ICEsave og ég.

 

ICEsave er eitthvað sem fólk segir Nei við, allavega finnst mér það.  En hvað rekur miðaldra föður til að stíga fram og herja gegn vilja valdsins, leggja æru sínu og sóma að veði.  Þegar ICEsave byrjaði, þá vorum við mjög fá sem stóðu gegn þeirri viðteknu skoðun að almenningur ætti að greiða afglöp höfðingjanna.  Ég orðaði þessa hugsun fyrir ári síðan, ætla ekki að orða hana aftur, maður segir ekki sama hlutinn tvisvar.  Ef maður segir satt, þó er það óháð tima, óháð aðstæðum. 

Maður segir bara Nei.  En þetta eru skýringar þess.

 

Þegar mín ICEsave andstaða hófst, þá var það bæði vegna þeirrar reiði sem ég fann til vegna fantaskapar breta, eða réttar sagt árásar þeirra.

Og svo get ég ekki í grunninn samþykkt að almenningur greiði skuldir höfðingja.  Eitthvað í eðlinu, sem og sögur af forfeðrum mínum, langafi og langamma voru til dæmis vinnuhjú mesta sína æfi, og þeirra arður af vinnunni voru fötin, og fæði fyrir sig og börnin.  Og börnin unnu líka, um leið og þau stóðu í lappirnar.  Restin fór í höfðingja vasa.  

Foreldrar mínir, vel gefið fólk, fóru ekki til náms sökum fátæktar.

En ég fór og systkini mín.  Á háskólaárum mínum, þá tók ég þátt í stúdentapólitík, vegna þess að þá upplifði ég atlögu af því kerfi sem gerði okkur,börnum alþýðufólks, kleyft að stunda nám, óháð efnahag.  Og mér fannst ég berjast fyrir hagsmunum forfeðra og formæðra minna sem aldrei gátu menntað sig, en þráðu að börn þeirra og barnabörn gætu það. 

 

ICEsave hreyfði við mér á sama hátt.  Núna upplifði ég hefnd höfðingjanna, við áttum að þekkja okkar sess, eins og langafi og langamma.  Og sá sess var að vinna fyrir höfðingjanna, aftur.

 

Sem mér finnst rangt í grundvallaratriðum.  Og margt annað hugsaði ég, en ég formaði aldrei þær hugsanir mínar, fyrr en ég las grein Jakobínu í Morgunblaðinu. 

http://kreppan.blog.is/blog/kreppan/entry/1007998/

Þá endanlega kveikti ég á perunni að barátta okkar er sjálf grunnbaráttan, baráttan um tilveru manneskjunnar.  Fram til dagsins í dag hafa höfðingjarnir alltaf litið á okkur sem sjálfgefinn hlut, ekki sem fólk, heldur sem hluti, eins og vinnudýr, eða hráefni í stríði sem kallast hermenn, stundum sem óþarfa kostnað, sem má missa sig (heitir örbirgð og sultur), en aldrei sem fólk.  

Franska stjórnarbyltingin breytti þessu, og að hluta til bandaríska frelsisstríðið.  Alltí einu fengum við réttindi, og smán saman urðum við að manneskjum.  Við fengum réttinn til að kjósa, réttinn til að lifa ef við urðum veik, réttinn til að menntast, og við fengum jafnræði fyrir lögum.  

Lögin lutu ekki lengur geðþótta höfðingjanna.  

 

Svo kom ICEsave.  

Á einni nóttu hvarf 200 ára réttindabarátta.

Ég og synir mínir höfðu allt i einu minni réttindi en langamma og langafi.  Eina hlutverk okkar var að borga skuldir höfðingjanna.  Ef það yrði afgangur, þá áttu amerískir vogunarsjóðir að sjá um að ráðstafa honum. 

Alltí einu var ég kominn í sömu spor og almenningur Rómarveldis hins forna.  Höfðingjarnir höfðu rétt til að ráðstafa mér eins og hverri annarri eign.  

Ég var orðinn að skuldaþræl.  Og synir mínir ánauðir.  Þeirri eini arfur var skuldin.  Skuld höfðingjanna.

 

Og þegar ég spurði í forundran, hvernig gat þetta orðið, þá mér sagt að EES löggjöfin væri svona.  Nokkrir reglumeistarar höfðu samið tilskipun um innlánstryggingar þar sem væri ákvæði að ef illa færi hjá höfðingjunum, þá væri ég og mínir ánauðugir. 

Hafa þeir vald til þess  spurði ég?  Já, þeir fengu það vald þegar íslensk stjórnvöld gengu í EES.  Þá lofuðu þau að hlýða í einu og öllu sem kæmi frá Brussel. 

En hefur Brussel vald til að semja löggjöf þar sem kveðið er á um skuldaánauð spurði ég???  Skuld höfðingjanna gat verið tíföld hærri, það var ekkert þak á henni.  Það er 21. öldin, almenningur á sinn rétt?

Og eina svarið var, já þið samþykktuð þetta, sorry Stína.  

 

En geta þá stjórnmálamenn samþykkt slíkan samning spurði ég, hver gaf þeim vald til þess??? Í landinu er lög, ég á mín réttindi tryggð í stjórnarskrá.  Hver gaf þeim þennan rétt????

Ja, þú kaust þá, eða meirihluti þjóðar þinnar, þeir skrifuðu undir, málið dautt.

En þetta er rangt.  

Hvað með það, svona er þetta bara.

Og við það svar gat ég ekki sætt mig við.  

Allt annað varð að víkja.  Það er svo margt annað sem skiptir máli, margt annað sem þarf að breyta, og færa til betri vegar, en til hvers????

Hvað hefur skuldaþræll að gera við nýja stjórnarskrá, eða stjórnlagaþing????   

 

Eða rannsókn á því sem fór úrskeiðis????  Blasir það ekki við öllum hugsandi mönnum???  Til hvers þarf að rannsaka það sem allir vita??'

Sjálft kerfið var rangt, það var siðspillt, en fyrst og fremst var það kerfi fortíðarinnar.  Markvisst var unnið að því að gera mig og mína að kostnaðartölu, ekki  manneskju.  Jafnvel ennþá verra hlutskipti en hjá langömmu  og langafa, þau voru þó vinnudýr, og gerðu gagn sem slík, en við erum bara kostnaður, sem má missa sig við fyrsta tækifæri.

Þurfti að rannsaka hvað fór úrskeiðis???  Í mínum huga var það kristaltært að það þurfti að útrýma því.  Fá aftur heilbrigð viðhorf og heilbrigðan kapítalisma, sem væri þjónn almennings, ekki auðmanna.

Þess vegna hef ég svo oft rætt við um sannleiksnefndina, sem tæki til kerfisbreytinga.  Sem tæki til að skapa betri heim. 

Hin leiðin, sem var farin, og flestir kölluðu eftir, var leið gamla kerfisins, leið sem það bauð sem gulrót til að róa lýðinn, á meðan það var að endurskipuleggja sig.

 

Og ég hafði rétt fyrir mér 100%.  Kerfið er búið að ná vopnum sínum á ný.  Það er búið að fá AGS til að setja leikreglunnar, það er búið að fá ameríska vogunarsjóði til að halda utan um þær, og það er búið að fá ICEsave til að lemja úr okkur alla andstöðu.

Núna er ekkert eftir nema blóðug bylting, sem við í skammsýni okkar arfleiðum börnum okkar að.  Við létum plata okkur, okkur var boðið upp á hengingar á örfáum föllnum mönnum, sem höfðingjarnir töldu hvort sem er history, og síðan vorum við heilaþvegin með sektaráróðri.  

Að lokum trúði fólk sökin væri þess, ekki höfðingjanna.

 

Og núna þegar grímur tvær renna á okkur, þá látum við ennþá plata okkur.  Það á að semja upp á nýtt á mildari kjör á skuld höfðingjanna.  Mega díll, snilldar "pólitísk lausn", og svo eigum við að borga.  Og sætta okkur við AGS, og amerísku vogunarsjóðina.  Og alla þessa erlendu fjárfestingu sem á síðan að gera okkur kleyft að vinna fyrir höfðingjanna skuldum.

 

En til hvers þurfum við þessa erlendu fjárfestingu????  Er atvinnu lífið hér í rúst????  Voru ekki yfir 20.000 farandverkamenn sem unnu störf sem við höfðum ekki mannskap til að sinna??  Hafa útflutningsgreinarnar hrunið???'

Svarið er nei, ekkert slíkt hefur gerst.  Við þurfum þessa fjárfestingu í nýjum álverum og öðrum auðmannafabrikkum til þess að við getum unnið fyrir skuldum höfðingja okkar.  

Ef við drögum þær frá, þá er ekkert að okkar hagkerfi, sem heilbrigð skynsemi og vitibornir stjórnendur, geta ekki lagað, og þá er framtíð barna minna björt.

En 53% landsmanna er á öðru máli.  Og þessi hluti þjóðarinnar tekur ekki rökum.  

Hann þráir líf skuldaþrælsins.  Og mér finnst það helvíti skítt.

 

En gangi ICEsave eftir, þá er út um þjóð okkar.  

Og það er upphafið af falli siðmenningarinnar.  

Þannig að ICEsave er ekki einkamál okkar.  Það er hluti af hinni eilífu baráttu mennskunnar fyrir tilveru sinni.  

 

Og á næstu árum verður lokakafli þeirrar baráttu háður.  Því höfðingjarnir hafa loksins þróað slíkan eyðileggingarmátt, að þeir geta tekið alla heimsbyggðina með sér í fallinum.

Eina svar mennskunnar er að viðurkenna það grundvallarlögmál, að rangt er rangt, og allir eiga tilverurétt, sem fólk, ekki sem kostnaður.

Og við erum að falla á tíma með að átta okkur á þessu.  

 

Sá tími er liðinn að lífið sé enski boltinn og leisý, og bjór með.

Lífið er framtíð barna okkar.

Þess vegna segjum við Nei við ICEsave.  

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Eins og talað út úr mínum munni...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2011 kl. 00:53

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú hefur svo sannarlega verið betri en enginn í þessu stríði Ómar minn. Raunar tveggja maki og vel það.  Þetta er ekki búið enn og þú mátt vita að ég er með þér til síðasta blóðdropa eins og megnið af löndum okkar.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2011 kl. 01:56

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ómar, þú ert að verða að átrúnaðargoði hjá mér. Allur okkar bakgrunnur og viðhorf (í þessu máli alla vega) falla saman. Takk fyrir þennan beitta pistil.

Magnús Óskar Ingvarsson, 9.4.2011 kl. 02:02

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Eins og síðast, og þar áður, þá stunda ég ekki áróður á kjördag, þá gerir fólk upp sitt val, og kýs.

Eftir bestu samvisku, og von um að atkvæði þess sé ekki illa varið.

En ég trúi að þessi orrusta sé búin, við unnum hana.

Og stríðið er ekki búið, en nýtt fólk tekur við.  

Í mínu tilviki þá bjuggu bretar til þrjósku og mótþróa með hryðjuverkalögum sínum, eignuðust andstæðing sem hét því að berjast á meðan kúgun þeirra lifði.

Ég stóð við heit mitt , og les að það hafi skipt máli.  Og ég er þakklátur fyrir það.

En framhaldið er einst og það er, vonandi gott.  

Og Jón Steinar, þó ég tjái mig í aðdraganda ósigurs Nei manna, þá myndi ég ekki yfirgefa vígvöllin nema vegna þess að ég veit að sigurinn er okkar.

Hafi það verið rangt mat, þá mun ég mæta eftir helgi, og byrja að herja.  En ég held að sigurinn sé okkar.

Já við fjárkúgun er flestum um megn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2011 kl. 02:27

5 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Takk fyrir þetta uppörvandi og stórgóða innlegg hjá þér Ómar. Ég lagði eitt lítið lóð á vogarskálina NEI-megin í gær, sem öllum er meira en velkomið að líta á og er slóðin eftirfarandi.

http://dansig.blog.is/blog/dansig/entry/1157446

Með Baráttu kveðju!

Daníel Sigurðsson, 9.4.2011 kl. 03:33

6 identicon

Stórkostlegur pistill Ómar.

Sem ég vona að sem flestir lesi áður en þeir ganga að kjörklefanum, sérstaklega þeir sem enn eru óákveðnir.

En í mínum huga staðfestir þetta að Nei-ið mitt er rétt og þetta komi til að vera gæfuspor Íslenskrar Þjóðar sem leiði þjóðir heimsins í rétta átt ef við náum að sigra í þessu máli.

Áfram Ísland segjum NEI við þrælkun

Friðrik (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 05:04

7 Smámynd: Friðrik Már

ps. tók eftir að ég var ekki innskráður þegar ég setti inn færsluna, ég er stoltur af nei-inu mínu og vil að sjálfsögðu að þetta komi fram undir fullu nafni.

Kveðja

Friðrik Már Bergsveinsson

Friðrik Már , 9.4.2011 kl. 05:11

8 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar ! engu við að bæta hér, og enginn getað sagt þetta betur, barátta þín er "breiðari" en margir átta sig á, en ekki síðri fyrir það heldur þvert á móti.

Óska öllum góðs dags, skil að vissu marki þá sem hafa átt erfitt með átta sig í allri óvissunni, en þeir hafa ekki lesið innleggin þín reglulega Ómar, heldur látið "glepjast" af "fagurgala" þeirra sem ætla að reyna koma þessum ófögnuði í gegn sama hvað það kostar.

Á morgun heldur baráttan "breiða" áfram, er búinn að sjá margar góðar manneskjur setja sín innlegg hér hjá þér Ómar, enda veit ég að þú veist þú ert ekki eins einn lengur og fyrir kannski ári síðan, og okkur fjölgar, enn meir og hraðar eftir daginn í dag.

MBKV að utan þar sem baráttan er minni í sniðum ennþá, en kemur sig.

KH

Kristján Hilmarsson, 9.4.2011 kl. 11:33

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið er þetta góð fræðslugrein Ómar, bloggið hennar Ingunnar líka. Ég vil þakka þér innilega fyrir góða baráttu og nú bíðum við dómsins.  Bíðum eftir uppskerunni, og tökum með æðruleysi því sem að höndum ber.

Vil líka þakka öðrum hér sem hafa lagst á árarnar með Neii.  Ég fór áðan og sagði NEI.  Eigið góðan dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2011 kl. 12:11

10 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Stórgóður pistill, kæri  Ómar, eins og vænta mátti úr þinni átt !  Það gladdi mig einnig, að við sem og margir landar okkar svipaða sögu af fortíð áa okkar, sem fengu ekki að njóta þeirrar menntunar, sem hugur þeirra stóð til ! Ég vona innilega, að þessi dagur verði okkur öllum happadrjúgur og samherjar okkar hrósi sigri í kvöld !

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 9.4.2011 kl. 13:47

11 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Villa: landar okkar les : landar okkar eiga ..........

Kristján P. Gudmundsson, 9.4.2011 kl. 13:49

12 identicon

Mikið verður það gott að losna við Icesave með neiinu - getum við ekki fundið fleiri svona mál t.d. eitthvað af þessu sem þýskir bankar eru að rukka okkur um - haft þjóðaratkvæðagreiðslu og neita að borga það líka - það gæti nú aldeilis munað um það! Viltu blogga um það þegar við erum laus við að borga eða semja um Icesave - t.d. þegar dómar í málinu verða kveðnir upp. Mikið er nú gott að til sé fólk sem veit og skilur og lemur upp móralinn hjá þjóðinni.

Unnur G. Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 18:29

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk og hlýleg orð.

Núna var mitt Nei að koma í hús, ungur maður hér bæ sagði mér að ungt fólk segði Nei.

Og Nei-ið mun sigra, spennan í mínum huga er hve afgerandi sá sigur verður.  

Takk fyrir þína góðu grein Daníel, gott að raddir fólksins fái líka að heyrast áí Fréttablaðinu.

Unnur, ef það þarf oft að mæta á kjörstað og segja Nei, þá er það ljúf skylda hvers borgara að gera slíkt.

En þú þarft að biðja einhvern annan um blogg, ég er kominn í frí.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2011 kl. 20:10

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. þú ert greinilega sannur í þínu bloggi, það staðfestir þín saga og þinna forfeðra afrek. Þökk sé þér og þeim fyrir að bera þungu byrgðar þessarar þjóðar til velferðar Þú átt heiður skilið fyrir þín skrif  Megi þér og þínum vegna sem allra best.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.4.2011 kl. 20:55

15 identicon

já takk og þetta ætla ég að eiga takk.

gisli (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 21:06

16 Smámynd: Elle_

Félagi Ómar, einn af okkar mestu og stærstu hetjum.  Synir þínir mega vera stoltir af að lesa allt eftir þig og um þig.  Vildi að allir feður landsins gætu staðið í lappirnar og hefðu æru eins og þú og þá værum við löngu búin að fella nauðungina.  Við segjum NEI og komi ekki NEI verður það aldrei liðið.  Við sættum okkur aldrei við neinar ICESAVE-STJÓRNIR eða neinn kúgunarsamning.  ALLS EKKI.

Elle_, 9.4.2011 kl. 22:10

17 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Takk

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.4.2011 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 306
  • Sl. sólarhring: 454
  • Sl. viku: 4087
  • Frá upphafi: 1330263

Annað

  • Innlit í dag: 237
  • Innlit sl. viku: 3514
  • Gestir í dag: 207
  • IP-tölur í dag: 207

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband