Hvað er til ráða á Ögurstundu????

Svarið er einfalt, að gera skyldu sína.

Í góðri bók voru þessi orð sögð.

 

Af hverju var ég valinn??  Slíkum spurningum verður ekki svarað.  Þú þarft ekki að ímynda þér  að það sé af því að þú hafir til að bera einhverja  verðleika, mátt eða visku umfram aðra menn.  En þú hefur verið valinn og því ber þér að taka því og leggja fram allan þann styrk, vilja og hugvit, sem þú hefur til að bera.

 

Þetta er ákaflega einfalt, þegar kallið kemur þá þurfum við að svara því.  +

Hvort sem við erum fótgönguliðar að mæta á baráttufundi, eða fólkið sem er beðið um að skipuleggja þá.

Við megum aldrei efast, og alltaf reyna að gera okkar besta. 

Það skiptir ekki máli hvort aðrir gætu gert það betur, eða aðrir ættu frekar að sinna vörnum, ef við skynjum þá Ögurstund, sem ég hef verið að lýsa í fyrri bloggum mínum, þá gerum við skyldu okkar. 

Annars gera börnin okkar það.  Þau mun aldrei sætta sig við þá kúgun og ofríki sem ógnaröflin ætla framtíð þeirra.  Og hver vill frekar sjá blóð, svita og tára barna sinna, í stað þess að heykjast á skyldu sinni.

Er von????

Já, það er alltaf von á meðan Herhvötin hljómar í huga okkar og hjarta.

Er eitthvað hægt að gera????'

Já, margt er hægt að gera.  Og þá reynir á manndóm okkar besta fólks í lögum og reglu.   Því ólög ICEsave eru eins og nafnið ber með sér Ólög.  Og þeim er hægt að verjast fyrir íslenskum dómsstólum, EFTA dómsstólnum, og Mannréttindadómsstól Evrópu.  Að ég tala ekki um dómsstól Réttlætisins, sem er öllum dómum æðri. 

Og hann má allsstaðar finna þar sem réttsýnt fólk kemur saman.  Það þarf aðeins að upplýsa það um hina miklu aðför að siðmenningunni, sem bretar, með stuðning skriffinna ESB og aumra leiðtoga annarra ESB og EFTA ríkja, gerðu með því að neyða þjófnaði sínum upp á íslenskan almenning án þess að hinn lagalegi ágreiningur yrði fyrst dómtekinn og dæmdur af dómsstólum réttarríkisins.

Og allt réttsýnt fólk mun skipa dómsstól réttlætisins, og krefjast réttlætis, og fordæma villimennsku kúgara okkar. 

En kannski er þetta draumsýn.  Íslensk þjóð er ekki tilbúin að bregðast við sinni Ögurstund. 

Og allavega er ljóst að Herhvöt þessa bloggs nær ekki eyrum fólks.  Og lítið er við því að gera.  Ég hef þó allavega reynt að bregðast við því kalli sem að mér barst.  Og ég mun líka bregðast við kalli leiðtogans sem mun leiða þjóð okkar út úr hremmingum sínum.  Þá gilda þessi fleygu orð.

En þú hefur verið valinn og því ber þér að taka því og leggja fram allan þann styrk, vilja og hugvit, sem þú hefur til að bera

En ég hef reynt að orða þær forsendur byltingarinnar, sem mun byggjast á okkur, almenningi þessa lands.  Ég reyndi að orða þær í innslagi í gær við góða bloggvini mína.  Að sjálfsögðu langt, eins og lenska er á þessu bloggi, en þar sem ég er húsbóndi þess, þá verður svo að vera, þetta er minn vilji, styrkur og hugvit, þetta er það sem ég get gert í dag. 

Og lokaorð minnar hugvekju um Ögurstundina er þetta innslag.  Og þó ég reyni að kreista hugann, þá hef ég ekki meira um Ögurstundina að segja.

 

Já, hvað meina byltingarmenn?

Tökum dæmi úr sögunni, minnir að það sé úr skáldsögu eftir Dumas yngri.  En á stéttaþinginu 1789 í Frakklandi, þá voru konungsmenn með eitthvað múður, stilltu þingmönnum þriðju stéttar upp við vegg, nú samþykkið þið tillögur konungs og ríkisstjórnar um nýja skatta og hættið þessu væli um stjórnarfarsumbætur, ella hafið verra af.  Í stað þess að lúffa eins og barðir rakkar, þá gengu fulltrúar þriðju stéttar út og hófu þingfundi annars staðar.  Og þar með var tilgangur konungs með stéttarþinginu í uppnámi, því það þurfti samþykki þingfulltrúa til að löghelga nýja skatta.  Með öðrum orðum þá voru konungsmenn ekki í aðstöðu til að hóta, því það voru þeir sem þurftu löghelgunina.  Og þeir urðu að fallast á skilyrði þriðju stéttar til að hún kæmi aftur á þing.  Síðan var eitthvað sverðaglamur og bylting, og björgun fagrar yngismeyjar.

Í raunveruleikanum voru orsakatengslin öllu flóknari en Franska byltingin var afleiðing þessarar kúgunar konungsmanna, ef þeir hefði ekki verið að drepast úr hroka, þá hefðu þeir ekki dáið vegna hans nokkrum vikum seinna undir fallöxinni.

ICEsave er stærsta mál lýðveldisins, í því liggur rökstuddur grunur um lögbrot, bæði á landráðakafla hegningarlaga (bannað að vinna fyrir erlent ríki að hagsmunum þess gegn grundvallarhagsmunum þjóðarinnar, ekkert ríki heims leyfir slíkan gjörning) sem og á stjórnarskránni. 

Síðan hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að kröfur andstæðinga okkar byggjast á kúgun, ekki lögum.  Þar komum við að öðrum mjög alvarlegum hlut, sem lítið pláss hefur fengið í umræðunni, en það er sú staðreynd að á meðan andstæðingar okkar gera ekki tilraun til að trúa sinni eigin lygi, þá vinna ráðherrar, alþingismenn og embættismenn, ásamt almennum stuðningsmönnum þeirra út þjóðfélaginu, að því hörðum höndum að telja almenningi í trú um lögmæti þessarar kúgunar.

Bara þetta eitt er fullnægjandi ástæða til að þessu fólki væri vikið frá með atbeina lögreglu og dómsyfirvalda og mál þess rannsakað.  Engin alvöru þjóð myndi leyfa slíkan vinnugang.  Það er hvergi hægt að komast upp með að ljúga, og nota til þess launaða starfsmenn almennings, ríkisábyrgð upp á þjóð sína, án þess að menn séu látnir sæta ábyrgð.  Til dæmis á Norðurlöndum þá segja ráðherrar af sér þegar þeir eru staðnir að því að fara rangt með staðreyndir til að réttlæta einhverja ákvörðun sína.

Hér er hægt að fylla heila bók með ummælum ráðherra, þingmenna og embættismanna, sem eru hreinar og klárar lygar.

Og síðan Elle þegar við setjum þetta mál  í það samhengi að samþykkt þess gæti stórskaðað efnahags landsins, og mun valda miklum samdrætti í allri almannaþjónustu, þá er um grafalvarlegt mál að ræða.

Og á móti þessum lögbrjótum og lygurum er reynt að halda uppi málefnalegri umræðu.  Stjórnarandstaðan reynir að starfa eftir reglum þingræðisins, á meðan stjórnin starfar eftir reglum ofríkisins, eða einræðisins.

Og þá er tími til kominn að segja satt og rétt frá, segja hvað þetta fólk er að gera, og ganga út.  Halda þingfundi lýðveldisins Íslands annars staðar.  Og alveg eins og Lúðvík 16. gat ekki fengið sína skatta án stéttaþingsins, þá getur ríkisstjórn Íslands ekki löghelgað þennan gjörning með 33-35 þingmönnum, á meðan 28-30 þingmenn funda niðri í Iðnó og krefjast þess að stjórnarskrá landsins sé virt og almenn hegningarlög gilda um þingmenn eins og aðra.

Er ég of dramatískur???? Vissulega geri ég mér grein fyrir að fáir sjái málið sömu augum og ég.  En hvað var Árni Páll að segja í útvarpinu í gær????   Jú, hann þarf að skera niður grunnþjónustu til fatlaðra á næsta ári, og heilbrigðisráðherra þarf að skera meira niður á spítölunum.  Þó er sá niðurskurður nú þegar kominn niður fyrir þolmörk. 

Vissulega getur þurft að gera slíkt á  neyðartímum, en þá standa menn saman um neyðina og vinna bug á henni samann.  En núna er verið að framkvæma þennan niðurskurð, sem mun hafa mannslát samborgara okkar í för með sér, á sama tíma og Alþingi með minnsta hugsanlegu meirihluta, er að taka þessa peninga sem fást með niðurskurðinum, og vill senda þá úr landi, til annars ríkis, bara vegna þess að þetta ríki bað um það.

Elle, þetta er aðför að lýðveldinu Íslandi, og þetta er aðför að lífi og limum almennings.

Ég tel að ég sé ekki að dramisera hlutina, hinn stóri meirihluti neitar að horfast í augun á því sem er að gerast og er verið að gera okkar samborgurum.  

Síðan ef bætum við atburði gærdagsins þegar ríkisstjórnin gaf banka í okkar eigu einhverjum óskylgreindum aðilum, sem hún hefur ekki haft svo lítið fyrir að kynna fyrir þjóðinni, þá sjáum við að landinu er stjórnað af mafíu, meira segja þegar Yeltsin var sem fyllstur, þá var ekki svona gert.  Þar vissu menn jú alltaf hverjir í mafíunni fengu gjöfina.

Og einu viðbrögð fólksins á Alþingi, sem hefur hlotið umboð sitt frá þjóðinni, er að tala.  Þetta kalla ég að vera samsekur um glæp, þegar öllum á ljóst að vera, að það er verið að brjóta stórlega á þessari þjóð, og aðeins málþófi er beitt til að hindra það.

Þetta var nokkurn veginn sú hugsun sem að baki lá þessum orðum mínum Elle, en þú hlýtur að skilja, að ég get ekki alltaf verið svona langorður,  það tekur tíma til að skrifa þetta niður.  En ég tel það ekki eftir mér að orða hugsanir mínar nákvæmar, ef það gæti orðið einhverjum öðrum til gagns og fróðleiks.  Það var einu sinni jú dýpri tilgangur þessa bloggs, þó núna sé ég að hafa mig í að forma lokaorð mín í ICEsave deilunni.  

En ég viðurkenni það fúslega að ég á ekki von á alvöru andófi á þingi.  Það er einu sinni þannig að það þarf kjark til að vera manneskja, og það krefst sjálfsvirðingar að láta ekki bjóða sér ólög og kúgun.  Síðan þarf reisn til að standa upp og tala tæpitungulaust gegn þeim sömu ólögum og kúgun.  Jón Sigurðsson hafði þá reisn þegar hann stóð upp og sagði "vér mótmælum allir".

Sömu reisn höfðu systkinin Hans og Sophie Schol þegar þau sögðu í fyrsta dreifibréfi Hvítu Rósarinnar "Ekkert sæmir verr menningarþjóð að gefa sig mótþróalaut á vald einræðisklíkur og myrkrasveitum hennar."  Svo ég sé nákvæmur þá gerðu þau þetta á samt nokkrum öðrum vinum sínum og staðurinn var Munchen 1942.  Seinna sögðu þau:  "þjóðin þegar svo spillt og sundruð dýpst í sinni, að án þess að hreyfa hönd sína, slegin blindu, ..., leggi hún í sölurnar hið æðsta sem menn eiga, og skilur þá frá öðrum lifandi verum -  fórni frjálsri hugsun, frjálsri lífsskoðun.  ..... Nú virðist ásýnd þjóðarinnar fremur bera vitni um grunnhyggna og viljalausa hjörð, sem innsti mergur hefur verið soginn úr, og fús er að láta teyma sig í glötun." 

Þeim fannst þetta þurfa að segjast og margt annað, og þau höfðu kjark til þess að segja það og guldu fyrir það lífi sínu.  Og þau dóu með reisn þess sem veit að gerði það sem rétt er.

Árni Þórarinsson lætur eina söguhetju sína í bókinni Dauði Trúðsins, segja um dóttir sína, sem hafði ánetjast eiturlyfjum, og hlakkaði í þegar keppinautur hennar var myrt, "við ólum hana upp til að finna til samúðar og samkenndar með öðru fólki".

Þegar Páll Blöndal bloggari skrifaði pistil um gjöfina til "vogunarsjóðina", þá skrifaði hann að "bankar eru að drepa fólk í dag", og rökstuddi það.  Og það er öruggt að núverandi ástand mun leiða til hörmunga, og örugglega til mannfalls þeirra sem veikast standa.

Elle, ég er ekki að gera mikið.  En ég hef næga reisn til að segja satt, þó geri mig að fífli í augum margra.  Tala tæpitungulaust um það sem er að gera.  Það er óþarfi að bíða eftir jarðarförum til að fólk sjái loksins að það lifir á örlagatímum, öll hin gömlu gildi, allt það sem var viðtekið sem eðlileg háttsemi, allt þetta víkur þegar fámenn klíka vélar hluta þjóðar sinnar í gröfina, og stærsta hluta þjóðar sinnar í fátæktargildru. 

Það er ekkert að því að vera fátækur við erfiðar ytri aðstæður, og ekkert að því að þurfa vinna sig út úr erfiðleikum.  En það er mikið að því ef öll sú vinna fer í vasa þrælaeiganda.  Gegn slíkum kjörum hefur fólk alltaf gert uppreisn.  En við eigum líka að gera uppreisn þegar er verið að níðast á meðbræðrum okkar og samborgurum.  Þessi stjórn varð strax "ill" þegar hún neitaði heimilum landsins um aðstoð og réttlæti. þá átti almenningur að grípa inn í.  

Og allt sem síðan hefur gerst hefur verið skelfilegt.  

Og þá reynir á sjálfsvirðingu, kjark og reisn.  

Og fyrsta skrefið er að segja satt.

 

Kveðja að austan.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vel mælt og drengilega.

Baldur Hermannsson, 3.12.2009 kl. 17:50

2 identicon

Ómar er drengilegur og skrifar af innsæi og viti.  Hef ekki enn lokið við að lesa alla þína stórkostlegu pistla, Ómar, Icesave hryllingurinn í Alþingi hefur haldið mér fastri. 

ElleE (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 00:12

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Mér þykir vænt um orð ykkar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.12.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 973
  • Sl. viku: 5509
  • Frá upphafi: 1338396

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 4857
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband