Gjörðum fylgir ábyrgð.

 

Það þurfti kjark til að taka þá ákvörðun sem ríkisstjórn Íslands tók og kynnti síðastliðinn föstudag.

Það er ekkert sjálfgefið að hlusta á sóttvarnaryfirvöld og ganga þannig gegn ríkum sérhagsmunum sem að baki halda í strengi sem þræddir eru á hendur margra stjórnmálamanna, og slík strengjastjórnun alls ekki bundin við Sjálfstæðisflokkinn.

 

Vissulega má segja að lokun landamæra sé óumflýjanleg og sú þróun er vissulega hafin í Evrópu og víðar, en það er grundvallarmunur að reyna að bregðast við ástandi í tíma, og hafa þannig áhrif til góðs, eða játa sig sigraðan þegar allt er komið í óefni og allar ráðstafanir þurfa þá að vera miklu strangari, jafnvel svo strangar að samfélögum sé lokað á ný.

Við megum ekki gleyma að krafan um frelsi til að vera fífl er talið hafa kostað líf um 20.000 Breta auk miklu alvarlegri hliðarverkana vegna álags á heilbrigðiskerfið sem kostaði að auki líf þúsunda. 

Bara vegna þess að í nafni meintra frelsishugsjóna þverskaðist Boris Johnsson við að loka Bretlandi í um viku, þurfti sjálfur að fá veiruna til að fatta hve mikið fífl hann var.

 

Angi þessarar frelsisumræðu hefur skolað hér á land ásamt annarri mengun og óþverra.

Menn mæra fjöldamorðin í Bretlandi og menn mæra sænsku fjöldamorðingjana.

Í fréttinni er vitnað í þingmann Sjálfstæðisflokksins sem vill leggja flokk sinn niður, þorir reyndar ekki að leggja það til, en þess í stað vill hún sleppa drápsveirunni lausri á kjarnafylgi hans og að flokkurinn verði þar með sjálfdauður í kjölfarið.

Því hver kýs flokk sem berst fyrir dauða kjósenda sinna??

 

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur áhyggjur af frelsinu, ekki fólki, spyr um skýrar lagaheimildir fyrir íþyngjandi sóttvörnum, vill umræðu þar um, en minnist ekki orði á að gjörðum fylgir skyldur, að stjórnvöld setji ekki íþyngjandi reglur sem skaða, án þess að beita mætti samfélagsins til að bæta sannarlegan það tjón sem fólk og fyrirtæki verða fyrir vegna sóttvarnarráðstafana.

Því í siðuðu samfélagi á ekki að vera hægt í nafni almannahags að valda hluta samborgara okkar tjóni án þess að þjóðin sem slík reyni að jafna byrðarnar á herðum sér.

Það gengur þvert gegn borgarlegum réttindum fólks sem og hinum undirliggjandi sið sem kristin vestræn menning hefur mótað gegnum aldirnar.

 

En miðað við grein Birgis Ármannssonar er Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur kristilegur borgaraflokkur heldur einhvers konar Frelsisflokkur.

Hann talar ekki lengur um borgarleg réttindi, heldur "frelsisréttindi", sbr. þessi málsgrein hans "Þess­ar tak­mark­an­ir geta verið mis­jafn­lega íþyngj­andi fyr­ir ólíka hópa við mis­mun­andi aðstæður, en fela þó all­ar í sér skerðingu á frels­is­rétt­ind­um, sem telj­ast til grund­vall­ar­rétt­inda í öll­um þeim ríkj­um, sem byggja á lýðræði, mann­rétt­inda­vernd og grund­vall­ar­regl­um rétt­ar­rík­is­ins.".

Af sem áður var þegar borgararnir börðust fyrir borgarlegum réttindum en stjórnleysingjar og kommar fyrir frelsi, sem var í þeirra útfærslu frelsið til að eyðileggja og brjóta niður, ráðast að einstaklingnum og svipta hann eigum og frelsi.

Núna nauðga frjálshyggjumenn þessu fallega orði og hefði það vitund þá væri það fyrir löngu búið að draga þá fyrir dóm og fá þá dæmda fyrir misnotkun í þágu sérhagsmuna Örfárra.

 

Þessi umræða á þessum tímapunkti er öll svo heimsk að það hlýtur eitthvað annað að búa að baki.

Líklegast stendur slagurinn um þær ráðstafanir sem stjórnvöld hljóta að grípa til að bæta skaða sem og til að halda á lífi þeim atvinnugreinum sem líða fyrir hinar íþyngjandi sóttvarnir.

Því þær aðgerðir eru gjaldþrot þeirrar stjórnmálastefnu sem hefur gert markaðinn að guði og heimsku hans að visku sem er öllu æðri, og því ekki mannanna að deila við.

Enda afhjúpaði kórónuveiran gjaldþrot Vesturlanda, þau eru öll meira eða minna háð framleiðslu Kína, og eftir áratuga rupl og rán auðmanna eru flest ríkin orðin skelin ein um skuldir og hrörlega innviði.

 

En gjörðum fylgir ábyrgð.

Og um þá ábyrgð á umræða næstu daga að snúast.

Tilbúið innantómt röfl um frelsið til að vera fífl er ekki það sem fólk og fyrirtæki í neyð þarf á að halda.

 

Óöryggið um framhald hlutbótaleiðarinnar er óafsakanlegt.

Hringekju innheimtulögfræðinganna þarf að stöðva og varða við skóggang.

Endurfjármögnun í gegnum Seðlabanka þarf að vera raunhæf leið, víðtæk og standa öllum til boða sem þurfa á að halda. 

Þannig er samfélagslegur sem og fjárhagslegur skaði lágmarkaður.

Byrðarnar verða allra en ekki bara þeirra sem eru svo óheppnir að starfa við eða hafa fjárfest í atvinnugreinum sem fara illa úr út heimsfaraldrinum.

 

Þannig hagar siðað fólk sér.

Þannig komumst við heil út úr heimskreppunni sem er óumflýjanleg á meðan heimsfaraldur geisar með öllum þeim hörmungum sem honum fylgir.

Heil, kannski fátækari, en óbuguð.

 

Þetta er verkefni stjórnvalda í dag og um þetta á öll umræða að snúast.

Umræðan um sóttvarnir er að baki.

 

Þeir sem treysta sér ekki í hana hafa ekkert í stjórnmál að gera.

Hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.

 

Hik og andvaraleysi sumarsins er að baki.

Núna reynir á.

Kveðja að austan.


mbl.is Umræðan færist inn í þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, frelsið til að hleypa hingað inn rúmenskum athafnamönnum, og það án nokkurs eftirlits, hefur nú leitt til áþjánar ferðamannaþjónustunnar.

Frelsi, án ábyrgðar, er stefna fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins en þeim er boðleg. 

En þökkum þó fyrir að frá og með miðvikudegi skuli allir skimaðir, einnig rúmensku athafnamennirnir, sem iðkað hafa það frelsi sem ferðamálaráðherra og fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins er kærast, nú til dags:  Frelsi, án ábyrgðar.  Gjör órétt og þol ei rétt.

Sem gömlum sjálfstæðismanni finn ég, að ég eigi enga samleið með þannig þenkjandi ráðherrum og þingmönnum flokksins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.8.2020 kl. 11:15

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

"Þannig hagar siðað fólk sér.

Þannig komumst við heil út úr heimskreppunni sem er óumflýjanleg á meðan heimsfaraldur geisar með öllum þeim hörmungum sem honum fylgir.

Heil, kannski fátækari, en óbuguð.

 

Þetta er verkefni stjórnvalda í dag og um þetta á öll umræða að snúast.

Umræðan um sóttvarnir er að baki.

 

Þeir sem treysta sér ekki í hana hafa ekkert í stjórnmál að gera.

Hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.

 

Hik og andvaraleysi sumarsins er að baki.

Núna reynir á.".

Núna er frelsisumræðan að baki, að baki er umræðan um sóttvarnir, um þær ríkir mikil sátt.

En afleiðingar þeirra er ekki umflúnar, sem og að það þarf að takast á við þær.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.8.2020 kl. 11:30

3 identicon

"Þess­ar tak­mark­an­ir geta verið mis­jafn­lega íþyngj­andi fyr­ir ólíka hópa við mis­mun­andi aðstæður, en fela þó all­ar í sér skerðingu á frelsisréttind­um, sem telj­ast til grundvallarréttinda í öll­um þeim ríkjum, sem byggja á lýðræði, mann­rétt­inda­vernd og grund­vall­ar­regl­um réttarrík­is­ins."

Áttu meira úr þessari grein til að birta okkur sauðtryggum lesendum þínum?

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 17.8.2020 kl. 12:21

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja.

Á hana alla, og vissulega talar Birgir um borgarleg réttindi, en hann missti sig, afhjúpaði sig, og rót eins og ég gerði mat úr því.

Annars var greinin innlegg í gagnkvæma orðabók (óorðið er eitthvað annað en ég man það bara ekki, er að vísa í þegar þú færð strax viðbrögð frá rafeindum líkt og hjá Vagni), þar sem Birgir sagði ekkert, en náði samt að tækla frelsisumræðu frjálshyggjunnar án þess að sneiða að ráði að heilbrigðisráðherra og ríkisstjórninni.  Hann var svona ofurdipló.

En gaf af sér höggstað sem að sjálfsögðu ég nýtti.

Síðan minnir mig að þeir sauðtryggu lesi pallivill blog. eitthvað, hann átti góðan pistil í morgun.

Kóngurinn er eiginlega með þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.8.2020 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 95
  • Sl. sólarhring: 770
  • Sl. viku: 5303
  • Frá upphafi: 1328116

Annað

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 4747
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband