Þjóðin þarfnst þjóðarsáttar um heilbrigðiskerfi sitt.

 

Og ráðherra sem heldur að vandinn snúist um kaup og kjör, er ráðherra sem er ekki starfi sínu vaxinn.

Sem er sorglegt því ég hef alltaf talið Kristján Þór Júlíusson hæfastan ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

 

Ég þori að fullyrða að fyrir utan örfáa staurblinda stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, þá sem halda að aðeins hinir veikist, að þá sé leitun meðal almennings af fólki sem vill áframhald þessa skrípaleiks sem átt hefur sér stað í haust.

Fólk sér afleiðingarnar, fólk sér að deilan er komin að endamörkum.

Það þekkja allir einhvern sem býr við óvissu um næstu skoðun, um næstu aðgerð. Slítandi niðurdrepandi óvissu.

Og leitun held ég að slíku sálarlausu foreldri að það óttist ekki hvað gerist á vormánuðum ef lokaflóttinn brýst út meðal þeirra lækna sem þó hafa þraukað síðustu ár.

Hver á þá að lækna börnin okkar??

 

Eins þætti mér það skrýtið ef forsvarsmenn atvinnulífsins séu ekki farnir að spá í hvernig hægt sé að halda úti nútíma atvinnulífi með þriðja flokks heilbrigðiskerfi. Sem er ekki í dag, en verður ekki innan svo skamms ef vitiborið fólk grípur ekki frammi fyrir hendurnar  á krökkunum sem illu heilli voru kosin á Alþingi.

Velmenntað fólk er forsenda nútíma atvinnulífs, velmenntað fólk býr ekki í landi þar sem ekki er öruggt að börnin þeirra fái fyrsta flokks læknisþjónustu.  Það hefur val, það getur greitt atkvæði með fótunum.

Ef forystumenn atvinnulífsins sjá þetta ekki, þá er ljóst að þeir eru bjánabelgir, ekki hæfir til að leiða samtök sín.

 

Læknadeilan þarf að leysast og það þarf að takast á við niðurníðslu heilbrigðiskerfisins.  

Undirmönnun þess, lélegum húsakosti, óviðunandi aðbúnaði, og svo mætti lengi telja.

Heilbrigðiskerfið er eins og útgerð þar sem allur arður er tekinn jafnóðum út úr fyrirtækinu, en skip og búnaður fá ekki lágmarkaviðhald, og ekki er endurfjárfest í nýjum skipakosti.  Einn daginn er enginn arður af slíkri útgerð, því það er ekkert skip á sjó, þau eru annað hvort sokkinn, eða ósjófær við bryggju.

Skip er ekki hægt að láta drabbast endalaust niður og það sama gildir um heilbrigðiskerfið.

Einn daginn er það ekki starfandi lengur, og það styttist óðum í þann dag.

 

Þess vegna þarf að leita sáttar við lækna, og það sem meira er, það þarf þjóðarsátt um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins.

Annars er þjóðin feig.

Ekki fær um að viðhalda sjálfri sér.

 

Fyrr má nú vera þjónkunin við fjármagnið, fyrr má nú vera undirlægjuhátturinn við burgeisa, að kjósa frekar feigð en líf.

Líf þjóðarinnar, líf okkar allra.

 

Ef Alþingi er ófært að leita sátta þá á forseti Íslands að setja það af.

Skipa utanþingsstjórn með það eina markmiði að bjarga heilbrigðiskerfinu.+

 

Það er kominn tími á mannamálið.

Kveðja að austan.


mbl.is Sáttanefnd ekki tímabær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar, hingað til hafa stjórnvöld ekki hikað við að setja lög á sjómenn, flugmenn og flugumferðarstjóra og að ógleymdum flugfreyjum, eru einhverjar líkur á að læknar fái einhverja sérmeðferð?

kv.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.12.2014 kl. 15:03

2 identicon

Þetta er um margt áhugaverður pistill.
Í fyrsta lagi gerir þú ráð fyrir að Sjálfstæðismenn sé hreystin uppmáluð, og veikist ekki.
Þær eru um margt skrýtnar hugmyndir ykkar vinstrimenna, en þetta hlýtur að vera með þeim geggjaðri.

Í öðru lagi, þá er þessi pistill þinn ákall um "þjóðarsátt", en skýtur hana svo sjálfur niður með dónaskap og nafnaköllum.
Það er þó allavega ljóst, að þú verður seint til kallaður í myndun þessarar "þjóðarsáttar"

í þriðja lagi er svo þessi hefðbundna og sprenghlægilega tilraun til tilfinningakláms með notkun á "Won't somebody please think of the children" "rökum"

Það er ekki ríkisstjórnin sem er í verkfalli, og heimtar allt að 50% launahækkun skv heimildum. Það eru læknar sem eru í verkfalli, og allar afleiðingar verkfallsins er á þeirra ábyrgð.
Það verður engin þjóðarsátt um ofulaunahækkanir á fólk sem er þegar með mjög há laun.
Hinsvegar er rétt að skoða menntunarmál lækna, fjölga nemum og auðvelda aðgang erlendra lækna að kerfinu. Mér skilst að hámenntaðir erlendir læknar vinni jafnvel sem verkamenn, af því að læknamafían á Íslandi kemur í veg fyrir að menntun þeirra sé viðurkennd hér.

En pistillinnn þinn, hann er alveg örugglega ekki grunnur að "þjóðarsátt"

Hilmar (IP-tala skráð) 15.12.2014 kl. 16:07

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek algjörlega undir orð þín Ómar, nema það að ég bað hátt og í hljóði að Kristán Þór kæmist ekki á alþingi, hvað þá að verða ráðherra.  Maður er er þarna undir verndarvænt Samherja.  það sýndi hann þegar hann fór til Ísafjarðar að ná undir þá kvótanum af Guggunni.  Þessi maður er alveg jafn spilltur og restin af þessum sjálfstæðismönnum og reyndar flestu þessum fjórflokksmönnum sem þaulsitja nú alþingi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2014 kl. 16:21

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Í hreinskilni sagt þá held ég að það verði banabiti ríkisstjórnarinnar, og vísa þá í pistil minn um feigðina sem sækir feigan heim.  

Læknar eru að ég held eina stéttin, sem labbar eins og leggur sig í störf erlendis.  Margur telur sig vissulega það menntaðan og kláran að hann gangi í störf erlendis, en sjaldnast sambærileg uppá völd og áhrif.  

Það er til dæmis betra að vera forstjóri á Íslandi en ná frama á 5. level stjórnskipurits Shell eins og sú sem þótti hafa náð lengst fyrir um svona 20 árum síðan.  Ólafur rithöfundur er undantekning, sem nær ekki einu sinni til að sanna reglu.  

Nýlegur frami í áliðnaðinum er til dæmis með íslenskan bakgrunn, héðan fékkst reynslan og sönnun á hæfni til að höndla erfið verkefni.

En þeir sem byrja strax klifrið úti, þeir týnast bara.

Læknar eru undantekningin, og það þarf ekki að ræða mikilvægi þeirra fyrir þjóðfélagið, fyrir öll þjóðfélög.  Sést kannski best á því að fyrir utan launaða hengingar og innheimtumenn, kallaða sýslumenn, þá var fyrsta opinbera staða þjóðarinnar, læknir, sjálfur landlæknirinn.

Nei Kristján, Bjarni hefur framað þessu ekki sýnt neina Hari Kari tilburði í stjórnmálum, og núna þegar hann hefur losað sig við Hönnu Birnu, og svínbeygt smákónga þingflokksins, þá klúðrar hann ekki málum á þennan hátt.

Það held ég að sé á hreinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2014 kl. 18:01

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hilmar.

Þegar ég gjóaði augum á innslag þitt þá flaug fyrirvaralaust uppí huga mér myndin af Árna Matt, þáverandi eitthvað ráðherra, blóðrauðum í framan eftir hitafund í Reykjanesbæ, þar sem hann frábað sér allt tilfinningaklám, en það voru viðbrögð hans við ákalli fólks sem misst hafði ættingja og vini í dauðagildrunni sem kennd var við Reykjanesbraut.

Þessi orð hans urðu næstum því hans banabiti í pólitík. 

En björgun hans var að skynja álvöru málsins og fjármagnið kom loksins í hina langþráðu vegabót.

Síðan hafa ekki borist fréttir af banaslysum á Reykjanesbrautinni.

En Hilmar, ég tók það fram að það væri LEITUN að sálarlausu foreldri, ekki að þau fyrirfinndust ekki.

Veit ekki hvort þú sért í þeim hópi, það er að þú sért foreldri, en þau sem finnast, lesa svona bull eins og þú skrifar hér að ofan, kinka kolli, og segja, "já einmitt".

You are not alone, ef það er huggun fyrir þig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2014 kl. 18:36

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ásthildur.

Maður sem þjónar í valdaflokki eins og Sjálfstæðisflokknum, þarf að gera það sem þarf að gera til að vera memm, því fyrsta regla þjónanna, er að þjóna valdahópunum sem eiga valdaflokkinn.  

Sem er til dæmis ástæða þess að ég hef aldrei skilið venjulegt alþýðufólki sem kýs valdaflokk eins og Sjálfstæðisflokkinn, hélt að vald burgeisanna væri nóg samt.

Breytir samt því ekki að menn geta verið hæfir þó þeir þjóni.

Til dæmis var Zukov marskálkur ákaflega hæfur herstjórnandi og bjargaði Sovétinu á sínum tíma.  En valdið sem hann þjónaði var ákaflega ógeðfellt þó ekki sé meira sagt.

Það eru margir sem skríða fyrir valdinu án þess að hafa nokkuð annað sér til ágætis að vera góðir í skriði.  Og er umbunað með valdastöðum.

Ég tel Kristján ekki vera í þeim hópi, tel hann málefnalegan, og fylginn sér ef hann fær lausan taum.

En mér að meinalausu ef fólk hefur aðra skoðun á honum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2014 kl. 18:48

7 identicon

Það fer eins með menn sem verða uppvísir að tilfinningaklámi í tölvunni, og þeirra sem verða uppvísir að "venjulegu" klámi, þeir reyna eftir besta megni að beina athyglinni frá þeim sjálfum. Ekki óþekkt að þeir kenni því um, að einhver annar hafi komist í tölvuna.

Einhver uppdiktuð saga vinstrimanns um meint hjartaleysi Árna Matt er af svipuðum toga.
Við skulum halda því til haga, að Reykjanesbrautin var tvöfölduð í tíð stjórnar Sjálfstæðisflokksins.

Af öðru hjartalausu fólki, þá er það svo, að meirihluti Íslendinga valdi sér ríkisstjórn sem er samstíga í að halda aftur af kröfum hálaunafólks, öðrum landsmönnum til heilla. Það gerir þetta fólk sennilega að illmennum sem níðast á sjúku fólki, og þá sérstaklega börnum, ef vinstrisinnaður mælikvarði er notaður. En þegar mælikvarðinn er kengbilaður, þá verður mælingin það eðlilega líka.

Áhugi vinstrimanna á gífurlegum launahækkunum hálalaunafólks er þó sennilegast ekki vegna vinstrisinnaðrar umhyggju fyrir bágum kjörum þeirra hálaunuðu, heldur myndu vinstrimenn taka því fagnandi að hér fari allt í bál og brand með verðbólgu og reglulegum átökum á vinnumarkaði. Það er eini jarðvegurinn sem gæti komið vinstrimönnum aftur til valda.
Við getum því sagt, að valdagræðgi vinstrimanna sé bein ógn við líf sjúklinga, og þá sérstaklega barna.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.12.2014 kl. 19:00

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Ómar minn, sem betur fer erum við ólík með ólíkar skoðanir.  Mitt álit á þessum manni byggir á reynslu af að vinna undir hans stjórn meðan hann sat sem bæjarstjóri hér fyrir vestan.  Og það segir ef til vill eitthvað um hann sem manneskju að þegar hann hélt sitt kveðjuhóf þá minnir mig að það hafi mætt tveir af bæjarskrifstofunni, þó bauð hann okkur öllum persónulega.  Svona segir ef til vill meira en mörg orð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2014 kl. 20:48

9 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þú segir Ómar að þú skiljir ekki þetta fólk sem kýs bara burgeisa og ríkt fólk,Ég vil taka það fram að ég Var Alþýðuflokksmaður eins og flest mitt fólk,þar til stofan var Alþýðubandalag,þá kom í huga að ég sem pólitískur maður,við kjósa einhvern betri en kommana,og þar við sat að eg fór að kjósa Sjálfstæðisflokkin,en meira að segja að vinna fyrir hann og fór í stjórn í mínu hverfi,ég á marga meðbræður, þar sem líkar als ekki allt það sem þar fer fram,en það dálítið fyllti mig skelfingu,þegar þeir fóru ´samstarf með Framsóknarflokk,og það er komið í ljós að það varð bara feigð,eins hefur Bjarni ekki staðist gömlu maffíuna,að taka af skattþrepið og auðlindaskattinn og lækka Veiðigjaldið,en vinur minn ég berst en til betri flokks(Kær kveða að sunnan

Haraldur Haraldsson, 15.12.2014 kl. 21:28

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haraldur.

Það ég skilji ekki fólk sem kýs burgeisana á sér ýmsar forsendur sem ég ætla ekki að rekja hér. Í því felst ekki að ég ætli öðrum að hafa sömu skoðanir.

Ég dreg það ekki í efa að þú hefur valið þann kost sem þú hefur talið skynsamlegastan og átt þinn þátt í því að milda yfirbragð burgeisaflokksins.  Sem og að þú gerir sífelldar kröfur um að flokkurinn standi sína vakt fyrir allan almenning, en ekki bara þá sem aurinn eiga, eða vilja hafa einhvern hag af ríkisjötuninni.

Ég persónulega hef ekkert út á borgaralega íhaldsflokka að setja, allavega ekki þá sem eiga sér rætur í kristilegum gildum líkt og Sjálfstæðisflokkurinn og til dæmis Kristlegir demókratar í Þýskalandi.

Málið er svertan sem hefur sýkt þá, hún ógnar sjálfri tilvist mannsins.  Því auðnin er alltaf endastöð hinnar siðblindu græðgi.

En sverta frjálshyggjunnar dreifist eins og ebólan, hún gerir ekki mun á hvítum eða svörtum, borgaralegum flokkum eða kratískum.

Hún er óvinurinn, ekki hýslarnir, það er flokkarnir sem hún hefur sýkt.

En á meðan hún leggur línurnar í flokki þínum, þá verð ég að skamma hann, því miður.

Taktu því ekki persónulega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2014 kl. 08:58

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hilmar.

Veistu það, ég held í alvörunni að þú sért ekki að leika bjána.

Það má vel vera að skeggvöxtur þinn sé það skammt á veg kominn að þú munir ekki atburði frá fyrri hluta síðasta áratugar, en skortur á skeggvexti er ekki afsökun fyrir bulli.  Sjónvarpsviðtalið sem ég vísa í er þekktur atburður í þrautagöngu Suðurnesjamanna fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar og þó það sé mín túlkun að það hafi verið vendipunktur baráttunnar að þá er það staðreynd að eftir þennan átakafund þá komst hreyfing á málið og verkinu var flýtt miðað við áður áætlaðan verktíma.  Liggur í hlutarins eðli að það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins sem stóð fyrir framkvæmdunum, og Árni þakkaði sér þá framgöngu.  Sem fyrsti þingmaður kjördæmisins og ráðherra í ríkisstjórninni.

Varla túlkaðir þú þessa setningu; "En björgun hans var að skynja álvöru málsins og fjármagnið kom loksins í hina langþráðu vegabót." sem svo að ég hefði slegið því fram að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefði vikið í nokkrar vikur á meðan Alþingi tók ákvörðun um að flýta framkvæmdum, og á meðan hefði setið vinstri stjórn undir forystu Össur Skarphéðinssonar??

Innslag þitt hér að ofan styrkti annars þann grun minn að þú sért ekki foreldri.

Lítið við því að gera og tímaeyðsla að reyna að útskýra fyrir þér afhverju gott heilbrigðiskerfi skiptir þjóðina máli.

En þú ættir samt að vera nógu gamall til að gera þér grein fyrir að frasar þínir um hálaunastétt er þekkt orðræða vinstrilýðskrumsins á áttunga og níunda áratug síðustu aldar, þegar jöfnuðurinn eini var dásamaður, og misháar tekjur fordæmdar, nema ef þær voru verkafólki í hag.

Hvað skyldi Þjóðviljinn til dæmis hafa oft bent á að götusópari í Moskvu hefði hærri laun en læknir???

Sorglegt að sjá hvernig vitleysan gengur i hringi, en lýðskrum forheimskunnar þarf víst alltaf að lúta sínum eigin lögmálum.

Samt gaman að heyra frjálshyggjustrák tala eins og gamlan komma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2014 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 356
  • Sl. viku: 3515
  • Frá upphafi: 1330345

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2984
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband