Í tilskipun ESB stendur skýrum stöfum að aðildarríki eru ekki í ábyrgð fyrir tryggingasjóði sína.

Reglusmiðir ESB gerðu sér grein fyrir því að fé gæti vantað í sjóðinn, og treystu aðildarríki sér ekki til að lána sjóðnum, þá voru þau ekki í ábyrgð.  Öll lagaálit Borgunarsinna, allar röksemdir þeirra skauta framhjá þessari einföldu staðreynd.  Og þessi klausa er meginástæða þess að bretar og Hollendingar treysta sér ekki með kúgun sína fyrir dóm.  Mafían sendir aldrei fanta sín til að rukka inn skuld, ef það dugar að nota lögfræðing.

Klausan í tilskipun ESB nr. 94/19 er mjög skýr og ótrúlegt að um hana skuli rifist, a.m.k. hér á Íslandi.  En lítum á þetta frelsisákvæði íslensks almennings:

Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.

Skýrar er ekki hægt að orða hlutina.  En samt rífst Borgunarfólkið.  Sá ágæti bloggari Loftur Altice Þorsteinsson leyfði mér að taka part úr íslensku kennslu hans fyrir Borgunarfólk, þar sem hann brýtur upp þessa setningu svo merkingin hennar verði ljósari, líka þeim sem þekkja ekki til skilyrtra setninga.  Grein Lofts er á þessari slóð http://altice.blog.is/blog/altice/entry/908389/  en hér kemur tilvitnunin í Loft.

Í athugasemdum við þetta blogg, hér fyrir neðan, kom í ljós hver vandinn er við skilning á framangreindri málsgrein. Stuðningsmenn Icesave-stjórnarinnar eiga í erfiðleikum með að lesa langar setningar !

Að hluta er ástæðan væntanlega sú, að kommur vantar bæði í Íslenska og Enska textann. Þetta skapar óvönum vafalaust vandræði við lesturinn. Ég ætla því að bæta úr þessu, í þeirri von að nú gangi lesturinn betur hjá Icesave-stjórninni:

Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum(,) ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum(,) sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.

Where as this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors(,) if they have ensured that one or more schemes(,) guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive(,) have been introduced and officially recognized.

Leysum nú upp þessa löngu setningu í setningarhluta:
  1. Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum,
  2. ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum,
  3. sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.
  4. Where as this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors,
  5. if they have ensured that one or more schemes,have been introduced and officially recognized,
  6. guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive,

Nú sjá vonandi allir, að fyrsti hlutinn (1 + 4) tjáir að ríkin bera enga ábyrgð, svo framarlega sem þau uppfylla það skilyrði að koma á fót viðurkenndu kerfi (2 + 5). Þriðji og síðasti setningarhlutinn (3 + 6) er augljóslega lýsing á ábyrgð trygginga-kerfanna, ekki á stjórnvöldum.

Allt snýst þetta um að koma á fót trygginga-kerfum, sem njóta viðurkenningar vegna þess að þau starfa í samræmi við Tilskipun ESB. Þessi trygginga-kerfi bera ábyrgð á einstökum innlánum í bankana, eða á bönkunum í heild sinni. Að þessu uppfylltu eru ríkissjóðir landanna lausir undan allri ábyrgð.

 

Öllu hugsandi fólki ætti að vera ljóst hvað stendur í þessar klausu tilskipunarinnar sem tekur á spurningunni um bakábyrgð íslensks almennings gagnvart skuldum Björgólfs og Björgólfs.  En samt koma Borgunarsinnar aftur og aftur og segja að ef Tryggingakerfið geti ekki greitt lágmarkstryggingu, eins og i tilfelli íslenska sjóðsins,  þá hafi aðildarríki ekki uppfyllt skyldur sínar og sé því í bakábyrgð.  Við þessa rökleysu má margt finna að.

1. Það stendur skýrum stöfum að tryggingakerfið eigi að uppfylla þessar skyldur og það gerir það ef stofnað er til þess samkvæmt þeim lögum og þeim ákvæðum sem tilskipunin kveður á um.  Og það gerir íslenska tryggingarkerfið, bæði í sambandi við lágmarksupphæðina, fjármögnun kerfisins, skyldur fjármálastofnana og rétt innstæðueiganda.

2. Geri íslenska kerfið það ekki þá er skýrt kveðið á um í EES samningnum að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, eigi að fylgjast með framkvæmd aðildarríkja á innleiðingu tilskipana sambandsins.   Og henni ber að vísa málinu til EFTA dómsstólsins ef brot á EES samningnum er að ræða.  Í þessu tilviki er snýst deilan um það ákvæði íslensku laganna að Tryggingasjóður innstæðna sé sjálfseignarstofnun, sem hefur enga bakábyrgð íslenska ríkisins.  Ef skilningur Borgunarsinna er réttur, þá er þetta ákvæði íslensku laganna skýrt brot á tilskipun sambandsins og ætti tafarlaust að sæta kærumeðferð. 

En engin kæra hefur borist íslenska ríkinu, hvorki þegar lögin voru sett, og núna eftir að Hrunið varð.  Mikið má Borgunarmaðurinn vera tregur ef hann sér ekki orsakasamhengið milli þess að engin kæra hefur borist, og þess að íslensku lögin standast umrætt ákvæði.

3. Standist sú fullyrðing að aðildarríki séu ekki í ábyrgð nema þegar allar skuldbindingar hafa verið greiddar, þá er ljóst að það er óþarfi að taka það fram að þau séu það ekki.  Það reynir aldrei á bakábyrgð skuldar þegar skuldin er greidd.   Til hvers er þá verið að setja fram þessa klausu, ef aðildarríki eru alltaf í ábyrgð, ef fjárþurð kemur upp í Tryggingasjóðnum.   Það er mjög skrítið að tjá al-ábyrgð á þann hátt að segja í fyrsta lið setningar um hana, að aðildarríki séu ekki í ábyrgð

Lagasmiðir tjá sig ekki í öfugmælum, þeir hefðu sagt það á skýru lagamáli að aðildarríki væru í ábyrgð, geti Tryggignasjóðurinn ekki staðið við skuldbindingar sínar.

4. Sé skilningur Borgunarsinna réttur þá hefði jafnframt staðið í tilskipuninni hvernig aðildarríki gætu varið sig gagnvart þessari ábyrgð, án þess að stefna fjárhag fjármálastofnanna í voða og án þess að fá á sig upphæðir sem viðkomandi ríki ráða engan veginn við.  Það er engin lausn að banna bankastofnunum að starfa á erlendri grundu, því það er andstætt markmiðum tilskipunarinnar og andstætt fjórfrelsinu svokallaða sem kveður á um rétt allra fyrirtækja, óháð stærð þeirra eða heimalanda þeirra, að starfa allstaðar á efnahagssvæðinu. 

Eins þarf að hafa í huga að ef tilskipunin felur í sér ótakmarkaða ábyrgð, þá er slíkt andstætt stjórnarskrám örugglega allra landanna, og andstætt alþjóðalögum sem um slíkt gilda.  Alþjóðasamningar geta aldrei stefnt tilverurétt þjóðar í hættu.

Á bloggi Lofts tók ég að mér varnir á smá kafla gagnvart þeim rökum að aðildarríki eigi að greiða það sem upp á vantar.  Í næsta bloggi mínu ætla ég að peista nokkur atriði úr þeim skrifum, þeim til glöggvunar sem áhuga hafa á að standa í stríðinu á Netheimum gegn kúgunaröflum og landráðasnötum.  Hugmyndin er sú að fólk fái hugmyndir og spinni sína vefi út frá þeim.

Eins ætla ég í næstu bloggum að taka nokkrar greinar Borgunarsinna og sýna fram á hvernig þeir skauta fram hjá þessum skýrum fyrirmælum, láta eins og þau séu ekki til.  Og auðvita ætla ég að hjóla í það landráðafólk sem samdi athugsemdakafla Nauðungarlaganna en augljóst er eftir þann lestur af hverju Nauðungin er svona hrikaleg, fólkið sem átti að verja okkar málstað, var í hjarta sínu sammála kúgurunum.  Það var okkar Kvislingar. 

En þetta er planið, sjáum hvernig mér gengur en takist það þá má ég sáttur hætta.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Kærar þakkir fyrir þetta Ómar Geirsson.  Vildi að yfirvöld sæu hluti líka frá eðlilegum sjónarhóli og ætluðu ekki að þvinga land og illa staddan lýð í þrælkun fyrir peninga-gróða-niðinga.  Og vegna þess að yfirvöld vilja ekki styggja og þora ekki að að vera á móti bolumum.

Elle_, 8.7.2009 kl. 15:28

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Elle.

Þau sjá þennan vinkil og þess vegna beita þau öllum brögðum til að halda upplýsingum leyndum fyrir þjóð sinni.  Aðeins lygin getur hjálpað þeim að fá þessa Nauðung samþykkta.  

Lygin er nauðsynleg svo stuðningsmenn VinstriGrænna fremji ekki HariKari í stórum stíl.  Gæti komið sér illa við fylgið í næstu kosningum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.7.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1589
  • Sl. sólarhring: 1663
  • Sl. viku: 3602
  • Frá upphafi: 1324402

Annað

  • Innlit í dag: 1458
  • Innlit sl. viku: 3161
  • Gestir í dag: 1300
  • IP-tölur í dag: 1246

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband