Það þarf dóm til að endurheimta æru Íslands.

Ráðuneytisstjóri Norska fjármálaráðuneytisins lýgur upp á tvo aðila í þessari örfrétt.

Hann lýgur upp á Strauss-Kahn, og hann lýgur upp á íslensku þjóðina.

Út frá orðum hans, og út frá orðum fjölmiðlafulltrúa sænska fjármálaráðuneytisins, er augljóst að Norðurlandaþjóðirnar hafa sannmælst með bretum og Hollendingum, að neita íslensku þjóðinni um alla fyrirgreiðslu, nema íslensk stjórnvöld gengu af öllum kröfum breta og Hollendinga.

Jafnvel hörðustu glæpamenn og stríðsglæpamenn njóta meiri réttar en íslenska þjóðin í augum þessa svokallaðra vinaþjóða okkar .  Henni er neitað um einföldustu réttindi sakamanns, hún fær ekki að skjóta máli sínu fyrir dóm.

Og glæpnum var komið á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, það var látið líta út að hann hefði stöðvað fyrirgreiðslu Norðurlandanna, en reyndin var að það voru þær sem kröfðust ICEsave uppgjafarinnar.  Og lugu glæpnum upp á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Smán þeirra er mikil, og ögurmæli hin mestu að kalla þessar þjóðir vinaþjóðir.  

En versta lygi þessa norska ráðuneytisstjóra er sú að fullyrða að ICEsave ábyrgðin væri alþjóðleg skuldbinding íslensku þjóðarinnar.

Hvenær varð það svo?  Íslensk stjórnvöld hafa aldrei skrifað upp á slíka skuld.  Og hafi þau brotið EES samninginn með lögum sínum um Tryggingasjóð innlána, þá hafði hvorki Eftirlitsstofnun EFTA, og EFTA dómsstólinn gert neinar athugasemdir þar að lútandi.

En íslensk stjórnvöld viðurkenndu að það gæti verið vafi, og vildu því fá skorið  úr um þann ágreining eftir þeim réttarfarsleiðum sem  EES samningurinn kveður á um.

Um hvaða lagagreinar er að ræða, fyrst að ekki er sagt um þessa ábyrgð í tilskipun ESB um innlánstryggingar, og hvernig áttu íslensk stjórnvöld að vita af sinni ábyrgð, þegar ESA vissi ekki einu sinni um það sjálft? 

Hvernig getur yfirþjóðlegt vald ákveðið ríkisábyrgð, sem gæti riðið einstökum aðildarríkjum EES samningsins að fullu, án þess að láta viðkomandi ríki vita, og án þess að setja reglur um hvernig viðkomandi ríki gætu takmarkað sína ábyrgð??

En  félli dómur gegn íslenska ríkinu, þá var því lýst yfir að um málið yrði samið.

Þessa málsmeðferð kallar Norðmaðurinn að íslensk stjórnvöld neiti að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar.

Skuldbindingar sem landinu var tilkynnt í tölvupósti nokkrum dögum eftir Hrun.

Ég sæi Norðmenn í anda sætta sig við að vegna nýrra umhverfisskatta sem hefðu verið samdir fyrir níu árum, og tóku þá strax gildi, þá eigi allur arður af olíuframleiðslu Norðmanna að renna í sameiginlegan sjóð ESB, og útdeilast til allra aðildarríkja sambandsins, nema Norðmanna.  Að vísu hefðu þeir ekki verið látnir vita af þessum lögum ESB, en þeir hefðu átt að vita það, það liggi í almennri túlkun umhverfislaga ESB, sem sambandið að vísu túlkar einhliða.  En á meðan Norðmenn krefjast dóms um þennan ágreining, þá líti ESB svo á að landið neiti að viðurkenna alþjóðlegar skuldbindingar sínar, og hafi því sett algjört viðskiptabann á landið.

Dæmið er alveg sambærilegt, og svona lætur engin þjóð fara með sig, ekki nema gífurleg kúgun og hervald komi til.  Eða þá eins í tilviki Íslands, að fimmta herdeild stuðningsmanna kúgaranna samþykki strax hinar ólögmætu kröfu, gegn vilja þjóðar sinnar.  

En þeir sem beita svona vinnubrögðum eru níðingar, og ljóst er af lygavaðli norska ráðuneytisstjórans að norsk stjórnvöld eru af þeim ættbálk.

Ætli að níðingsskapur gegn saklausum almenningi sé innbyggður í stefnu Norræna jafnaðarmanna?

En héðan af er það grundvallaratriði fyrir íslenska þjóð að sækja réttar síns og fá úr þessu máli skorið. 

Æra þjóðarinnar er i húfi.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Segir Strauss-Kahn ekki fara með rétt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ómar, ég lít málið öðrum augum. Roger Schjerva í Norvegi, Dominique Strauss-Kahn hjá AGS og Anna Charlotta Johansson í Svíþjóð eru líklega að segja sannleikann, eins og hann blasir við þeim.

 

Blekkingarnar koma frá Sænsku ríkisstjórninni, sem blekkti Riksdagen og blekkti aðrar Norrænar ríkisstjórnir. Hvaðan fengu Fredrik Reinfeldt og Carl Bildt fyrirmæli sín ?

 

Icesave-stjórnin blekkti líka, því að hún hélt ekki fram rétti Íslands, heldur talaði um Icesave-reikninginn sem réttmætar skuldbindingar. Hvaðan fekk Jóhanna Sigurðardóttir fyrirmæli sín ?

 

En annars er úttekt þín hraustleg og full af sannleika.

 

Kveðja að sunnan.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.11.2009 kl. 23:24

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Loftur.

Eigum við ekki að taka undir með Erni í Spaugstofunni; "Þetta er eitt allsherjar samsæri".

En ég hefði látið þessa frétt sleppa við pistil, ef ekki hefði komið til lokaorðin, "Hann segir að Norðurlöndin hafi ávallt gengið að því sem vísu að Íslendingar vilji standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar".

Þetta var tú mutch eins og bretarnir segja, stríð hafa hafist af minna tilefni.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 18.11.2009 kl. 09:46

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi setning slóg mig líka Ómar, en þetta hef ég séð oft áður. Roger Schjerva er í Sosialistisk Venstreparti, sem er flokkur Kristin Halvorsen, en hún sendi okkur fingurinn fyrir skemmstu. Hún sagði mátulegt á okkur auðvaldssinnana á Íslendi að engjast.

 

ABC Nyheter hefur eftir Roger Schjerva:

   
  1. >> Men de nordiske långiverne har hele tiden hatt som forutsetning at Island overholder sine internasjonale forpliktelser. <<
  2. Han forklarer at Norge også forutsetter at Storbritannia og Nederland, der flesteparten av de rammede Icesave-kundene hører til, gir et lån til Island for å sette landet i stand til å betale full garanti for tapte innskudd til nederlenderne og britene.
   

Að mínu mati er það Icesave-stjórninni að kenna að Norsararnir eru ekki betur upplýstir. Við ætlum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar í samræmi við samninga sem Alþingi hefur gert og eru gerðir á eðlilegum grundvelli. Við ábyrgjumst ekki hvaða vitleysu sem Icesave-stjórninni dettur í hug.

 

Okkar alþjóðlegu skuldbindingar varðandi Icesave eru að fylgja Tilskipun 94/19/EB, sem fyrirskipar að aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins mega ekki taka ábyrgð á innistæðum, heldur eru það innistæðu-trygginga-sjóðirnir.

 

Stóri misskilningurinn hjá Roger Schjerva er að hann heldur að ábyrgðin á Icesave sé hjá Íslendskum almenningi og að við viljum þar af leiðandi lán frá Bretum og Hollendunum. Hér hefur Icesave-stjórnin brugðist að útskýra og jafnframt er það Sænska ríkisstjórnin sem haldið hefur þessum rangfærslum að öllum aðilum.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.11.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 37
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 5354
  • Frá upphafi: 1338812

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 4712
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband