Gylfi Zoega í Speglinum og á Bláskjá.

Viðtalið við Gylfa Zoega í Speglinum og svo í fréttatíma sjónvarps í gær vakti athygli.  Hann sagði t.d að hér yrði 15-20" atvinnuleysi ef samskipti við útlönd og erlenda lánardrottna yrðu ekki lögðuð.  Vá sagði fréttamaður Sjónvarpsins og gerði svo grínfrétt um að stjórnvöld völdu Íslenskt.  En stöldrum við.  Er Bláskjá fyrirmunað að hlusta eftir því sem viðmælendur þeirra segja og er hin raunveruleg frétt.

Til að byrja með skal því haldið til haga að Gylfi var einn af þeim sem kallaði eftir aðkomu óbermana hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

En hverjar voru atvinnuleysistölurnar sem deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands nefndi?  Talaði hann ekki um 15-20% atvinnuleysi.  Hverjar voru spárnar þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var fenginn til að mæta á svæðið með sprengjuefni sitt?  Alþýðusambandið spáði 4,5% atvinnuleysi, Vinnumálastofnun 7% og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mat það 6%.  Svo minnir mig að OECD hafi spáð 8% atvinnuleysi.  

Og núna talar einn okkar albesti hagfræðingur um 15-20% atvinnuleysi.  Hvað hefur gerst.  Var fyrri ríkisstjórn ekki á fullu að bjarga.  Hún mátti ekki fara frá því hún var að bjarga.  Voru ekki allir að klappa fyrir björgunarpökkum hennar, um að skoða og beina tilmælum til og humma og jamma og svo vann með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að björgun efnahagslífsins.  Lykilatriði nýrrar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er sama samvinna og samstarf við IFM og það er búið að gera svo margt gott.  

En samt segir Gylfi Zoega að atvinnuleysið stefni í 15-20% atvinnuleysi þrátt fyrir alla björgunina.  Þrátt fyrir erfiði alls þessa góða fólks sem hefur verið að bjarga þjóðinni dag og nótt.  Af hverju var Gylfi Zoega ekki spurður um hvað hefði breyst.  Hann notaði töluna 7% eftir skýrslu IFM langt fram yfir áramótin en núna talar hann eins og efnahagsráðstafanir sjóðsins séu að gera illt verra.  

Höfðu hann og Jón Daníelsson rétt fyrir sér þegar þeir sögðu að stjórnvöld þyrftu að grípa strax inní til að hindra keðjuverkun atvinnuleysis og gjaldþrota.  Besta aðferðin  til að viðhalda slíkri  keðjuverkun eru háir vextir og verðtrygging.  Óbærilegt vaxtastig drepur allt niður þegar fyrirtæki og heimili berjast í bökkum vegna samdráttar og of hárrar skuldsetningar.  Enda lögðu þeir félagar til tafarlausrar stýrisvaxtalækkunar strax í nóvember.  

Af hverju hefur Gylfi aldrei verið spurður útí þessa þversögn sína.  Hann lagði ákveðið til í upphafi kreppunnar því um lífsspursmál væri að ræða fyrir efnahagslífið og síðan bað hann um aðkomu Frjálshyggjufífla sem eru þekktir fyrir það eina að gera allt þveröfugt við það sem hann og Jón lögðu til.  Ef Frjálshyggjufíflin hafa rétt fyrir sér, þá hefur hann rangt og hefði strax átt að biðjast afsökunar á villandi málflutningi sínum.  En ef hann hafði rétt fyrir sér í blaðagreinum og sjónvarpsviðtölum haustið 2008, þá hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn rangt fyrir sér og af hverju segir Gylfi það ekki umbúðalaust.  Hverjir eiga að greiða honum og öðrum starfsmönnum Háskóla Íslands laun þegar fjármál ríkissjóðs eru hrunin?  Og ber hann engar skyldur til þjóðarinnar sem kostaði menntun hans.  Hver er æra svona manna?

Og af hverju er Bláskjá fyrirmunað að greina kjarnann frá hisminu.  Það má vel vera að erlendu lánardrottnum hafi ekki verið afhentir eignir Íslendinga nógu fljótt en sér enginn rökvillan í  að þá muni allt lagast því erlent lánsfé muni flæða yfir landið.  Veit fólk ekki að þetta er liðin tíð.  Ef ekkert jákvætt var byggt fyrir alla þessa peninga þá verður svo að vera því útlendir bankar eru hættir að lána til Íslands.  Þeir eru líka hættir að lána heima hjá sér.  Í Þýskalandi er verið að setja lög sem heimila ríkisstjórninni að yfirtaka eignarhald á bönkunum.  Á Bretlandi er það aðeins tímaspursmál hvenær slíkt verður gert, héðan af er aðeins um vikur að ræða.  Ástæða þess og annarsstaðar í Evrópu er sú að efnahagslíf viðkomandi landa er í fjársvelti því bankarnir eru hættir að sinna eðlilegu hlutverki sínu sem er að sjá atvinnulífinu fyrir rekstrarfé.  Og svo er fólk á Íslandi að reyna sannfæra þjóð sína að þessir bankar, sem ekki lána heima hjá sér, vilji ólmir lána til Íslands en það eru vond stjórnvöld sem standi í veginum.  Eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að bulla í fréttamönnum sjónvarpsins.  Hvernig getur þetta fólk horfst í augun á nágrönnum sínum og vinum sem eru að missa allt sítt.  Hver er æra þessa fólks

Spyr sá sem ekki veit.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mikið rétt - mikið rétt enda er hagfræði bara hugarástand og og hugarburður!

Arinbjörn Kúld, 20.2.2009 kl. 10:20

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður.

Það er kannski fullmikið í lagt að fullyrða slíkt en menn þurfa að gæta samræmis í málflutningi sínum.  Þjóðin á kröfu á að vita af hverju hér er allt að fara á versta veg þrátt fyrir margítrekaðar björgunaraðgerðir.  Var kannski alltaf verið að senda sjúkrabíla og slökkviliðið uppí Borgarfjörðinn, þegar neyðarkallið kom frá Borgarfirði eystra.  Ef svo er þá á að viðurkenna það og læra af mistökunum.  Ekki forherðast eins og Jóhanna Sigurðardóttir.  Eða bulla útí eitt eins og hagfræðingahjörðin gerir þessa dagana þegar hún þarf að útskýra af hverju allt er það fara til helvítis.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.2.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 529
  • Sl. sólarhring: 1121
  • Sl. viku: 5737
  • Frá upphafi: 1328550

Annað

  • Innlit í dag: 446
  • Innlit sl. viku: 5118
  • Gestir í dag: 423
  • IP-tölur í dag: 415

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband