"Þetta er ekki líf, ég vil fekar deyja"

Sagði gömul kona í Suður Afríku í heimildarmyndinni um áhrif einkavæðingar almannaþjónustu fyrir líf  og kjör almennings í þeim löndum þar sem þessi birtingarmynd Nýfrjálshyggjunnar hefur vaðið upp.  Þessi kona var rúnum rist, hafði lifað öll sín fullorðins ár undir aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans, en núna á gamals aldri var henni nóg boðið, þær aðstæður sem hún bjó við voru ekki manneskju bjóðandi.  Hún var fátæk og fékk ekki rafmagn á heimilið til upphitunar og lýsingar, nema að borga fyrir það fyrirfram.  Og það var mjög dýrt.  Hún var gömul, þurfti lyf.  Ef hún keypti þau, þá hafði hún ekki efni á upphitun.

Hið nýja þjóðfélag hafði fallið í gildru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og einkavætt almannaþjónustu.  Og sú þjónusta var ekki lengur "almanna", hún var aðeins fyrir vel stæða í landi fátæktar og örbirgðar.  Hinir fátæku máttu í bókstaflegri merkingu éta það sem úti fraus.

Hvernig hefði íslenskt þjóðfélag byggst upp ef íslensk stjórnvöld hefðu ekki talið það skyldu sína hjá hinu nýja fullvalda ríki að byggja upp alla almannþjónustu, handa öllum????  Það veit það enginn, en við munum sjá það eftir nokkur ár, þegar annað stig efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur til framkvæmda.  Þá fáum við að kynnast því á eigin ranni hvað það þýðir sem er kallað "eignir á móti" á móti skuldum. 

Er einhver ástæða að halda að ástandið hér verði eitthvað betra hér en annarsstaðar þar sem illskan hefur náð að festa klær sínar í almanna eigur??  Verður fátæktin hér með einhverjum öðrum formerkjum???

Vissulega veit ég það ekki.  En það gilda sömu náttúrulögmál á Íslandi eins og annarsstaðar.  Af hverju ætti þá ekki að vera sömu afleiðingar af verkum illmenna hér eins og annars staðar????

Og hvernig er staðan í dag????

Hver er staða öryrkja sem fá ekki vísitöluhækkun á bætur sínar?????  

Hvernig standa þeir undir síhækkandi lyfjakostnaði???  Framfærslukostnaði???  Lánum sínum????

Hver er staða atvinnulausra????

Er þegar til fólk á meðal okkar sem hugsar eins og þessi gamla kona í Suður Afríku??????

Hver veit það?  Ekki segja fjölmiðlar okkar frá því.  Einu sorglegu sögurnar sem þeir segja er frá erlendum fórnarlömbum íslensku auðmannanna.  Og þær sögur eru sagðar til að réttlæta þrælahlekki ICEsave því obbinn af íslenskum fjölmiðlamönnum hatast við samlanda sína.  Þeirra draumur er að forframast í Brussel.  Og þeirra húsbændur eru auðmenn og Leppar þeirra í stjórnkerfinu. 

Einu skiptin sem Ruv segir okkur frá atvinnulausum, þá er það í neikvæðu ljósi.  Bótamisferli krakka og erlendra láglaunastarfsmanna eru heimfærð á allan hópinn.  Ein fréttin var "ég skammast mín að þiggja atvinnuleysisbætur sem eru hærri en lægstu laun".  Skilaboðin eru skýr; "Þetta fólk nennir ekki að vinna, það svindlar".  

Skilaboðin eru ekki að þetta eru samlandar okkar sem eru að missa tökin á lífi sínu vegna atburða sem þeir bera enga ábyrgð á.  Við fáum engar fréttaskýringar um kjör þeirra, hlutskipti eða örlög.  Engin fjölmiðlamaður hefur tekið saman upplýsingar frá Öryrkjabandalaginu um hlutskipti öryrkja í kreppunni.  Enginn fjölmiðlamaður hefur mætt á spítalana og rætt þar við hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem vinna meira fyrir minni kjör, og eru að sligast undir vinnuálagi og fjárhagsáhyggjum.  Þegar bæði formaður Félags hjúkrunarfræðinga og Félags sjúkraliða segja að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu sé kominn á ystu nöf, því þerra félagsmenn eru að bugast undan vinnuálaginu, þá vekur það engin viðbrögð í þjóðfélaginu, allra síst hjá fjölmiðlafólki.  

En þetta sama vesæla fólk þiggur með þökkum hjálp heilbrigðiskerfisins þegar börn þess fá heiftarlega svínainflúensu, þá er þakkað fyrir, en að styðja velferðarkerfið gegn atlögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, það er ekki á dagskrá, því rakkinn geltir ekki gegn húsbónda sínum.

 

Og ennþá stærri og alvarlegri spurning er;  Hver verður staðan eftir nokkra mánuði????

 

Niðurbrot velferðarkerfisins þýðir stóraukin félagsleg vandamál.   Fylgifiskar atvinnuleysis og fátæktar eru niðurbrot fjölskyldna, vímuefnaneysla, alkóhólismi, ofbeldi, geðsjúkdómar, sjálfsvíg. 

Og niðurbrot manneskjunnar. 

Stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eyðileggur ekki aðeins samfélög jafnaðar og velferðar, hún drepur fólk.

Ekki strax, en það gerist hægt og bítandi.   

Á fyrsta ári eftir fjármálakreppu stendur fólk ennþá í fæturna en það reynir á félagslega netið og vonina.  En þegar fólk sér ekki fram úr ástandinu, það birtir ekki til.  Það er fast í vítahring atvinnuleysis og fjárhagserfiðleika, þá brestur vonin, og þá fyrst reynir á samhjálpina.  Öflug samhjálp bjargar mörgum en ef það hriktir í stoðum þessa samhjálpar, þá er voðinn vís.

Það er annað ár Kreppunnar sem sker úr um hvernig fer

Þrælahaldarar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa bannað stjórnvöldum að hjálpa almenningi.  Fjármunir þjóðarinnar eiga að fara í að bjarga eigum fjármagnseiganda.  Og þjóðin er neydd til að samþykkja ólöglegar fjárkröfur breta og Hollendinga upp á mörg hundruð milljarða.  Og hún á að taka gífurleg lán í erlendum gjaldeyri svo fjárbraskarar geti áfram fíflað krónuna.  

Og af þessum lánum þarf að greiða gífurlega vexti, sem þjóðin mun ekki ráða við.  Hvað þá að hún ráði við að greiða niður höfuðstólinn.  En lánadrottnarnir mun heimta sitt.  Og þá verða almannaeigur seldar, og þá verður velferðarhjálpin skorin niður við trog.

Og þá mun þjóðin kynnast hörmungum meðbræðra sinna sem hún hefur ekki séð allan sinn sjálfstæðistíma, enda mun efnahagslegt sjálfstæði hennar líða undir lok.

Allt vegna þess að við erum þjóð geðleysingja sem látum allt yfir okkur ganga.  Erlend ógnaröfl, með örfáa Leppa í atvinnulífinu, fjölmiðlum, háskólunum og keypta þjóna í stjórnkerfinu, sér til aðstoðar, hafa læst klónum í íslenska þjóð.  Og innri eymd okkar er svo mikil að við fórnum börnunum okkar fyrir stundarfriðinn.  Og þjóðin lætur þessa Leppa telja sér í trú um að hún eigi þessi örlög skilið.  Í stað þess að tjarga og fiðra Leppana, þá komast þeir endalaust upp með að kyrja sinn syndasöng.

Og ég sem hélt að það hefði verið fáfræði 18 aldar sem fékk fólk til að trúa því að Móðuharðindin hefðu verið syndugu lífi þess að kenna.  Núna trúir fólk því að það beri persónulega ábyrgð á gjörðum óábyrgra einstaklinga af sama þjóðerni.  Þó er gangverk hins frjálsa markaðskerfi þannig að fyrirtæki koma og fara, það að fara á hausinn er nauðsynleg forsenda þess að aðrir komast að.  Þetta vita allir nema að því virðist íslenskur almenningur, hann trúir því að um guðlega refsingu sé að ræða vegna synda hans og því beri honum að borga.

En það er ekki svo að almenningur sé í ábyrgð fyrir fjárglæframenn og fjárbraskarar eiga ekki að komast upp með að rústa lífi hins venjulega manns í óhaminni gróðafíkn sinni.  Jafnvel þó sú gróðafíkn sé klædd orðagjálfri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Það sem er rangt, er rangt. 

Og það er rangt á 21. öldinni að fólk skuli vera það aðþrengt að það segi:

"Ég vil ekki þetta líf, það er ekki manneskjum bjóðandi".

Látum það aldrei verða hlutskipti okkar minnstu bræðra.  Og látum aldrei illmenni og siðblindingja komast upp með að rústa lífi barna okkar.

Grípum til vopna og verjumst.

Látum ekki fara svona með okkur.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, að AGS sé komið er ekki bara hrikalegt og niðurdragandi, heldur líka sorglegt.  Fólk má ekki halda að AGS verði öðruvísi við okkur en öll hin löndin sem þeir gjöreyðilögðu.   AGS planið er alltaf að gera fyrst samkomulag við ríkisstjórnir sem innihalda gríðarleg lán og skilyrði sem þeir vita að löndin geti engan veginn staðið við. 

Næst herðir AGS alltaf á kröfunum óviðráðanlegu.  Næst koma vanskilin og AGS nær ætunarverkinu: Einkavæðing almanna/ríkis-auðlinda og ríkisfyrirtækja.  Það verður EKKERT öðruvísi hjá okkur, komum við þeim ekki burt, þó sorglega haldi fólk oft að ekkert slæmt hendi það sjálft, bara fólk í fjarlægum löndum. 

Nú er komið að okkur, AGS eyðileggingarskrímslið er komið í öllu sínu hrikalega veldi.  Og með stjórnarflokka með Icesave- og Stockholms Syndrome við völd erum við dæmd.  Ótrúlegt og sorglegt.  Og hvað ætlum við að gera?  Fólk er alltof rólegt með AGS þarna.  Við verðum að koma þeim úr landi ætlum við ekki að leyfa þeim að hjálpa auðmönnum heimsins að ræna landið og ríkisfyrirtækin af börnunum okkar.   

ElleE (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 13:13

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Takk fyrir að gefa þessum pistli gaum. Og takk fyrir hnitmiðað innslag.  Kjarni málsins.

Þú mátt einnig kíkja á "hlutfall illskunnar".  Það er sláandi táknrænt fyrir þau ósköp sem er að gera þjóð okkar.  Og þessi atriði þurfa að komast að í umræðunni.  Ég persónulega tel  að núna á Ögurstundu, þá segjum við satt og rétt frá.  Þeir sem drepa aðra, þó á óbeinan hátt sé, eru manndráparar.  Og siðlausir siðblindingjar. 

Og hvað eru þeir sem til dæmis klappa upp dauðann á netinu????  Við vitum hvað er gert við eiturlyfjasala.  Þeir drepa ekki beint, en óbeini glæpur þeirra er talinn það alvarlegur að hann krefst þungra refsinga.  En hvað með uppklappara þeirra???  Hver er þeirra ábyrgð????

Hundrað milljónir á dag er það sem skiptir máli.  Það er hin raunverulega ógn, ásamt þeim hundrað milljónum á dag sem bætast við þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nær fram ætlunarverki sínu.  

Þetta er endalok okkar þjóðfélags, fari þetta í gegn.  Þeir sem eru ennþá týndir uppí Móum, að leita að þursum þar, þeir eru í vitlausu stríði.  Og ekkert hjálpar óvinum okkar eins mikið og hermenn Andstöðunnar sem mættu í vitlausa orrustu.

En þú mættir og það er vel.  Vonandi eru það fleiri sem vita hvað 200 milljónir á dag í vexti þýða.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 8.11.2009 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 564
  • Sl. sólarhring: 709
  • Sl. viku: 3453
  • Frá upphafi: 1339627

Annað

  • Innlit í dag: 464
  • Innlit sl. viku: 3023
  • Gestir í dag: 418
  • IP-tölur í dag: 406

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband