Vilji þjóðarinnar er skýr.

Hún tekur framtíð barna sinna fram yfir framtíð fjárúlfa og féspámanna.

Þjóðin vill ekki taka 1.000 milljarða að láni svo fjárglæframenn geti tekið upp sína fyrri iðju að fífla krónuna.

Þjóðin vill að alþjóðalög gildi og Íslendingar uppfylli skyldur sínar samkvæmt EES samningnum.  Þess vegna vill íslenska þjóðin að þar til bærir dómsstólar dæmi um þær skyldur og þegar þær liggja fyrir þá mun þjóðin sjálf ákveða hvernig hún uppfyllir þær.  

Þjóðin er ekki hrædd, hún segir Nei við kúgun.

Og þjóðin vill velferð almennings, ekki velferð fjármálamanna.

Og þjóðin gefur skít í útburðarvæl vitgranna fjölmiðlamanna, sem dag og nótt hamast við að skrumskæla staðreyndir og blekkja þjóð sína, því hún veit hverjum þeir þjóna.  Erlendu kúgunaröflum og innlendum Leppum þeirra.

Og þegar vilji þjóðarinnar liggur fyrir þá kemur til kasta Alþingis að virða þennan vilja þjóðarinnar og hafna öllum Nauðungarsamningum.

Þeir sem átta sig ekki á kalli þjóðarinnar, munu aðeins dæma sig til vistar á ruslahaugum sögunnar, ásamt öðrum ónytjungum og illmennum sem þar eiga heima.

Því það er illska að setja aðeins 2 milljarða til að hjálpa heimilunum en ætla að eyða 164 milljörðum í vexti handa fjárúlfum á næsta ári.

Aðeins aumingjar láta fara þannig með sér.

Og Íslendingar eru ekki aumingjar þó hluti þjóðarinnar haldi það og beygi sig í duftið gegn kúguninni.

Það er ekki klókt í dag að vinna gegn þjóð sinni á jafn opinskáan hátt og núverandi stjórnvöld hafa gert.  Þetta vita þau og haga sér eftir því.  Stjórnin er dauð en engin þorir að tilkynna andlát hennar.

Því spyr ég, geta Stuðmenn ekki fengið Ringo aftur til landsins.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Meirihluti vill segja upp samningi við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar

Hvar fannstu þessa tölu um 165 milljarða í vexti á næsta ári? Finn hana hvergi á vef fjármálaráðuneytisins.

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 19.10.2009 kl. 23:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Þarf maður nokkuð að fara rétt með þegar maður hamast á taugakerfi andstæðinganna?  Ég hef ekki orðið var við að þungar efnislegar greinar sem byggjast á staðreyndum séu nokkuð inn í umræðunni.  Hvorki hjá okkur bloggurum eða fjölmiðlum.

En þessi tala kemur úr frétt, í viðskiptakálfi Morgunblaðsins, sem ég hef ekki seifað.  En ég birti útdrátt úr henni mér til minnis og öðrum til fróðleiks ef þeir vildu lesa.  Og blogggreinin er

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/961918/

Linkurinn er ekki virkur því ég er í Firofox.  En peistaðu hann og settu inn á vafra.  En pistillinn heitir annars eftir fréttinni "Skattar hækkaðir vegna vaxta" og er skráður 09.10.09.

Ef mig minnir rétt þá taldi ég þessar upplýsingar mikilvægar og þær skýra ofsa minn gagnvart formanni VR, hlutfallið 2 á móti 162 (sem talan er en ég notaði 165 eftir minni) segir allt um þann óskapnað fésýslumanna sem hér hefur skotið rótum.  Illskan í hnotskurn.

Tveir milljarðar í hjálp handa skuldsettum heimilum en 162 milljarðar í vaxtagreiðslur, vegna hæstu stýrisvaxta heims, og vegna ICEsave og IFM.

Og svo voru þessir menn að níða niður Ögmund og hans fólk vegna ICEsave fyrirvarana.  Og koma svo grenjandi í fjölmiðla og segja að ríkisstjórnin geri ekki þetta eða hitt.  Og hvernig á hún að geta það?????????

Með ICEsave vöxtunum????????????????????????????????????????????????

Nei ég skil ekki sinnuleysi fólks gagnvart staðreyndum sem við blasa.  En njóttu vel þessara talna, þær gætu kannski orðið þér að yrkisefni um hlutfall illskunnar sem ræður íslensku samfélagi í dag.

Löppin er loksins orðin vel nothæf aftur og ég ætla að nota hana næstu daga, ekki puttana.

Bið að heilsa.

Kveðja, Ómar

Ómar Geirsson, 20.10.2009 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 363
  • Sl. sólarhring: 368
  • Sl. viku: 4811
  • Frá upphafi: 1329373

Annað

  • Innlit í dag: 304
  • Innlit sl. viku: 4231
  • Gestir í dag: 272
  • IP-tölur í dag: 268

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband