmæli um að fólk héldi sig heima viku fyrr hefðum við dregið úr endanlegum fjölda látinna um að minnsta kosti helming, sagði Ferguson.".
Og við getum spurt okkur, af hverju var Ítalíu ekki lokað fyrr, af hverju var Spáni ekki lokað fyrr.
Svarið er einfalt, stjórnvöld treystu sér ekki til þess fyrr en allt var komið i óefni, meðal annars vegna þessara úrtölu radda sem grófu undan og töfðu fyrir að gripið var til þeirra einu aðgerða sem virka gegn smitsjúkdómum, að skera á smitleiðir þeirra.
Það var ekki þannig að þetta væru geimvísindi.
Donald Trump er vissulega skemill sem lætur margt flakka, og hann sækir meðal annars fylgi í heimska hægrið og tístir því ýmissi vitleysu til að fóðra það.
Sem og hluti af ráðgjafaliði hans kemur úr þeim hópi.
En hann var samt einn fyrsti vestræni þjóðarleiðtoginn sem lokaði landamærum til að stemma við nýsmiti og ekki verður séð að aðgerðir bandarískra alríkisyfirvalda séu á einhvern hátt frábrugðin en víðast hvar í Evrópu.
Það er brugðist seint og illa við, en samt brugðist við að lokum.
Og Donald Trump sækir vissulega í brunn hinna myrku afla, en hann er ekki brunnurinn sjálfur, hvorki hugmyndafræðingur hans eða skipuleggur andófið gegn sóttvörnum.
Þetta er bara faktur án þess að ég sé nokkurn hátt að réttlæta Trump að öðru leiti.
Alvarleiki málsins er bara of mikill til að hægt sé að láta pólitíska andstæðinga hans komast upp með þessa einföldun sem í raun er svipað fals og afneita tilvist veirunnar eða gera lítið úr hættunni sem stafar að henni.
Það er ekki Trump sem nærir heimska hægrið hérna á Íslandi, Bjarni Ben er ekki í nauðvörn út af honum.
Sem og að áróðurinn á Bandaríkjunum eða á heimsvísu væri alveg sá sami þó Trump missti mátt í tístputta sínum eða hann væri ekki hluti af stjórnmálaumræðu samtímans.
Í þessu máli er hann afleiðing, ekki orsök.
Við orsökina þarf siðað samfélag að kljást og ekki sýna henni neina miskunn, ekki frekar en íslamistum eða nýnasistum.
Þetta er óværa sem þarf að uppræta.
Og það er ekki gert með þögninni.
Eða sífellt að vera afsaka sig fyrir þessu liði.
Það er bara svo.
Kveðja að austan.
![]() |
Donald Trump er rangur forseti fyrir land okkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2020 | 07:10
"Erum enn að taka ákvarðanir inn í gríðarlega mikla óvissu.".
Segir fjármálaráðherra.
Vandinn er sá að þessi óvissa er tilbúningur fólks sem grefur undan sóttvörnum.
Skýrir að of seint er gripið til aðgerða og veiran fær að festa rætur með tilheyrandi mannfalli.
Það voru kínversk stjórnvöld sem horfðu framan í þessa ákvörðun í mikilli óvissu.
Þau ákváðu að fara eftir þekktri þekkingu um útbreiðslu smitsjúkdóma, að þeir lifðu ekki sjálfstæðu lífi og ef skorið væri á smitleiðir, þá gengu þeir hratt yfir.
Það var reyndin í Whuan, eftir nokkra vikna harðar aðgerðir og þrátt fyrir mikla útbreiðslu veirunnar, þá mældust íbúar Whuna veirulausir í byrjun mai eftir að borgaryfirvöld höfðu látið mæla alla borgarbúa.
Staðreynd.
Allt annað tal er blekking.
Sem kostar líf.
Kveðja að austan.
![]() |
Eðlilegt að fólk spyrji spurninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2020 | 17:08
Þegar heimskan fær rödd.
Þá má Morgunblaðið eiga þann heiður að birta þá rödd.
Alvarlegasta atlagan að kjósendahóp Sjálfstæðisflokksins frá því að flokkurinn var stofnaður.
Veikjum hann og drepum ef þess þarf.
Og langt er sótt í röksemdarfærsluna, vegna þess að yngra fólk er drukkið og gætir ekki að sóttvörnum, þá er það vísbending um að eldra fólks, sem gætir að sóttvörnum sínum, í landi sem er lítið sýkt og er því tiltölulega öruggt ennþá fyrir fólk, að það sýkist ekki.
Sjaldgæfari heimska hefur ekki verið skráð á blað svo dæmi séu skráð um.
"Það þarf aðeins eitt smit til að faraldur brjótist út", eru orð Þórólfs sóttvarnarlæknis sem og Kára Stefánssonar, líklegast okkar fremsta vísindamanns á þessu sviði.
Og faraldurinn drepur, og hann veiklar, það eru engar vísbendingar um annað.
Efist hinir heimsku, þá brustu sóttvarnir í Bandaríkjunum, yngra fólk veikist illa, og margir eru þegar farnir að deyja.
Eftir stendur að fólk í áhættuhópi nær að loka sig af frá samfélaginu, og sleppur því, en hvaða líf er það til lengdar að mega ekki umgangast fólk, að þurfa að vera í felum fyrir fjölskyldu, að ekki sé minnst á að barnabörn vita að eitt knús geti drepið afa og ömmu.
Hvaða samfélag sættir sig við slíkan ótta??
Það er mál að linni.
Að fjöldamorð og fjöldamorðingjar séu mærðir á síðum Morgunblaðsins.
Og Sjálfstæðisflokkurinn ber fulla ábyrgð á orðum Sigríðar Andersen.
Hversu heimsk þau eru, þá eru þau bein aðför að eldra fólki sem og fólki í áhættuhópi þessarar veirusýkingar.
Að ekki sé minnst á allt það fólk sem er á besta aldri, og hefur sýkst, og er alvarlega veiklað á eftir.
Slíkt er ekki Sjálfstæðisflokknum boðlegt.
Og orð Sigríðar, eru orð hans, nema að annað sé sagt á skýran og skilmerkilegan hátt.
Að þau séu fordæmd, og hafi afleiðingar.
Sem og að eigendur Morgunblaðsins ættu virkilega að íhuga leiðara Davíðs í dag.
Undir rós er sjaldgæf árás á fólkið í framlínu varnar þjóðarinnar á þessum dauðans alvöru tímum.
Það er eins og Davíð nenni þessu ekki lengur og vilji losna við áskrifendur blaðsins.
Biður þá reyndar ekki að segja upp áskriftinni en telur það valkost fyrir þá að kafna í eigin andardrætti.
Hve ofboðslega sjúkt og veruleikafirrt þarf fólk að vera að gera lítið úr sjúkdómi sem kæfir fólk lifandi?
Sem hundsar hina dauðans alvöru, og talar niður fólkið sem þó hefur barist fyrir vörnum okkar.
Hvað er að þessu fólki, hvað gengur því til??
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að svara þeirri spurningu.
Morgunblaðið þarf að svara þeirri spurningu.
Og svaranna er ekki að leita í kistu Dags B.
Froða og innihaldslausir frasar.
Það dugar vissulega í Reykjavík, en það dugar ekki gegn dauðans alvöru.
Það þarf að taka að skarið á mannamáli.
Svo ekki sé misskilið.
Annað er í raun samþykki.
Kveðja að austan.
![]() |
Setji ekki reglur sem þau geta ekki fylgt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2020 | 15:31
Stóra ráðherramálið.
Að glæpavæða Þórdísi Kolbrúnu fyrir að vera manneskja, að þurfa að slaka á í góðra vina hópi, líkt og er nauðsynlegt fyrir okkur öll.
Kallast að kasta umræðu á dreif.
Að hengja bakara fyrir smið, eða hvað sem tunga okkar nær að tjá um slíka vitleysu.
Þórdís er manneskja.
Við erum öll manneskjur.
Og búum ekki í glerhúsi.
Þetta er ómerkileg umræða og Þórólfur á heiður skilinn fyrir að jarða hana.
Vissulega getur smitið verið það viðvarandi að við þurfum að skipta um gír, hætta að hittast og gleðjast.
En sá tímapunktur er ekki kominn.
Hvorki hjá Þórdísi eða okkur hinum.
Skiptir engu þó hún sé ráðherra.
Hræsnin mun ekki fella veiruna.
Höfum það hugfast og hættum þessu böggi.
Krossfestingar hafa aldrei verið til góðs.
Kveðja að austan.
![]() |
Ráðherra hafi ekki brotið lögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2020 | 09:19
Gjörðum fylgir ábyrgð.
Það þurfti kjark til að taka þá ákvörðun sem ríkisstjórn Íslands tók og kynnti síðastliðinn föstudag.
Það er ekkert sjálfgefið að hlusta á sóttvarnaryfirvöld og ganga þannig gegn ríkum sérhagsmunum sem að baki halda í strengi sem þræddir eru á hendur margra stjórnmálamanna, og slík strengjastjórnun alls ekki bundin við Sjálfstæðisflokkinn.
Vissulega má segja að lokun landamæra sé óumflýjanleg og sú þróun er vissulega hafin í Evrópu og víðar, en það er grundvallarmunur að reyna að bregðast við ástandi í tíma, og hafa þannig áhrif til góðs, eða játa sig sigraðan þegar allt er komið í óefni og allar ráðstafanir þurfa þá að vera miklu strangari, jafnvel svo strangar að samfélögum sé lokað á ný.
Við megum ekki gleyma að krafan um frelsi til að vera fífl er talið hafa kostað líf um 20.000 Breta auk miklu alvarlegri hliðarverkana vegna álags á heilbrigðiskerfið sem kostaði að auki líf þúsunda.
Bara vegna þess að í nafni meintra frelsishugsjóna þverskaðist Boris Johnsson við að loka Bretlandi í um viku, þurfti sjálfur að fá veiruna til að fatta hve mikið fífl hann var.
Angi þessarar frelsisumræðu hefur skolað hér á land ásamt annarri mengun og óþverra.
Menn mæra fjöldamorðin í Bretlandi og menn mæra sænsku fjöldamorðingjana.
Í fréttinni er vitnað í þingmann Sjálfstæðisflokksins sem vill leggja flokk sinn niður, þorir reyndar ekki að leggja það til, en þess í stað vill hún sleppa drápsveirunni lausri á kjarnafylgi hans og að flokkurinn verði þar með sjálfdauður í kjölfarið.
Því hver kýs flokk sem berst fyrir dauða kjósenda sinna??
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur áhyggjur af frelsinu, ekki fólki, spyr um skýrar lagaheimildir fyrir íþyngjandi sóttvörnum, vill umræðu þar um, en minnist ekki orði á að gjörðum fylgir skyldur, að stjórnvöld setji ekki íþyngjandi reglur sem skaða, án þess að beita mætti samfélagsins til að bæta sannarlegan það tjón sem fólk og fyrirtæki verða fyrir vegna sóttvarnarráðstafana.
Því í siðuðu samfélagi á ekki að vera hægt í nafni almannahags að valda hluta samborgara okkar tjóni án þess að þjóðin sem slík reyni að jafna byrðarnar á herðum sér.
Það gengur þvert gegn borgarlegum réttindum fólks sem og hinum undirliggjandi sið sem kristin vestræn menning hefur mótað gegnum aldirnar.
En miðað við grein Birgis Ármannssonar er Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur kristilegur borgaraflokkur heldur einhvers konar Frelsisflokkur.
Hann talar ekki lengur um borgarleg réttindi, heldur "frelsisréttindi", sbr. þessi málsgrein hans "Þessar takmarkanir geta verið misjafnlega íþyngjandi fyrir ólíka hópa við mismunandi aðstæður, en fela þó allar í sér skerðingu á frelsisréttindum, sem teljast til grundvallarréttinda í öllum þeim ríkjum, sem byggja á lýðræði, mannréttindavernd og grundvallarreglum réttarríkisins.".
Af sem áður var þegar borgararnir börðust fyrir borgarlegum réttindum en stjórnleysingjar og kommar fyrir frelsi, sem var í þeirra útfærslu frelsið til að eyðileggja og brjóta niður, ráðast að einstaklingnum og svipta hann eigum og frelsi.
Núna nauðga frjálshyggjumenn þessu fallega orði og hefði það vitund þá væri það fyrir löngu búið að draga þá fyrir dóm og fá þá dæmda fyrir misnotkun í þágu sérhagsmuna Örfárra.
Þessi umræða á þessum tímapunkti er öll svo heimsk að það hlýtur eitthvað annað að búa að baki.
Líklegast stendur slagurinn um þær ráðstafanir sem stjórnvöld hljóta að grípa til að bæta skaða sem og til að halda á lífi þeim atvinnugreinum sem líða fyrir hinar íþyngjandi sóttvarnir.
Því þær aðgerðir eru gjaldþrot þeirrar stjórnmálastefnu sem hefur gert markaðinn að guði og heimsku hans að visku sem er öllu æðri, og því ekki mannanna að deila við.
Enda afhjúpaði kórónuveiran gjaldþrot Vesturlanda, þau eru öll meira eða minna háð framleiðslu Kína, og eftir áratuga rupl og rán auðmanna eru flest ríkin orðin skelin ein um skuldir og hrörlega innviði.
En gjörðum fylgir ábyrgð.
Og um þá ábyrgð á umræða næstu daga að snúast.
Tilbúið innantómt röfl um frelsið til að vera fífl er ekki það sem fólk og fyrirtæki í neyð þarf á að halda.
Óöryggið um framhald hlutbótaleiðarinnar er óafsakanlegt.
Hringekju innheimtulögfræðinganna þarf að stöðva og varða við skóggang.
Endurfjármögnun í gegnum Seðlabanka þarf að vera raunhæf leið, víðtæk og standa öllum til boða sem þurfa á að halda.
Þannig er samfélagslegur sem og fjárhagslegur skaði lágmarkaður.
Byrðarnar verða allra en ekki bara þeirra sem eru svo óheppnir að starfa við eða hafa fjárfest í atvinnugreinum sem fara illa úr út heimsfaraldrinum.
Þannig hagar siðað fólk sér.
Þannig komumst við heil út úr heimskreppunni sem er óumflýjanleg á meðan heimsfaraldur geisar með öllum þeim hörmungum sem honum fylgir.
Heil, kannski fátækari, en óbuguð.
Þetta er verkefni stjórnvalda í dag og um þetta á öll umræða að snúast.
Umræðan um sóttvarnir er að baki.
Þeir sem treysta sér ekki í hana hafa ekkert í stjórnmál að gera.
Hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Hik og andvaraleysi sumarsins er að baki.
Núna reynir á.
Kveðja að austan.
![]() |
Umræðan færist inn í þingið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 24
- Sl. sólarhring: 1067
- Sl. viku: 4754
- Frá upphafi: 1486894
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 4068
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar