Skálkaskjól glæpamanna.

 

Er sá banki sem stofnar útibú í skattaskjóli.

Það er tilgangur stofnun útibúsins, að varðveita illa fengið fé, að þvo illa fengið fé, að veita illa fengnu fé skattahjálp.

Og það er aðeins glæpafólk sem skiptir við slíka banka.

Skiptir engu þó taglhnýtingar þess í stjórnmálastétt hafi gert marga fjárglæpi þess löglega með Tortillum sínum, aflandsfélögum og svo framvegis.

 

HSBC bankinn er alls ekki undantekning, það er enginn heiðarlegur banki í þessum bransa, ekki frekar en það er til heiðarlegur maður í eiturlyfjasölu.  

Við erum bara svo samdauna hugmyndafræði frjálshyggjunnar í þágu fjárglæpafólks, að teljum orðið hið afbrigðilega vera hið eðlilega, að löggjöfin leyfi allskonar ófélögum, kennd við eignarhald, afland eða ekkert land, að eiga og reka fyrirtæki í þeim eina tilgangi að skjóta fjármunum undan.

Ófélög, sem eiga heima í skúffum og eru ekkert annað en kennitalan.

.

HSBC bankinn var aðeins óheppinn, það eina sem fjárglæframenn geta ekki keypt, það eina sem þeir geta ekki varist, er græðgin sem sér fjárvon í að koma uppum þá.

Forsenda rannsóknar rannsóknarblaðamannanna sem afhjúpuðu HSBC bankann voru illa fengin gögn í auðgunarskyni svo ég vitni orðrétt í Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem notaði þessi orð til að hóta skattrannsóknarstjóra fangelsisvist ef hún vogaði sér að koma upp um velunnar og fjárhagslega bakhjarla flokksins.

Og blaðamaður Morgunblaðsins setti af smekkvísi sinni sem fyrsta link við þessa frétt.

 

Hótanir um fangelsisvist er síðasta úrræði fjárglæpamanna, að stjórnmálamenn í vasa þeirra séu nógu öflugir til að geta beitt réttarkerfinu til að þagga niður í þeim sem nýta sér illa fengin gögn í auðgunarskyni til að koma upp um fjárglæpi og fjárglæpamenn.

Þekkt er dæmið þegar Þorsteinn Pálsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra hótaði þeim sjómönnum sem segðu frá brottkasti, málssókn og fangelsisvist, er þeir segðu frá.

Hótun sem stöðvaði ekki brottkast, en stöðvaði opinberar frásagnir af því athæfi.

 

Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki nýtt eignarhald sitt á bönkum eftir Hrun til að rannsaka íslensku skálkaskjólin.

Íslenskir rannsóknarblaðamenn hafa ekki reynt að svipta hulunni af þeirri starfsemi.

Enda fara menn ekki gegn hendinni sem fæðir þá.

 

En Stóra ferðatöskumálið hefur gjörbreytt landsslaginu á örfáum dögum.

Einstaklega klaufaleg ummæli fjármálaráðherra hafa séð til þess að allt í einu fann stjórnarandstaðan rýtinginn sem nær inní valdahjarta Sjálfstæðisflokksins.

Eina spurningin hvort valdaþráin nái að yfirvinna sælutilfinningu fóðurgjafarinnar, því ekki er víst að höndin sem fæðir, haldi áfram að fóðra.

 

Í næsta pistli, sem ég ætla að slá inn áður en ég held á vit knattspyrnuævintýra, mun ég fjalla nánar um kviksyndið sem fjármálaráðherra kom flokk sínum í.

Því ef ekki tekst að þagga niður í skattrannsóknarstjóra, með hótuninni um að láta ríkislögreglustjóra handtaka hana, og ef á listanum séu raunverulega nöfn sem koma flokknum illa (af hverju annars þessi grímulausa hagsmunagæsla??), og vegna forsögu málsins, þá er fullt tilefni fyrir rannsakendur, eins og ríkissaksóknara og umboðsmann Alþingis, að rannsaka afskipti flokksins af eðlilegri stjórnsýslu.

Fordæmið er komið, set-uppið með Hönnu Birnu gæti orðið að búmmerang sem að lokum felldi Bjarna.

 

Og þá, og þá, verður allavega ekki gaman að vera íhaldsbloggari á Moggablogginu.

Skítugur upp að öxl að verja hið óverjanlega.

 

Hver skyldu þolmörkin annars vera?

Kveðja að austan.


mbl.is Glæpamenn fundu skjól hjá HSBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 274
  • Sl. sólarhring: 394
  • Sl. viku: 4117
  • Frá upphafi: 1329648

Annað

  • Innlit í dag: 240
  • Innlit sl. viku: 3609
  • Gestir í dag: 226
  • IP-tölur í dag: 222

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband