Hver eru rökin???'

Árni Páll segir að EES samningnum verði sagt upp ef við látum ekki undan ólöglegum fjárkröfum breta og Hollendinga.

En hver eru rökin.  Vill hann meina að ESB sé villimannabandalag þar sem siðuðum þjóðum sé úthýst ef þær vilja heyra lagarök áður en þær reiða af henda stærstu fjárnauðung seinni tíma, sé miðað við höfðatölu.  Áður en fólk trúir svona hræðsluáróðri,  þá skal það hafa tvennt í huga.

Í fyrsta lagi þá þurfa lögbærar stofnanir EES að gera athugasemdir við framkvæmd Íslands á tilskipun ESB um innlánstryggingakerfi.  Og fari Ísland  ekki eftir þeim ábendingum þá þurfa þessar sömu stofnanir að draga Ísland fyrir dóm og færa lagaleg rök fyrir máli sínu.  Í þessu samhengi skiptir það engu máli þó lögmenn Samfylkingarinnar sjái um varnir Íslands og segi "já herra dómari.  Við erum sammála fjárkröfum andstæðinga okkar, við viljum borga."  Málið er flóknara en það að álit Árna Páls skipti nokkru máli.  EFTA dómstóllinn þarf að dæma eftir lögum og reglum EES svæðisins, og úrskurður hans þarf að byggja á lögum, ekki prívat skoðun eða vilja skriffinna ESB.  Og dómurinn þarf að útskýra sína niðurstöðu og ef hann dæmir Íslandi í óhag, þá þarf hann að útskýra af hverju dæmt er í málinu tæpum 10 árum eftir að íslensk stjórnvöld settu sín lög um Tryggingasjóð innlána, byggða á tilskipun ESB.  Bara tíu ára töf skapar góða trú í lagasetningu og mjög líklegt að Ísland eigi mótkröfu á hendur ESB fyrir að hafa ekki gert athugasemdir við íslensku lögin, fyrr en nú.  

Og munum það að málið snýst ekki um Ísland, það snýst um lög og reglur sambandsins, sem þurfa að halda gagnvart öllum öðrum.  Rangur dómur í þessu máli skekur lagalega forsendur ESB.

Og í öðru lagi þá þurfa menn að muna að land er ekki rekið úr EES fyrir að vilja ekki  láta að vilja skriffinna ESB.  Það þarf skýr brot á EES samningnum, og þau brot þurfa dómsstólar að fjalla um.  Og það er ekki brot á reglum EES að þjóð vilji að eftir þeim sömu reglum sé farið.  Rétturinn um réttláta málsmeðferð gildir líka í Evrópu eins og annars staðar í lýðræðisríkjum.

En ýmislegt er sagt til að blekkja þjóðina en það er önnur saga.

Annað bullið eða rangfærslan hjá Árna Pál er þjóðsagan um aðgang að lánsfé.  Ef íslenskir aðilar ætla að fjármagna sig með erlendu lánsfé í framtíðinni þá þurfa þeir að semja við erlenda banka og lánastofnanir.  Þessir bankar skoða fyrri lánasögu þessara aðila.  Þurfi til dæmis að afskrifa skuldir þeirra núna í kjölfar bankahrunsins, þá er mjög líklegt að viðkomandi fá ekki tækifæri aftur til að fara á lánafyllerí, og slíkt er algjörlega óháð afgreiðslu ICEsave málsins.  

Það er uppgjörið við kröfuhafa gömlu bankanna sem er lykillinn af því hvernig samskipti við þá verða í framtíðinni.  Ekki uppgjör tryggingasjóðs innlána við innstæðueigendur ICEsaves.  En ef Árni Páll er að gefa það í skyn að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn láni ekki til Íslands nema við greiðum fyrst Nauðungina, þá má benda á yfirlýsingar sjóðsins þar um að hann sé ekki rukkarastofnun fyrir stórþjóðir Evrópu.  En ef svo er þá er það dýrt spaug að fórna sjálfstæði þjóðarinnar fyrir lán sem ekki á að nota eins og íslenskir ráðamenn hafa margítrekað.  

Það er hagfræði hálfvitans.

En Steingrímur hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að ICEsave hverfi ekki, við aðrar þjóðir þurfi að semja.  En Nauðung og samningur eru sitt hvor hluturinn.  Þó ráðamenn þriðja ríkisins hafi ekki áttað sig á muninum, þá ætti Steingrímur að gera það og þessi rök hans eru út í hött.  Við þurfum að semja við aðrar þjóðir en við þurfum ekki og megum ekki samþykkja allar þær Nauðungar sem að okkur er rétt.  

Ábyrgð okkar er rík því ef við samþykkjum þessa Nauðung, þá er það skjalfest að Evrópa er samfélag villimanna, ekki siðaðra þjóða sem láta dómsstóla, ekki hnefaréttinn, skera úr um ágreining.  Og ef ágreiningurinn snýst um fjárkröfur sem geta varða efnahagslegt sjálfstæði heillar þjóðar, þá eru margir alþjóðasamningar sem vernda hagsmuni hennar.  Og þá alþjóðasáttmála á að virða.

Enginn ráðamaður, þó að ætt Hannibala sé, getur skrifað upp á milliríkjasamning, sem felur í sér óútfyllta bakábyrgð, sem dæmir almenning viðkomandi lands í skuldaþrældóm um langa tíð, ef illa fer.  

Málstaðurinn og rétturinn í ICEsave deilunni er allur okkar.  Engin Samfylkingarlygi fær því breytt.

Kveðja að austan.

 


mbl.is EES-samningurinn var í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 35
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 3538
  • Frá upphafi: 1330368

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 3000
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband