Blessuð Katrín.

Þú ert mikill bókaormur að sögn.

Því legg ég til að fyrir næstu umræðu um stefnu þína og framtíðarsýn, þá farir þú á Landsbókasafnið og lesi þér til um stefnu íslensks vinstrafólks í gegnum tíðina.  Lestu hvað menn eins og Héðinn Valdimarsson, Einar Olgeirsson, Hannibal Valdimarsson, Lúðvík Jósefsson, Magnús Kjartansson og fleiri og fleiri sögðu um það sem má og hvað má ekki.

Þeir byltu ekki auðvaldinu, en þeir settu því skorður.  Og tóku það á kné sér og flengdu ef það fór í  öfuga átt.

Þeir hefðu ekki verið aðilar að stjórn sem hefði boðið hörðustu mannhatara heims velkomna til landsins með þeim orðum að þeirra ráð væri vegvísir ríkisstjórnarinnar.

Katrín, þessir menn börðust gegn þeim sem vildu velferð alþýðunnar feiga.  Þar var aldrei málamiðlun.

Og þessir menn hefðu ekki skrifað undir kúgunarskilmála breskra stjórnmálamanna sem hefðu haft í för með sér gífurlega lífskjaraskerðingu alþýðu fólks.  Jafnvel þó yfirstétt landsins krefðist þess.

Katrín, þessir menn börðust gegn yfirgangi breska heimsveldisins og ljáðu aldrei máls á uppgjöf gegn því.  Jafnvel þó hið svokallaða alþjóðasamfélag hefði litið gerðir þeirra hornauga.

Katrín, það er nauðsynlegt að þekkja söguna ef maður sjálfur vill hafa jákvæð áhrif á hana.  Það er ekki þannig að þetta hafi ekki allt gerst áður, og það er ekki þannig að staða íslensks alþýðufólks sé sjálfgefin.

Það væri mikil synd ef þú og aðrir efnilegir stjórnmálamenn félagshyggjunnar væru þeir sem á 4 árum eyðilögðu það sem gömlu mennirnir voru hundrað ár að byggja upp.  

Katrín, það er alltaf hægt að tala fallega og tjá miklar hugsjónir og eins mikinn vilja til góðra verka.

En, Katrín mín, það eru verkin sem tala, og þú verður dæmd af gjörðum þínum, ekki orðum.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Katrín: Lærum af kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 364
  • Sl. sólarhring: 638
  • Sl. viku: 1425
  • Frá upphafi: 1322188

Annað

  • Innlit í dag: 299
  • Innlit sl. viku: 1178
  • Gestir í dag: 278
  • IP-tölur í dag: 278

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband