Vanhæfir frétta og fjölmiðlamenn eru ein stóra skýringin á hruni Íslands.

Sama hver vitleysan og græðgin var, sama hve mörg aðvörunarorð bárust.   Þá þurfti bara hint og matreidda frétt frá almannatengil og öll gagnrýnisumræða koðnaði niður.

Ísland brann marga mánuði fyrir Hrun og eldarnir sáust langt á haf út eins og í Skaftáreldum forðum, en hér heima varð enginn fjölmiðill og fjölmiðlungur var við brunann.  Skýringar Geirs og Ingibjargar voru alltaf teknar gildar og ef efi var til staðar þá var rætt við Sigurjón og Sigurð og jafnvel Welding og þá varð allt gott á ný í strútsholunni.

Þessi frétt Ruv sem Morgunblaðið birtir hér á Mbl.is, er dæmi um algjörlega vanhæfan fréttamann.  Sorgleg vinnubrögð.

Látum það vera þó Þórólfur kjósi að gera sig að fífli á opinberum vettvangi en að slá staðleysum hans  upp sem frétt er fyrir neðan allar hellur.

Nokkrar spurningar sem fréttamaðurinn átti að spyrja en spurði ekki hefðu nægt til að afhjúpa prófessorinn sem vanhæfan fræðimann og lélegan áróðursmann.

Þórólfur gerir ráð fyrir því að meðalvextir lánasafns Landsbankans séu 5,5%, annars gæti hann ekki fengið út 65  til rúmlega 160 milljarða.  En hvernig veit Þórólfur um vaxtatekjur Landsbankans í Bretlandi???'

Hefur Þórólfur skoðað samsetningu eignasafns bankans og metið verðmæti þess?? 

Hefur hann upplýsingar um framtíðarhorfur skuldara bankans?????

Hvernig metur hann þróun heimskreppunnar???

Hvernig getur hann spáð fyrir um þróunina á breskum smásölumarkaði en þar liggur töluverður hluti lánasafns bankans???

Og ekki hvað síst.  Hvað fær Þórólf til að halda breskir dómsstólar láti íslensk stjórnvöld komast upp með það með neyðarlögunum í okt 2008 að setja innlán í forgang fram yfir aðrar skuldir bankans??  Okkar færustu lögfræðingar telja sig ekki geta spáð fyrir um það.  Allavega er ljóst að bretar eru ekki vanir að taka við fyrirmælum annarra þjóða um sinn fjármagnsmarkað.  Hví ætti breskur dómsstóll að dæma þarlendum kröfuhöfum í óhag en íslenska ríkinu í hag????

Þórólfur fullyrti að Ísland ætti að greiða ICEsave skuldbindingar Landsbankans án þess að vísa  í einn einasta lagatexta máli sínu til stuðnings.  Og hann hefur ekki haft kjark til að fordæma skrif Stefáns Más Stefánssonar opinberlega en Stefán hefur margvísað í lög og reglur til að sýna fram á að um málið ríki a.m.k. töluverð réttaróvissa því það er skýrt tekið fram í tilskipun ESB að fjármálafyrirtæki eigi sjálf að standa straum af fjármögnun Tryggingasjóðs innlána og hvergi minnst á bakábyrgð ríkisstjórna.  

Þegar prófessor fullyrðir svona út í loftið án rökstuðnings og treystir sér ekki til að rökstyðja mál sitt gegn andstæðum skoðunum þá hefur hann sjálfkrafa dæmt sig úr leik í opinberri umræðu.  Það er að segja ef til væru alvöru fjölmiðlamenn á Íslandi.

En þar stendur hnífurinn í kúnni og helsærði hana.  

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Slökkt á álveri og virkjun í átta ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Vissulega rétt að fréttamenn eiga drjúgan þátt í ástandinu.

Metnaður fréttamanna hér er afskaplega aumkunarverður.

hilmar jónsson, 17.6.2009 kl. 19:58

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Sæll Ómar, fínn pistill hjá þér. Hvar eru aðvörunargreinar þessa Þórólfs frá liðnum árum, ætli þær séu til?

Mikið saknaði ég þess hvað hagfræðingar létu lítið í sér heyra síðustu ár. Af hverju ætli það hafi verið - er kannski möguleiki að krónískur viðskiptahalli, fasteignabóla, hlutabréfabóla og fleira smálegt hafi bara farið framhjá þeim?

Kv.

Ólafur Eiríksson, 17.6.2009 kl. 20:01

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hilmar.

Ef þeir geta ekki hlaupið á eftir einhverju slúðri, þá virðist getan ekki vera til staðar.  Þess vegna eru staðleysufullyrðingar, settar fram sem einhver frétt.  Og til að gæta hlutleysis þá fær andstaðan stundum að setja fram sínar staðleysur.  

En hvað er rétt eða hafa það sem sannara reynist virðist þeim vera fyrirmunað.

Þess vegna til dæmis gat Árni Matt notað fjármálaráðuneytið til að ljúga að þjóðinni að skattar hefðu ekki hækkað hlutfallslega af þjóðarframleiðslu, þrátt fyrir að tölur OECD  sögðu annað.

Látum það vera að tölur Stefáns Ólafssonar og hagfræðings eldri borgara hefðu verið vefengdar en að rífast við opinberleg gögn er aðeins hægt ef heimska og vankunnátta fjölmiðlunga er algjör.

Man alltaf þegar Pétur Blöndal komst upp með það í Kastljósi og síðan í fleiri fjölmiðlum að afneita því að skattar hefðu hækkað hlutfallslega því rauntekjur fólks hefðu hækkað.  Eins og það gæti ekki farið saman.  Og reyndar þekkt orsakasamhengi ef skattahækkanirnar fara i að bæta innviði og samkeppnishæfni þjóða.

En íslenskir fjölmiðlungar sögðu vá og öll gagnrýni á órökin voru þögguð.  Og fólk kaus svo íhaldið aftur þrátt fyrir lygar þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.6.2009 kl. 20:38

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Takk og mikið sammála þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.6.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 967
  • Sl. sólarhring: 1039
  • Sl. viku: 6175
  • Frá upphafi: 1328988

Annað

  • Innlit í dag: 834
  • Innlit sl. viku: 5506
  • Gestir í dag: 727
  • IP-tölur í dag: 714

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband