"Skattar hækkaðir vegna vaxta"

Þessi fyrirsögn var á lítilli frétt um mjög stórt mál í viðskiptakálfi Morgunblaðsins. 

Fréttin fjallaði um fyrirhugað gjaldþrot íslenska velferðarkerfisins. 

Gefum fréttamanninum orðið.

Þegar ný þjóðhagsspá er borin saman við þá sem gefin var út í vor sést að vaxtagjöld verða miklum mun meiri á næstu árum en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi. Í maí var t.d. gert ráð fyrir því að vaxtagjöld ríkissjóðs yrðu 83,5 milljarðar í ár, 90,5 milljarðar árið 2010 og 99,3 milljarðar árið 2011.

Í nýrri spá eru þessar tölur hins vegar umtalsvert hærri. Er þar gert ráð fyrir því að vaxtagjöld verði 177,9 milljarðar árið 2009, 162 milljarðar árið 2010 og 154,2 milljarðar árið 2011.

Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að hinn mikli munur á spánum tveimur hvað þetta varðar skýrist m.a. af því að í nýju spánni séu vextir af Icesave-skuldbindingum gjaldfærðir þrátt fyrir að í samningunum við Breta og Hollendinga sé ekki gert ráð fyrir því að vaxtagreiðslur hefjist fyrr en eftir sjö ár. „Var þetta gert að höfðu samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Ríkisendurskoðun,“ segir hann.

Fréttin í fréttinni er það alvarlega að ég ætla að birta hana aftur.

Í nýrri spá eru þessar tölur hins vegar umtalsvert hærri. Er þar gert ráð fyrir því að vaxtagjöld verði 177,9 milljarðar árið 2009, 162 milljarðar árið 2010 og 154,2 milljarðar árið 2011.

Við þessa vaxtatölu bætast svo við afborganir, og öll þessi viðbót er í erlendum gjaldeyri.

Þessi skuldsetning er sögð nauðsynleg að tvennu leiti, hún skapar trúverðugleika á íslenskt efnahagslíf svo lánshæfni landsins eykst og hún opnar fyrir aðrar lánalínur til landsins, til opinbera fyrirtækja i orkugeiranum og til heimila og fyrirtækja.

Eða með öðrum orðum þá er reiknað með miklum lántökum í viðbót með tilheyrandi vaxtakostnaði og afborgunum, allt í erlendum gjaldeyri.

Og ekki var það svo gott að þjóðarbúið, fyrir utan hið opinbera, skuldaði lítið sem ekkert.  Erlendar skuldir einstaklinga og fyrirtækja í erlendri mynt voru áætlaðar um 1.500 milljarðar í einni samantektinni, en þess ber að geta að enginn veit það í raun því eftir á að gera upp bankana. 

En skuldir einkaaðila og fyrirtækja eru háar í erlendri mynt og þær þarf að borga, í erlendri mynt.

Hver er nettógjaldeyrisöflun þjóðarbúsins???  Hef ekki hugmynd, en sú tala getur  verið á bilinu 150-200 milljarðar hið mesta.  Það er sú tala sem annar hluti hagkerfisins, fyrir utan útflutningsgreinarnar, hafa til ráðstöfunar í innflutning á aðföngum og neysluvörum.  Það er jú ekki hægt að framleiða allt á Íslandi.  Og sú tala sem hagkerfið hefur í vexti og afborganir í erlendri mynt.

Hvað verður mikið til ráðstöfunar í innflutning á aðföngum og neysluvörum þegar vextir og afborganir af öllum þessum erlendum lánum eru frá???

Fjármálaráðuneytið er að áætla um 70 milljarða í viðbótar vaxtagreiðslur vegna ICEsave og lána IFM.  Þá eru eftir önnur lán sem þarf að greiða í erlendri mynt, til dæmis stóra lánið sem var tekið til að styðja gjaldeyrisvaraforðann.  Og þá eru afborganir ríkissjóðs eftir, þó IFM komi eftir 5 ár og ICEsave eftir 7 ár, þá þarf að greiða af öðrum lánum líka.  Og eitthvað hlýtur að þurfa að greiða af hinum nýopnuðu lánalínum.  Og af eldri lánum.  Og svo eru það krónubréfin

Verða 10 milljarðar til ráðstöfunar í annan innflutning, 20 milljarðar???  Hver er talan???

Ég þekki hana ekki, og ég veit ekki til þess að slík greiðsluáætlun hafi verið gerð.  Sérfræðingar Háskólans og Seðlabankans komust upp með að reikna út að þetta væri hægt, en óvissan væri mikil, en þeir lögðu aldrei fram heildstæða greiðsluáætlun fyrir allt þjóðarbúið.

Samt komust þessir sömu sérfræðingar upp með að fullyrða í Ruv að samþykkt hinna miklu erlendra lána væri forsenda þess að gengið styrktist og innflutningur yrði ódýrari.

En með hvaða pening ætla þeir að greiða fyrir þennan innflutning? 

Er ekki augljóst orsakasamhengi milli þess að stóraukin vaxtaútgjöld og erlendar afborganir minnka gjaldeyri í umferð, og það leiðir til veikingu krónunnar og jafnvel hruns ef þessar greiðslur fara yfir þanþol hagkerfisins.

Er það ekki lágmarks krafa til ríkisfjölmiðla að þeir fái hlutlausa aðila til að reikna þetta út fyrir sig og útskýra í vönduðum fréttaskýringaþætti.  Þætti þar sem rök og upplýsingar væru notuð en ekki fullyrðingar og blaður. 

Hver er greiðslugeta þjóðarbúsins??  Algjörlega óháð því hvort við þurfum að taka þessi lán eða erum nauðbeygð til eins og haldið er fram í ICEsave deilunni.

Hvernig getur Alþingi tekið slíkar ákvarðanir eins og samþykkja ICEsave eða biðja um skammtímalán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, án þess að hafa slíkt greiðslumat í höndunum??

Því ef vextir og afborganir í erlendri mynt fara fram úr hinni mögulegri greiðslugetu þjóðarbúsins, þá hrinur velferðarkerfið, það er ekki flóknara en það.  Og engar skattahækkanir, hversu mikið sem þær skila á pappírnum, geta breytt því.

Því það verður að vera eitthvað til að skattleggja.

En svona frétt er ekki stórfrétt dagsins.  Og enginn veltur því fyrir sér hvað hinar stóru tölur þýða. 

Það er eins og þjóðin hafi ekkert lært af gjaldþroti hagkerfisins síðastliðið haust.  Í stað hinna ógnvænlegu skulda bankakerfisins eru komnar ógnvænlegar skuldir þjóðarbúsins.

Og röksemdin er alltaf sú sama.  "Við eigum svo miklar eignir á móti".  "Tekuflæðið er svo mikið, við eigum svo miklar auðlyndir og mannauð", "við erum svo klár".

Og eins og raunveruleikinn felldi orðavaðal bankamanna, þá mun hann líka fella orðavaðal þeirra sem vilja skuldsetja þjóðina til helvítis.

Það þarf að lokum að greiða skuldir til baka.

Þetta vissu afar okkar og ömmur.

Þau áttu fyrir útför sinni.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 3631
  • Frá upphafi: 1338901

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 3246
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband