Tillaga að þjóðarsátt í ICEsave deilunni.

Í framhaldi af fréttum af fyrirhuguðu uppgjöri milli gamla og nýja Landsbankans, hefur Steingrímur Joð Sigfússon lýst því yfir að núna sé lag að samþykkja ICEsave samningana við breta og Hollendinga, því ljóst sé miðað við 90% áætlað endurheimtuhlutfall þá verði þetta innan við hundrað milljarða sem fellur á ríkissjóð. Gleðin af þessum tíðindum er það mikil að Steingrímur ætlar einhverjum öðrum að greiða vextina af fyrirhuguðu skuldabréfi, miðað við 90% endurheimtuhlutfall þá getur ICEsave skuldin aldrei farið niður fyrir 300 milljarða með vöxtum..

Jafnframt tók Steingrímur það fram að ekkert hefði breyst í viðræðunum við breta og Hollendinga, þannig að ljóst  er að ríkisábyrgðin verður upp á tæpa 1.000 milljarða með vöxtum.  Yfirlýsingar um væntanlegar endurheimtur eigna Landsbankans breyta ekki þeirri staðreynd að slík skuldbinding vegna afturvirkra atburða er ólögleg.  Hafi verið um ríkisábyrgð á ICEsave innlánum, þá átti sú ábyrgð að liggja fyrir þegar þeir reikningar voru stofnaðir.  En um það var ekki að ræða, tryggingasjóður innlána var sjálfseignastofnun samkvæmt tilskipun ESB um innlánstryggingar, og því er ríkistrygging á þessum innlánum afturvirk aðgerð og skýrt brot á stjórnarskrá Íslands. 

Þó um fyrstu hreinu vinstristjórn landsins frá lýðveldisstofnun sé að ræða, þá þarf þessi stjórn að virða stjórnarskrá Íslands, ef ekki er vilji til þess, þá þarf fyrst að fremja valdarán öreiganna.

Núverandi ICEsave samkomulag, með eða án fyrirvara er því stjórnarskrárbrot og ef það verður samþykkt, þá hljóta önnur lög að hætta gilda líka í þjóðfélaginu samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar því ekki er hægt að refsa fyrir suma glæpi en láta stærsta fyrirhugaðan glæp Íslandssögunnar órefsaðan.  

Allir hljóta því að sjá þá lögleysu sem við blasir.

 

Tillaga að þjóðarsátt um ríkisábyrgð á ICEsave kröfu breta og Hollendinga.

Ég vil  því gera það að tillögu minni að Alþingi samþykki ríkisábyrgð upp á þá upphæð sem áætlað er að út af standi þegar eignir Landsbankans hafi verið gerðar upp.  Af þeirri upphæð verði greidd vextir miðað við vaxtakjör Seðlabanka Bretlands á hverjum tíma.  Lánið greiðist upp á 7 árum og bannað verður að endurfjármagna það.  Heildargreiðslur ættu að verða innan við hundrað milljarða. 

Ríkisábyrgðin verði borin undir þjóðaratkvæði þar sem samþykktar verða nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni svo ekki verði um stjórnarskráarbrot að ræða.  

Bretum og Hollendingum verði síðan boðið eignir Landsbankans beint upp í sínar forgangskröfur.  Treysti þeir því ekki að 90% eignanna endurheimtist þá mun fylgja eignasafninu óútfyllt skuldabréf með undirskrift allra þeirra Íslendinga sem treysta mati skilanefndar Landsbankans og myndu þeir gangast í sjálfsskuldarábyrgð fyrir því sem upp á vantar.  Auðvita er hér um algjört formsatriði að ræða því ekki væri skilanefnd Landsbankans að gefa út slíka yfirlýsingu nema hún byggðist á traustum forsendum.

Málið er því leyst.

Bretar og Hollendingar fá fullnægjandi tryggingu fyrir sínum lánum til tryggingasjóðs innlána og íslenska þjóðin getur farið að snúa sér að öðru eins og bjarga þjóðinni frá vargöld fjárúlfa.  

En hvað ef bretar og Hollendingar efast um gildi sjálfsskuldarábyrgðarinnar???  

Þá er því að svara að þegar íslenskt þungavigtarfólk eins og Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Gylfi Arnbjörnsson, Vilhjálmur Egilsson, Þórólfur Matthíasson ásamt öllum þeim aragrúa Samfylkingarmanna og VinstriGrænna sem munu skrifa undir sjálfsskuldarábyrgðina, þá geta þeir ekki fengið traustari ábyrgð.  Í raun mun traustari en ríkisábyrgð hálfgjaldþrota ríkis sem sér ekki önnur ráð á sínum vanda en að taka fleiri 2007 lán.  Miklu líklegra er að ábyrgðir einstaklingar sem hafa fulla trú á gjörðum sínum, standi í skilum ef svo ólíklega vildi til að mat skilanefndar Landsbankans gengi ekki eftir.  Svo er alltaf möguleiki að meira innheimtist, þannig að áhættan er í raun engin.

Ég vil reyndar ekki taka hana, en ég er líka á móti ICEsave lögbrotunum, en ég vil sátt við þann hluta þjóðar minnar sem vill ólmur svara kalli bretanna, og í þeirri sátt felst að ég sætti mig við þá skattlagningu sem fer í að borga þessa tæplega hundrað milljarða sem íslenska þjóðin tæki á sig fyrir friðinn.

En ég áskil mér samt rétt að stefna ESA fyrir að hafa ekki látið vita um hin meintu lögbrot íslenskra stjórnvalda þegar til ICEsave reikninganna var stofnað.  Maður greiðir nefnilega aldrei hundrað milljarða þegjandi og hljóðalaust.

En nú er að sjá hvort þessi tillaga fái einhvern hljómgrunn.  Áður en menn hafna henni, má minna á að á erfiðum málum er oft einföld lausn sem hægt er að ná sátt um.  En flókin lausn sem byggist á kúgun helmings þjóðarinnar mun leiða til borgarastríðs.

Þjóðin lætur ekki keypta Leppa erlenda stórvelda kúga sig.  Þess vegna er svo mikilvægt að íhuga alla möguleika sem gætu hindrað þær hörmungar.

Spáið í það.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Ríkið leggi til mun minna fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frábærar EXEL æfingar. Þeir fá 10 fyrir þær. Verst að skuldirnar verða áfram þær sömu, ef ekki ívið meiri til lengdar, þótt menn flytji þær milli dálka. Nice try.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2009 kl. 09:43

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Misjöfnum augum lítur hver sitt silfur.  En ef menn treysta þessu mati, þá ættu menn að geta sannmælst um þá tillögu sem hér er borin fram.

Ef endurgreiðsluhlutfallið er 90%, þá hljóta samningamenn breta og Hollendinga láta sér það mat nægja og lækka kröfur sínar sem því nemur.  Og þá er þetta meira en eitthvað EXEl skjal.  En ef "viðsemjendur" (lesist kúgarar segir Ögmundur) okkar taka mark á þessu mati og sætta sig við ríkisábyrgð á því sem eftir stendur, þá mætti leggja eitthvað á sig til að fá sátt í málið.  Það er mikill munur að samþykkja ríkisábyrgð upp á 65 milljarða, eða samþykkja 650 milljarða ábyrgð. 

Ef seinni talan er samþykkt, þá er um blekkingarleik að ræða, en látum menninga njóta vafans þar til annað kemur í ljós.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.10.2009 kl. 10:16

3 identicon

Vissi ekki að þú værir kominn með nýjan pistil, Ómar, og vísa í það sem ég setti inn í pistilinn á undan um IMF og pistil Lofts. 

ElleE (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 11:05

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Elle, sama segi ég.

En hvernig lýst þér á afkvæmið.  Þarf nokkuð að ræða málið frekar?????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.10.2009 kl. 11:13

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það væri þjóðhagslega mjög óviturlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem þetta. Nú er þessi Icesafe skuld að lækka stöðugt og þegar hún er komin niður fyrir €80 milljarða þá gæti nýr eðlilegur skattur á áliðnaðinn staðið undir vöxtum og jafnvel að nokkru afborgunum vegna Icesafe.

Nú gengur kaupum og sölum mengunarkvóti CO2 og er vewrðlagið kringum %25 á tonnið. Þetta eru um 4 milljarða tekjustofn á ári sem stóriðjunni hefur verið gefinn eftir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.10.2009 kl. 11:40

6 identicon

Ómar, ég er alveg græn  confused smiley #17449 þarna og næ þessu ekki, er þér alvara!?  Nei, það þarf ekkert að ræða það nema þeir vilja leggja ófögnuðinn á alla landsmenn. 

ElleE (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 11:42

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Finnst þér það vera dýr húmor að láta þjóðina samþykkja 100 milljarða gegn því að Jón Ingi og Andri og allir hinir jámennirnir á Netinu skrifi upp á restina.  Og síðan bætast við Gylfi forseti og Villi, og allir hinir hjá atvinnulífinu.  Og Steingrímur og Jóhanna og allir jámennirnir í þeirra flokkum.  Hvernig er hægt að hugsa sér rökréttari endir á þessari deilu?????

Þessir menn segjast trúa mati skilanefndar Landsbankans og því vilja þeir láta þjóð sína skrifa upp á 1.000 milljarða víxil með þeim rökum að hún þurfi ekki að borga nema 100 milljarða eins og haft var eftir Steingrími í morgunn á Ruv.  Ókey, tökum þá trúanlega, borgum 100 milljarða, en látum þá sýna vilja sinn í verki og skrifa upp á restina.  Hafi bretarnir efast um mat skilanefndar, þá ættu þeir að yfirgefa þær efasemdir á Keflavíkurflugvelli og senda þær með sömu vél til baka.  Því hver getur efast um þetta mat þegar svona margir vissir skrifa upp á sem bakábyrgð.  Og í ljósi þess að krafa þeirra er ólögleg samkvæmt þeim lögum sem þeir vísa í þá ættu þeir að sætta sig við eignir Landsbankans og eigur Borgunarsinna sem baktryggingu, annað væri hrein græðgi, og þá er enginn samningur, ekki græt ég það.

Nú, þú kannski efast um vilja Borgunarsinna í verki.  Jæja, það má vera, en þá eiga þeir aðeins einn annan valkost í stöðunni, og hann er mjög einfaldur; "Halda kjafti".  Og ekki græt ég það.

Kannski finnst þér það vera fulldýrt að borga hundrað milljarða fyrir eitthvað sem við eigum ekki að borga.  En á tvennt ber að líta, í fyrsta lagi þá kosta borgarstyrjaldir líka peninga og sátt er einhverrar upphæðar virði, og í öðru lagi, þá afsalar þjóðin sér ekki réttinum til að leita réttar síns fyrir dómsstólum EES, það var aldrei neinn að tala um að lögsækja bretanna.

Þess vegna Elle vil ég hvetja þig að lesa þennan Salómonsdóm minn aftur, þetta er hinn eini sameiginlegi flötur sem getur hindrað borgarastríð sem verður óhjákvæmilega ef 51% þingmanna keyrir í gegn svona stóru máli niðurstöðu sem er í óþökk mikils meirihluta þjóðarinnar.  Látum frekar þá sem málið brennur á, hafna sáttinni, og afhjúpa sig sem eiginhagsmunaseggi sem segja við formanninn, "það er alltí lagi að róa þrátt fyrir slæmt veðurútlit, það hefur áður verið gert".  Hirða síðan tryggingarféð af bátnum þegar illa fór, kaupa síðan nýjan og manna hann með aðfluttu fólki, sem fékk til ábúðar hús þeirra sjómanna sem fórust.  Um ekkjuna sem var borin út var kvæðið Móðurást ort til minningar um hennar afdrif. 

Ef ekkert verðu að gert, munu margir slíkir söngvar vera sungnir af KK á gamalsaldri.  

Og þess vegna þarf að gera eitthvað því ég vill bara hlusta á KK syngja um harmleiki Kreppunnar miklu, alveg óþarfi að flytja þann andskota hingað inn.

En það er þetta með alvöruna Elle mín.  Illa spurt á síðu eins og þessari.  Ef ég nota orðið "alvara2 í merkingunni að vera "full alvara" með allt sem ég segi, þá var síðasti pistill minn í þá veru um Breiðavíkurdrengina.  En það er engin eftirspurn eftir slíku í dag.  Núna vega menn mann og annan, og þó ég hefði varað við bræðravígum í upphafi bloggferlis míns, þá er það ekki sama að ég lyfti ekki exi minni á meðan þróttur er í handleggjunum.

Þó það fari hljótt, þá er borgarstríðið byrjað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.10.2009 kl. 12:36

8 identicon

Ómar, ok, fannst þú gætir meint þetta og var þó ekki viss.  Og takk fyrir útskýringuna.  Skildi þó ljóslifandi dæmið um bátinn sem sökk.  Hélt kannski að þú hefðir heyrt/lesið e-ð sem ég vissi ekki. 

Já, akkúrat, Icesave-sinnarnir skulu sjálfir skrifa undir ellegar steinhalda kj. og steinhætta að heimta að við hin borgum nauðungina.  Hef verið að segja þeim að skrifa undir loforð um það, eins og þú, við hvert tækifæri.  Og jú, ef illir kúgararnir hverfa af landi og lofa okkur að vera í friði í eins og 500 ár fyrir 100 milljarða mun ég kannski þagna.  Komi þeir aftur eftir 500 ár þó og heimti peninga . . .  ahh 

ElleE (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 13:08

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðjón.

Sé ekki alveg samhengið.  Síðast þegar ég vissi þá virka vextir þannig að skuldir hækka.  Ef þú ert að vísa í hið meinta eignamat, þá ber þess fyrst að geta að megnið af þeim sem til skipta á að koma, kemur frá Bretlandi.  Þar gilda bresk lög, ekki íslensku neyðarlögin, og það þarf ekki nema einn breta til að mæta í dómshús og segjast vera ósáttur, og þá eru eignirnar komnar í frost.  Þess vegna er mjög hæpið að tala um einhverja "skuld" sem minnkar.

Í fyrsta lagi þá er ekki um skuld að ræða fyrr en skrifað er undir þá pappíra.  Ef þú ert að vísa í kröfu breta, þá átt þú sem maður sem hefur lært að passa bækur, að um lög gildir það sem stendur í lagabókum, ekki það sem menn halda eins og í þínu tilviki, og ekki það sem menn  vildu að stæði, eins og i tilviki bretanna.  Fjárkrafa þeirra er með öllu ólögleg, enda væru þeir ekki að standa í þessu þrasi og þau leiðindi að fá Össur reglulega í heimssókn, ef þeim dygði að benda dómara hvað stæði í lögbókinni sem þú passar.

Og í öðru lagi þá er skuld eitthvað sem þú skrifar upp á og stendur á blaði, ekki það sem þú heldur að standi eða þá það sem þú vilt að standi.  Ég get ekki gert að því að mér finnst þú rugla þessu tvennu samann.   En tillagan mín hér að framan er að koma því niður á pappíra sem fólk heldur að það muni greiða til að losna við bretana af herðum sér, og ef fólk getur ekki sannmælst um það, þá er trú þess á hina meintu skuld orðagjálfur sem engin meining býr að baki.

Þess vegna tel ég að þú ættir að fagna þessari tillögu minni og kynna hana sem víðast.

En þetta með þjóðaratkvæðið, þá er það nauðsynlegt.  Jafnvel þjóðin sjálf má ekki brjóta stjórnarskránna, því þá eru forsendur réttarríkisins brostnar.  Annað hvort gilda lög eða ekki, og það þarf að samþykkja þá breytingu á stjórnarskránni að það megi leggja á afturvirka skatta vegna þessa sértækra aðstæðna sem nú eru.

Þjóðaratkvæðið er því ekki val, það er nauðsynleg forsenda ICEsave samkomulags, hvernig sem það samkomulag verður að öðru leyti.

Og Þorgeir hafði rétt fyrir sér á sínum tíma og það er jafngilt í dag.  Þú rífur ekki friðinn að gamni þínu.  Því er sáttin dauðans alvara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.10.2009 kl. 13:16

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Ég held innst inni þá vilji allir láta Vegbúann duga, enda klassík eins og hún er best eftir gömlu meistarana.  Og ef þeir koma eftir 500 ár, þá látum við bara Ghostbusters um þá.  Og síðan syngjum við öll "don´t worry, be happy".

Voru ekki annars allir happy með að redda málunum með að skrifa upp á mismuninn.  Ég bara trúi því ekki að fólk sé að taka tíma manns frá alvöru lífsins með einhverju sem það meinar ekki baun í bala, en ætlar að láta ömmu sína borga.  

Trúi því ekki Elle, þess vegna er þetta sáttin og mínu hlutverki í ICEsave deilunni líkur í dag.  Það er ekki neitt lengur til að rífast um.  Jóhanna og Steingrímur hljóta að geta útvegað undirskriftirnar í tíma fyrir deddlínið í nóvember.  Við lifum jú á rafeindaöld.

Og síðan við fyrsta tækifæri, þá sendum við Herdísi og Stefán til Genfar til að ræða málin við ESA og EFTA dómsstólinn. 

Koma tímar koma ráð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.10.2009 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 276
  • Sl. sólarhring: 1131
  • Sl. viku: 2289
  • Frá upphafi: 1323089

Annað

  • Innlit í dag: 259
  • Innlit sl. viku: 1962
  • Gestir í dag: 257
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband