Hverju laug Össur???

Endurtók hann þá lygi Jóhönnu í Financel Times að ICEsave reikningarnir væru á ábyrgð íslensks almennings?

Hvernig gat sú ógæfa átt sér stað að fólk eins og Össur Skarphéðinsson  og Jóhanna Sigurðardóttir fékk þau völd að selja íslenskan almenning í skuldahlekki fjármálabraskara????

Hver hleypti minknum í hænsnahúsið???

Sorglegt.

Kveðja að austan.


mbl.is Ræddi Icesave við ráðherrana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Bíddu bíddu.. Afhverju segir þú að reikningarnir séu ekki á ábyrð íslensks almennings ? Eigum við ekki að greiða þessar gjaldföllnu skuldir ?

Brynjar Jóhannsson, 21.8.2009 kl. 15:52

2 identicon

Nei, ekki eins og það liggur fyrir í þessum samningi. Við eigum að bera jafna ábyrgð við breta og hollendinga!

Geir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 16:40

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Brynjar.

Um hvaða gjaldföllnu skuldir ert þú að tala um.  Ég persónulega hef ekki skrifað undir skuldaviðurkenningu og mér vitanlega enginn fulltrúi minn, hvorki persónulegur eða kjörinn fulltrúi minn.

Hefur þú skrifað uppá svona skuldaviðurkenningu???  Ef svo er þá skaltu flýta þér að gera þær upp áður en fleiri verða krafðir um að hjálpa þér að greiða.

Ef ekki þá máttu skýra mál þitt betur.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.8.2009 kl. 17:27

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Um hvaða jöfnu ábyrgð ert þú að tala?  Síðan hvenær bera íslenskir skattgreiðendur ábyrgð á fjármálamarkaði annarra landa?????

Skil ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.8.2009 kl. 17:29

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þótt smáatriðin séu vissulega umdeilanleg, þá fellur það á ríkissjóð að taka upp reikninginn eigi innistæðutryggingingasjóður ekki fyrir skuldunum. Það hafa þínir fulltrúar samþykkt.

Annars er fyndið að lesa þetta:

"Hvernig gat sú ógæfa átt sér stað að fólk eins og Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir fékk þau völd að selja íslenskan almenning í skuldahlekki fjármálabraskara????

Hver hleypti minknum í hænsnahúsið???"

Þetta er nú bara kjánalegt að lesa. Skuldahlekkir fjármálabraskara voru löngu á okkur settir, eða allavega settir þannig að hætta væri á að erlend ríki ættu góðan möguleika á að blóðmjólka þjóðina ef í harðbakkann slægi. Og þar áttu VG allavega ekki neitt að máli. Saga SF eru aðeins gruggugri, en þó ekki neitt í líkingu við skítalækinn sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eru.

Þér liði kannski betur ef Geir H. Haarde og hans ríkisstjórn sæti enn við stjórnvölinn og samþykkti einfaldlega í hljóði - eins og þeir stóðu sig nú líka illa þessa 4 mánuði eftir hrun - eða hvað?

Það er þó hægt að tala við VG um að gera eitthvað annað en að fylgja línunum sem ríkisstjórnin leggur eins og þrælar. Fyrirvarar Icesave og það uppnám sem þeim samningum hefur verið haldið í (sem betur fer!) er Ögmundi og öðrum VG sem settu sig upp á móti þeim að þakka. Rétt að benda á að VG er EINI flokkurinn sem tekið gæti upp á því í rikisstjórn að elta ekki forystusauðina SAMA HVAÐ ÞEIR GERÐU eins og hinar druslurnar.

Rúnar Þór Þórarinsson, 21.8.2009 kl. 18:51

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar.

Gott að þú sért ánægður með þína menn.  En lögin eru skýr og eftir þeim á að fara.

Skuldir einkafyrirtækja eru hvergi í heiminum skuldir viðkomandi þjóðríkja.

Þess vegna endurtek ég mína einföldu spurningu; Hvenær skrifaðir þú upp á lánið?  Ef svo er, viltu þá ekki vera að bendla mig við þann gjörning þinn.  Persónulega myndi ég ráðleggja þér að leita til ráðgjafastofu heimilanna.  Þeir myndu örugglega segja þér að skrifa ekki uppá víxla sem þú getur ekki greitt til baka.

En svo máttu hafa það bak við eyrað, að þó Goggi brúni, þekktur fantur og ofbeldismaður, krefji þig um aleigu þína, þá vísar þú honum kurteislega á dómstóla.  Dugi það ekki til, þá kallar þú á lögguna.  En mikill bjánabelgur ertu ef þú greiðir honum umorðalaust.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.8.2009 kl. 20:04

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ég er ekki "ánægður" með "mína" menn. Enginn flokkur á mitt atkvæði og ég er ekki eins og "28%" hundahjörðin sem fylgir sjálfstæðisflokknum að málum. Mér er fært að skipta um skoðun.

Innistæðureikningar banka um allan heim er á ábyrgð ríkisstjórna þeirra landa þar sem bankarnir eru hafi það verið bundið í lög ríkja og ríkjasambanda eða svæða.

Ég tek heilshugar undir síðustu málsgreinina þína - Auðvitað áttum við að fara dómstólaleiðina. Ég mun seint eða aldrei skilja hvernig forsvarsmenn þjóðarinnar gátu verið slíkar dulur að gera það ekki. Jafnvel þótt það hefði kostað 100 milljónir - Ef ekkert er gert, þá gerist ekkert. Það er ekki hægt fyrir ríki að gera slíkt of seint eða ekki.

Og þú getur ekki af þingmönnum VG tekið það sem ég segi síðast í fyrri færslunni - Þeir settu sig upp á móti samningnum óbreyttum. Ég skora á þig aftur að segja hvaða annað stjórnmálaafl hefði haft þor til þess?

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.9.2009 kl. 19:33

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar.

Þingmenn  VinstriGrænna sviku þá grundvallarhugsun sem þeir eru skyldugir að fara eftir.  Þá hugsun að taka hag almennings fram yfir auðmenn.   Og í leiðinni sviku þeir hugsjónir félagshyggjunnar.  Þeir eru nota bene ekki þingmenn íhaldsins.  

Og stærstu svik þeirra er sú að þeirra var andstaðan og vonin fyrir íslenska  alþýðu.  Þú sem alþýðumaður átt að sjá þetta einfalda samhengi.  

Hvað innlánstryggingar varðar þá eru ríkisábyrgðir eitt og það innlánstryggingakerfi sem ESB kom á, annað.  Það er eðlilegt og líklegast lífsnauðsynlegt fyrir ríki að ábyrgjast innlán hjá sínu bankakerfi, en bakland ríkja er  það skattsvæði sem þau hafa.  Ekkert ríki getur teygt sig út fyrir það.  Nema ráðamenn viðkomandi ríkis hafi mikinn vilja til að leggja þrælahlekki á sína þjóð.  Sem er raunin hér á Íslandi.

Og ef þú tilheyrir íslenskri alþýðu,  þá átt þú að styðja hana, ekki baknaga með einhverjum ímynduðum stuðningi við ólög núverandi ríkisstjórnar.

Nema náttúrulega þú teljir betra fyrir þinn maga að styðja auðmenn og leppa þeirra.  En þá ertu náttúrulega Skreppur, og trúðu mér, það er ljótt og illa útlýtandi fólk.

En Ögmundur mátti eiga það að hann gaf þjóð sinni vissa von, en hann getur ekki lengi lifað á því.  Á ögurstundu þurfa menn að gera upp við sig í hvaða liði þeir eru.  Núverandi ríkisstjórn er ekki að vinna fyrir íslenska alþýðu.  Og það að aðrir séu vondir, eru ekki rök fyrir þinni vonsku.  Ég sem alþýðumaður geri ekki kröfu á íhaldið, ég geri kröfu á félagshyggjuna.

Þetta er ekki flókið.

Kveðja  að austan.

Ómar Geirsson, 2.9.2009 kl. 20:01

9 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ég afsaka "mína menn" ekki fyrir að hafa brugðist á þeim sviðum sem þeir "þurftu" að gera til að sjálfstæðisflokkurinn kæmist ekki að í ríkisstjórn að nýju (en þeir eru auðvitað grímulaust hagsmunaklíka auðmanna og öfundarmanna þeirra). Þeir eiga það við sig og sína kjósendur.

Nei,  það sem er málið er að ef ég gef íslenskum stjórnmálaöflum skor á bilinu mínus 100 til plús 100 miðað við afrekaskrá síðustu 20 ára (tíminn fyrir nýfrjálshyggjuna skiptir ekki miklu máli í stóra samhenginu) þá falla stigin svona:

Framsókn: - 90 (Sigmundur er að klóra í bakkann og búinn að hífa flokkinn upp um  +5).

Samfylking og forverar: - 65 (hvað voru þau að spá í ríkisstjórninni með Sjálfslæðisfokknum? Jóhanna búin að taka til hendinni í ýmsu)

Sjálfstæðisflokkur: - 95 (höfum ekki fleiri orð um þessa glæpamenn, þeir hefðu getað kyrkt öreiga með berum höndum til að fá síðustu 5 mínusstigin).

Vinstri Grænir og forverar: - 35 (höfðu rétt fyrir sér um einkavæðinguna og pýramídasvindlið allt saman, hinsvegar selja þau það of dýrt að tryggja að sjálfstæðisflokkurinn fái ekki stjórnarmyndunarumboð í miðjum björgunaraðgerðum og falla fyrir gömlu áróðurstrixunum þeirra - Mínus fyrir svoleiðis vitleysu).

Borgarahreyfingin: -50 (aðgerðaleysi, stunda popúlisma og ljúga að þjóðinni í valdi stöðu sinnar í gegnum fjölmiðlana. Gefum þeim 1 ár í viðbót til að sjá algera spillingu heltaka þetta veikgeðja og ósamstíga fólk - Stærsti mínusinn kemur fyrir að varpa skugga á búsáhaldabyltinguna).

Þjóðin sjálf - Hvaða einkunn fær hún? Og fyrir hvað? Ef þútækir nú það helsta saman af afrekum hennar síðustu 20 ár, hvernig kæmi hún út?

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.9.2009 kl. 20:59

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar.

Fortíðin er ekki mitt fag fyrr en hún kemur í Öldina okkar, þá les ég um hana.  Það er framtíðin sem ég blogga um og það er gjörðir dagsins í dag sem ákveða morgundaginn.  

Þó guð almáttugur og Jesú sonur hans hefðu samþykkt ICEsave glæpinn, þá væri það glæpur engu að síður gagnvart þjóð okkar og alþýðu þessa lands.  

Og rökin fyrir glæpnum er engin.  Það er á engan hátt rök í málinu að aðrir hefðu hugsanlega gert eitthvað verra, eða þá þeir gerðu eitthvað verra í fortíðinni. 

Þinn málflutningur þjáist einmitt af þessari rökvillu og til að ná höggi á þína fornu fjendur þá tínir þú til einhverja réttlætingu á gjörðum vinstri manna í ICEsave glæpnum.  Og það heitir á góðri íslensku að skemmta skrattanum.  Og skrattinn er auðmenn og leppar þeirra. 

Ég endurtek, ef þú ert ekki illa útlítandi Skreppur nú þegar, þá endar þú sem slíkur því slík eru örlög allra sem sjá um skemmtiatriði fyrir skrattann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.9.2009 kl. 22:26

11 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Já, þannig að við áttum að verja 16 árum í að samþykkja samninga um ríkisábyrgðir á sparisjóðsinnistæðum í bönkum sem heyra undir okkar lögsögu og við höfum hirt skatt af og annað slíkt í gegnum árin, skrifa blint undir samninga um útþenslu og eftirlitsleysi - matað ofan í okkur af OECD t.d - draga úr eftirliti, lama Fjármálaeftirlitið og raða þangað óhæfu klíkufólki eða fólki sem er allavega of fáliðað til að ráða við starfann og SVO þegar reynir á þessar lög og samþykktir, eigum við þá bara sem þjóð að reka við framan í heiminn?

Þú skrifaðir auðvitað ekki undir þennan samning eða lög né önnur lög eða samninga fyrir landsins hönd síðustu 20 árin. Á þjóðin þá bara að gefa skít í allt?

Samningurinn er ekki sanngjarn eða góður, fyrirvarnarnir - það sem ég hef kynnt mér af þeim - stórbæta hann. En það er alger rökvilla að halda að hægt sé að stinga af frá öllu saman orðalaust og ætlast til að önnur lönd taki okkur á nokkurn hátt vel eða það gangi refsingarlaust. Eða er þér sama um það tjón sem alþjóðasamfélagið getur unnið okkur?

Það er allavega ljóst að þ.s. þú pælir ekki í fortíðinni veitist þér sennilega auðvelt að vera "Framsóknarmaður" eða "Sjálfstæðismaður". Það eru þrjár tegundir slíkra manna. Þeir sem sjá gróðavon í að fylgja  stefnu þeirra að arðræna þjóðina í eigin þágu. Fólk sem kýs þá af hefð. Og fólk sem lærir ekki af orðnum hlut og hlustar bara á loforð um framtíðina sem við hin vitum að þeir hafa svikið eftir hverjar kosningar og leitt landið í það glataða ástand sem það er í.

Það er tómur kjánaskapur að segja að "engin rök" séu fyrir þessum glæp. Það er nefnilega nóg af rökum með honum, þau eru bara vond... fyrir okkur.  Mér sýnist þú staðráðinn í að sjá það ekki og þú átt það við þína samvisku. Samvisku sem þú þarft ekki á að halda því þú "veltir þér ekki upp úr fortíðinni". Maður með slíkt viðhorf er lýst sem "sociopath". Ég skemmti semsé skrattanum og þú ert geðsjúklingur. Og við lesum Moggann... getur ekki verið tilviljun.

Rúnar Þór Þórarinsson, 3.9.2009 kl. 00:08

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar.

Fyrstu tvær málgreinar þínar eru dæmigerðar fyrir órökstuddar fullyrðingar Auðmannsskreppa.

Í það fyrsta tekur það ekki 16 ár að segja "Nei", til dæmis tók það mig aðeins u.þ.b. 2 sekúndur að prenta það, er fljótari að segja það.

Í öðru lagi þá skulum við vona að fyrirtæki Landsbankans hafi greitt skatta í öðrum löndum eftir því sem samningar milli Íslands og þeirra kveða á um.  Og það eru skattar almennings sem standa undir innlánsvernd, ekki skattar fjármálafyrirtækja.

Í þriðja lagi þá fann Ísland ekki upp á Kapítalismanum, hvað þá fjórfrelsinu.  Starfsemi íslensku bankanna var fullkomlega eðlileg innan beggja kerfanna.

Í fjórða lagi þá er vanhöld íslensku bankanna ekkert sértækt fyrir Ísland.  Talið er að græðgimódelið hafi tapað upphæðum sem nema um þriðjung að heimsframleiðslunni.  Að klína sekt græðginnar á íslenska þjóð er absúrd.

Og í fimmta lagi og ekki hvað síst þá á að virða samninga.  Farðu inn á vefinn "Islandia.is" og lestu þér til um EES samninginn, sem þar er allur aðgengilegur almenningi.  Einnig má lesa þar tilskipanir ESB um innlánstryggingar.  Ef þú ert ágætlega læs þá tekur það þig ekki nema eina kvöldstund eða svo að sjá að þú ferð með rangt mál þegar þú fullyrðir að EES samningurinn kveði á um ríkisábyrgð á innlánum.  Þú þarft ekki annað en að kíkja á Rómarsáttmálann til að sjá að ESB sem slíkt hefur ekki vald til að leggja slíka íþyngjandi skuldsetningu á aðildarríki.

En þú ert ekki með Skreppa málflutning þegar þú tjáir þig um samninginn í þriðju málsgrein þinni.  En þú trúir greinilega öllum eins og nýju neti sem Skrepparnir mata þig á.

Í það fyrsta þá snýst deilan akkúrat ekkert um hvort samningurinn sé góður, betri eða bestur, hvað þá vondur, verri eða verstur.  Samningurinn er ólöglegur samkvæmt lögum og reglum EES, þann ágæta samning sem þér var svo mikið í mun að virða í annarri málsgrein.  Vilji þú virða EES samninginn þá hafnar þú ICEsave samkomulaginu umsvifalaust.  Og samningurinn er líka ólöglegur samkvæmt íslensku stjórnarskránni, og því beint tilræði við forsendur lýðveldisins.  Það gilda ekki lög á Íslandi ef stjórnvöld komast upp með að brjóta stjórnarskrána.

Í öðru lagi þá skipta þessir fyrirvarar engu.  Jafnvel þó þeir fari inn í samningstextann.  Upphæð sem þér er ókleyft að greiða, er þér jafn ómögulegt að greiða þó hún sé aðeins minna ókleyf.  Það sem er ekki hægt, er ekki hægt.  

Og í þriðja lagi, trúir þú virkilega lyginni um illsku alþjóðasamfélagsins.  Hefur þú lesið einhverja ályktun þar um, til dæmis frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna???? 

Og þá er það húmorinn í þér í fjórðu og fimmtu málsgrein.  Gott að þér leiðist ekki, því þá myndi ég ekki nenna að tala við þig.  Svo þú sért ekki með getgátur þá get ég upplýst þig um að ég er Hriflungur í pólitík.  Og jú það eru engin rök fyrir glæpnum, aðeins órökstuddar fullyrðingar og upphrópanir.  Ekki ein einasta fullyrðing Skreppana styðst við tilvísun í alþjóðalög, alþjóðasamninga eða íslensk lög.  En málstaður íselnsku þjóðarinnar styðst við slíkt.  Þess vegna er samningurinn keyrður í gegn með kúgunum og hótunum og rökstuðningurinn allur ættaður frá þekktum þýskum barón.  Jafnvel róttæklingur eins og þú hlýtur að sjá að þegar leikreglur réttarríkisins eru ekki virtar, þá er það aðeins af einni ástæðu, og þú mátt geta þér til um hana, en fyrsti stafurinn er "r".

Og þú átt frumlega skilgreiningu á sækópötum.  Þú ættir að leggja fyrir þér fræðin, gætir slegið í gegn.  En hér fyrir austan þá veltum við okkur ekki upp úr æðri rökum tilverunnar eins og því að maður þurfi að velta sér upp úr fortíðinni ef maður ætlar ekki að lenda á Kleppi.  Hér erum við það einfaldar sálir að við lærum af fortíðinni.  Þegar skip strandar á skeri, þá er mjög líklegt að næsta skip geri það líka, ef það fer sömu leið.  Eins vitum við (ef ekki þá væri mun fámennara hér en þó er) að ef skip strandar, þá er til lítils að rífast um hvernig það komst þangað, lífvænlegar er að bjarga sér af strandstað með þeim ráðum sem duga.  Og þar sem við erum einfaldar sálir, þá reynum við ekki að endurtaka þá atburðarrás sem leiddi til strandsins.  

Það kallast að læra af reynslunni.

Og að lokum þetta Rúnar.  Margfalt vildi ég frekar æru minnar vegna vera lokaður í spennutreyju, en að vera Skreppur auðmanna.  

Í því liggur diffinn í málflutningi okkar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.9.2009 kl. 09:29

13 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Uhm... ertu Hriflungur í pólitík? Þetta er geri ég ráð fyrir tilvitnun í Jónas frá Hriflu, sem reyndar ber ábyrgð á fleiri stjórnmálaflokkum en Framsókn er það ekki, en er helst þaðan. Ef þetta er allt rétt rökleitt hjá mér og þú ert Framsóknarpáfi en vilt síst af öllu vera Skreppur auðmanna áttu við alvarlegan tilvistarvanda að stríða, því það er einn og sami hluturinn. Aðeins of seint í rassinn gripið fyrir þig - Svona eins og Júdas hangandi í trénu. Engin furða að þú viljir hundsa fortíðina og byrja upp á nýtt því Framsóknarmönnum er nokkurnvegin allt að kenna sem úrskeiðis fór pólitíkur-megin. Það er rétt hjá þér að ég hef alveg óskaplega gaman af að sjá þessi kengsnúnu tilvistarkreppu sem á þá lausn eina að skera á togvírinn

Þetta finnst mér, en segjum nú til gamans að það sem þú predikar sé einmitt málið, svona "for the argument´s sake"- Það eigi bara að gleyma og grafa og einblína á framtíðina gersamlega óháður og óafvitandi um fortíðina. Gefum okkur að það sé skíturinn og göngum þaðan.

Svei mér ef við áttum ekki að kæra málið fyrir alþjóðadómstólum á meðan frestur gafst til þess! Ef raunverulega er svigrúm til að gera það núna og draga í efa ábyrgðir okkar á þeim forsendum sem þú útlistar - Þá endilega. Málið er nefnilega - Og hér kemur bomban! - Að ég tel á því góðar líkur að slíkt mál megi vinna ef það er dómtækt. Auðvitað er málið ranglátt, og það hef ég sagt - Það kemur okkur vel. Hinsvegar ef það er ekki dómtækt, þá gildir sú túlkun sem öll norðurlöndin og afgangur hins vestræna heims kyrjaði einum rómi síðasta haust. Þau ríki hafa sín rök og þar misstum við etv. af eina tækifærinu sem Ísland hafði á því að breyta heimssögunni með því að fletta ofan af göllum hins alþjóðlega bankakerfis.

En þar liggur hundurinn grafinn. Auðvitað er það alveg brjálæðisleg handvömm að fara fyrir einkavæðingu bankanna með viðeigandi löggjöf. Þar sofnaði fólk á vaktinni. Og sömuleiðis að sækja ekki málið í janúar síðastliðnum - Alger klikkun því með því var verið að loka dyrum og lúffa. - Sé raunveruleg smuga á að kæra þetta, en ekki skáldskapur Framsóknarmanna sem miðar að því einu að hífa upp eigið fylgi með því að gera út á markað þinna skoðana - Þá myndi ég verða ötull talsmaður þess. Það gengur hinsvegar ekki að brjóta alþjóðalög af geðþótta, og að nýta ekki þann frest sem lögin kveða á um til að kæra og gera það eftir dúk og disk er einmitt að brjóta þau af geðþótta.

Það mætti þó reyna það í ljósi þess að þar kæmu meiri hagsmunir fyrir minni, sérstaklega þ.s. það hefði mikil, hnattræn áhrif ef málið félli okkur í vil.

Þú gerir mér upp að tala máli auðmanna... hmm... ég er við það að fara á hausinn með verðsprungið húsnæðislán og giftur tveggja barna faðir og kaus þar fyrir utan VG í síðustu kosningum (þótt ég hafi ekki alltaf gert það, enda ekki Auðmannsskreppur eins og Framsóknarfólk sem er eiginlega verra en Sjallarnir því vita hvað þeir eru spilltir á meðan Sjallarnir eru meira eins og skepnur sem fylgja í stað þess að leiða). Er ansi langt frá því sem sé. Hefði meir að segja kosið Borgarahreyfinguna ef einstaklingarnir í efstu sætunum hefðu verið jafn gáfulegir og aflið á bak við hreyfinguna.

"Illska alþjóðasamfélagsins" - Hvað áttu eiginlega við? Að ég sé þeirrar skoðunar að öðrum þjóðum sé skítsama um Íslendinga og vilji helst bara fá auðlindirnar og helst láta okkur vinna þær handa þeim fyrir eins lítið og mögulegt er? Það er alveg 100% satt og rétt. Hagsmunir stóru þjóðanna er það sem stóru þjóðirnar standa vörð um og reyna að þröngva inn á aðra. Þær sníða sér stakk eftir vexti. Heldurðu eitthvað annað? Eða ertu að vísa í eitthvað annað?

Falleg myndhverfing hjá þér varðandi strandið. Hefurðu hugsað þér að bjarga áhöfninni og koma dallinum aftur á flot með góðum ráðum án þess að greina aðdraganda strandsins til að finna nákvæmlega hvað það var sem leiddi til þess? Þetta er alveg óttalega sundurlaus málflutningur hjá þér og hvert barn sér rökvilluna þarna.

Það er ekki ásættanlegt að brjóta lög, reglur og samninga til að koma þjóðinni áleiðis - Við eigum og verðum að fara dómstólaleiðina. Við verðum að horfast í augu við það sem úrskeiðis fór til þess að gera ekki það sama aftur.

Persónulega hefði ég viljað sjá þjóðarkosningu um málið eins og það var orðið. Forsetinn, síðasti öryggisventillinn, brást þjóðinni þarna. Málið er nefnilega að það að fella málið í þjóðaratkvæðargreiðslu er nokkuð sem ekki er hægt að rífast við í lýðræðissamfélagi, og heldur ekki að samþykkja það. Ég held að þrátt fyrir meiri stuðning í augnablikinu við að fella málið hefðu atkvæði verið naumari, ca 50/50 séns á þessu.

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.9.2009 kl. 20:47

14 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Önnur setningin í fjórðu efnisgrein átti auðvitað að vera: "Auðvitað er það alveg brjálæðisleg handvömm að fara EKKI fyrir einkavæðingu bankanna með viðeigandi löggjöf." Það má skrifast á fjölmarga pólitíkusa sem voru í stjórn þá, s.s. Finn Ingólfsson, betur þekktur sem Sendiboði Djöfulsins.

Og úr því að ég nefni forsetann, þá er rétt að árétta að hann var að mínu viti, síðasti ventillinn sem átti eftir að springa. Það virðist ekki vera einn einasti maður á Íslandi sem er treystandi til þess að sitja við völd. Menn garga eins og fávitar í stjórnarandstöðu, en falla svo við hverja einustu hindrun í hinu fjögurra ára hindrunarhlaupi.

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.9.2009 kl. 20:54

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar.

Var óvart í tölvunni að hugsa um annan þráð.  Sá þá póstinn hjá þér koma inn.  

Í það fyrsta þá máttu ekki taka svona umræðu of persónulega og mér þykir það leiðinlegt að Hrunið hafi komið svona illa við þig.  En það sama gildir líka um þúsundir annarra og þeir verða áður en yfir líkur tugþúsundir ef núverandi stjórnarstefna heldur áfram.  

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er samtök siðblindra glæpamanna, Icesave Nauðungin er stærsti glæpur gegn íslensku þjóðinni frá upphafi sögu hennar, en það stærsta af því stærsta, það sem ekkert fær toppað, er svik íslenskra vinstrimanna við íslenska alþýðu.  Þegar Hrunið varð þá átti ég von á að taka þessa umræðu, þegar þannig lægi á mér, við harðsnúna hægri menn.  Ekki fólk með rætur hjá alþýðunni.  Og ég er ekki einn um að hafa skömm á núverandi stjórnarstefnu, margir af mínum hugmyndauppsprettum eru núverandi og fyrrverandi þingmenn VinstriGrænna, sumir reyndar ennþá þrátt fyrir ríkisstjórnarþátttöku flokksins og vil ég þar fremstan í flokki nefna Ögmund Jónasson, risann í íslenskri pólitík.

Eini samsvarandi glæpsamlegi viðsnúningur sem sagan þekkir, eins og umsnúningur íslenskra vinstrimanna gegn siðblindu IFM, er þegar Moskvuhollir kommúnistar hættu að berjast gegn helstefnu Nasismans eftir griðasamnings Stalíns við þá.  Það var sem sagt ekki hugsjónir sem rak þá áfram, heldur valdagræðgi.

Það fór margt úrskeiðis, það er rétt og af því á að læra eins og við einföldu sálirnar fyrir austan myndu gera, ef við réðum einhverju.  Stærsti lærdómurinn er að endurtaka ekki sömu vitleysuna og koma þeim frá sem byggðu upp græðgikerfið.  Og það er mikill misskilningur að það hafi verið stjórnmálaflokkar, þeir eru aðeins tæki eins og kranar á vörubíl.  En mennirnir sem komu græðgivæðingunni á, það eru þeir sem vilja ólmir fá IFM til landsins, og það eru þeir sem hafa komið þeim ranghugmyndum að hjá þjóðinni að hún sé skuldbundin til að greiða skuldir einkaaðila.  

Og núverandi stjórnvöld eru hlaupatæki þessara manna, þeir þurftu ekki að fjárfesta í nýjum vörubíl, þeir skiptu aðeins um krana.

Og þeir sem tala máli núverandi stjórnar eru þjónar þessara manna, eða það sem ég kalla af illkvittni minni Skreppar auðmanna.

Ég sé að þú hefur ekki ennþá lesið Islandia.is.  Ég gerði það.  Ekki vegna þess að ég efaðist um rangindi ICEsave Nauðungarinnar, því hún er í grundvallaratriðum röng og er eitt af mörgu í heiminum í dag sem er glæpur gegn mannkyni (þú skattleggur aldrei alþýðu manna til helvítis til að greiða skuldir auðmanna), heldur vegna þess að ég hafði löngun til að kynna mér hvort Jón Baldvin væri landráðamaður eða ei.  Hafi ábyrgð á skuldum einkaaðila verið innmúruð í EES samningnum þá er um grundvallarbrot á stjórnarskrá Íslands að ræða og því væri EES samningurinn ólöglegur.  Eins væri hann ógildur samkvæmt öllum mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur undirritað.

Og auðvita stendur ekkert slíkt í EES samningnum.  Vissulega stendur að við, eins og aðrar þjóðir verði að hlíta tilskipunum ESB, en þá verða þær að standast lög og reglur sambandsins, til dæmis um mannréttindi (ein að grunnstoðum ESB) og virða fullveldi þjóða.  Og það er grundvallarbrot á fullveldi þjóða að reglugerðarbatterí ESB setji ákvæði um ótakmarkaða (þ.e. upphæð ekki þekkt) ábyrgð á skuldum þriðja aðila inn í  reglugerð sína.  Slíkt þýðir ótakmarkaða skattheimtu og er bönnuð samkvæmt stjórnarskrám allra EES þjóðanna.  

Og auðvita er ekki stafkrókur um þessa ótakmarkaða ríkisábyrgð í ESB tilskipun 19/94 um tryggingasjóð innlána.  En skýrt tekið fram að sá tryggingasjóður er stefnt gegn ríkisábyrgð einstakra aðildarríkja og það er skýrt tekið fram að aðildarríki séu ekki í ábyrgð.  Enda segja bretar í kröfugerð sinni að slík ábyrgð felist í "orðanna hljóðann" annarra laga og reglna, ekki umræddri tilskipun.

Deilan snýst því um hvort "ereral principles" myndi ótakmarkaða ríkisábyrgð.  Og ekki ætla ég að deila um að um það sé deilt.  En á meðan er ekki skorið úr slíku, þá er það LYGI, sem þú lepur upp, að Ísland hafi brotið samninga sína og skyldur.  Og það þarf ekki alþjóðadómstóla til.  EES samningurinn væri marklaus ef í honum væri ekki ákvæði sem kvæðu skýrt um hvernig eigi að takast á við ágreiningsefni.  Og það hefur ekki verið gert.  Og það er grundvallarbrot á EES samningnum að fara ekki þessa leið.  Aðeins eftir samþykkt Nauðungarinnar er íslenska ríkið að brjóta EES samninginn.

Rúnar.  Ég er ekki að gera lítið úr pælingum þínum.  Rökréttar og ágætar sem slíkar, en þær byggjast ekki á staðreyndum málsins.  En allt það sem ég segi hér að framan um ICEsave, get ég vitnað beint í bæði íslenskar þýðingar og breskan frumtexta, ef menn treysta ekki móðurmáli sínu.

Í þessu liggur munurinn um hvor okkar hefur rétt fyrir sér.  Ég er ekki alltaf að fíflast í fólki á bloggi mínu, reglulega komu frá mér ítarlega rökstuddir pistlar (ekki fréttatengdir) þar sem ég rökstyð skoðanir mínar.  Þann 19.06 skrifaði ég pistil þar sem ég tók tilvitnanir í helstu lagatexta sem varða ICEsave deiluna, og síðan hef ég reglulega tekið fyrir greinar (marktækar) eftir Borgunarsinna og skoðað í hvaða lög og reglur þeir vitna í.  Og þær eru því miður engar staðreyndirnar sem þeir miða við annað en þá staðhæfingu að ESB vilji hafa lögin svona, núna eftir að bankakerfi Evrópu riðaði til falls.  En staðhæfing er ekki lög.

En hins vegar þó öll lög hægri manna heimsins og jafnvel þó guð almáttugur hefði sent þau á steintöflu hinni nýrri, þá væri það samt rangt að skuldsetja íslenska alþýðu fyrir skuldum auðmanna.  Enda er ég ekki Skreppur auðmanna.

En þetta er orðið langt, ég gæti alveg skrifað í klukkutíma í viðbót, bæði um það sem ég er sammála og hvað ég er ekki sammála í skrifum þínum.  En nokkur atriði áður en ég ýti á enter.

Þú hefur einhverja hugmynd um hvað Hriflungur er, en þú tæklar hann samt ekki.  Mjög ódýrt að tengja hann við Framsóknarflokkinn, því til dæmis ef ég man rétt, þá var lærifaðirinn frystur í þeim flokki.  En þar sem ég tel það aðeins tímaspursmál hvenær þú fáir upp í kok að vera Skreppur auðmanna, þá myndi ég ráðleggja þér að lesa ævisögu lærimeistara míns eftir Guðjón, ef ég man rétt.  Það er með hann eins og Maó, það skiptir ekki alveg þó þeir hefðu ekki verið englar, og gert margt glapræðið, þeir sögðu margt þarft á ákveðnum tímapunkti þar sem sumt þurfti að segjast, og margt á við í dag, hjá þeim báðum reyndar.

Þinn helsti veikleiki í rökræðum er sá að þú gerir andstæðingum þínum upp skoðanir sem falla inn í ákveðið hugmyndakerfi, sem þú gagnrýnir síðan.  En það duga sjaldnast að hrekja hund á flótta með því að kasta vatni á gæs.  En þér til upplýsingar þá hef ég á mínum yngri árum eytt tíma í slagsmál við Nýfrjálshyggjuna og meira að segja drukkið kaffi með siðblindu hennar.

Fortíðin er góð og gild en af henni á að draga lærdóm.  Minn lærdómur er sá að allt sem ég sagði um siðblindu Nýfrjálshyggjunnar og skaðsemi hennar var rétt, en ég gat ekki hindrað valdatöku hennar.  Lærdómur er því sá að hindra endurreisn hennar og það er ég að gera.  Trúr kenningu Maós um mátt sandkornanna í sandbyli.

Mitt hlutverk er að kveikja ljós í þeim skúmaskotum vinstrimanna sem sjá ekki þann voða sem við blasir og þeir gera ekkert til að hindra því útsendarar auðvaldsins geta endalaust dregið úr þeim allan mátt og baráttu með því einu að benda afturábak.  En það vita allir sem í hættum hafa lent, að ef þeir eru þó ennþá lifandi, þá er það núið og næstu andartök sem ráða úrslitum hvort maður sé þessa heims eða næsta.  Það getur verið viss hughreysting í því fólgin að segja "kæri guð, ég lofa ....." en dugar lítt í praxís.

Og þegar ég var 20 metrum frá brimgarðinum á vélarvana bát, þá skaut ég upp neyðarblysi, þó ég færi ekki aftur á sjó með með bilaðan gír.  Og ef þú hefðir verið í mínum sporum þá hefðir þú ekki steytt hnefanum framaní útgerðarmanninn og sagt "helvítis heimska að laga ekki gírinn".  Þú hefðir líka skotið upp neyðarblysinu.

En baráttukveðjur til ykkar í Vinstrigrænum, ef þið gætið ekki að ykkur þá endið þið allir sem uppvakningar auðmanna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.9.2009 kl. 22:17

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Rúnar.

Þar sem þú skaust á mig tveimur póstum þá verð ég að gera það líka.  Lengja langhundinn.

"Illska alþjóðasamfélagsins" er lýsing á ákveðni umræðu sem Skreppar auðmanna komu á flot og margur trúgjarn trúir eins og jólasveinasögum, og þú er að vísa í með spurningu þinni "Eða er þér sama um það tjón sem alþjóðasamfélagið getur unnið okkur? ".   En ég trúi ekki jólasveinasögum og hef hvergi séð staðfestingu fyrir tilvist þeirra.  Eins er það með hið meinta tjón, það tjón sem menn ætla eins og tappi í innstreymi fjármagns, er reyndar að hinu góða, en sá tappi kom þegar við hættum að borga skuldir okkar og báðu erlenda kröfuhafa um að afskrifa þær.  Ég tel það ekki tjón þó Samfylkingin komist ekki til Brussel á næstunni.  En hins vegar hef ég í einhverjum pistli fært rök fyrir því að tekjutap vegna lokun breska markaðarins sé lítið miðað við það tjón sem ICEsave Nauðungin veldur.  Og hverjum dettur í hug að bretar hætti að kaupa íslenskan fisk???  Eða Alcoa hætti að selja ál frá Íslandi????

En jafnvel þó svo væri, þá er oft fólginn kostnaður í að vera lifandi maður, frjáls. Svoleiðis er það bara.

Og þú kveikir ekki ennþá með strandið, vona að þú hugsir þig betur um þegar ég vitna í raundæmið, en trúðu mér, ég hef aldrei fullyrt við þig einu orði að ég læri ekki að fortíðinni, en ég velti mér ekki upp úr henni.  Það er alltaf núið og framtíðin sem gildir.  Og á hættustund eru það aðgerðir sem skipta máli.  Og reyndar man ég það núna að ég hef verið á bát upp á skeri, skeri þar sem báturinn sem lenti upp á því þar á undan, fórst með nokkrum mönnum.  Og ég vissi alveg hvaða mistök voru gerð, en ég var ekki svo vitlaus að gera mál úr því á meðan ég var á skerinu.  Lét neyðarkallið duga.  Og þar sem ég tala af ákveðinni reynslu, þá vil ég fullyrða að þú yrðir aldrei ráðinn á strandstað í greiningarvinnu á orsökum og eðli strandsins, og þér dytti ekki heldur í hug að leggja slíkt til.  Trúðu mér.

Og að lokum þetta Rúnar.  Núverandi barátta íslenskrar alþýðu snýst ekki rassgat um stjórn eða stjórnarandstöðu, heldur um að hindra atlögu siðblindra græðgipúka á íslenskt efnahagslíf.   Og í því stríði skiptir engu í hvaða liði menn voru í síðasta stríði. 

Það er búið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.9.2009 kl. 23:14

17 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Langt og ítarlegt svar þarna. Langskemmtilegasta bloggið sem ég hef lesið á mbl. Maður þyrfti að kíkja í kaffi til þín og ræða málin næst þegar ég kem til landsins og dett austur. Það mundi vera stórskemmtilegt:)

Hafir þú og þínir mátar rétt fyrir ykkur að það sé ekki flugufótur fyrir ríkisábyrgð á tryggingasjóði innlána, þá gæti ég ekki verið ánægðari. Það er blaut fantasía og kæmi sér sannarlega ekki illa. Höfum það á hreinu. Höfum líka á hreinu að mér finnst alls ekki réttlátt að greiða skuldir auðmanna hvort sem okkur ber lagaleg skylda til þess eða ekki. Langeðlilegast væri að eignir bankanna rynnu upp í skuldirnar og þar með væri það búið. Spurningin er hvar stopparinn er staddur. 

Það hefur lítið upp á sig að lesa nokkra hluta lagabálka, það er laganna túlkun sem gildir. Orð eru ekki bara af eða á, annars þyrfti ekki að sækja mál heldur mundu þau leysast af sjálfu sér. Er ríkisstjórn núverandi og fyrrverandi og lögfræðingar þeir sem fyrir hana vinna alveg snælduvitlausir og ætla að borga erlendum borgurum inneignir þeirra án þess að okkur beri til þess skylda? Það er það sem þú segir, og ef þetta væri klippt og skorið, þá væru það landráð. Er þetta þá svona klippt og skorið? Það er það ekki. Svo eru það auðmenn þetta og auðmenn hitt - Icesave innistæðueigendurnir 600.000 voru ekki auðmenn sem áttu inneignir í hinum íslenska Landsbanka, sjálfsagt einhverjir þar á meðal en lang-, langflestir þeirra voru venjulegt fólk eða félagasamtök. Það er alveg fáránlegt að segja að jafnaðarmenn hafi það að markmiði sínu að bjarga auðmönnum á kostnað venjulegra borgara, þetta snýst ekki um það heldur hvað er löglegt og hvað ekki.

Þér er tíðrætt um að ég geri þér og öðrum upp skoðanir - Ég miða það við það sem upp úr þér kemur og það er m.a. að við hlaupumst undan ábyrgð sem allar aðrar þjóðir finnst við bera án þess að sýna fram á það með óyggjandi hætti að ábyrgðin sé ekki okkar. Þar myndum við tapa meiru en aldrei fengist aftur, peningar koma og peningar fara. Og svo að ég líti á framtíð þjóðarinnar í kró stjórnar eða stjórnarandstöðu... þú hefur augljóslega ekki lesið bloggin mín, en ég hata þetta flokkakerfi sem öll þín umræða er þrælbundin í á báða fætur... og mín að ákveðnu leyti líka þ.s. maður getur ekki talað um stjórnun landsins án þess að minnast á þetta skrapatól öðru hverju.

Þ.s. ég sagði þér hvernig hrunið hafði áhrif á mig og mína hagi skaltu ekki vera að velta þér upp úr því frekar en ég. Peningarnir skipta litlu máli í samhengi hlutanna. Þeir eru bara skuld við ríkissjóð hvort eð er. Skuldari (ég) skuldar (þ.s. ég tók lán) skuld (upphæð) sem er skuld (því peningar sem ríki og bankar búa til án þess að hafa nokkur verðmæti á bakvið sig). Það sem skiptir máli er manngildið og eins og staðan er núna eru auðugustu menn landsins þeir sem minnst hafa af því. Ekki er nokkur fræðilegur möguleiki á að maður vildi skipta um hlutverk við auðmennina sem eiga nákvæmlega ekkert innra kapítal.

Annars rímar það vel að þú viljir annarsvegar hlaupast undan öllu án þess að sannfæra hina hliðina um ranglætið og hinsvegar skella skollaeyrum við fortíðinni og hugsa bara um núið. Það er nákvæmlega það sem brann við í aðdraganda hrunsins, alger sofandaháttur og sinnuleysi um fortíðina. Þetta hefur allt gerst áður. Og neyðarblysið ágæta - Strandstaðurinn var 2008, við erum í höfninni með götóttan og illa hannaðan bát. Þú græðir ekkert á því að sannfæra mig eða aðra áhrifalitla samferðamenn þína um ranglætið - Þetta er alveg stórkostlegt ranglæti - Það sem máli skiptir er að gera það út á við og hafa rétt fyrir sér lagalega á alþjóðagrundvelli. Þá ertu frjáls. Þú verður frjálsari með tvær milljónir í skuld og mannorðið í lagi heldur en þú yrðir með eina milljón í skuld og stórskaddað mannorð.

Annars ganga fyrirvararnir frá því að við greiðum ekkert nema hafa efni á því og svo munu bretar og hollendingar tæplega samþykkja þá þannig að málið tefst enn frekar og öllum verður að ósk sinni um að semja um þetta upp á nýtt í aðeins minna panikki. Málið er einmitt það að enginn mun hætta að kaupa íslenskan fisk eða álið eða rafmagnið úr virkjununum o.s.fr.v. en ef við höfum engan sannfært erlendis um réttmæti afstöðu okkar, hversvegna ættu þeir að borga fyrir það? Það er ekki hægt að brjóta reglurnar öðru megin og ætlast til að þær haldi hinum megin, því hvort sem það er sannleikurinn eða ekki, þá eru Bretar og Hollendingar búnir að sannfæra sínar þjóðir og aðrar í heiminum - m.a. hin margrómuðu norðurlönd sem eru jú frændur okkar - um glæpahneigð okkar. Og eigum við að spila beint inn í ímyndina? Nei það held ég ekki. Það átti að sækja málið fyrir dómstólum fyrir LÖNGU og úr því það var ekki gert þá, þá á að gera það núna. Það versta væri að gera það sem þú agíterar fyrir og skella í andlitið á öðrum þjóðum og segja bara "Nei!". Það er nú meira ruglið.

Eða er ég að oflesa þig eins og þú ert að oflesa mig (að kalla mig vinstri grænan gæti ekki verið fjarri sanni - Ég hef þó kosið mismunandi flokka til embættis um ævina, getur þú sagt það sama?). Getum við sæst á að það eigi að sækja þetta fyrir dómstólum af fullum krafti og fá úr því skorið hvar ábyrgðin liggur? Ef þetta er svona ljóst eins og ein hjörð lögfræðinga segir í andstöðu við aðra hjörð lögfræðinga, þá ættum við ekki að hafa áhyggjur af neinu. Hversvegna er það ekki keyrt áfram? Er það vegna þess að þessi óumdeilanlegi og skýri réttur er bara í nösunum á ykkur og málið er í rauninni tvísýnt? Eða er það vegna þess að ríkisstjórnin vill moka undir breska og hollenska borgara umfram íslenska eins og þú vilt meina?

Eins og ég sagði fyrir langa löngu í þessum langhundi, þá höfum við sett lög í tengslum við banka og rekstur þeirra og gengist undir samninga þar að lútandi. Hvort sem þeir eru afleitir eða góðir, þá eigum við og verðum að standa við þá. Mér sýnist þú ekki vera ósammála því, þvert á móti rökstyður þú á hinn veginn með tilvitnunum. Gott og vel, þá er bara að fá úr því skorið þar sem skiptir máli.  Afsakaðu endurtekninguna en þetta er einfaldlega mikilvægasta atriðið. Við getum ekki grafið undan lögum og samþykktum með því að fara eftir þeim að hentugleikum. Það er yfirleitt verra en að setja og fylgja gölluðum lögum þegar til lengri tíma er litið því það eyðileggur samfélagssáttina um að hafa eigi ein lög fyrir alla. Undantekningar eru þó á þeirri reglu þegar lagaumhverfið kemur í veg fyrir leiðréttingu gallaðra laga, en þá tekur bylting við á endanum þegar siðrofið er orðið algert.

Annars var það alveg makalaus afleikur hjá forsetanum að leggja málið ekki í dóm þjóðarinnar eins og stjórnarskráin leyfir. Skömm.

Síðustu klausuna vil ég nota til að minna þig á að ég og aðrir sem vilja halda sig við lagalega niðurstöðu Icesave skuldbindinganna hvort sem þær eru okkur jákvæðar eður ei (og fá úr því formlega skorið) látum okkur upp til hópa engu varða auðmennina. Þetta eru ekki þeirra peningar og við erum ekki að borga til þeirra. Það er almenningur hér sem er að borga almenningi annarsstaðar fyrir glæpsamlegan rekstur íslensku bankanna. Falli dómur á þann veg að við séum skuldbundin eigum við ekki að sakast við erlendan almenning heldur a) auðmenn og b) stjórnvöld. Stjórnvöldunum sem ábyrgð báru á þessu hefur verið komið frá og komast vonandi aldrei að aftur. Þá er bara að snúa sér að auðmönnunum sem ábyrgðina bera og rúa þá inn að skinni til að greiða það sem við berum ábyrgð á... ef við gerum það

Hvar þyrfti að bera niður í leit að þeim sem auðguðust á kostnað þjóðarinnar? Bankana sjálfa og stjórnendur þeirra? Þeir sem framseldu kvótann til bankanna sem gátu notað þá sem átyllu til peningaprentunar? Þeirra sem stóðu fyrir þensluáhrifum virkjanaframkvæmdanna sem munu kosta okkur hundruðir milljarða nettó á næstu 50 árum? Eigum við ekki að sækja olíusamráðssvínin líka til saka fyrir að stela af almenningi? Það gengi etv. núna þegar eiginmaður dómsmálaráðherra á ekki lengur á hættu á að lenda í fangelsi. Og svo eru það hugmyndasmiðirnir, Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og þeim tengdir menn sem stórefnuðust á öllu saman. Hvar ætti að draga línuna? Þetta er frekar óljóst og alveg kolrangt að segja bara "Hreiðar og bankamennirnir". Þeir voru bara peð sem lifnuðu við í í miðju tafli.

Rúnar Þór Þórarinsson, 11.9.2009 kl. 13:59

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar.

Var að detta inn en má ekki í augnablikinu vera að því að vera djúpvitur og langorður.

Takk fyrir hrósið, blogg mitt á ágæta spretti en ég er ekki að sinna því núna og flestir pistlarnir eru settir fram í þeim eina tilgangi að vera leiðinlegur.  Það er aðeins í athugasemdakerfinu þar sem ég læt hugann fljóta ef einhver tekur slaginn.

Ég hef rétt fyrir mér.  Og allir lögfræðingarinir rangt.  Fjöldinn hefur ekkert að segja þar um.  H.C tók þessa lógík um hjarðhegðun heimskunnar (eða þess að hafa rangt fyrir sér) og tætti hana í sig í dæmisögu hans um Nýju föt keisarans.  

Lögin eru skýr.  Og þú finnur allar tilvitnanirnar í "alvöru" bloggum mínum.  Ég hef aldrei sagt að dómur geti ekki fallið gegn íslensku þjóðinni, en lögin eru skýr um málsmeðferð, og þessi lög eru í samningnum um EES.  Athugaðu að annarsvegar eru skýrir lagatextar og síðan greinargerð bretanna um "eneral principles".  Vel gefnir menn þurfa að hafa hagsmuni að gæta til að sjá ekki hið augljósa samhengi hlutanna.  Og þess vegna er ég að stríða þér á auðvaldstengingunni.  Og þá er ég að tala um íslenska auðvaldið sem vill láta þjóð sína borga skuldir sínar svo þeir geti haldið áfram að leika sér að fjöreggi þjóðarinnar.  Og þú sem róttækur maður átt að sjá þetta samhengi.

Og gættu að því þegar þú segir að allir aðrir segja að við eigum að bera ábyrgð, að þessir allir geta ekki rökstutt það með lagatilvísun, heldur nota þeir eftirá lögskýringar.  En dómstólar þurfa að túlka lögin og þeir þurfa líka að útskýra af hverju EES eftirlitskerfið skyldi lögin alveg eins og við Íslendingar.  Falli dómur gegn þjóðinni, þá er um skýra skaðabótaábyrgð ESB að ræða vegna óljósrar lagasetningar og síðan ófullnægjandi eftirlitskerfis á lagasetningu einstakra aðildarríkja, því íslensku lögin voru ekki einsdæmi, og trúin var sannarlega góð þegar þau voru sett.

Einu rökin sem eru gild í þessu máli og það eina sem kemur úr munni Steingríms sem hann hefur sannfæringu fyrir, það er hótunin um útskúfun úr hinu Evrópsku efnahagskerfi.  En sú hótun leyfir fólki dagsins í dag ekki að brjóta lög og reglur, og koma þannig vandanum yfir á fólk morgundagsins.  Lög eru forsendur siðmenningarinnar og þú brýtur þau ekki að gamni þínu, aðeins rökstudd og/eða þegar gerð árás réttlætir neyðaraðgerðir sem brjóta alþjóðasamninga (því Nauðungin er brot á EES samningnum um málsmeðferð ágreiningsefna) og brjóta stjórnarskrá viðkomandi landa.  Því það er verið að fremja landráð.  Og gættu að því Rúnar, að það var ekki ég samdi landráðakafla stjórnarskrána, ég er aðeins læs.

Og það sem allir, af þeim sem tilheyra þessum öllum, sem þú telur að hafi rétt fyrir sér, vegna þess að þeir eru svo margir, klikka á, burtséð frá réttri málsmeðferð, og túlkun laga, er sú einfalda staðreynd að yfirstjórn ESB hefur ekki það vald að setja það inn í tilskipanir sínar að aðildarríki ábyrgist ótakmarkað viðskipti frjálsra aðila á markaði. Ekki frekar en að þau geti lagt til þá praktísku lausn á olíuvandanum að 1000 hreinar meyjar skuli sendar í kvennabúr olíufursta eða að gasdeilur við Rússa skuli leystar á þann hátt að mansal sé gert löglegt þannig að rússneska mafían fái þar með löghelgaðan rétt fyrri starfsemi sinni.  

Sumt má ekki því það brýtur stjórnarskrá viðkomandi landa og brýtur alþjóðasamninga, eins og Vínarsáttmálann eða mannréttindasáttmála.  Hvort sem það er mannsal, lögleiðing þrælahalds, eða ótakmörkuð ábyrgð almennings á bankaviðskiptum, þetta er ekki innan valdsviðs framkvæmdarstjórnar ESB að ákveða fyrir hönd aðildarríkja sinna.

Enda var það ekki gert.

Því mun hin meinta hótun ekki standast próf raunveruleikans, og það eru landráð númer tvö að láta ekki reyna á það, og síðan þarf að breyta stjórnarskránni og segja landið úr EES, áður en gengið er að Nauðunginni.

Og rökstuðningur þess sem ég hef aðeins tæpt á er að finna í ítarlegri bloggum mínum.  Ég ætla að linka á nokkur í sér innslagi.  Og síðan ætla ég að svara seinna þegar tími gefst til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.9.2009 kl. 15:02

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Rúnar.

Nokkrir linkar.  Spáðu í þessa með "skuldbindingarnar".  Það er ekki þannig að núverandi lausn sé eitthvað sem fær Íslendinga að standa við sínar meintu skuldbindingar.  Það er fáránlegt að kollvarpa réttarkerfi Evrópu fyrir örfáa milljarða. 

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/941835/

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/938240/

 http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/938325/

 http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/938408/

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/938458/

 http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/936271/

 http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/936127/

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/934521/

 http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/915699/

 http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/913193/

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/912895/

 http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/910891/

Þetta er langur listi og þá er ekki allt upp talið af ítarlegri bloggum mínum um ICEsave deiluna.  Ég var búinn að linka til þín bloggið um lögin og reglurnar.  Ég veit ekki hvort þú hafir lesið það því þú virðist ennþá velta fyrir þér vinnuganginum í sambandi við uppkominn ágreining vegna túlkunar á EES samningnum.

Ef þú hefðir lesið þá hefðir þú steinhætt að tala um ábyrgð Íslands og þjóðin ætli að skjóta sér undan honum.  Um þessa ábyrgð er deilt, og það má deila um hluti í löndum þar sem siðmenning og réttarríki eru við lýði.

En lestu þér til fróðleiks og mundu, að á örlagatímum þá er það dómgreind einstaklingsins sem gildir en ekki flokka hans, sérstaklega þegar dómgreind flokkanna er samhljóða dómgreind alþjóðlegs auðvalds.

Það á ekki að þurfa að benda heilbrigðum vinstrimönnum á þessa staðreynd.

Læt í mér heyra seinna um lífið og tilveruna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.9.2009 kl. 15:27

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar.

Núna er daglega amstrið að baki og ég ætla að hnýta lausa enda.  Og hvar á ég að byrja?

Jú, ég þekki ágætlega til þín og skrifa þinna, bæði á bloggi þínu sem og hjá öðrum bloggurum i athugasemdakerfum þeirra.  Af hverju heldur þú að ég fókusa á meint auðmannatengsl þeirra sem styðja ICEsave Nauðungina?  En kjarni uppgjafarinnar er sá að ráðandi öfl telja sínum hag betur borgið með þessum samningum en þrautargöngu andstöðunnar.  Þetta eru aðilarnir sem settu þjóðina á hausinn og þetta eru aðilarnir sem vita eins og er að aðrir mun bera hitann og þungann af klyfjunum.  Og þessir aðrir eru breiðu bök þjóðarinnar, þeir sem höllum fæti standa fyrir og munar um hverja krónu sem klipin er úr velferðinni til að borga bankaábyrgðirnar.  Svik íslensks vinstrafólks er að trúa þessu eins og nýju neti og athugasemdarlaust fylgja þeim sem komu okkur á hausinn upphaflega.  

Og til að réttlæta svikin þá er ýmsum bábiljum haldið á lofti sem eiga sér ekki neinn stuðning í raunveruleikanum.  Alþekkt vinnubrögð frjálshyggjunnar sem hafa náð hæðstu hæðum í Bandaríkjunum þar sem lygar og blekkingar eru aðalvopn hægrisinnaðra Repúblikana í fjöldafylgi þeirra.

Þess vegna bendi ég á staðreyndir málsins þó ég viðurkenni það fúslega að þær í raun skipta mig engu máli því það er í grundvallaratriðum rangt að almenningur í einhverju landi borgi skuldir auðmanna.  Nema auðvita að hann kjósi það sjálfur, en þjóðþing viðkomandi landa hafa ekki rétt til að undirrita samninga þess eðlis sem ganga gegn grunnréttindum þegna viðkomandi lands.  Ef þetta má, þá má líka semja um þrælahald og svo framvegis.

Annað grundvallar prinsipp er að láta réttarkerfið virka.  Ég tek undir öll þau orð sem þú hefur um það.  Ég vona að þú hafir lesið í rólegheitum röksemdir mínar í þeim bloggum sem ég bendi þér á og íhugað þau.  Það er ekkert til sem heitir "dómsstólaleið", það er skýrt kveðið á um í EES samningnum hvernig á að meðhöndla ágreining.  Og ef það er ekki gert, þá er um skýr brot á þeim samning að ræða.  Og ef annar deiluaðilinn þvingar fram niðurstöðu án þess að virða þá réttarleið, þá er hann að brjóta gegn grundvallarforsendum mannlegs samfélags eins og þú réttilega bendir á.

Og það er grafalvarlegt mál.

Þú getur gúglað á Haile Selassie Eþíópíukeisara og ræðuna sem hann hélt á fundi Þjóðarbandalagsins þegar ljóst var að land hans fengi ekki stuðning alþjóðasamfélagsins gegn Ítölum eftir hernám þeirra á Eþíópíu.  Hann stóð einn gegn fjöldanum en endaði ræðu sína á þeim orðum á í dag erum það við, á morgun er komið að ykkur (endursagt eftir minni).  Og hann hafði rétt fyrir sér, ekki fjöldinn.  Brot gegn grundvallarreglum siðmenningarinnar endar alltaf með ósköpum.  Og ég treysti mér alveg til að útsýra það fyrir erlendum þjóðum, en það hefur enginn beðið mig um það.  

Þú mátt nefnilega aldrei gleyma því Rúnar að þó málstaður réttlætisins sé oft einmana, þá er alltaf auðvelt að mæla með honum.

En falli dómur gegn okkur, þá höfum við undirgengist að hlíta honum.  Og þá þarf að semja um greiðslur, en á forsendum fullveldis þjóðarinnar.  Og jafnframt þarf að fá hin "æðri" lög til að virka.  Þau lög um hvað má og hvað ekki.  Sú barátta þarf að heyjast fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, hugsanlega Alþjóðdómstólnum í Hag því Vínarsamningurinn tekur á ófyrirséðum afleiðingum alþjóðasamninga þar sem afleiðingarnar ganga gegn fullveldi þjóða, og á Evrópuþinginu.  

Og hvað er að því að heyja slíka baráttu þó við fjöldann sé að eiga.  Átti Churchill að hætta baráttu sinni við Nazismann eftir að Chamberlain kom heim með Munchenarsamkomulagið?  Þá var hann einn gegn fjöldanum en hvað segir sagan í dag??  Hvor hafði rétt fyrir sér?

Rúnar, samkomulag á að virða, dómstólar eiga að skera úr um ágreining og þeim á að hlíta.  Það hefur ekki verið gert í þessari deilu.  Og það er skylda vinstrimanna að berjast fyrir réttlátum heimi.

Í öðru lagi þá er það grundvallarmisskilningur  hjá þér að með því að stand á rétti okkar séum við að gera ICEsave sparifjáreigendum illt.  Hingað til og þú getur ekki nefnt mér neitt dæmi um annað, þá hefur rikisvald hvers lands borðið ábyrgð á sínum fjármálamarkaði.  Ef banki á annað borð hefur starfsleyfi á viðkomandi markaði, þá skiptir eignarhald hans ekki máli.  Fjármálastöðugleiki er talin lífsnauðsynlegur og því er þessi baktrygging ríkisvalds tilkominn.  En ekkert ríkisvald hefur bolmagn til að baktryggja innlán í öðrum löndum, því það eru skattgreiðendur viðkomandi lands sem standa á bak við ábyrgðina með sköttum sínum.  ICEsave var hluti að innlánsmarkaði viðkomandi landa og því bar viðkomandi ríkisstjórnum skylda til að bakka þau upp eins og alltaf hefur verið gert, óháð eignarhaldi viðkomandi banka.  Það hefur aldrei gerst í sögu nútíma ríkja að reikningurinn hafi verið sendur til annars ríkis með þeim orðum að eigendurnir hafi komi þaðan.  Það að Ísland standi á rétti sínum, skaðar á engan hátt innlánseigendur ICEsave i Bretlandi og Hollandi.  Það er rangt að halda öðru fram.  Því eru þessi siðferðisleg rök sem þú minnist á óviðkomandi málinu.   Það sem er rangt, verður ekki rétt þó einhverjum hafi tekist að sannfæra fjöldann um það.  

Í þriðja þá veist þú það sjálfur að þó það sé flott að skrifa setningu eins og þessa : "Málið er einmitt það að enginn mun hætta að kaupa íslenskan fisk eða álið eða rafmagnið úr virkjununum o.s.fr.v. en ef við höfum engan sannfært erlendis um réttmæti afstöðu okkar, hversvegna ættu þeir að borga fyrir það" þá stenst hún ekki skoðun.  Þú ert að blanda saman tveimur óskyldum málum.  Viðskipti eiga sér ekki stað nema það sé greitt fyrir þau.  Og ég ítreka það að þó við hugsanlega töpuðu markaði út af þessari deilu, þá eru til aðrir markaðir, og þó þeir borgi ekki eins mikið, þá er það tap lítið upp í þær gífurlegu fjárhæðir sem Nauðungin kosta þjóðina næstu áratugina.  Því þar veit enginn hver hinn endalegi reikningur verður.  En til dæmis 25% fall útflutningstekna er þekkt stærð.

Í það fjórða þá segir þú að "Það er alveg fáránlegt að segja að jafnaðarmenn hafi það að markmiði sínu að bjarga auðmönnum á kostnað venjulegra borgara, þetta snýst ekki um það heldur hvað er löglegt og hvað ekki" þá vil ég í fyrsta lagi segja þér það að ég er að tala um áframhaldandi gambl íslenskra auðmanna sem þrá Nauðungina eins og lítið barn stóra pakkann undir jólatrénu og ég sé ekkert fáránlegt við það.  Því það er það sem þeir eru að gera.  Ég viðurkenni að á dauða mínum átti ég fyrr von en að þetta gerðist hjá VinstriGrænum en þetta gerðist samt.  Það að semja án undangengis dóms ESA og EFTA dómsins er glæpur gegn almenningi en þó það sé ekki þannig meint, þá er það sérstakur greiði fyrir Hrunadansarana.

Þú verður að athuga Rúnar að grunnspurningin er hvernig þjóðfélag við viljum, hafa endurreisn fjármálakerfisins í forgang eða endurreisn almennings.

Í fimmta lagi þá geri ég mér alveg grein að ímynd landsins er stórsködduð, en hún varð það áður en til ICEsave Nauðungarinnar kom.  Og ég get ekki betur séð að það eru erlendir aðilar sem tala málstað þjóðarinnar.  Hér annaðhvort heldur kjaftaelítan kjafti eða mælir landráðunum bót, og þá ekki með staðreyndum, heldur lygum og blekkingum.  Fæst sem hún hefur sagt stenst nánari skoðun.  En hvað er til ráða???  Að mínu viti þá náum við aftur vopnum okkar í samfélagi þjóðanna ef við lærum af reynslunni og reynum að skapa eitthvað nýtt og betra.  Til dæmis vistvænt grænt þjóðfélag, en eftir svona hundrað fellibyli í viðbót þá mun krafa heimsins einmitt verða í þá átt.  Og þá er það ekki slæmt að hafa stigið einhver skref á þeirri leið.  Og við megum ekki gleyma því að heimurinn er mun stærri en auðvaldið.  Mjög margir leitandi græningjar myndu taka sinnaskiptum okkar tveimur höndum og sá hópur er mjög öflugur í skoðanamyndun hjá ungu fólki.

Þetta snýst allt um að vera sjálfum sér samkvæmur, gera heiðarlegt uppgjör við fortíðina og skapa eitthvað nýtt og betra.  Ekki gefast upp og haga sér eins og einhverjir bölvaðir aumingjar og níðast á þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu.

Að öðru leyti vísa ég blogg mín.  Bendi sérstaklega á link númer tvo þar sem ég fjalla um hvernig Ísland stendur við sína skuldbindingu (a.m.k. siðferðislega því ekki ber ég á móti því að bankarnir höguðuð sér eins og svín, og þó það hafi verið boðorð dagsins þá dauðskammast ég mín fyrir þá) gagnvart ICEsave fórnarlömbum.  

En þá er það okkar persónulegu krytur.  Þú færð sérstakan þráð um það, og veistu hvað, þá held ég að ég sé búinn og sættist á þín lokaorð.

Kveðja í nokkrar mínútur,

Ómar.

Ómar Geirsson, 12.9.2009 kl. 01:21

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Já blessaður aftur.

Ég ætla að klára þennan þráð því ég er að svæfa bloggið í bili.  Ætla ekki aftur inn fyrr en kemur að næsta kafla ICEsave deilunnar.  Nenni ekki að skammast lengur, þó ég ætli að fylgjast með öðrum.

En þú ert ekki alveg búinn að kveikja á fortíðarvinkli mínum.  Ég ber ekkert á móti því að menn eigi að læra að fortíðinni og á þann lærdóm reynir einmitt í deilum eins og þessari.  En gjörðir manna í fortíð skipta ekki máli í þeirri merkingu að það skiptir máli sem þeir gera í dag.  Óþokki getur komið konu í nauð til bjargar, þó enginn hafi búist við slíku af honum, en sá sem aldrei mátti vamm sitt vita getur komið fram vilja sínum þegar hann hélt að engin sæi til.  Og ég er fullkomlega sammála þér að þegar fleygið kemur laskað í höfn, þá setjast menn niður og ræða málin, það kallast sjóréttur.  En ekki á strandstað, og íslenska þjóðarskútan er á strandstað, og það er ötullega unnið að því að sökkva henni.  Og þeir sem eru að sökkva henni voru taldir vammlausir menn þegar þeir voru beðnir að taka við stjórninni.

Vissulega eru VinstriGrænir með hreinan skjöld í aðdraganda Hrunsins, og þeir eru með Ögmund Jónasson innanborðs.  En það breytir því ekki svo ég vitni í Þorstein Pálsson að Steingrímur er í dag að vinna að framgangi stefnumála sem  fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins samdi um.  Og Steingrímur fær hrós fyrir hjá Þorsteini fyrir þá vinnu. 

Það vill svo til að eftir aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þá hóf ég strax mitt eigið skæruliðastríð gegn ríkisstjórn Íslands því ég taldi hana vinna fyrir auðmenn en ekki almenning.  Þetta stríð mitt háði ég á netinu og geri enn.  Fyrst var ég virkur á Silfrinu og fleiri síðum, síðan hóf ég mitt eigið blogg og útskýri það vel í fyrstu færslu af hverju ég er að þessu, að skjóta á fíl úr baunabyssu.  Og ég gagnrýni stefnu og málefni, ekki flokka.  Og þó Sjálfstæðisflokkurinn fór, þá lýsti Jóhanna Sigurðardóttir því strax yfir að í öllu yrði unnið eftir samkomulaginu sem gert var við IFM.  Að sjálfsögðu þá breytti ég stefnunni á baunabyssu minni, og hélt áfram skothríð minni.  Ég kaus reyndar nafna minn í  kosningum 2007, en þar á undan kaus ég VinstriGræna eða frá stofnun hreyfingarinnar.  Mig minnir að ég hafi kosið Hjörleif þar áður, en Halldór fékk síðast atkvæði mitt þegar ég vorkenndi honum einu sinni þegar kannanir bentu til þess að hann kæmist ekki inn hér fyrir austan.

En stuðningur í fortíð er ekki stuðningur í dag, og ég hef alltaf verið heill gegn því eina stjórnmálaafli sem ég hef heitið að kjósa aldrei.  Og í dag í ICEsave deilunni, þá eru flestir minna samherjar, sem eru gegnheilir í andstöðu sinni, og eru ekki að blanda inn í þá deilu einhverri auðmannssektarkennd, íhaldsmenn.  Svona geta málin æxlast að fortíð segir ekkert til um framtíðina.  Hún mótar vissulega lífskoðanir manns, ásamt grunnpersónuleika, og af henni má margt læra, en hún stjórnar því ekki hvernig maður bregst við lífsháskanum. 

Það eru aðstæður sem ráða því.

Ég bar það reyndar ekki upp á þig að gera fólki upp skoðanir heldur að þú settir það í dilk, og síðan settir þú út á dilkinn.  Ég hef margsinnis séð þig gera þessi mistök í rökræðu, og áður en þú féllst í þessa gildru með mig, þá tókst þér að byrja rökræðu þína við Jakobína á þennan hátt.  En það flokkast undir öfugmæli að kenna hana við íhaldið.  Og þessi ábending mín var í fullri vinsemd,  henni fylgdi engin stríðni eins og í svo mörgu öðru sem út úr mér hefur komið í umræðunni, sérstaklega fyrst þegar ég var að reyna þig.

Já, það væri örugglega gaman að drekka kaffi með þér, jafnvel tæma eina Whiskey flösku, þú hefur gert margt sem ég hefði gaman að hlusta á og spjalla um.  

Og hvað rekur mig áfram?  Hverjar eru mínar lífsskoðanir?  Mig má víða finna á bloggi mínu.  Og ég þori að fara gegn fjöldanum, líka í Andstöðunni, sem ég á annars mestu samleiðina með.  Sérstaklega er mig að finna í athugasemdarkerfinu, þar sem ég er í spjalli við þá sem ég finn samhljóman með.  Arinbjörn bloggvinur minn hefur með heiðarleik sínum og staðfestu veitt mér oft innblástur til að fara um víðan völl í byrjun nætur þegar bakið var það slæmt að ég vildi helst ekki sofa lengur en 5 tímana.  Sem betur fer er það að lagast og núna sef ég í stað þess að blogga á næturlagi.  Þetta spjall sem ég á við þig er algjör undantekning.

En ég reyndar náði að hreinsa hugann eitt kvöldið fyrir nokkru þegar ég spjallaði við Arinbjörn á bloggi hans, það er frá 02.09 og þetta er linkurinn.   

http://arikuld.blog.is/blog/arikuld/entry/941972/

Þar sýnir Hriflungurinn, sem annars er þekktur fyrir að gagnrýna aðra, hvað býr að baki pókerfeisinu.  Það verður enginn verri að lesa þær pælingar þó þær séu ætlaðar Arinbirni, og skrifaðar af fingrum fram.  

En af hverju er ég að þessu spjalli??  Ætli svarið sé ekki það sama og hjá þér.  Ég hef gaman að því og reyndar taldi ég þig of góðan bit til að lenda í ICEsave svikakjaftinn, en hvort ég hafi haft árangur, má guð vita.  Svona rökræða eins og ég stunda, er alltaf hugsuð sem langtíma ferli.  Maður kynnir sig og röksemdir sínar og fær viðmælanda sinn til að hugsa með sínum andsvörum.   En þetta er rosalega mikið langtímaferli, ég veit ekki um einn einasta sem hefur skipt um skoðun í þessu máli fyrir minn tilverknað.  

Og það er þetta með langhundana.  Ég er eins og Enturnar, tjái mig í löngu máli.  Því er ég ánægður með hvað margir lesa blogg mitt, því það er ekki hugsað sem léttmeti. Langar rökstuddar greinar eru mjög öflugt sigti á hugsanaleysi.  En svo framarlega sem þær séu í miklum minnihluta í bloggheiminum, því annars væri hann history, sökum almennra leiðinda.

Þess vegna virði ég það mjög við þig Rúnar að hafa tekið þetta debat, öllu gamni fylgir alvara og þetta hefur verið ágætur kokteill hjá okkur báðum.

Takk fyrir mig og góða nótt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.9.2009 kl. 02:29

22 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Nákvæmlega - Þakka samræðurnar og ef það er þér eitthvert ánægjuefni hefur þú svo sannarlega haft erindi sem erfiði að vekja mann til umhugsunar að mörgu leyti.

Ég er reyndar ekki margir einstaklingar, þannig að betur má ef duga skal, en það er komi' aukastefnuljós á stjórnmálakerruna mína

Að sama skapi vona ég að hafa etv. opnað augu þín fyrir viðhorfi þess fólks sem virðist vera á öndverðum meiði við þig. Það er nefnilega styttra á milli fólks en margur heldur og tilfinning okkar fyrir réttu og röngu er almennt nákvæmlega sú sama þó krókaleiðir séu mismunandi að markmiðinu. Það er jákvætt og þann kraft á að virkja.

Takk fyrir mig.

Rúnar Þór Þórarinsson, 12.9.2009 kl. 16:42

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Rúnar.

Þegar ég lofaði að þú ættir síðasta orðið þá var það í rökræðum okkar.  En ég hef það fyrir sið, ef ég get með nokkru móti komið því við, að kvitta fyrir öll innslög.  

Já ég hafði mjög mikla ánægju af skoðanaskiptum okkar.  Og mín forgjöf var kannski sú að ég vissi að lífsskoðanir okkar eru mjög svipaðar og tek heilshugar undir að"tilfinning okkar fyrir réttu og röngu er almennt nákvæmlega sú sama þó krókaleiðir séu mismunandi að markmiðinu".  Og ég skil alveg hvað mönnum gengur til sem telja ICEsave samningaleiðina það illskásta í stöðunni.  Og þetta er ekki eftir á skýring hjá mér, ég átti ágætar samræður við Gísla Gunnarsson, fyrrverandi sagnfræðiprófessor, um þessi mál fyrri hluta ársins og þar sem kallin er mun eldri og hafði vakið athygli hjá mér þegar ég var drengstauli, þá sýndi ég honum alltaf fyllstu virðingu og kurteisi, og sveiflaði aldrei stríðsöxinni í návist hans (á blogginu).  Og ég játaði fyrir honum eina nóttina að ég væri alvarlega að íhuga að hætta að blogga því það tæki of mikið á að höggva að þeim sem mér þætti vænt um.

En það þarf stundum að gera meira en manni gott þykir og í mínum huga er um grundvallarbaráttu að ræða.  Afstaða mín til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, endurvakningu Nýfrjálshyggjunnar og ICEsave er að mörgu leiti svipuð og hjá Churchil gamla, þegar hann var eins og Don Kíóte að slást við vindmyllur.  Flestir vildu frið vegna hinnar skelfilegu reynslu úr fyrra stríði og mjög margir hægrisinnaðir stjórnmálamenn, og Churchil var jú hægrimaður, töldu að með tamningu þá væri Nasisminn mikilvægur bandamaður gegn útrás Rússabolsvéismans.  Enn aðrir spáðu ekki í pólitík en mátu mjög styrka stjórn Hitlers og nefndu sem dæmi árangur hans í að vinna bug á kreppunni í Þýskalandi og útvega fólki vinnu.  Svo voru enn aðrir stækir gyðingahatarar.

Og gegn þessum rökum sagði Churchil, aleinn og fyrirlitinn, að þó eitthvað mætti finna gott við Nasismann og stefnu hans, þá væri hún í grunninn atlaga að siðmenningunni.  Og slíkt endaði alltaf í hörmungum.  

Ég tel að svipuð kaflaskil sé hjá mannsandanum í dag.  Hann þarf að bregðast við ógn græðgivæðingu og siðleysis Nýfrjálshyggjunnar áður en það er orðið of seint.  Og þar má ekki kvika.  Og við Íslendingar erum í svipaðri stöðu og Tékkar voru á sínum tíma.  Okkur á að fórna.  Og það er mér ekki að skapi.  Og ég hata Nýfrjálshyggjuna eins og pestina.  Því sé ég rautt þegar minnst er á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ICEsave, og gerði það strax í haust, löngu áður en slíkt var komið í tísku hjá Andstöðunni.

Já, ég þarf feedback eins og aðrir og hef fengið það úr ýmsum áttum.  Þó ég geti ekki haldið því fram að ég gæti fyllt stóra rútu af aðdáendum.  En bloggið hjá mér hefur tilgang og svona skrif þjóna líka alltaf þeim tilgangi að ég veit að þau lifa á netinu og ég get vísað í ef aðrir vilja kynna sér pælingarnar.

Og hver er tilgangurinn??  Jú, að gera skyldu sína.  Ég hef ekki kraft í meira og myndi ekki gráta það þó ég fengi í mig byssukúlu í upphafi andspyrnunnar.  En einhverjir þurfa að byrja og ég eins og aðrir bíð eftir forystunni.  Þá sagði ég Arinbirni að ég myndi róa og róa meðan heilsan dygði til.  Komi þessi forysta ekki, þá mun ég geta sagt sonum mínum, sem muna þá erfa baráttuna  við helstefnu græðginnar, að ég hafi gert það sem í mínu valdi stóð.  Ég vona að þeir munu þá ekki fyrirlíta mig eins mikið og restina af minni kynslóð sem brást, og lét þrælahlekki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hins alþjóðlega græðgifjármagns sem á eftir fylgir, yfir sig ganga því fólk kaus skammtíma yl drullupyttsins fram yfir næðing berangurs baráttunnar. 

Flóknara er þetta nú ekki.

Takk aftur kærlega og ég yfirgef þessa umræðu með bros á vör.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 12.9.2009 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 453
  • Frá upphafi: 1412815

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 392
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband