Þakklæti.

 

Þakklæti er það orð sem kom fyrst uppí huga mér þegar fyrstu tölur voru birtar.

Þakklæti til samborgara minna að hafa ekki brugðist mennskunni.

Þakklæti til allra þeirra góðu manna og kvenna sem mynda samtökin Advice og Samstöðu þjóðar gegn ICEsave, fyrir þeirra ómældu vinnu og atorku sem skóp sannfærandi umgjörð um andstöðu fólks gegn órétti, og óréttlátum samning.

Þakklæti til alls þess góðs fólks sem hér hefur kíkt inná þessu andspyrnusíðu og hvatt síðuhaldara að halda sér að verki og lemja á órökum Já manna.

Og ekki hvað síst, vil ég nafngreina þrjár einstaklinga sem stigu fram á fyrstu dögum ICEsave stríðsins og sögðu Nei við kúgun og ranglæti.  Og hafa síðan vakið og sofið yfir þessari deilu og aldrei vikið af vaktinni. 

Þetta eru baráttujaxlarnir úr Þjóðheiðri, Jón Valur, Loftur Altice og Elle.  Þau eiga fyllstan heiður skilinn fyrir sitt þrotlausa erfiði og sinn ódrepandi baráttu vilja.  Hafi þau þökk fyrir.

 

Hvernig sem málin þróast næstu daga, þá er þetta frá.  

Baráttan er ekki búin en ICEsave er frá.  Ef ekki þá mætum við bara aftur og fellum ófétið.

Og þjóðin mun búa að þessum krafti og samstöðu sem ICEsave baráttan leysti úr böndum viðja og vana, þess vana að láta aðra ráðskast með líf sitt og framtíð.

Hvað sem gerist eftir Nei-ið, þá mun það verða gott að lokum.

 

Við erum við upphaf nýrra tíma.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Heill og sæll! Tek undir með þér, Jón Valur,Loftur og Elle, fólk sem er staðfast í baráttunni fyrir þjóð sína,reyndar eins og þú góði. Langar að hitta þau aftur,bíð samt eftir endanlegum úrslitum.   Bestu kveðjur austur.

Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2011 kl. 00:31

2 Smámynd: Umrenningur

Ómar. Þú átt inni mikið þakklæti sem verður erfitt að gera upp. Ætli næsta skref sé ekki að reyna að fá þrjóskuhundinn þig til að fara í framboð til þings fyrir hönd mennskunnar, sjáum til með það.

Enn og aftur, takk

Umrenningur, 10.4.2011 kl. 00:35

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ég tek undir með þér Ómar að þakka ber baráttujöxlum þjóðarheiðurs fyrir ódrepandi þrautseigju og baráttuanda, sem aldrei hefur dalað. Ekki eitt augnablik. Sma vil ég segja um bloggin þín sem hafa lagt áherslu á mennskuna. Þau eru frábær. Takk fyrir mig.

Magnús Óskar Ingvarsson, 10.4.2011 kl. 00:42

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til hamingju með daginn Ómar minn. Réttlætið hefur unnið áfangasigur.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2011 kl. 01:01

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ómar, þakka þér.

Magnús Sigurðsson, 10.4.2011 kl. 01:03

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ómar minn, þú átt ekki síður þakklæti skilið fyrir góða og beitta pistla ásamt miklu baráttuþreki.

Loftur, Jón Valur og Elle hafa vissulega gert heilmikið, en þú og margir fleiri hafið ekki gert minna.

Ég vil óska íslendingum öllum til hamingju með sigurinn, landi og þjóð til heilla.

Jón Ríkharðsson, 10.4.2011 kl. 02:10

7 identicon

Heil og sæl; gott fólk !

Jú; víst mun Ómari síðuhafa seint fullþakkað - sem þeim öðrum, sem staðið hafa vörðinn, um land og fólk og fénað allan.

Og; til hamingju, með áfangasigur mikinn, svo sannarlega.

En; í Byltingarráði nýs Þjóðveldis, kysi ég að sjá Ómar sitja - ekki; á rotnu Alþingi - sem gefa ætti 1000 ára fríið, gott fólk.

Með baráttu kveðjum góðum; úr Árnesþingi, sem æfinlega /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 02:21

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju Ísland, að eiga svona baráttufólk eins og okkur öll :) 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.4.2011 kl. 02:59

9 identicon

 Ómar, þökk sé þér og öðrum baráttumönnum og konum, en þessi niðurstaða er mér engu að síður mikil vonbrigði.

allt annað en 90% NEI ber þess merki að hér sé í gangi einhver úrkynjun og, eða skortur á raunhyggju.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 04:38

10 Smámynd: Elle_

Já, yfir 90% NEI ætti niðurstaðan að hafa verið ef allt væri eðlilegt.  Stærsta vandamál okkar er ofurefli gegnsýrðrar pólitíkur og alla leið inn í ríkisstjórnarhlutdrægt RUV (Þóra þar hefur enga gagnrýna hugsun gegn ICESAVE-STJÓRNINNI) og þaðan til fáfróðra mann um málið.  Úrkynjun er góð lýsing.  59% NEI segir að ríkisstjórnarkerfið er gegnumrotið.

Elle_, 10.4.2011 kl. 05:04

11 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Hamingjuóskir og þakkir frá Noregi, til ykkar allra hér, sem hafið staðið ykkur eins og hetjur í ótrúlegum atgangi nú á endasprettinum, er hræddur um að áróðursmeistarar "JÁ" hafi gengið fram af æði mörgum í ákafa sínum, enda fer stundum þannig þegar rökin vantar.

Eiginlega vil ég óska ÖLLUM Íslendingum til hamingju, líka þeim sem létu blekkja sig til að kjósa já, flestir munu sjá "ljósið" innan tíðar, og hversvegna ekki óska öllum almenningi í Evrópu til hamingju, nú verður athyglisvert að fylgjast með Írum, Spánverjum, Grikkjum og Portúgölum, almenningur í fleiri löndum þar með talið Bretlandi og Hollandi, staldra nú við og hugsa sitt, "hvað eru Íslendingar að benda okkur á" á móti situr "Elítan" í þessum löndum núna (Ísland meðtalið) og reynir að bralla saman eitthvað til að deyfa áhrifin.

En fyrst og fremst vil ég óska þér Ómar ! til hamningju, tel mig þekkja þig nú orðið það vel að að ég veit að þú ert ánægður í dag (understatement of the day) það eiga margir þér meir að þakka en þá grunar.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 10.4.2011 kl. 08:57

12 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Til hamingju með daginn íslendingar. Þetta er stór sigur og þú Ómar átt stóran þátt í honum.

Næsta skref verður að kynna  okkar málstað út í hina stóru Evrópu og vona að þessi afstaða og neitun,  smitist til hrjáða íbúa Írlands, Portugals, Grikklands, Lettlands og fleiri landa þar sem ríkisstjórnir þeirra, ásamt forystuþjóðum  ESB eru að láta alþýðufólk bera uppi óráðsíu banka og viðskiptalífs þeirra. 

Ísland var prófraun þessara afla og okkur bar gæfu til  að setja stopp á þær aðgerðir.

Nú verður að halda saman höndum og styðja við bakið á hvert öðru. 

Til hamingju aftur Ómar minn.

Eggert Guðmundsson, 10.4.2011 kl. 12:01

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Já þökkum okkur öllum eins og Jóna Kolbrún sagði hér að ofan, Netverjum og öllum öðrum sem létu sig málið varða.

Svona sigur er aldrei of þakkaður, og hann varð vegna atbeina fjöldans.

Þorsteinn, ekki tel ég það vegna þess að fólk sá þetta ekki í því samhengi sem þú hefur í huga þegar þú dregur ályktun ína.  Ægivald áróðurstækja auk þess að það er ríkt í okkur að fylgja foringjaræðinu, það er stærri skýring auk annarra sem ég þekki ekki, enda skil ég ekki forsendur Já-manna.

Kristján, já ég er ánægður í morgun skilningi, bæði persónulega og í stærra samhengi eða stærri samhengjum því þetta má var miklu stærra en blasti við fyrstu sín.

Nei-ið frá Íslandi vekur von, og við sköpuðum þá von.

Maður hefur gert margt ómerkilegra en það um ævina.

Og enn og aftur takk, takk, ætli ég segi eða hugsa nokkuð annað orð í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.4.2011 kl. 12:28

14 Smámynd: Elle_

Allir að ofan (kannast samt ekki við Þorstein þó ég sé sammála honum) hafa verið fastir á jörðinni gegn ódæðinu ICESAVE.  Og Ómar alltaf staðið vaktina.  Stór hópur manna og pistlahöfunda, Evrópuvaktin, Moggabloggið, Morgunblaðið, litlu ICESAVE andstæðingafélögin og ekki síst forsetinn, hafa staðið fastir og neitað að víkja fyrir ofbeldi.  Skil ekki menn sem enn tala um ICESAVE sem okkar skuld.

Elle_, 10.4.2011 kl. 12:38

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Til hamingju með sigurinn! Ómar Geirsson,Jón Valur, Loftur Altice og Elle eru svona fólk sem ég myndi í dag kjósa á þing í dag. Sjálfur myndi ég ekki bjóða mig fram, til þess er ég alltof spilltur og gráðugur, í alvöru.. ;)

Óskar Arnórsson, 10.4.2011 kl. 12:46

16 Smámynd: Elle_

Kæri Óskar.  Ekki færi ég nú ekki að eyðileggja sálina þar.  ALDREI.

Elle_, 10.4.2011 kl. 13:39

17 identicon

Takk, takk og TAKK Ómar

fyrir þína mögnuðu pistla og óþrjótandi baráttuþrek gegn óréttlætinu.

Pétur Örn Björnsson / JJJ (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 13:55

18 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ekki gleyma Útvarpi Sögu. Þar er Pétur Gunnlaugsson búinn að standa vaktina heldur betur.

Sigurður I B Guðmundsson, 10.4.2011 kl. 14:34

19 identicon

Mér þykir nú sérstök ástæða að þakka þér Ómar fyrir allt þitt framlag í umræðunni. Ég hef deilt um netið svo til öllum þínum pistlun enda verið sérlega ánægð með þá.

Takk fyrir mig og mína.

(IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 15:44

20 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Til hamingju Ólmar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.4.2011 kl. 16:51

21 Smámynd: Jón Sveinsson

Til hamingju öllsömul Þjóðin hefur talað þökk sé ykkur öllum,

Vonandi verður þessi vettvangur til að skapa enn meiri samstöðu gegn óréttlæti og eru þau æði mörg í þjóðfélaginu,

Því sameinuð stöndum við en sundruð föllum við.    TAKK ÖLLSÖMUL.

Jón Sveinsson, 10.4.2011 kl. 20:34

22 Smámynd: Dagný

Takk fyrir sjálfur Ómar. Pistlarnir þínir hafa vökvað vel Nei-ið mitt undanfarnar vikur. Ég er stolt af þjóðinni minni og ekki síst  forsetanum okkar sem hafði kjark til að leggja icesave málið í dóm þjóðarinnar.

Dagný, 10.4.2011 kl. 23:58

23 Smámynd: Birnuson

Elle, hvernig á eitthvað að breytast á Alþingi ef fólk, sem ætti erindi þangað, neitar að bjóða sig fram vegna þess að það vill ekki„eyðileggja sálina þar“?

Birnuson, 11.4.2011 kl. 00:16

24 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Birnuson !

Svona; þér að segja, á nú Alþingi skilið, að minnsta kosti 1000 ára frí, eftir öll þau hryðjuverk, sem það hefir unnið - árum; sem áratugum saman. Utanþings stjórn er góður valkostur, fyrsta kastið - síðan, gæti Byltingarráð tekið við, sem kosið yrði til, á 1 - 3 ára fresti.

Með þeim sömu kveðjum; sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 01:04

25 Smámynd: Magnús Ágústsson

Takk Omar og oll hin sem hafid stadid vaktina

til hamingju Island

eg hef veris ad lesa kommentin um frett a  BBC frettin sjalf er mest a moti okkur en kommenti 365 minnir mig eru mjog svo med okkur almenningur i UK og annarstadar i Eropu ofundar okkur ad vid getum kosid um thad hvort almenningur eigi ad beila ut bankanna eftir mishepnud vedmal

thessi frett a BBC er 6 mest lesna frettin a BBC nuna 

Magnús Ágústsson, 11.4.2011 kl. 07:22

26 Smámynd: Elle_

Sigurjón (11.4.2011 kl. 00:16): Maður verður að dæma sjálfur hvað maður getur og vill.  Vertu ekki að gera mig pólitíska.  Þangað á ég ekkert erindi.

Elle_, 13.4.2011 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 382
  • Sl. sólarhring: 656
  • Sl. viku: 1443
  • Frá upphafi: 1322206

Annað

  • Innlit í dag: 316
  • Innlit sl. viku: 1195
  • Gestir í dag: 290
  • IP-tölur í dag: 288

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband