Er þetta besta sem Jóhanna getur??

Það dugði ekki að hóta VinstriGrænum, þeir snérust til varnar.

Það dugði ekki að beygja þá með skipulagðri rógsherferð á Ruv.

Núna á að beygja þá með áliti Seðlabankans.

Jæja, Seðlabankinn hefur haft svo rétt fyrir sér síðustu árin, vaxtastefna hans vel heppnuð og allt í blóma, eða hvað???

Afleiðingar af vaxtastefnu Seðlabankans er ekki bara auknar álögur og fyrirtæki og almenning.  Vegna óhóflegra vaxtagreiðslna ríkissjóðs, þá þarf að skera niður í heilbrigðiskerfinu, svíkja láglaunafólk og bótaþega, eins og samtök öryrkja og samtök launþega hafa bent fjármálaráðherra á.

Það er ekki tilviljun að vextir voru lækkaðir undir núllið í Bretlandi og Bandaríkjunum, nægur var fjárlagahallinn samt þó tekjur ríkisins hyrfi ekki í vaxtahít í efnahagsástandi þar sem enga ávöxtun var að hafa, aðeins samdrátt.

Til skamms tíma áætlaði  fjármálaráðuneytið vaxtagreiðslur ríkissjóðs 90,5 milljarða króna fyrir næsta ár.  Í dag bókfærir það vextina af ICEsave og lánum IFM, og viðbótin er 70 milljarðar króna.  Þetta er mikill peningur sem þarf að greiðast í beinhörðum gjaldeyri.

Aðeins vegna ICEsave og IFM áætlar fjármálaráðuneytið 70 milljarða í vaxtagreiðslur.

Þetta er töfralausnin til að fá hærra lánshæfnismat, lækka vextina og hækka gengið.

Að taka hátt í helming sem er til ráðstöfunar hjá þjóðinni í innflutning á aðföngum og neysluvörum, hækkar gengi krónunnar segja sérfræðingar Seðlabankans.

Og þjóð sem ræður illa við núverandi skuldbindingar sínar, greiðsluhæfi hennar og lánhæfnismat hækkar við þessi 2 risalán, ICEsave og IFM.  Margföldun skulda er lausnin á skuldakreppu.  

Maður setur hljóðan við þessa röksemdarfærslu sérfræðinganna.  Látum það vera þó stjórnmálamenn fari rangt með grunnstaðreyndir, en launaðir sérfræðingar þjóðarinnar, það er einum of mikið.

Það er augljóst að þeir hafa ekkert iðrast vegna þess sem þeir gerðu þjóð sinni í aðdraganda Hrunsins, þeir syngja með valdsmönnum og stimpla gagnrýnislaust upp á það sem yfirvaldið segir.

En mér finnst það mjög ólíklegt að þeir komi heim í kvöld og segi við makann sinn, elskan hafðu ekki áhyggjur af skuldunum okkar, ég veit um veðlánara sem getur veitt okkur miklu hærri lán en við skuldum í dag.  Það er alltaf hægt að borga af gömlu lánunum með nýjum lánum.

Þetta reddast.

Af hverju gerðist það ekki í tilviki íslensku bankanna sem brugðust við vandanum 2006 með ennþá meiri lántöku í stað þess að selja eignir og ná þannig tökum á skuldavanda sínum.

Reddast alltaf allt ef það er stimplað af Seðlabankanum.

Ögmundur, ekki trúa þessari þvælu.

Þetta er vitfirringanna hjal.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Alvarlegar afleiðingar af frekari töfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Maður setur hljóðan við þessa röksemdarfærslu sérfræðinganna.  Látum það vera þó stjórnmálamenn fari rangt með grunnstaðreyndir, en launaðir sérfræðingar þjóðarinnar, það er einum of mikið."

Hvað ætli hagfræðingar læri í íslenskum skólum?  Hlýðni við óvitra pólitíska skrípa-flokka?   Og hinir stjórnendurnir eru úr IMF glæpasamtökunum.   Og af hverju kemst hvaða óvitringur sem vill inn í landsstjórn þó hann sé í pólitískum flokki?  Það ætti að hafa háa staðla þarna.   Og þeir sem stýra landinu mega ekki komast upp með lögbrot og svik eins og fela skýrslur og hóta Alþingismönnum og kúga, og pína ólöglegum samningum yfir þjóðina.  Hvað ætli þau þurfi að gera til að verða dregin fyrir landsdóm og þangað ættu nokkrir að fara?   Mega þeir sem hóta og kúga Alþingismenn kannski miða byssum á fólk í Alþingi og hóta lífláti og bara halda völdum eins og ekkert hafi gerst?  Það mætti halda að það væru engin lög í landinu.  

ElleE (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 21:07

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Já, manni setur hljóðan. Og ekki hvað síst hvað þessi yfirlýsing fór gagnrýnislaust í gegnum fjölmiðlanna.  Í Danmörku væri þegar komin fram krafa um Landsdóm, því ráðherrar geta ekki notað embættismenn eins og þjóna sína.

En það sagði svo sem enginn neitt þegar Guðfríður Lilja upplýsti að ríkisstjórnin hefði ætlað að samþykkja 1000 milljarða ábyrgð óséða.  Þó er ekki hægt að fremja stærri afglöp í opinberu starfi, burtséð frá kostum eða göllum samningsins.

Það segir eignilega enginn neitt lengur, nema örfáir nöldurseggir á blogginu.  Og ekki er uppklappið mikið, hver gæða pistillinn á fætur öðrum fer í gegn hjá Jakobínu án umræðu eða stuðnings.  Og hún hríðfellur niður innlitslistann á blogg.is.  

Það er eins og áróðurinn sé farinn að virka.

En takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2009 kl. 21:43

3 identicon

"Þessi skuldsetning er sögð nauðsynleg að tvennu leiti, hún skapar trúverðugleika á íslenskt efnahagslíf svo lánshæfni landsins eykst og hún opnar fyrir aðrar lánalínur til landsins. . . "

Já, hlutum er alveg snúið á hvolf. 

"Eða með öðrum orðum þá er reiknað með miklum lántökum í viðbót með tilheyrandi vaxtakostnaði og afborgunum, allt í erlendum gjaldeyri.

Hvernig getur Alþingi tekið slíkar ákvarðanir eins og samþykkja ICEsave eða biðja um skammtímalán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, án þess að hafa slíkt greiðslumat í höndunum??"

Já, hvernig getur Alþingi það, Ómar?   Og ekki einu sinni vitað hvort við getum staðið undir því, hvað þá að við skuldum það.   Það er naumast að við erum rík. 

Við erum með stórhættulega Icesave-Jóhönnu við stjórn.   Manneskjan heldur sig hafa óendanlegt vald og geta skikkað og skyldað Alþingismenn, löggjafarvaldið sjálft, til að samþykkja óséða samninga!?  Það þarf að draga þessa konu fyrir landsdóm fyrir kúgun, hótanir og svik.  Núna hafa bæði Guðfríður Lilja og Ögmundur Jónasson upplýst okkur opinberlega að í Alþngi sé fólk sem ætlaði að skrifa undir Icesave án þess að lesa samninginn vandlega.  Þarna er Ögmundur fyrir 2 mánuðum:

Ögmundur Jónasson: Ekki allir að skoða Icesave-gögn vel:

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4466691/2009/08/11/0/

Ögmundur Jónasson: Icesave: Sumir töldu farsælast að samþykkja hann sem fyrst:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/12/mikill_hiti_i_grasrot_vg_vegna_icesave_malsins/

Ögmundur Jónasson: Icesave: Sumir töldu farsælast að samþykkja hann sem fyrst:  http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/12/mikill_hiti_i_grasrot_vg_vegna_icesave_malsins/
 

ElleE (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 13:07

4 identicon

Ómar, seinni linkurinn fór óvart inn 2svar.

ElleE (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 13:10

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Elle.

Ögmundur stendur vaktina.  En hvað var að síamstvíburunum í gær.  ASÍ mótmælir hækkun skatts á meðaltekjufólk.  Samt erum við hvorki farin að greiða vexti eða afborganir af þessum lánum.  Hvernig verður þetta þegar kemur af skuldadögum, hver verður skattbyrðin þá, og skattbyrði sem fer í erlendan ríkiskassa?  Er ASÍ forystan heilaskert eða er um að ræða kaldrifjaða refsskák til að þrýsta landinu inn í ESB, í trausti þess að þá verði skuldir feldar niður?

Og hvernig getur Vilhjálmur fullyrt að kostnaðurinn við að hindra þjóðargjaldþrot sé minni en sá kostnaður sem fellur til ef ekki er samið.  Hvaða tölur hefur hann í höndunum???  Hvernig veit hann hvort verðbólgan lækkar??'  Seðlabankinn lækkar ekki vextina fyrr samkvæmt vaxtastefnu hans??'   Hvernig á gengið að styrkjast við hærri vaxtagreiðslur?

Er maðurinn að vísa  í lánin sem orkuveitan fær ekki??  Það er aðeins brot af árlegum afborgunum ICEsave, hvernig væri að nota þá ICEsave peninginn í það???  En bullið er yfirgengilegt.  Orkuveitan fær ekki lán vegna þess að hún er of skuldsett.  Það er beðið um ríkiábyrgð, ekki samninga við bretana, þeir koma einstökum lánveitingum ekkert við.  Og hver gefur þessum mönnum rétt til að skuldsetja fyrirtæki almennings út í það óendanlega?  Og hvað tryggingu hefur hann fyrir því að það verði íslenskir verktakar sem fái verkið????  En ekki verktakar frá Rúmeníu eða Búlgaríu.

Fötlun síamstvíbura fellst í því að menn eru samvaxnir á líkama en þeir virðast vera samvaxnir á heila með tilheyrandi skerðingu.  Og enginn gerir athugasemdir við bullið á opinberum vettvangi.  

Núna skil ég hvernig bankakerfið gat orðið rúmlega tíu sinnum stærra en hagkerfið og enginn sagði "Halló", það þarf að stoppa.  Enginn , nema Ögmundur en hann var hæddur og svívirtur, og er það ennþá dag í dag af uppklöppurum Hrunsins.

Sumar þjóðir læra ekki einu sinni "the hard way".  Íslenska þjóðin virðist vera ein af þeim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2009 kl. 14:06

6 identicon

Ómar, ég er að hugsa um svarið þitt og hvað er að bögglast í heila þeirra 2ja manna.   En ekki nokkur maður hefur neitt leyfi til að einu sinna ýja að þvi og hvað þá ætlast til að fólkið í landinu samþykki kúgun.  Og hvort sem allt færi til andskotans eða ekki.   Það fólk sem ekki skilur að allt muni fara til andskotans ef við stöndum EKKI í lappirnar gegn kúgun, þarf að skoða sinn innri mann og hvort þar er óheiðarleiki vegna sinna hagsmuna, gunguskapur gegn kúgun, eða bein heilabilun.   Veit þó að þegar Gylfi Magnússon vísaði fullum sal af skuldurum á HH fundi í september á að ræða við ASÍ, ú-aði allur salurinn.  

Vonandi fellur Icesave núna.   EKKERT getur orðið verra en sættast á kúgun.    EKki óttast ég að Bretar og Hollendingar muni sækja okkur fyrir dóm, heldur mun fagna ef það verður loka-niðurstaðan.  

En ný frétt um Ögmund:  http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/10/ogmundur_verdi_aftur_radherra/

ElleE (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 18:00

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Mótsagnirnar eru svo hrikalegar.  ASÍ og Starfsgreinasambandið skamma ríkisstjórnina vegna svikinna loforða.  Þó vita þau mætavel um hina þröngu stöðu.  Hvernig verður þetta þegar fjárlögin verða afgreidd hallalaus að kröfu IFM, og þar að auki með ICEsave greiðslunum, hverjir borga þann pakka?

Og vinnuveitendur kvarta yfir skattahækkunum, en bíddu við ,þetta er aðeins forsmekkurinn.  Skera niður segja þeir þá, en hvað þá???,  framkvæmdir sem þeir þegar grenja yfir, eða í sjóði og rannsóknir.  Og fólkið sem missir vinnuna, það hættir að kaupa vörur og þjónustu, og svo er það ICEsave skattlagningin, vex hún á trjánum???

Nei þetta er sorglegt allt saman Elle.  En stjórnin fer, og væri farin ef Bjarni og Sigmundur hefðu haft kjark til að hringja í Steingrím og bjóða honum forsætið, þeir eru sjálfir það ungir og óreyndir að þeir hafa ekkert þangað að gera.

En kjarkur er ávísun á leiðtoga framtíðarinnar.

Skil ekki af hverju Davíð er ekki búinn að segja þeim að gera þetta,

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 375
  • Sl. viku: 3400
  • Frá upphafi: 1330715

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2881
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband