Heimskan var kosin á þing, vorið 2009.

Heimskan sagði að börnin okkar væru minna virði en alþjóðasamfélagið og kom heim meðlandráðasamning sem kenndur er við ICEsave.

Heimskan skildi ekki hvað gerst hafði haustið 2009, þegar krónan hrundi og tekjur fólks drógust saman sökum atvinnuleysis og almennar launalækkunar í þjóðfélaginu.

Hún taldi að hagsæld þjóðarinnar væri komin undir endurreisn hins gamla fjármálakerfis.  Því bætti hún fjármagnseigendum tjón sitt eftir bestu getu.  Og hún fór út í heim og náði í Alþjóðlega vitleysinga sem sögðu henni að hæstu vextir heims væru brýn nauðsyn fyrir væntanlegar lífgunartilraun á þessu sama kerfi.  Og síðan snapaði heimskan lán hjá ýmsum aðilum til að sárþjáðir fjárbraskarar kæmust af gjörgæslunni og gætu tekið upp fyrri iðju, að fífla almenning og hirða fjármuni hans, en skilja skuldirnar eftir.

Þar með taldi heimskan að nóg væri að gert, reyndar hafði hún áhyggjur af því að of margir yrðu gjaldþrota í einu svo hún af kænsku sinni lengdi í lánum fólks með þeim rökum að framfarir í læknisfræði gerði fólki kleyft að borga af lánum sínum þó hundrað árunum væri náð.

Og ekki má gleyma því þegar hún setti heila 2 milljarða inn í kerfið í formi vaxtabóta.  Stolt hennar þann dag, og næstu daga á eftir er öllum ógleymanlegt sem á horfðu.  Enda hefði slík rausn gert gæfumuninn í Kreppunni miklu á fjórða áratugnum, já og jafnvel dregið úr landflótta í kjölfar síldarbrestsins ´68.

En þó heimskan sé eðli málsins vegna heimsk, þá er hún ekki vitlaus.  Og fólk er almennt séð ekki heimskt, þó það geti verið trúgjarnt á köflum.  Því beitti heimskan kerfisbundnum terror á fjölmiðlum landsins.  Hugsandi fólki var sagt upp eða það múlbundið á annan hátt, en þeim vitgrönnu var hampað. 

Og plottið gekk upp, ENNÞÁ.

En því miður heimskunnar vegna þá liggur það í eðli hennar að þó hún sé öll að vilja gerð til að ríkja, þá fjarar samt alltaf undan henni að lokum.  Jafnvel hinir vitgrönnu geta ekki hindrað þá þróun þó þeir geti tafið hana.

Heimskra manna ráð duga nefnilega ekki vel til lengdar.  Skipbrot heimskunnar í málefnum heimilanna er flestum ljóst.  Og jafnvel rotturnar eru farnar að yfirgefa hið sökkvandi skip.  ASÍ uppgötvaði í gær að heimilin ætti í vanda.  Morgunblaðið, sem hefur verið einn dyggasti talsmaður heimskunnar í málefnum heimilanna, það er með umfjöllun í dag þar sem það bendir á að alvarlegur leki sé kominn á skipið.  Jafnvel hinir vitgrönnustu í heimi fjölmiðlanna eru farnir að sjá að þegar tugþúsundir eiga í erfiðleikum, þá dugar ekki að pikka einn og einn út og bjóða honum plástur á bágtið.  Og setja hann síðan á vanskilaskrá.

Og þegar jafnvel fíflin efast þá finnast fáir í röðum hins almenna borgara sem styðja heimskuna í dag.  Enda þyrpast fulltrúar hennar í fjölmiðlanna og tala um hinn mikla vanda heimilanna og við honum þurfi að bregðast.  Árni Páll sagði meira að segja að það væri allra hagur að hjálpa þjóðinni í erfiðleikum hennar.  Hann hefur það fram yfir ASÍ að hafa ekki uppgötvað þetta í gær, hann uppgötvaði þetta í fyrradag.

En æðstu páfar heimskunnar skilja ekkert í þessu og benda réttilega á að þeir hafi farið í einu og öllu eftir ráðum hinna Alþjóðlegu vitleysinga.  Endurreisn fjármálakerfisins sé á lokastigi, núna sé aðeins tímaspursmál hvenær fjárbraskarar og fjárúlfar fái sitt skotasilfur.  Hvað er þá að??  Veit fólk ekki að það er kreppa???

Til að orðlengja þessa grein ekki lengur þá ætla ég að benda á rökvillu heimskunnar, svona fyrir þá sem hafa enst til að lesa þessa háðsádeilu mína.  Það þrífst ekkert í  samfélaginu, hvorki fjármálakerfi, ríkiskerfi eða nokkurt annað kerfi, án grunnstoðarinnar, og sú grunnstoð er fólk.

Grunneining fólks sem myndar svo samfélagið er fjölskyldan, og íverustaður hennar kallast heimiliEkkert fær þrifist í samfélaginu ef heimilin eru í upplausn.

Ógæfa Íslands í hnotskurn er sá að svona umfjöllun skuli koma í Morgunblaðinu, núna tæpum 11 mánuðum eftir Hrun.  Vandinn var ljós strax í upphafi, og þá átti að bregðast við honum á raunhæfan hátt.  Og þessi vandi er svo alvarlegur að allt hálfkák dugar ekki til, gerir jafnvel illt verra.  Það að Heimskan skuli hafa komist upp með það að bjóða aðeins upp á þrenn óráð, greiðslufrest, greiðsluaðlögun og skitna 2 milljarða í vaxtabætur, segir allt sem segja þarf.

Ógæfufólk hefur ráðið för undanfarna mánuði og þetta ógæfufólk þarf að víkja  Það á ekki afturkvæmt í stjórnmál fyrr en það skilur um hvað mennska og mannúð snýst.  Fyrr en það skilur að það er fólkið, það eru heimilin sem eru upphaf og endir alls í samfélaginu.  

Það er aldrei of seint að iðrast og það er aldrei of seint að ganga skynseminni á hönd og fara að gera eitthvað af viti.

Það sem er liðið er liðið, vonandi er tími heimskunnar þar á meðal.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Greiðsluviljinn að hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 620
  • Sl. sólarhring: 892
  • Sl. viku: 1681
  • Frá upphafi: 1322444

Annað

  • Innlit í dag: 519
  • Innlit sl. viku: 1398
  • Gestir í dag: 459
  • IP-tölur í dag: 458

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband