Einkaframtakið í hnotskurn.

 

Það getur haft jafnmiklar tekjur af því sem virkar ekki , og því sem virkar.

Nema það seinna er yfirleitt kostnaðarmeira, og skilar því minni gróða.

 

Sem er skýring þess að heilbrigðiskerfið á aldrei að vera einkavætt.

Kveðja að austan.


mbl.is Féfletti krabbameinssjúkling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta er eitthvað það grunnhyggnasta sem ég hef lesið lengi. Óskiljanlegt að geta dregið svona ályktun af þessu dæmi.

Skilvirkasta heilbrigðiskerfið á Íslandi kann að vera einmitt á vegum einkaaðila. Heilsugæslustöð er til á höfuðborgarsvæðinu sem er einkavædd - þar ber ríkið minnstan kostnað af hverjum sjúklingi auk þess sem afköst þeirrar stöðvar eru mest allra heilsugæslustöðva.

Langir biðlistar í alls kyns aðgerðir voru fyrir margt löngu minnkaðir stórlega eða útrýmt við að einkaaðilar framkvæmdu aðgerðir auk þess sem slíkt varð ódæýrara fyrir ríkissjóð/sjúkratryggingar.

Kynntu þér nú málin í stað þess að slá um þig með órannsökuðum sleggjudómum. Hvað þá þegar slíkt dæmi er tekið eins og þú gerir hér og fyrir einhverja óskiljanlega lógik heimfærir þú á aðra hluti ? Hugsa fyrst og skrifa svo !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.12.2014 kl. 19:12

2 Smámynd: Anepo

Herra Predikari, það þarf EKKI að leita langt til að sjá hvað einkavæðingin gerir, sjáðu Bandaríkin þar sem þúsundir deyja úr krabbameini því að þau eru rukkuð MARGFALT það sem þetta gervilyf kostar og fólkið þar deyr því að það hefur EKKI efni á læknishjálp, áróður þinn er einskisvirði og sýnir bara innri mann sem er vægast sagt ljótur.

Anepo, 15.12.2014 kl. 19:47

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tannlæknar á íslandi eru flestir - ef ekki allir - á eigi vegum.  Einkaframkvæmd, sem sagt.  Niðurgreidd í gegnum heibrigðistryggingakerfið.  Alveg eins og í USA.

Svo... hvenær fórstu seinast til tannlæknis?

Hræddur?

Ásgrímur Hartmannsson, 15.12.2014 kl. 19:53

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Anepo.

Þú slærð um þig sleggjudómum sýnu verri en síðuhafinn. Ekki getur þú einu sinni rætt kerfið hér á Íslandi eins og verið var að ræða og tók ég dæmi um afar góða þjónustu við sjuklinga í einkavæddu umhverfi auk þess að kosta minna en það sem ríkið rekur. Þú tekur d´mi frá Bandaríkjum Ameríku ohg ert þar í tómu bulli rakalausu sem augljóst er.

Hefur þú borið saman dánartíðni af krabbameini hér á landi og í BA í hlutfalli við mannfjölda á hvorum stað ?

Hættu svo sleggjudómunum .

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.12.2014 kl. 20:26

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ásgrímur.

Það er nú einungis nýverið sem niðurgreiðslur hófust á tannlækningum hér á börnum og unglingum. Tannlælningar weru ekki sérlega dýrar miðað við hvað það kostar að setja upp stofuog reka hana og kaupa ofurtollað og vörugjaldahlaðið verð á efnum til lækninganna. 

Ríkisstjórnin er nú að fella út vörugjöld og mun það lækka kostnað við tannlækningar sem og lækkaður virðisaukaskartturinn. Þökk sé ríkisstjórninni og þingmeirihlutanum að skattaáþján flugfreyjunnar og jarðfræðinemans er lokið.

Það mun auka kaupmátt almennings.

Hættið nú sleggjudómunum !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.12.2014 kl. 20:31

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ég við aðeins taka þátt í þessu,þetta með einkavæðingu er akki slæmt ef borgað er sama,við bæði kerfin,eins og ég hefi alltaf sagt,er þetta yfirleitt mikið betra form,og unnið fljótar,Með heilsugæslunnar í Salarhverfi er ég svolítið kunnugur,og þar gengur allt á tvöföldum hraða miða við mína heilsugæslu í Efra Breiðholti þar gengur allt mikið hægar fyrir meira verð,svo þetta með einkavæðingu er alltaf verið að bölva,þetta er ekki það sama eins og í B.N.A. þar eru engar tryggingar frá ríkinu en her eru þær og Ríkið bjargar sýna % þessi mikla hræðsla sem V.G. hafa er ekki bara það,heldur bara kommar að ríkið eigi allt,kveðja

Haraldur Haraldsson, 15.12.2014 kl. 21:01

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er vegna þess að þú veður ekki í vitinu Predikari minn góður, ert líklegast það sem kallast grunnhygginn.  Önnur heilahömlun kæmi hugsanlega til greina, en það er svo algengt með grunnhyggna að slá um sig með ytri táknum sem þeir tengja við forfrömun ýmiskonar, til dæmis kaskeiti, gulltönn, latneskar slettur, tilvitnanir í Nietzsche og Hegel líkt og hann Otto gerði svo kostulega í Fiskinum hennar Wöndu og svo mætti lengi telja.

Látum svo vera að þú skiljir ekki frumregluna um gróða, sem er sú leitun að lágmarka innput en hámarka output, þar sem fullkomnunin er að hafa aðeins tekjur en engin gjöld, en að gera þig að fífli í kjölfarið var algjör óþarfi.

Það er ekkert í þessari staðhæfingu sem segir að einkaaðili geti ekki verði skilvirkur ásamt því að gæði þjónustu hans sé fullkominn.  En ef hvati hans er gróðadrifin, sem mér skilst að sé skýring frjálshyggjunnar á að einkaaðilum sé betur treystandi en hinu opinbera til að reka allt milli himins og jarðar, þá gildir þessi regla.

Sem er sök sér að neytandinn hafi val milli góðrar vöru og lélegrar, en aðeins að vissu marki.  Þess vegna er saga viðskiptanna samofin regluvæðingu um mál og vogir, gæði og svo framvegis.  En um leið er hún samofin tilhneigingunni að svíkja og svindla, hafa rangt við, bjóða lélega vöru sem góða og svo framvegis.

Sem er ein birtingarmynd þess að draga úr kostnaði til að auka gróðann.

Um sumt hafa samfélög alltaf verið ströng á að reglur séu haldnar.  Herveldi voru til dæmis ekki herveldi ef þau notuðust við þriðja flokks vopn, flugvélar fljúga ekki langt á varahlutaeftirlíkingum, og ætlast er til að skurðlæknar séu ekki með próf frá bréfaskóla í Nígeríu.

Í öðru hafa lögmál gróðans fengið að ráða, til dæmis var reglan að selja gallaða vöru í verksmiðjuborgum Englands á fyrra blómaskeiði frjálshyggjunnar, götusalar sérhæfa sig í að selja einnota Rolex úr, og skottulæknar hafa selt ýmis töfralyf með góðum árangri í gegnum tíðina.

Þannig er þetta bara.

Þessi frétt var svo kveikjan að þessum pistli þar sem ég minnti á þennan  höfuðgalla einkaframtaksins, að það hefur engan hvata til að standa sig vel, ef það kemst upp með að standa sig illa.

Einkaframtak samhliða hinu opinbera í heilbrigðiskerfinu hefur virkað vel, vegna þess að hið opinbera setur standardinn.  

Ef það er einkavætt þá er það öruggt að það virkar ekki vel fyrir almenning, því þá eru það peningarnir sem ákveða viðmiðin.  Fyrsta flokks þjónusta verður alltaf fyrsta flokks þjónusta, en stendur aðeins til boða þeim sem hafa efni á henni.Og verðlagning hennar hættir til að fara uppúr öllu valdi. Leitunin er í þá átt.

Restin af þjóðinni þarf síðan að sætta sig við 2. flokks þjónustu, 3. flokks, 4. flokks og svo framvegis, eftir því hvernig greiðslugeta hans er.  Slíkt er innbyggt í einkaframtakið og er allsstaðar þar sem heilbrigðisþjónusta er alfarið á höndum einkaaðila.

Orðið einkavæðing má svo sem misskilja þannig að ríkið sé kaupandi þjónustunnar, og getur þá haldið uppi ákveðnu gæðaeftirliti með einkaframtakinu.

Getur alveg gengið ef hagsmunaðilum er bannað að fjármagna stjórnmálamenn og hafa áhrif á ákvarðanir þeirra.  En slíkt er Útópía, á sér enga samsvörun í raunheimi.

Leið og menn hafa hag á að skera niður þjónustu, draga úr gæðum, stytta sér leið, þá gera menn það.  

Alls ekki allir, en þeir verða undir í samkeppninni, græða ekki nógu mikið, geta ekki boðið nógu ódýrt í þjónustupakkann.

Að halda öðru fram er afneitun á frumreglu gróðans.

Lekar ríkisbyggingar eru sök sér, það er hægt að gera við þær, en í mörgum tilvikum fær sjúklingur ekki annað tækifæri.

Ég hefði svo sem getað útskýrt þetta hér að ofan í pistli mínum Predikari minn góður, og þá hefðir þú líklegast ekki fallið í aulagryfjuna sem þú félst í.  Hefðir sjálfsagt þá gert ágreining við forsendur mínar og rökleiðslur.  Ef þú hefðir þá treyst þér til þess því ég hef ekki orðið var við þig þegar ég set fram einhverjar fullyrðingar og rökstyð þær síðan.

Þú ert svona meir í að þefa uppi eitthvað sem þú telur þig getað slegið þig til riddara á kostnað annarra.

Sem er reyndar ástæða þess að ég tel þig grunnhygginn.

Vinnubrögðin eru nefnilega þeirrar ættar.

En verkið þarf svo sem ekki alltaf að lofa meistarann, þetta gæti verið dulargervi hjá þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2014 kl. 21:20

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Ásgrímur, so???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2014 kl. 21:22

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haraldur.

Ég hef líka farið í leiseraðgerð við nærsýni og fékk þar alveg fyrsta flokks þjónustu.  Eins hef ég útaf bakvanda mínum þrætt flestallt sem er í boði, bæði hefðbundið innan ríkisapparatsins og óhefðbundið á vegum einkaaðila.

Get sagt með sanni að gæðin eru misjöfn, bæði hjá hinu opinbera sem og í einkabransanum.

Einstaklingurinn er mishæfur, hvort sem hann vinnur hjá sjálfum sér, eða hann vinnur hjá ríkinu.

Spurningin snýst um hvatann, hvað það er sem stjórnar honum.

Ef hið opinbera setur sér viðmið um ákveðin gæði, og fer eftir þeim viðmiðum, þá niðurstaðan yfirleitt góð þjónusta á hagstæðu verði.

Ef hið opinbera fer frjálshyggjuleiðina eins og Svíar hafa gert í síauknum mæli, boðið út þjónustuna og tekið alltaf lægsta tilboði, þá er niðurstaðan alltaf sú sama, það er að lokum, léleg þjónusta sem greidd er dýru dómi.  Það liggur í eðli hinna lægstu tilboða.

Ef einkaaðili lætur stjórnast af hugsjón og metnaði að veita góða þjónustu, þá veitir hann góða þjónustu, og að öllum líkindum hagkvæma.  Leitnin er allavega í þá átt.

Ef einkaaðili lætur stjórnast af gróðafíkn eingöngu, þá á ekki að láta hann koma nálægt heilbrigðisþjónustu, svo einfalt er það.

Besta kerfið er að blöndun einkaframtaks og stöðugleika hins opinbera. Þar sem hið opinbera er ráðandi og gerir kröfu um að allir njóti fyrsta flokks þjónustu óháð tekjum eða þjóðfélagsstöðu.

Ef einkaframtakið er ráðandi, þá er alltaf hætta á því sem ég benti á hér að ofan.

Þú getur tamið ljón, og jafnvel reynt að nota það sem fjárhund, en þú breytir ekki eðli þess, og þú þarft alltaf að halda því í skefjum.  Það sama gildir um gróðafíknina, hún er eyðandi ef hún setur viðmiðin.  En í traustum böndum getur hún verið hreyfiafl.

Vg hefur þessa skoðun því þeir óttast hin eyðandi áhrif gróðans, frjálshyggjumenn hundsa hins vegar þessa neikvæðu hlið gróðans, því þeir hugsa aðeins um sinn gróða, er slétt sama um afleiðingarnar.

En skynsemin segir einfaldlega, finnum blöndunina sem heppnast.

Og það er leiðin Haraldur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2014 kl. 21:46

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar.

Manstu kannski ekki að þú skrifaðir : „Það getur haft jafnmiklar tekjur af því sem virkar ekki , og því sem virkar.

Nema það seinna er yfirleitt kostnaðarmeira, og skilar því minni gróða.

 

Sem er skýring þess að heilbrigðiskerfið á aldrei að vera einkavætt.“

Svo kemurðu með romsu sem ekki skýrir þetta neitt heldur eins og sá sem er að reyna að læsa nöglunum í hamarainn í falli sínu fram af bjarginu.

Síðan opinberar þú að þú skilur ekki frjálshyggku og slærð fram enn og aftur sleggjudómum ! Þú ert samur við þig.

Hvar setur ríkið standardinn síðan Raftækjaeinkasala ríkisins var aflögð ? Hvar er dagvöruverslun ríkisins ?

Þetta yfirklór þitt útskýrði ekkert - grunnhyggni hvað ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.12.2014 kl. 22:26

11 Smámynd: Gísli Gíslason

En Ómar. Ef aðeins ríkið á að reka heilbrigðiskerfið er þá ekki mikilvægt að innkalla starfsleyfi allra tannlækna og setja upp ríkisreknar tannlæknastofur og ráða tannlæknana þar í vinnu. Þá væru þeir allir orðnir ríkisstarfsmenn. Ætli þjónusta tannlækna myndi batna við það?

Gísli Gíslason, 15.12.2014 kl. 22:37

12 identicon

Haha... þetta er bráðfyndið.
Í ótal mörgum bloggum krefst blogghöfundur að ríkið láti undan kröfum hálaunaðra lækna, sem nota bene eru margir í hlutastarfi á spítölum, en reka jafnhliða sínar eigin stofur.
Sumsé, vinstrimaðurinn beinlínis krefst þess að fátækt fólk (svolítið tilfinningaklám skaðar ekki) borgi hærri skatta, til að borga háttlaunuðum ríkisstarfsmönnum hærri laun, en í næsta bloggi ræðst hann með offorsi á þessa sömu ríkisstarfsmenn, af því að þeir eru að hluta til fulltrúar einkaframtaksins.

Það er geðklofið líf að vera vinstrimaður

Hilmar (IP-tala skráð) 16.12.2014 kl. 07:39

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Helgi minn, þú ert svo út að aka að ég hef stórlega áhyggjur af hvort slegið hafi verið af kröfum um bílprófsaldur, verð nú bara að segja það.

Blessaður Gísli.

Þeir mættu það mín vegna, eða finnst þér þjónusta þeirra vera svo ódýr??  Eða hefurðu kannski ekki tekið eftir því að annar hver maður sem tilheyrir hinum vinnandi stéttum er kominn með brúnar tennur, eða þá sem verra er, orðin grettin og grár eins og stuðningsmenn Liverpool eru þessa dagana, vegna sífellds seyðings og verkja því enginn er aurinn til borga fyrir þjónustu þeirra.  

En þú ert kannski hættur að umgangast svoleiðis fólk Gísli??

Tek það samt skýrt fram, til að forða allan misskilning (og hugsanlega lélega deyfingu í næstu heimssókn), að ég blessa þann dag sem Pálmi tók þá ákvörðun að flytja aftur í heimahagana.

En kæri Gísli, dæmið sem þú tekur hefur ekkert að gera með það sem ég sagði í örpistli mínum, ég fjallaði um þekkta staðreynd um hegðun gróðans, og frábað mér einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.  Í því felst ekkert að ég sé á móti einkarekstri samhliða hinu opinbera kerfi, það eru forsendur starfseminnar og hvatinn sem býr að baki sem skiptir öllu.

Svo veit ég ekki betur en að þú eigir að vera skipta á bleyjum þessa dagana í stað þess að eyða tíma þínum að fylgjast með tómstundagamni mínu að skamma frjálshyggjuna.

Gangi þér vel með það og megi bleyjuskiptadögum þínum fjölga í framtíðinni.  Við bötnum bara eftir því sem gráu hárunum fjölgar.

Og gerumst jafnvel kratar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2014 kl. 11:14

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður prédikari minn góður.

Þú ert búinn að margstaðfesta að þú veður ekki í vitinu en mér finnst það ekki fallega gert hjá þér að reyna afsanna með lifandi dæmum að heilahömlun þín flokkast ekki undir grunnhyggni.  Eins og ég lagði mikið á mig að færa fyrir því sannfærandi rök.

Þú hlýtur nú að skilja að ég ætlaðist ekki til þess að þú skyldir orð mín hér að ofan, ég var einfaldlega að benda þér á að ef ég hefði fjallað ýtarlega um þessa frumreglu gróðans, að þá hefðir þú ekki dottið í þessa aulagryfju sem þú féllst í.  Þú hefðir haft vit á því að þegja,  ekki komið hingað inn til að skemmta fólki með þráhyggju þinni að reyna slá þig til riddara.  

Veistu, það er miklu einfaldara fyrir þig að fá þér bara gulltönn,  hefur alveg sömu áhrif.  Þú gætir jafnvel tekið selffish (er þetta ekki annars eitthvað afbrigði af fiskum?) af henni og sent sem víðast í athugasemdarkerfi bloggara.  Þú næðir örugglega athyglinni sem þú ert að leita að, og er miklu hagkvæmara, það er að segja á mælikvarða fyrirhafnarinnar.

En ég er hissa á að þú skulir enn einu sinni vitna í mjög einfaldan pistil, auðskiljanlegan líkt og sagan af Litlu Gulu Hænunni, og falla aftur í aulagryfjuna.

Það er ekki einleikið, í alvöru talað.

Hvað er það sem þú skilur ekki??  

Meira að segja fréttin útskýrir þetta mjög vel.  Þú ert annars vegar með lyfjaskammt frá viðurkenndu lyfjafyrirtæki sem kostar cirka 150.000 (þessi tala er nefnd til að einfalda samanburðinn, ég skal játa að ég hef þurft að útskýra fyrir sonum mínum barnungum vissa hluti í sögunni um Litlu Gulu Hænuna, enda þurft að segja þeim hana margoft, staðfærða á býlinu hans Jóns bónda) og þú ert með skammt hjá kuklara sem kostar ósköp svipað.

Bak við verðlagningu lyfjafyrirtækisins er gífurlegur kostnaður við þróun og rannsóknir, auk markaðssetningar, arðsemiskröfu og svo framvegis.  Gefum okkur að miðað við áætlaðan seldan einingafjölda meðan einkaleyfið gildir sé raunkostnaður þess per skammt um það bil 85.000 krónur. Beinn hagnaður uppí arðsemiskröfuna er þá 65.000 kr.

Beinn kostnaður kuklarakeðjunnar, þar sem endanlegi söluaðili er sá sem hélt lyfinu að hinum deyjandi krabbameinssjúklingi, er hugsanlega 5.000 krónur, því sjálft lyfið kostar lítið sem ekki neitt.  Miðað við sömu arðsemiskröfu og lyfjafyrirtækið, þá ætti hið gagnlausa lyf kosta 9.000 krónur til notandans. En gróðahyggjan fattar að ef henni tekst að telja fólki trú um að lyfið virki, sem er lykilforsenda markaðssetningar þess, að þá getur hún verðlagt hana á svipuðu verði og hið virka krabbameinslyf.

Og gróðinn er margfaldur.

Þetta er þekkt leitni gróðans, að reyna að lágmarka kostnað, en hámarka tekjur.  

Ekkert út á þetta að setja, nema þar sem líf og limir eru í húfi.

Þar þarf útdeiling þjónustunnar að stjórnast af öðrum hvötum en gróðahyggju.

Þess vegna á ekki að einkavæða heilbrigðiskerfið.

Að sjálfsögðu hélt ég að jafnvel hinir vitlausustu frjálshyggjumenn skyldu að þetta væri mín skoðun, það er sú ályktun sem ég dró af þessu eðli gróðahyggjunnar, og jafnvel þeir hefðu vit á að segja, "ég er ekki sammála þér, ég tel einkavætt heilbrigðiskerfi ná betri árangri en hið opinbera".

Og fært fyrir því rök, annað hvort úr sögunni, því það er stutt síðan Vestur Evrópa fór að ríkisvæða heilbrigðiskerfi sín, eða úr samtímanum.  Því vissulega eru til mörg lönd þar sem hið opinbera er ekki með puttana í veitingu heilbrigðisþjónustu.

En jafnvel hreinræktuðustu bjánar taka ekki dæmi um einhverja meinta dagvöruverslun ríkisins.

Það er ljótt að láta svona Predikari, ég var mjög sáttur við að þú værir grunnhygginn.

Iss og svei.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2014 kl. 11:52

15 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar.

Þú ert enn að aulast með dæmi sem ekki halda vatni og eða koma ekki þessu við sem þú ert að reyna að færa rök fyrir - en allt kemur fyrir ekki þegar rökleysa er flutt eins og þú kemur með.

Þú sannar enn að þú skilur hvorki frjálshyggju né markaðslögmálin - svo mikið er ljóst eftir skrifvaðalinn hjá þér. Þú sannar þetta betur með hverri langlokunni á fætur annarri.

Svo máttu ekki blanda saman glæðam-önnum við venjulega viðskiptamenn sem starfa eftir markaðslögmálum. Snákaolíusölumenn endast ekki á markaði - það kemst upp um þáeins og í upphaflega dæminu - dæmalaust er að þú skulir rugla öllu í þennan graut þinn.

Farðu varlega í sleggjudómunum og rökleysunum og aulayforlýsingar hitta engan betur fyrir en sjálfan þigþ

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.12.2014 kl. 14:03

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Predikari minn.

Ég játa að mér varð það á að gefa mér að það væri ekki til hópur sem væri vitlausari en vitlausustu frjálshyggjumenn, biðst forláts á þeirri yfirsjón minni.

Eins átti ég að telja upp á eftir gulltönninni, "hermirinn", þá hæfni að kunna að segja þú líka.

En hvað get ég sagt??; "who cares", ekki mitt hlutverk að leika Britannicu.

Eða stunda uppfræðslu fáfróðra.

Svona er þetta bara Predikari minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2014 kl. 14:42

17 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar.

Það kostar þig ekkert að vera kurteis í orðfæri - gagnast þér frekar en hitt.

Þú slærð um þig með drýldnum gildishlöðnum yfirlýsingum til að gera þig meiri. En hugaðu að svokölluðum rökum þínum sem ekki halda vatni áður en þú bendir fingri.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.12.2014 kl. 14:57

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Predikari minn, kurteisi kostar ekkert, enda er ég annálaður fyrir kurteisa umræðu.  En hafðu ekki áhyggjur, þetta er allt í boði hússins.

Ef þú ert sár yfir uppskeru þinni, þá skaltu aðeins íhuga sáningu þína í upphafi þessarar umræðu.  Ég veit að þú hefur víða komist upp með þetta, en ég var bara ekki í skapi til að umbera þig núna.

Það má vel vera að rök mín haldi ekki vatni, á það hefur einfaldlega ekki reynt, það kallast ekki að ræða málin að slá fram staðhæfingum, og rífast svo við þær sjálfur.

Eitthvað sem ég var góðlátlega að benda þér á.

Og þú fattar þetta að lokum.  

Einn daginn.

Trúðu mér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2014 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1001
  • Frá upphafi: 1321553

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 840
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband