Úps!! Þá er það tukthúsið drengir mínir og stúlkur.

Sá samningur sem ríkisstjórn Íslands leggur fram er brot gegn gildandi lögum um ríkisábyrgð.  Hefði Alþingi viljað hafa fyrirvarana með þeim hætti sem ríkisstjórnin samdi við bretana, þá hefðu Alþingi samþykkt þá á þann hátt sem núverandi samkomulag kveður á um.

Hefðu menn áhyggjur þá að víðsemjendur Íslands myndu ekki samþykkja hina fyrirhuguðu fyrirvara, þá hefðu menn fyrst gengið úr skugga um það, áður en fyrirvararnir um ríkisábyrgð voru samþykktir.  Það var ekki gert, sjálfsagt vegna þess að meirihluti Alþingis taldi sig þurfa að setja þessa fyrirvara svo ríkisábyrgðin væri ekki beint brot á landráðkafla almennra hegningalaga sem banna "að efnahagslegu sjálfstæði landsins"  sé stefnt í voða með tiltekinni háttsemi eða lagasetningu.

Ef ríkistjórn Íslands hefði talið að þessir fyrirvarar Alþingis væru of stífir fyrir viðsemjendur okkar, þá hefði ríkisstjórn Íslands fyrst þurft að fá breytinga á lögunum um ríkisábyrgð, áður en til samninga var gengið við breta og Hollendinga.  Það var ekki gert.

Heldur samdi ríkisstjórn Íslands um atriði sem ganga beint gegn þessum lögum.  Og með þeim orðum að hún áætli að meirihluti sé fyrir þeim samningi.  Þó þessi vinnubrögð séu alþekkt hjá einræðisstjórnum, þá ganga þau ekki upp í lýðræðisþjóðfélögum.

Þau eru skýr lögbrot.

Og sumum er ekki heimilt að brjóta lög en öðrum ekki.  Það stendur hvergi í stjórnarskrá Íslands (ég las hana áðan til öryggis) að fólk sem heitir Jóhanna eða Steingrímur geti skipulagt lögbrot.  Lögbrot eru lögbrot óháð því hver fremur þau.

En lögbrot hafa áður verið framin án mikilla eftirmála er kannski sagt.  Og það er rétt.  En í þessu tilviki varða lögbrotin við landráðakafla almennra hegningarlaga og það er grafalvarlegt mál.

Þessar fyrirhugaðar breytingar stefna efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í voða og geta valdið henni miklum hörmungum ef illa fer.  Og bankahrunið síðasta haust ætti að kenna fólki að það sem á ekki að geta gerst að sögn stjórnmálamanna, getur einmitt gerst ef atburðarás æxlast þannig.  

Og engin þjóð getur samþykkt lög þar sem aðstæður ef illa fer, er komin undir mati viðsemjenda þjóðarinnar.  Það er í raun afsal á sjálfstæði hennar.

Núna ber ríkissaksóknara og Hæstarétt skylda til að grípa inn í.  En ef þessar stofnanir bregðast stjórnarskrá Íslands, þá er þetta landráðafólk ekki samt öruggt.

Í dag eru fangelsi Chile og Argentínu yfirfull af illmennum og óþökkum sem frömdu sín afbrot með stuðningi þáverandi valdhafa, en gegn lögum og stjórnarskrá viðkomandi landa.  Og þegar viðkomandi þjóðir fengu aftur völdin af valdaræningjunum, þá kom af skuldadögum.

Í lýðræðisþjóðum býður alltaf tukthúsið landráðafólks, jafnvel þó landráðin hafi verið framin af góðum vilja.

Engin þjóð sættir sig við það til lengdar að 2 milljarðar fara í að bjarga heimilum landsins frá hörmungum á meðan fjárbraskarar og handrukkar auðvaldsins fá 167 milljarða bara í vexti.

Þetta hlutfall er landráð, en líka hrein siðblinda og mannvonska.  

Gangi þetta eftir þá mun sagan dæma þá, sem ábyrgðina bera á öllum þessum lántökum til að tryggja velferð auðmanna og fjárbraskara,  mestu illmenni Íslandssögunnar.

Ég vona að þau sjái villu sinnar vegu áður en það er orðið of seint.

Þeirra vegna.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Endurskoðun óháð þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur álíka mikið fram að færa eins og stjórnarandstaðan. Hvernig ætla menn að koma hjólunum af stað? Við höfum enga aðra valkosti að reyna að gera núverandi ríkisstjórn ábyrga fyrir sukki Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í átján ár er ótrúlegt. Gleðin er búin. Skemmdir voru unnar og fyrir þær þarf að bæta. Það er staðna og einfaldara getur þetta ekki verið. Fúllt en ekki undan komist. Stærri úrlausnarefni bíða. Um þau eigum við að ræða Icesave er fyrir löngu afgreitt og útséð.

Sævar Björn (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 21:26

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Er ekki traustvekjandi Ómar, að sjá alltaf sama rökstuðninginn hjá Sossunum. Þeir koma ekki á óvart, á meðan þeir kyrja sama sönginn um mistök fyrri ríkisstjórna. Við skulum ekki gera þá kröfu til þeirra, að þeir skilji hvað hundrað milljarðar er stór tala.

Svika-Móri og Jóhanna eru boru-brött núna, en ætli hljóðið verði ekki annað þegar Alþingi er búið að afgreiða málið ? Raunar tel ég víst að máið verði ekki afgreitt á Alþingi, heldur verði það látið daga uppi. Þann 23. þessa mánaðar fer málið í sinn eðlilega farveg, það er að segja krafan fellur á Tryggingasjóðinn.

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.10.2009 kl. 21:47

3 identicon

Mikil er villa þín Sævar að halda að við verðum að gangast undir kúgun og nauðung og eyðlagða æru.   Og fellur ofan í gömlu gryfjuna um hvað Framsókn og Sjálfstæðisflokkur voru nú vondir og það afsaki gunguskap og ofbeldi núverandi yfirvalda.  Líka gleymdirðu að minnast á sam-spilltu fylkinguna sem var við spillta stjórn lengi, lengi og studd af Jóni Á. Jóhannssyni og hans ógeðfellda tröllsveldi.   Við skuldum EKKI Icesave og Icesave-sinnar verða að borga sjálfir ellegar sætta sig við það.  Og þó það sé fúlt fyrir þá að geta ekki drekkt íslenskum börnum og foreldrum og eldri borgurum í skítugum skulda-sjó.    

Sigurður Líndal skrifaði 13. okt. (fyrir 5 dögum) um Icesave:

Óneitanlega mætti þessi texti vera skýrari, en verður varla túlkaður á annan veg en að íslenzka ríkið, og þá um leið íslenzka þjóðin, eigi með óljósum röksemdum að taka á sig þungar fjárhagsbyrðar a.m.k. næsta hálfan annan áratug.


Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild:

http://visir.is/article/20091013/SKODANIR03/305364061
   

ElleE (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 21:51

4 identicon

Jóni Á Jóhannessyni.

ElleE (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 21:54

5 identicon

Sæll ausmann, og takk fyrir góða veðrið á sennileg einum mesta sorgardegi Íslandssögunnar.

Að undirrita “glæsilega” samninginn Svavars Gestssonar sagði fyrrverandi forseti Hæstaréttar og sérfræðingur í alþjóðalögum, Magnús Thoroddsen, að væri hænufet frá landráði.

Það væri athyglivert að vita hvað hann hefði um það að segja að þegar þingheimur og ráðherrar undirrita samning þar sem segir ma. íslenskir embættismann fá að fara með deilumálið fyrir marklausan sýndardómstól til pólitísks heimabrúks spunatrúða núverandi stjórnvalda, þar sem dómsniðurstaðan er Bretum og Hollendingum ekki viðkomandi og hefur ekkert að gera með að dæmdur réttur okkar verði virtur?

Ganga menn út frá því sem vísu "Að fólk er fífl", eða eru samningamennirni ófyrirgefanlegir vanvitar eða etv. stofnanahráefni sem hafa þá löglega afsökun vegna þessa?

Annar eins aumingjaskapur Steingríms og Jóhönnu er með ólíkindum, og það þarf að setja fullan þunga í að athuga hvort að full ástæða er ekki komin til að draga þau fyrir landsrétt fyrir að hafað sennilega tekið hænufetið til að gerast landráðamenn, sem og öll þingmannaóbermin sem eiga eftir að gerast meðsek með að greiða óþverragjörningnum atkvæði sitt.

Sendi hér með allan landráðalagabálkinn sem er afar áhugavert að lesa og bera saman við athafnir stjórnvalda og embættismanna þeirra í ölluIcesave ferlinu.

Hegningarlög nr. 19/1940

X. kafli. Landráð.

86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.

88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)
1)L. 82/1998, 21. gr. 2)L. 47/1941, 1. gr.

89. gr. Beri íslenskur ríkisborgari í ófriði vopn gegn íslenska ríkinu eða bandamönnum þess, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem í ófriði, eða þegar ófriður vofir yfir, veitir fjandmönnum íslenska ríkisins liðsinni í orði eða verki eða veikir viðnámsþrótt íslenska ríkisins eða bandamanna þess.

90. gr. Rjúfi maður, meðan á ófriði stendur eða þegar hann vofir yfir, samning eða skuldbindingu, sem varðar ráðstafanir, sem íslenska ríkið hefur gert vegna ófriðar eða ófriðarhættu, þá skal hann sæta …1) fangelsi allt að 3 árum.
Hafi manni orðið slíkt á af stórfelldu gáleysi, skal honum refsað með sektum eða [fangelsi allt að 1 ári].1)
1)L. 82/1998, 22. gr.

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.

Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.

Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
1)L. 82/1998, 23. gr.

92. gr. Hver, sem af ásetningi eða gáleysi kunngerir, lýsir eða skýrir óviðkomandi mönnum frá leynilegum hervarnarráðstöfunum, er íslenska ríkið hefur gert, skal sæta …1) fangelsi allt að 10 árum, eða sektum, ef brot er lítilræði eitt.

Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem af ásetningi eða gáleysi stofnar hlutleysisstöðu íslenska ríkisins í hættu, aðstoðar erlent ríki við skerðingu á hlutleysi þess, eða brýtur bann, sem ríkið hefur sett til verndar hlutleysi sínu.
1)L. 82/1998, 24. gr.

93. gr. Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það …1) fangelsi allt að 5 árum.
1)L. 82/1998, 25. gr.

94. gr. Ef verknaði, sem refsing er lögð við í XXIII., XXIV. eða XXV. kafla laga þessara, er beint að þjóðhöfðingja erlends ríkis eða sendimönnum þess hér á landi, má auka refsingu þá, sem við brotinu liggur, þannig að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.

95. gr. [Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum. Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.]1)]2)

[Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem smánar opinberlega eða hefur annars í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum, eða ærumeiðandi aðdróttanir við aðra starfsmenn erlends ríkis, sem staddir eru hér á landi.]3)

[Sömu refsingu skal hver sá sæta sem ógnar eða beitir valdi gagnvart sendierindreka erlends ríkis hér á landi eða ræðst inn á eða veldur skemmdum á sendiráðssvæði eða hótar slíku.]4)
1)L. 82/1998, 26. gr. 2)L. 101/1976, 10. gr. 3)L. 47/1941, 2. gr. 4)L. 56/2002, 1. gr.

96. gr. …1)
1)L. 82/1998, 27. gr.

97. gr. Mál út af brotum, sem í þessum kafla getur, skal því aðeins höfða, að dómsmálaráðherra hafi lagt svo fyrir, og sæta þau öll [meðferð sakamála].1)
1)L. 88/2008, 234. gr.

Kær kveðja af suð - vestur horninu roklausa en þó votu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 22:08

6 identicon

PS. Að gefnu tilefni stenst ég ekki mátið að deila þessum viskuorðum 2 forystumanna í stjórnmálaflokkum dagsins.

...

„Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingakerfa samkvæmt reglum ESB/EES- svæðisins aldrei að takast á við allsherjar bankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka. Sama sjónarmið kemur fram í skýrslum og yfirlýsingum frá Seðlabaka Evrópu og framkvæmdastjórn ESB.

Veigamikil rök hnigu því strax frá upphafi að því að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á skuldum vegna Icesave-reikninganna umfram þá upphæð sem var til staðar í Tryggingasjóði innistæðueigenda.“

 - Steingrímur J. Sigfússon, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í 24. janúar 2009.

 ...

„Mér finnst rétt að það komi fram að meginástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara með málið fyrir dóm var sú að ekki mátti leika vafi á að innistæður væru tryggðar. Ef menn féllust á að fá úr því skorið fyrir dómi mundi skapast réttaróvissa um það hvort innistæðutryggingar væru í gildi. Þar með hefði innistæðueigandi á Spáni, í Frakklandi eða annars staðar fengið tilefni til að efast um tryggingarnar og tekið út sparifé sitt. Slík réttaróvissa er óhugsandi.“

Ingibjörg Sólrún segir að ekki sé hægt að fara með Icesave-málið fyrir dómstóla vegna þess að þá skapaðist réttaróvissa um innistæðutryggingakerfið. „Slík réttaróvissa er óhugsandi.“ Hún segir þó að þetta merki ekki að Íslendingar geti ekki haldið sjónarmiðum sínum á lofti sem fórnarlömb gallaðrar tilskipunar ESB komi til þess að hún verði endurskoðuð.”

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í viðtali við DV miðvikudagur 24. júní 2009

kv.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 22:18

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Guðmundur 2. Gunnarsson. Eins og ég fjallaði um 17. þessa mánaðar, þá er búið að endurskoða tilskipun ESB og nýja tilskipunin nefnist Tilskipun 2009/14/EB og átti að taka gildi 30.júní 2009. Nokkuð hljótt hefur verið um málið á stjórnar-heimilinu.

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/966413/

Hvað tefur Ingibjörgu að halda á lofti sjónarmiðum Íslendinga ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.10.2009 kl. 00:27

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.  Þetta er sögulegur dagur.  Ekki oft sem maður upplifir einlægan ásetning að gera föðurlands manns gjaldþrota.  En hvað um það, mig langar aðeins að kvitta fyrir mig áður en ég fer að sofa.

Sævar, ég held ég skilji hvað þú ert að segja, en það er samt góð regla að lesa pistlana áður en maður tjáir sig um þá.  Það má vel vera að þetta sé allt gott og gilt og það eina sem teldist skynsamlegt í stöðunni, en það gilda lög í landinu, og þeim ber að hlíta.  Sumt má sko ekki, þó gerandanum þyki það skynsamlegt.  Þess vegna til dæmis eru svona fá bankarán framin.

Já Loftur, svona er nú vitið einu sinni hjá þessu ágæta fólki.  Það telur sig skuldbundið til að framkvæma allt sem það var á móti í haust (geri ráð fyrir að Sævar Björn sé Vinstri Grænn) því það var meintur vilji ykkar Sjálfstæðismanna.  En það tragíska er að í millitíðinni hafið þið Sjallarnir séð ljósið og starfið með þjóðinni, þökk sé ykkar harða kjarna sem var alla tíð á móti ICEsave og IFM.  Og ég var ánægður með formanninn þinn í kvöld.  Svei mér þá hvort leiðtoginn sé ekki að brjótast fram í honum.

Blessuð Elle.  Megir þú flytja skammarræðu þína sem víðast.  Mér tókst að trúa hinu góða upp á stjórnina í fjóra daga, he he, bara að plata, "jákvæðu" pistlar mínir voru víst bara uppfullir af stríðni og hæðni.  En núna hefst dagur tvö í plotti Samfylkingarinnar gegn VinstriGrænum.  Fyrst þeim tókst ekki að sprengja stjórnina með því að niðurlægja Steingrím opinberlega og hrekja Ögmund úr stjórninni, þá suðu þeir á sínum svikahlóðum ennþá stærri bita handa honum að kyngja.  Nú á kallgarmurinn að fara með vonlausan svikasamning fyrir þingið.  Verði samningurinn felldur, þá er þetta samningurinn hans Steingríms, og verði hann samþykktur, þá er æra VinstriGrænna endanlega jörðuð.

Fullkomin svikamylla.

Og takk Guðmundur.  Það eru fá ákvæði sem eru ekki brotin í Landráðakaflanum, eða illilega sveigð með þessum svikasamning.  Og það kemur að skuldadögum.  Ekki nema að svikaplottið um stjórnarslit gangi upp.  Þá sleppa þau við Hraunið, en æran verður úldin eins og fúlasti fjörupollur, og varla húsum hæf.

Og þjóðin er ekki fífl, en ég hef alltaf getað afsakað fjölmiðlunga okkar með þeirri röksemd að langvarandi vitgrenningarkúr hafi gert þá mjög vitgranna.  Og svo efast ég um að harðasti stuðningsmannakjarni Samfylkingarinnar teljist tilheyra þjóðinni, allavega líta þeir svo á.

En takk fyrir mig og góða nótt.

Ómar.

Ómar Geirsson, 19.10.2009 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 1193
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1052
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband